Dagur - 09.03.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1960, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 9. marz 1960 Augly.«nga>iljr>ii: JÓN S \ M Ý E l.SíiO-N Árgangnrinn kostm kr. 75.00 Blaðið krtiiur tit á iiiiðtilaiiliigttm og laug-.irdíignni, þrgar cfni standa til fljaltldiigi cr 1. jiilí l'ltENTVntk <>M>S BJt'MtNSSONAR H.F. Bæjarsfjórnaríhaldið : YFIRLEITT eru störf bæjarstjómarinn- ar á Akureyri friðsöm, enda einkennast þau sjaldan af stórum hugsjónum, eða djörfum tillögum, og almenningur sækir ekki bæjar- stjórnarfundi. í síðustu viku brá þó svo við í bæjarstjórn, að eftir var tekið. Bæjarfull- trúar íhaldsins, ásamt hinu nýja handbendi þeirra þar, lögðu fram tillögu um stuðning ! við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Til- lagan var samþykkt gegn atkvæðum Fram- I sóknarmanna og Alþýðubandalags, eftir I nokkrar umræður. Eins og allir vita og viðurkenna, er hin nýja stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um hin mesta kjaraskerðingar- og stöðvunar- stefna, sem litið hefur dagsins ljós á síðustu I áratugum. Framkvæmdir eiga að minnka stórlega, atvinnan að verða „hæfilega mikil“, i okurvextir eru lögfestir, en þeir eiga að koma í veg fyrir hvers konar framkvæmdir I einstaklinga og félaga, gengisfellingin eykur : verðbólguna á þann hátt, að verð erlendra 1 vara hækkar um þriðjung og sumt mun meira, en kaupgjald má ekki hækka sam- j. kvæmt vísitölu eins og verið hefur síðustu | 20 ár. i Öll þessi atriði vill bæjarstjómaríhaldið á ! Akureyri gera að sínum málum, þótt þau i gangi í berhögg við hag almennings og eng- ! in heiðarleg bæjarstjórn vilji bera ábyrgð á. i Fulltrúi Alþýðuflokksins hefur skipt um hlutverk og er tilbúinn að rétta upp hönd í þegar íhaldið kallar og á hann sinn hlut í þessu máli. i Líklega liafa íhaldsfulltrúarnir í bæjar- i stjórn Akureyrarkaupstaðar ekki munað eft- ! ir því við flutning tillögunnar, að þeir hafa i jafnan lagt á það höfuðáherzlu í orði, að ! undirstaða almennrar velmegunar væri mik- i il og örugg atvinna. Stöðvunarstefna ríkis- ! stjórnarinnar dregur stórlega úr framkvæmd- i um og atvinnu og er þess ekki langt að bíða, að þær ráðstafanir komi hart niður á þeim, I sem sízt mega missa nokkurn vinnudag. ] íhaldsfulltrúarnir virðast hafa gleymt því I í þjónkun sinni við Ólaf og Bjarna, að ' stefnan, sem þeir lýsa sig samþykka, i kemur hundruðum skuldugra manna hér í bæ á vonarvöl, ekki sízt þeim, sem eru að I byggja eða ent nýlega biinir að því eða kaupa 1 sér þak yfir höfuðið. Okurvextirnir sjá fyrir því, og stöðvun útlána bankanna, svo og sú ! stefna að flytja spariféð til Seðlabankans í I Reykjavík. | Bæjarstjómarfulltrúar íhaldsins á Akur- I eyri leggja blessun sína yfir það, að erlend j vara liækkar um þriðjung þótt kaupið standi ' í síað. íhaklið kýs stöðvunarstefnuna og styð- ur hana, þótt hér þurfi að byggja dráttar- i braut, niðursuðuverksmiðju, kaupa togara, I byggja elliheimili, íþróttamannvirki, félags- i heimili, skóla, lögreglustöð, safnahús, skíða- hótel, rafstöð fyrir bæinn og íbúðarhús. — i Öllu þessu vilja bæjarfulltrúar íhaldsins \ fórna af undirgefni við flokkinn sinn. GUÐM. B. ÁRNASON: Nauðstaddir gestir Þegar Vetur konungur gengur í garð og-sendir Norðra með herskara sína: frost og fjúk, yfir landið, mun mörgum, einkum hér á Norður- landi, finnast þröngt fyrir dyruni og verða fegnir að geta leitað skýlis jjar sem þeim líður vel, þótt „úti lier'öi frost og kynngi snjó“. En jiað eiga ekki allir íbúar Norðurlands J>ví láni að fagna að eiga athvarf innan húsa þegar liarð- viðri vetrarins steðja að. Má í J>ví sambandi benda á hið fagra kvæði „listaskáldsins góða“, „Óhræsið“, sem ég tek hér fyrsta erindið úr: Ein er upp til fjalla, yli húsa fj:er, út um hamra hjalla, hvít með loðnar tær. Brýzt í bjargarleysi, ber [>ví hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. Og það eru fleiri en „blessuð rjúpan hvíta“, sem brjótast í bjarg-, arleysi þegar að herðir. Annar af íbúum Jiessa kalda lands, mikið minni og veikbyggðari en rjúpan, lendir í bjargarþroti þegar snjór og klaki hafa fært í kaf hvert strá og frækorn, sem eru lífsviðurværi hans á vetrum. Þessi litli Islendingur, er ekki vill yfirgefa fósturjörð sína og dveljast í hlýrri löndum vetrarmán- uðina, eins og flestir jafnokar hans gera, er hinn yndislegi og fagri söngfugl sólskríkjan eða snjótittl- ingurinn öðru nafni, sem annáð af beztu góðskáldum okkar, Þorsteinn Erlingsson, kvað svo Eagurlega um í kvæðinu „Sólskríkjan“, er hefst með J>essu gullfallega erindi: „Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni hún sat J>ar um nætur og söng J>ar á grein svo sólfögur Ijóð um svo margt sem ég unni, . og kvöld eftir kvöld hóf hún ástar- ljóð ein. O, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. Hann er ekki ágengur, J>essi litli fugl, sem reynir í lengstu liig að sjá sér borgið. Það er ekki fvrr en neyðin knýr á dyrnar og tittlingur fær ekki í nef sitt, að hann leitar á náðir mannanna. Síðan tfðín spilltist núna, hefur verið mjög mikið, langtum meira en vanalega af þessum fuglum hér. En — [jví miður hafa verzlanir bæj- arins verið svo illa birgar af fugla- fóðri, að ekki hefur verið hægt að taka á móti þessum litlu gestum eins vel og vera Jjyrfti. Er Jjað öm- urleg staðreynd, að samtímis því að ekki fæst eitt korn af fuglafóðri hér, skuli flestar eða allar búðarholur bæjarins vera vel birgar af rándýr- um, óþörfum og óhollum vörum, t. d. sígarettum og sælgæti, sem auk Jjess að vera skaðvaldar h\"ið heil- brigði fólks snertir, stuðla óefað mjög að aukinni fjársóun og nautna sýki meðal barna og unglinga. Það er sorglegt óhappaverk og skilnings- leysi hjá forráðamönnum bæjarins að veita mönnum leyfi til að reka; jafn margar ó[>urftar sölukompur og raun ber vitni, og verðlauna það síðan með Jjví að veita þeim miklu lengri sölutíma en öðrum verzlun- um bæjarins, ekki aðeins á virkum dögum, heldur líka á helgidögum. Okkur Islendingum hefur verið hrósað fyrir gestrisni. Og sem betur fer hygg ég að við eigum }>að hrós skilið. Það mun vekja flestum gleði, að veita gestum sínum vel. En engir gestir, sem okkur liafa heimsótt, munu Jjó hafa Jiarfnast eins góðra viðtakna og Jjessir litlu vetrargestir okkar, sem ég licf gert að umtals- efni hér. Mér hefur oft flogið í hug undan- farna daga að vekja athygli fólks á Jjörf litlu fuglanna, snjótittlinga og skógarþrasta, sem ekki fóru með félögum sínum til sólríkra landa, cn heyja nú harða baráttu liér viö kulda og myrkur. En ég hef liikað yið )>að, vegna þess að ég hef ekki treyst mér til að gera [>að eins og þyrfti. En í gær varð á vegi mínum sól- skríkja. Hún lá í fönninni og brauzt J>ar um, en gat ekki hreyft sig tir stað, sjálfsagt vegna máttleysis af hungri, því eftir sólarhrings gist- ingu og saðningu var hún orðin hin sprækasta. Vegna þessa atviks greip ég nú pennann til að minna sambæinga mína á J>essa nauðstöddu smælingja. Ég þykist }>ess fullviss, að Akur- eyringar eru engu ógestrisnari en aðrir landsmenn. Og ef Jjessar línur gætu orðið til J>ess að augu ein- hverra manna opnuðust fyrir ]><>rf Jjessara vesalinga, sem nú heyja baráttu upp á líf og dauða við mis- kunnarlaust vetrarríkið, J>á er til- ganginum náð. Ég vil geta þess, að mér virðist Jjrestirnir ekki kunna átið á fugla- fóðrinu eða óvölsuðu hrísgrjónun- tim, sem við höfum gefið snjótittl- ingunum. Aftur á móti éta þeir hveitibrauðsmola, ef að brauðið er •mulið nógu smátt, svo að J>eir geti gleypa molana. Brauðmolar mega helzt ekki vera stærri en reyniber. Ég vil hvetja alla þá, sem ékki hafa kynnt sér vel ljóð Þorsteins Er- lingssonar, að lesa hin undurfögru kvæði hans: „Sólskríkjan", „Vetur“ og „Síðasta nóttiri“. Öll fjalla þau af hinni mestu samúð og kærleika um líf sólskríkjunnar í blíðu og stríðu. Glcði hennar og sælu á sum- armánuðum, [jegar allt leikur í lyndi. Og baráttu hennar við hung- ur og kulda í harðindum og vetrar- myrkri. Að lokum sný ég máli mínu til sveitafólksins, [>ess, sem hirðir bú- peninginn, og vil minna J>að á, hve auðvelt }>að er fyrir J>að að líkna Jjessum oft nefndu svöngu smáfugl- um. Finnst mér ég ekki geta gert það ibetur með öðru en Jjví að birta hér næst síðasta erindið úr kvæðinu „Vetur“, er hljóðar þannig: „Hann leitar því að Iíkn í nauð að létta þrautum sinum, og Jjú átt, vinur, ærinn auð í öllum jötum [jínum. Ef mylsnu-sáld og salla }>ann Jjú seðja fuglinn lætur, þá gleymir sínu hungri hann og hörmung kaldrar nætur.“ Ritað 1. marz 1960. ELDHÚSIÐ Nýlega er komið út 35. fræðslurit Búnaðarfélags fs- lands .Það nefnist „Eldhúsið“ og er skrifað af Sigríði Kristjáns- dóttur, er 80 bls. að stærð og hið vandaðasta. Þar er margan fróð- leik að finna og fylgir fjöldi mynda til skýringa. Húsasmiðir, húsateiknarar og þeir, sem framleiða eldhúsinn- réttingar, ættu að kynna sér rit Jjetta, svo og húsmæðurnar sjálf- ar — og fyrst og fremst þær. Hægt er að auðvelda hús- mæðrum störfin á ýmsan hátt. Haganlega byggt eldhús er mik- il hjálp. í J>ví efni er mikilvæg- ast að hafa þægilega útbúið vinnusvið, góðar geymslur, hent- ug hjálpartæki og að skipuleggja störfin á hagkvæman hátt, svo að þau verði létt og skemnftUeg. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Fr.á Finnlandi. Við áramótin síðustu var mannfjöldinn í Finnlandi 4.433.700 eða Jjví nær hálf fimmta milljón. Mannfjöld- inn hafði aukizt um 39 þús. á árinu, og er það nokkru meira en árið 1958, og orsökin til }>ess er sú helzt, að á síðasta ;iri fluttust færri úr landi en árið áður. Af Finnum búa nú 62.3% í sveitum, og er það lægri pró- senttala en áður. Þarna er þróunin.sú sama og í flest- um öðrum löndum. Höfuðborgin Helsingfors (eða Elelsinki) hefur nú 453.800 íbúa eða 10<2% af Jjjóðinni. Ábo (Ábær) liefur um langan aldur verið næststærsta borg i Finnlandi en nú er hún komin í þriðja sæti með 123 þúsund íbúa slétta, en Tammerfors gengur nú næst höfuðborginni að ibúafjölda; þar búa 123.600 menn. James Whistler (1834—1903), bandarískur rnálari, einn hinn Jjekktasti. Whistler var kennari við listaskóla, og hann Jjótti mjög óblíður í dómum sínum um verk nemendanna. Eitt sinn, er sá gállinn var á honum, gat ein stúlkan ekki stillt sig, en sagði: — Hr. Whistler! Er nokkur ástæða til þess, að ég máli hlutina öðruvísi en ég sé þá? — Nei, Jjað er nú ekkert, sem mælir beinlínis á móti því, eftir Jjví sem ég bezt veit, svaraði Whistler, en Jjað rennur bara upp einhvern tíma hið hræðilega augna- blik, að þér farið að sjá hlutina eins og þér málið [>á.. í veizlu nokkurri í París gaf frúin, sem sat við hlið Whistlers, til kynna það álit sitt, að hann mundi þekkja Játvarð VII Bretakonung persónulega. — Nei, frú mín, sagði Whistler, við Jjekkjumst ekki. — Nú, það er skrýtið, sagði frúin. Ég var í veizltt með konunginum í haust, og þá lieyrði ég, að hann sagðist Jjekkja yður. — Hann liefur bara verið að gorta, sagði Whistler. Bandarískur embættismaður, sem skipulagði sýriirigu lands síns á hinni miklu samsýningu í París aldamóta- árið 1900, sendi Whistler bréf og stakk upp á }>ví, að þeir mæltu sér mót á ákveðnum stað „stundvíslega kl. 4.30“, svo að }>eir gætu rætt um, hvar koma skyldi fyrir listaverkum Whistlers. Whistler svaraði aðeins á Jjessa leið: — Ég J>akka yður fyrir. En J>að get ég ságt um sjálfan mig, að ég hef aldrei getað — og mun aldrei nokkurn tíma geta — verið á nokkrum stað stundvíslega klukk- an 4.30. Whistler var eitt sinn á gönguferð um götur Lund- únaborgar með vini sínum. Þeir mættu stráklingt nokkrum, og Whistler gaf sig á tal við hann og spurði: — Hvað ertu gamall, piltur minn? — Sautján ára. — Ertu nú alveg viss? Þú hlýtur að vera meira en sautján ára. Hugsaðu J>ig nú betur um. — Nei, nei, ég ér bara sautján ára, sagði strákur hálf- óttasleginn og skundaði burt. Whistler sneri sér að vini sínum og sagði með hneykslun í röddinni: — Elefði J>ér þótt trúlegt, að hægt hefði verið að gera sig svona skítugan á aðeins sautján árum? Endurheiml handrit. Williám Allen White (1868—1944) var }>ekktur bandarískur blaðamaður og rithöfundur. Hann var lengi ritstjóri tímaritsins „Entporia Gazette", og }>á Jjurfti hann því nær daglega að cndursenda handrit að sögum, sem ýmsir byrjendur í rithöfundastarfinu voru að senda til birtingar. Eitt sinn fékk White eftirfarandi bréf frá konu, sem reynt hafði án árangurs að fá birta eftir sig sögu: — Herra minn! í síðustu viku endursenduð þér mér handrit að frumsamdri sögu. Ég veit, að þér hafið ekki lesið hana, því að ég hafði í tilraunaskyni límt saman blaðsíðurn- ar 18, 19 og 20. Þær voru enn límdar saman, er ég fékk liandritið aftur. Ég hef þannig komizt að því, að þér eruð svikahrappur, sem endursendið handrit án þcss að liafa lesið þau. White svaraði á þessa leið: — Kæra frú! Þegar ég brýt skurnið af egginu mínu á morgnana, þá þarf ég ekki að éta það allt til þess að komast að því, hvort það er ætt eða ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.