Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 4
4 Miðvikudaginn 2. marz Í960 ERLÍN G Íí R I> A V í I) S S () N ■; Auglýsingasiljói'i: JÓN SAMÍELSSON ÁiTjani'iiriiin kosiai- kr, 75.00 KlaOiO kcmiir úl ú miíivikiulííguni og iaugai'ilOguiii, |>cgar (,'fní stamla lil f;jakldagi cr j. júlí i»RENTVERK OttDS BJÓRNSSONAR H.F. | Gegn kreppusfefnunni Hér fer á eftir niðurlagið í ályktun Fram- sóknarmanna, og hljóðar það svo: Stjórnarflokkarnir afsaka sín höiðu tök með því, að þeir séu með þessum hætti að af- nema bóta- og styrkjakerfið og stöðva skulda söfnun erlendis, en þó lialda þeir áfram nið- | urgreiðslum á verði innlendra vara og taka i upp niðurgreiðslu á verði innfluttra neyzlu- i vara, viðhalda að nokkru útflutningsupp- j bótum og taka stórfellt, erlent eyðslulán. I v. i Miðstjórnin lítur svo á ,að erfiðleikum líð- j andi stundar í efnahagsmálunum hefði átt að mæta með miklu léttbærari ráðstöfunum en ríkisstjórnin stofnar til og ekki giípa til i afturhaldsaðgerða, eins og þeirra, sem að framan er lýst. Með víðtækri samvinnu stjórnmálaflökka og stétta, eins og Fram- j sóknarmenn á Alþingi lögðu til að upp yrði j tekin, hefði vel mátt takast að skapa jafn- j vægi í efnahagslífinu. Fyrir atbeina slíks j samstarfs hefði verið hægt að auka fram- J leiðsluna, tryggja fulla atvinnu í landinu, j draga úr þeirri fjárfestingu, sem helzt má i bíða og skattleggja ónauðsynlega eyðslu. j Koma með þeim hætti á jafnvægi í viðskipt- um við útlönd og draga úr bóta- og styrkja- j kerfinu í eðiilegum áföngum. Þetta hefði j verið í anda framfarastefnunnar, framhald j hennar og trygging fyrir því að uppbygging j undarfarinna áratuga, sem nú er ráðist gegn, j hagnýttist. ! vi. Sakir standa nú þannig: Iíjördæmaskipuninni hefur verið breytt og með þeim breytingum stórlega raskað heilbrigðum grundvelli lýðræðisins í land- inu og aldagamall réttur byggðavaldsins skertur. Þingræðið hefur verið lítilsvirt. Efnahagsmálalöggjöf verið sett og boðuð ; sem er algert hvarf frá framfarasókn og fé- 1 lagshyggju síðustu ára til afturhalds, sérhags- muna og ofríkis. Línur stjórrimálanna hafa skýrzt, og það út af fyrir sig er vissulega mikilsvert. I Afturhaldsöflin hafa kastað grímunni. 1 Öllum almenningi má vera ljóst, að það er i Framsóknarflokkurinn, sem er höfuðand- j i stæðingur afturhaldstaflanna, enda beina þau þangað fyrst og fremst geiri sínum. VII. j Framsóknarflokkurinn hefur riú sem fyiT miklum hlutverkum að gegna í stjómmálun- um. í sambandi t ið dagskrármálin á líðandi j stund skal þetta tekið fram: I Framsóknarflokkurinn mun af alefli berj- ast fyrir því að framfaraþróunin hefjist á ný í og afturhaldsöflunum takist ekki til fram- búðar að buga hana með samdráttar- og í kreppustefnu sinni. Framsóknarflokkurinn mun halda uppi baráttunni fyrir auknu jafnrétti í byggð DAGUR landsins og sjálfstæði hérað- anna. , Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að allir landsmenn fái tækifæri til að verða bjargálna menn. Framsóknarflokkurinn mun sfjanda vörð um réttindi al- méririirigssámtakanna í land- inu. Frámsóknarflokkurinn mun beita sér eindregið gegn hvers konar skerðingu lýðræðis og þingræðis. Framsóknarflokkurinn mun halda fast á rétti og sjálfstæði Islendinga gagnvart öðmm þjóðum og í því sambandi krefjast þess að engar tilslak- anir eigi sér stað af liálfu ís- lands í landhelgismálinu. Miðstjórnin skoilar á íjlla framfarasinnaða menn um land allt að ganga til liðs við Framsóknarflokkinri og efla hann svo á næstu missirum, að hann verði megnugur þess að breyta þeirri stefnu, sem nú hefur verið upp tekin af stjórnarflokkunum í efna- hagsmálum þjóðarinnar — án þess að þjóðin hafi til þéss gefið þeim nokkurt umboð — og tryggja þess í stað þrótt- mikla uppbyggingarstefnu í framhaldi af þeini framfara- þróun, sem orðið hefur á síð- ustu áratugum. Á mynd þessari sést Eisenhower forseti tengdadóttur sinni og Nehru forsætisráðhcrra lands. í baksýn er ein fegursta bygging heims, affi því er margir telja, musterið Taj Mahal í Agra Hugleiðingar um ræktun reiðhestsins. UM LEIÐ og þökkuð eru vin- samleg skrif ritstjóra „Dags“ fyrr og síðar um okkar fyrrum þarf- asta „þjón“ — hestinn — hesta- mennskuna og hestaunnendur, vildi eg, í tilefni af síðasta grein- arkorni ritstjórans um þetta efni, leyfa mér að leggja hér nokkur orð í belg, bæði til skýringar og einnig, og ekki síður, ef það mætti verða til nokkurrar uppörf- unar á ágæti reiðhestsins og þeirri þjóðhollu íþrótt, sem reið- mennskan er. I fyrrnefndu greinarkorni drep- ur ritstj. á, hversu dýrt sé að láta temja unghrossin, miðað við það sem áður var, og einnig hve erfitt muni vera orðið að halda hryss- um frá því að fá við alls konar lausgöngufolum. Um fyrra atriðið er það að segja, að það er vissulega töluvert mikið að greiða kr. 450—500 á mánuði í svokallað skólagjald fyrir tryppið, en þrátt fyrir þetta hefur t. d. „Léttir“, sem rekið hefur tamningastöð mörg undan- farin ár, alltaf orðið að greiða ár- lega úr félagssjóði til að slétta upp útgjöld stöQvarinnar. Bótt hafði verið um styrk til Búnaðar- sambands Eyjafjarðar til handa stöðinni, en þótt undarlegt megi virðast átti málið heldur litlu vin- fengi að fagna þar. Þó hefur sam- bandið nú síðustu árin greitt kr. 1000.00 á ári til starfseminnar. Þó að þetta sé að vísu lítið fram- lag góðu málefni, ber að sjálf- sögðu að þakka það. — Það kæmi mjög til athugunar, og hefur raun- ar verið það hjá stjórn „Léttis“ alllengi, hvort eigi væri unnt að reka tamningastöð að sumrinu til að draga úr kostnaðarhliðinni. En framkvæmdir hafa allar strandað á landleysi, þ. e. bithagá hér í grennd við bæinn. Um síðara atriðið, lausgöngu- folana, er þar vissulega orð í tíma talað, og þess full þörg að sé rætt og ráðin bót á, svo fremi að hrossakynbótastarfið allt, eigi ekki að verða gagnslaust kák. — Landslög kveða svo á, að í hverj- um hreppi skuli vera starfandi hrossakynbótanefnd, kjörin á vor- hreppaskilum. Hlutverk þeirra nefnda á meðal annars að vera það, að sjá um að engir ógeltir folar eldri en veturgamlir gangi lausir. En svo mikið.er tómlætið orðið, svo lítið er rúm það, sem okkar fagri og vitri, fyrrum þarf- asti þjónn, á nú í hug og hjarta íslenzkra bænda, að það mun vart vera til, a. m. k. hér norðan- lands, að þessar nefndir séu kjörnar, hvað þá meir. Fyrir um það bil tveimur árum siðan var stofnað „Hrossaræktar- samband Norðurlands", sambands svæðið nær yfir Húnavatnssýslur báðar, Skagafjarðarsýslu og Eyja- fjarðarsýslu. Einnig er á döfinni að Suður-Þingeyjarsýsla komi með. Eitt af aðaláhugamálum sam- bandsins er að fegra og bæta reið- hestinn, vekja og glæða áhuga á gildi hans og þeirri gleði sem fylg- ir samskiptunum við þetta göfuga húsdýr okkar, og þá um leið að skipa honum aftur í það rúm, sem hann fyrrum hafði og honum ber i meðvitund þjóðar okkar. Hvernig til tekst um fram- kvæmd þessa háleita málefnis veltur að sjálfsögðu á ýmsu. — I fyrsta lagi, og það atriði hefur þegar mjög verið á dagskrá sam- bandsins, tekst að skapa sam- stöðu um að útrýma, þ. e. láta gelda alla aðra fola en þá, sem hinir færustu menn á sviði rækt- unarinnar telja eigi að ala upp undan. Eigi þetta að takast, verð- ur mjög að vaxa áhugi og skiln- ingur bændastéttarinnar almennt frá því sem nú er, og vil eg vona að svo verði, því að þá, en ekki fyrr, er mögulegt að tala um eitt- hvert ræktunarstarf. I öðru lagi: Skapa verður að- stöðu, a. m. k. á tveimur stöðum í hverri sýslu, þar sem hægt væri að koma í örugga vörzlu að sumr- inu álitlegum stóðhestaefnum, og ennfremur í svipaðri mynd að- stöðu fyrir stóðhesta sambandsins og aðra sem leigðir kynnu að verða tíl undaneldis. A Suðurlandi og í Borgarfjarð- arsýslu hafa um nokkurt árabil verið starfandi tvö hrossaræktar- sambönd, hafa þau bæði náð ótrúlegum árangri í ræktun reið- hestsins á svo skömmum tíma. — Hefur starf þessara sambanda mjög verið til fyrirmyndar og uppörfunar. Það er von mín og trú, að við Norðlendingar eigum einnig að geta unnið gott og heilladrjúgt starf á þessu sviði. Hér hafa ver- ið og eru margir ríkulegir og góð- ir stofnar reiðhrossa, við skulum taka höndum saman um að bæta þa uog fegra. Við skulum koma a. m. k. tveimur afburða gæðing- um (handa bónda og frú) inn á hvert heimili, það er lágmark, en þó betur farið en heima setið. — Guðm. Snorrason. ASalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins á Akureyri verður í Alþýðuhúsinu fimmtu- daginn 10. marz kl. 8.30 e. h. — Konur, mætið vel og takið með ykkur kaffi. — Stjórnin. Náttúrulækningafélagið hefur útbreiðslufund í Húsmæðraskól- anum n.k. laugardag kl. 4.30 e. h. Ulfar Ragnarsson læknir í Hveragerði flytur erindi á fund- inum. í Indlandi. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR SÖGUIÍORN UM SHAW Þríeiningarkirkjan í Brighton bauð Shaw eitt sinni að taka þátt í mikilli sögulegri skrúðgöngu. Shavv neitaði með þessum orðum: — Þér verðið að hafa mig afsakaðan. Hin eina sögu- lega skrúðganga sem ég tek þátt í úr þessu, er jarðar- för mín. Shaw fékk eitt sinn reikning frá bókaver/lun — fyrir eina bók. Nokkrum dögum seinna sendi hann reikn- inginn til baka með meðfýlgjandi bréfi: Herra minn! Ég lief aldrei pantað þessa helvítis bók. Ef ég hef gjiirt það, þá hafið þér a. m. k. ekki sent hana. E£ þér hafið sent hana, þá hef ég aldrei fengið hatia. Ef ég hef fengið haria, þá hef ég líka borgað hana* Hafi ég ekki borgað hana, þá geri ég það ekki. Yðar G. B. Shaw. Umferðalög frá 1. júlí 1958 39. gr. Vegfarendum er skylt að víkja fyrir lík- fylgdum, hópgöngum skólabarna og öðrum lög- mætum liópgöngum. 40. gr. Þegar ökumenn lögreglubifreiðar, sjúkra- bifreiðar, slökkvibifreiðar eða björgunarbifreiðar gefur hljóð- og ljósmerki, skal öllum vegfarendum skylt að víkja úr vegi í tæka tíð. Stjómendum ann- arra ökutækja er skylt að aka til hliðar eða nenta staðar. Dómsmálaráðherra ákveður, hvernig merkj- um, sbr. 1. mgr., skuli háttað. Þau má eingöngu nota, þegar nauðsyn krefur, og er stjórnendum ökutækjanna skylt að taka fullt tillit til annarra. vegfarenda. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig um vélknúin ökutæki, sem í einstök skipti eru notuð í þjónuStu lögreglu, slökkviliðs, eða í lífsnauðsyn, svo sem Við flutning sjúkra manna eða slasaðra. Þegar ökutæki er notað þannig, skal það auðkennt greinilega með hvítri veifu. Ökumaður skal til- kynna lögreglunni innan sólarhrings um aksturinn. Framangreind ökutæki eru, þegar brýna nauð- syn ber til, undanþegin ákvæðum laga þessara um. hámarkshraða og um takmarkanir, sem settar kunna að vera um akstur á ákveðnum vegum, enda séu þá notuð merki þau, er um ræðir í 1. og 3. mgr. í sambandi við framanritað er óskað eftir skýr- irigum frá bæjarfógeta á eftirfarandi atriðum: 1. Hver er skilgreining á hópgöngum skólabarna? Og 2. Hver er skilgreiningin á löglegum hóp- göngum? , 3. Hvers vegna eru löggæzlubifreiðarnar hér á staðnum ekki auðkenndar samkvæmt 40. gr. umferðalaganna eins og vera ber? Borgari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.