Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 8
Daguir Miðvikudaginn 2. mafz 1960 Ymis fíðindi úr nagrannabyggðum Á dráttarvél frá Akur- eyri að Fosshóli Fosshóli 1. marz. — Það var faert um allt fram að síðustu helgi, en nú er farið að versna. Áætlunarferðirnir til Húsavíkur hafa ekki fallið niður og fært var enn yfir Fljótsheiði á sunnudag- inn á jeppum og dráttarvélum. — Pósturinn kom á dráttaarvél frá Akureyri á sunnudaginn og auð- vitað var það ekki Stefán póstur, sem var á ferðinni í þetta skipti, því að hann hefði komið á hest- um. Fram í Bárðardal mun vera orðið algerlega ófært nú, því að mikið hefur bætt á síðan um helgi og allir vegir hér í nágrenninu eru að verða mjög erfiðir. Kikkhósti er kominn á 5 eða 6 bæi í Ljósavatnsskarði og Kinn, ennfremur gengur hér kvef og hálsbólga. Enginn maður rótar bíl Hagnesvík 1. marz. — Nú er kominn svo mikill snjór, að eng- um dettur í hug að róta bíl og hér er hvasst og eiginlega versta veður. Frú Elín Lárusdótti, húsfreyja að Yzta-Mói, varð sjötug 27. fe- brúar sl. Oll börn þeirra hjóna, hennar og Hermanns Jónssonar, voru í afmæli móður sinnar, og er það mannvænlegur hópur, svo sem þau eiga kyn til í báðar ætt- ir. Frú Elín er mikil duknaðar- og rausnarkona. Þau hjónin hafa bú- ið að Yzta-Mói síðan 1918. Söngur og leikur í Reykjadal Laugum 1. marz. — Illfært er orðið um Reykjadal og þó er ekki mjög mikill snjór kominn. í gær var fært á jeppum og trukkum til Húsavíkur, en siðan hefur versn- að. Vont kvef gengur í Lauga- skóla. Ingibjörg Steingrímsdóttir hefur kennt söng á Húsavík um mánaðar skeið og er nú komin hingað í dalinn og þjálfar Karla- kór Reykdæla. Síðan fer hún upp. fyrir, að þar fari að aukast erfið- í Mývatnssveit til að kenna þar leikar. Innvegin mjólk hér varð á söng. Kirkjukórarnir búa sig und-[sl. ári rúml. 2,7 milljón kg., og að- Aldrað fólk í leikhúsinu Leikfélag Akureyrar hafði sýn- ingu á sjónleiknum Ævintýri á gönguför um síðustu helgi. Þessi sýning var aðeins fyrir aldrað fólk, 70 ára og eldra, og var því boðið í leikhúsið að þessu sinni. Sýningin var vel sótt og skemmti fólkið sér hið bezta. Að sýningu lokinni kvaddi Þórarinn Eldjárn sér hljóðs og flutti Leikfélagi Ak- ureyrar þakkir fyrir hönd við- staddra leikhússgesta. Eldra fólkið á þess enn kost að sjá sýningar þessa leiks ókeypis, þegar það getur því við komið og ekki átti þess kost á fyrrnefndri sýningu. Sýningum fer nú fækkandi vegna þess að leikhúsið er öðrum leigt síðar í mánuðinum. Þó verð- ur sýning í kvöld, miðvikudag, og einnig um helgina. ir það að halda söngmót í vor. Ungmennafélagið Efling er að æfa sjónleikinn Aumingja Hönnu. Prestkosning Sauðárkróki 1. marz. — Á sunnudaginn fór fram prestskosn- ing hér á Sauðárkróki. Kosið var milli þeirra séra Jónasar Gísla- sonar og séra Þóris Steffensen, og var kjörsóknin yfir 80%. Ekki er enn búið að telja atkvæðin. Leikfélagið er að æfa sjónleik- inn Músagildruna og verður hann sýndur á sæluvikunni, sem ráð- gert er að hefjist 20. marz. Búið að snjóa í 18 daga Reynihlíð 1. marz. — Nú er búið að snjóa í 18 daga og kom- inn allmikill snjór. Brotist hefur þó verið með mjólk, nokkurn veginn sámkvæmt áætlun, eða tvisvar í viku hverri, á trukkbíl- um. Rólegt er hér í Mývatnssveit um þessar mundir og býr hver að sínu, svo sem föng eru á. Átján klst. að sækja jólkina m Dalvík 1. marz. — Hér er hálf- gerð stórhríð síðan á laugardag- inn. Færðin er erfið á vegunum. Þannig voru mjólkurbílarnir 16— 18 klukkutíma að sækja mjólkina hérna fram í dalinn og komust aldrei á leiðarenda, en bændur komu á móti þeim og notuðu dráttarvélar eða hesta og sleða. Bátar hafa ekki róið svo að heitið geti síðasta hálfan mánuð vegna ógæftanna. Leiðir að lokast Blönduósi 1. marz. — Hríð er nú á hverjum degi. Langidalur er orðinn ófær og hafa áæltunarbíl- ar ekið Svínvetningabraut. Milli Skagastrandar og Blönduóss er að verð,a ófært. Fram x Þing og Vatnsdal hefur verið vel akfært fram að þessu. Truflanir á mjólk- urflutningum hafa ekki orðið telj- andi það sem af er, en nú lítur út eins meira en árið áður.. Meðal- fjta mjólkurinnar var 3,66%. Um ‘endanlegt verð er enn ekki vitað. Atvinnulíf í dauðadái Ólaisíirði 1. marz. -—- Hér er atvinnulífið í dauðadái. Siðan 14. febrúar hefur hríðað á hverjum degi meira og minna og er kom- inn mikill snjór. Vegna ógæfta er sjósóknin engin og hefur ekki gef- ið á sjó siðasta hálfan mánuð. — Félags- og skemmtanalíf er heldur dauft, einkum vegna fámennis, því að unga fólkið er farið héðan á vertíð, jafnvel 15 og 16 ára unglingar. Hinn árlegi æskulýðsdagur Einn þáfturinn í því mikilvæga starfj að leiða æskuna til Krists og kirkju haps, er hinn árlegi æskulýðsdagur. — Hann er á sunnudaginn kemur. — Er þetta í annað skiptið, sem hann er hald- inn um allt land. — En áður höfðu nokkrir prestar í Hólastifti bundizt samtökum um að messa samtímis í kirkjum sínum fyrir unglinga og skólafólk. — Höfðu forráðamenn skólanna forgöngu í því að nemendur kæmu í kirkju. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, hefur ritað prestum landsins bréf, þar sem hann tilkynnir . þá ákvörðun Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar, að æskulýðsdagurinn verði 6. marz n.k. og beinir hann þeim til- mælum til prestanna, að þeir haldi guðsþjónustur með æsku- fólki sem víðast um land. Samkvæmt tilmælum biskups hefur fræðslumálastjóri ritað öll- um skólastjórum framhaldsskól- anna og farið þess á leit við þá, að þeir komi með nemendur sína í kirkju þennan dag, eða að guðs- þjónustur fari fram í skólunum, þar sem kirkjugöngu verður ekki við komið. Dagurinn norðanlands. A þessum degi er ætlazt til þess að almenningi gefist kostur á að styðja æskulýðsstarfsemina í land inu. Hér á Norðurlandi verða seld fögur merki úr varanlegu efni, hið svokallaða Lúthersmerki. Stjórn Æskulýðssambandsins í Hólastifti hefur einnig mælzt til þess að í kirkjunum fari fram samskot í sama tilgangi. Væri ánægjulegt ef æskan sjálf rétti fram skerf sinn þennan dag. — Messan á Akureyri verður kl. 2 e. h. og er að sjálfsögðu öllum, yngri sem eldri, ætluð þátttaka eins og í venjulegri guðsþjónustu. Minnismerki um Hallgrím Krisfinsson? Frá aðalfundi Akureyrardeildar KEA Akureyrardeild KEA er fjölmennasta deild kaupfélagsins og telur nú 2465 manns, og hafði enn fjölgað á síðasta ári um 37. Deild þessi á rúmlega 100 þús. krónur. Þessar upplýsing- ar gaf Armann Dalmannsson, deildarformaður, á aðalfund- inum 23. f. m., er hann rakti störf deildarstjórnar á árinu. Ármann Dalmannsson skýrði einnig frá þvi, að ákveðið hefði verið, að deildin veitti 3 þús. kr. til minningarsjóðs Þorsteins Þor- steinssonar. Sjóður þessi er í vörzlu Skógræktarfélags Akur- eyrar. Ennfremur gaf deildin 3 þús. kr. til Matthíasarfélagsins. Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, flutti árs- skýrslu kaupfélagsins í stórum dráttum og hafa nokkur atriði hennar áður verið birt hér í blað- HEIMA ER BEZT Mai-zheftið er komið út með forsíðumynd af Ólafi Jónssyni ráðunaut og rithöfundi og grein um hann eftir i-itstjói-ann, Stein- dór Steindórsson, á öðrum stað í heftinu. — Af öðru efni má nefna: Brot úr efth-mælum um horfinn sskúr eftir Björn Daní- elsson, Þegar íslendingur fórst eftir Árna Ái-nason, Duga eða drepast eftir Halldór Ármanns- son, Aðdráttarafl lyktarinnar, þýtt af ritstjóranum. — Þá eru fi-amhaldssögurnar, Þáttur unga fólksins og sitt hvað fleira. Færeyingar fá hentug lán til skipabygginga Færeyska landsstjórnin hafði, í febrúar síðastliðnum, til athug- unar tilboð frá belgiskri skipa- smíðastöð um byggingu 30 fiski- skipa og býðst skipasmíðastöðin til að lána 70% byggingakostnað- arins til 10 ára gegn 1% vöxtum og rikisábyrgð. Fyrirtækið segist geta boðið svo hagstæð kjör vegna mikils stuðnings belgísku Stjórnarinnar við skipasmíðaiðn- aðinn í landinu. Við afhendingu skipanna þarf aðeins að greiða 30% byggingakostnaðar og ábyrg- ist fyrirtækið að verðið verði ekki hærra en hjá sambærilegum skipasmíðastöðvum í öðrum lönd- um. Skipin verða byggð eftir fær- eyskum teikningum. Heildarupp- hæð lánsins mun verða um 40 milljónir færeyskra króna. Nýstofnað togarafélag í Þórs- höfn í Færeyjum er að láta byggja togara, 1000 brúttólestir að stærð, í Portúgal, og á hann að kosta 6,2 millj. færeyskra króna, en það samsvarar 34,1 millj. ísl. kr. á nýja genginu. Danmarks Fiskeri- bank hefur lánað mestan hluta til byggingar togarans. Þetta er fimmti togarinn, sem byggður er fyrir Færeyinga í Portúgal. inu í fréttum af félagsráðsfundi og vísast til hennar. Töluverðar umræður urðu að ræðum framkvæmdastjóra og deildarstjóra loknum og fyrir- spurnir gerðar. Hið merkasta, sem fram kom á þessum deildarfundi var án efa sú tillaga Hólmgeirs Þorsteins- sonar, að fundurinn beindi þeirri ósk til aðalfundar óg félagsstjórn- ar KEA, að Hallgrími Kristins- syni yrði reist verðugt minnis- merki og var tillaga um það sam- þykkt samhljóða. Mál þetta hefur verið til um- ræðu manna á meðal síðustu árin, eftir að merkur samvinnumaður, Jónas Jónsson frá Hriflu, kvaddi sér hljóðs hér í blaðinu og benti á, að samvinnumenn mættu tæp- ast láta það lengur dragast, að hefjast handa. Er vel, að óskir manna í þessu efni eru fram komnar á formlegan hátt og má vænta þess, að þær rætist á þann veg, að vel sæmi minningu hins stórmerka leiðtoga samvinnu- stefnunnar. Tryggvi Þorsteinsson og Har- aldur Þorvaldsson voru endur- kjörnir í deildarstjórnina til þriggja ára og Erlingr Davíðsson endurkjörinn í félagsráð til eins árs. Akureyrardeild hefur rétt til að senda 83 fulltrúa á aðalfund KEA. Einn listi til fulltrúakjörs kom fram og var hann sjálfkjör- Færeyingar rækta mink Færeyingar eru að hefja til- raunir í minkarækt í stórum stíl. Þeir eru að koma sér upp minka- búi í nánd við Þórshöfn með 1000 dýrum til undaneldis. Um 70% af fæðu minkanna er fiskúrgangur, en af honum eiga Færeyingar nóg. Nú á að reyna að breyta honum í minkaskinn, en þau eru mjög verðmæt útflun- ingsvara. Á síðsatliðnu ári fluttu Danir út minkaskinn fyrir 90 mill. danskra kr., svo að, ef þessi til- raun tekst hjá Færeyingum, getur þetta orðið útflutningsvara, sem eitthvað munar um. Vonandi tekst Færeyingum að halda minknum innan girðingar, svo að þeir fái ekki annan eins vágest i veiðivötn og varplönd og Islendingar hafa fengið. Deutz dráttarvélar Gunnar Kristjánsson, forstjóri Verzl. Eyjafjörður h.f., en hann er fulltrúi Deutz umboðsins á Akureyri, hafði síðastliðinn laug- ardag boð inni á Hótel KEA fyrir blaðamenn og fleiri. Hann sýndi þar mjög fróðlegar kvikmyndir um ' framleiðslu og margbreytilega notkun Deutz dráttarvéla og flutti skýringar. Deutz vélaverksmiðjurnar, sem eru stofnsettar 1880, eru með allra elztu dieselvélaframleiðend- um í heimi og hafa alltaf staðið framarlega í framleiðslu dráttar- véla með dieselhreyflum. Ár- ið 1949 sendu verksmiðjurnar frá sér tæp 90 þúsund dráttarvélar, en 1958 voru þær orðnar tífalt fleiri, og sýnir það bezt vinsældir þeirra. Verksmiðjurnar halda úti við- gerðar- og þjónustubifreiðum um allan heim, þar sem vélar þeirra eru notaðar. Eru með bifreiðun- um fagmenn, sem geta annast all- ar minni háttar viðgerðir á staðn- um og veitt eigendum vélanpa nauðsynlega tilsögn og fræðslu. Ein slík bifreið er staðsett hér á landi og fer hún um land allt á hverju sumri. Árið 1954 kom fyrsta Deutz dráttarválin í Eyjafjarðarsýslu, en nú munu milli 40 og 50 slíkar vélar vera í notkun í Eyjafirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.