Dagur - 09.03.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 09.03.1960, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 9. marz 1960 Bagur Kynningarkvöld NáttúruEækninga félagsins var síðastl. laugardag STÁLSKIP í STAÐ TRÉSKIPA A£ 62 fiskiskipum 250 brúttórúml. og minni, sem voru í smíðum erlendis 1. nóvember sl. voru aðeins 22 tréskip en 40 stálskip Síðdegis á laugardaginn hafði Náttúrulaekningafélagið á Akur- eyri kynnningarkvöld í Hús- mæðraskóla Akureyrar. Þar var margt manna saman komið og þar voru fram bornar veitingar af mikilli rausn. Þar var drukkið te og með því fram borið hið ljúffenga brauð af hinum ólík- ustu gerðum, sem hvítur sykur og hvcítt hveiti var ekki í. Jón Kristjánsson, formaður Náttúrulækninga^élagsins, bauð gesti velkomna og kynnti störf náttúrulækningafélaga hér á landi, en Jón Rögnvaldsson flutti erindi um ræktun græn- metis. Áður auglýst erindi Ulf- ars Ragn.-þ'ssonar í Hveragerði féll niður vegna truflana á flug- ferðum. Náttúrulækningafélögin berj- ast gegn notkun hvíts sykurs og innflutnings og notkun hins hvíta Á Norðurlandi er víða jarðhiti og á nokkrum stöðum hafa verið gerðar lítils háttar rannsóknir með ófullkomnum og mjög frum- stæðum tækjum, og sums staðar þó með góðum árangri. Hér á Akureyri hafa umræður orðið um rannsóknir á jarðhita- svæðum í grendinni, sérstaklega í sambandi við bæjarstjórnar- kosningar, þegar áhuga fyrir vel- ferðarmálum almennings eru engin takmörk sett. En leit að heitu vatni fyrir Akureyri hefur lítinn raunhæfan árangur borið, hvorki að Kristnesi eða Lauga- landi á Þelamörk. Hins vegar eru volgrur í Glerárdal, sem ungmennafélagar leiddu fyrrum til bæjarins og enn renna í sundlaugina og spara milljónir í upphitunarkostnaði. Þar er þörf meiri rannsókna og víðar. En hvort tveggja er, að á síð- ustu árum hefur gerð leitar- tækja fleygt fram og stórvirkir djúpborar eru ekki lengur að- eins söguleg staðreynd úti í heimi, heldur á ríkið og Reykja- Óvenjulegt brúðkaup Hinn 3. þ. m. fór fram brúð- kaup Tamara Pilipenko og Jak- obs Árnasonar, fyrrv. ritstjóra á Akureyri. Hið óvenjulega við brúðkaupið var það, að brúð- g"minn var þá staddur hér á Akurcyri og tók á móti vinum vsínum og kunning'um að Hotel KEA, en brúðurin, sem er pólsk dvldi í heimalandi sínu á brúð- kaupsdaginn, og þar fór hjóna- vígslan fram („per prokura11)- hveitis, en fá undarlega daufar undirtektir. Þó er það margsann- að, að engin skepna, og jafnvel ekki skorkvikindi þola til lengdar að lifa á hvíta hveitinu, eins og það er venjulega unnið til sölu á heimsmarkaðinum. Og hið sama gildir í-aunar um aðrar korntegundir. Þær ætti að flytja inn ómalaðar, en mala þær á hverjúm sölustað. Félögin berjast einnig fyrir bindindi, og er ekkert nema gott um það að segja, og þau hafa komið upp heilsuhæli í Hveragerði, þar sem margur fær bót meina sinna. Iivort sem menn aðhyllast að öllu leyti stefnu þeirra, svo sem í því að neita ekki kjöts eða fiskjar, er það vissulega umhugsunarvert, hvort ekki er almennt hægt að færa mataræðið meira í heil- brigðisátt. víkurbær einn slíkan og hefur með honum fengist mjög mikið vatnsmagn, jafnvel inni í miðri höfuðborginni. Karl Kristjánsson alþingis- maður og fleiri, hafa unnið að því á Alþingi, að ríkið legði fram nokkurt fé í því skyni að leita víðar eftir heitu vatni en i eða við Reykjavík. Á fjárlögum fyrir þetta ár er ráðgert að En hvar eru skipasmíðastöðv- arnar, sem taka þurfa stálskipin til viðgerða og hvar eru íslenzku fagmennirnir í þessari grein? Nú eru í smíðum 5 togarar í V.-Þýzkalandi. Er þar fyrst að TOGARARNIR Kaldbakur losaði 164 tonn fiskjar á Akureyri 2. þ. m. Harðbakur landaði 4. þ. m. 148 tonnum. Svalbakur var að landa í gær ca. 160 tonnum. Sléttbakur er væntanlegur í dag með 200 tonn. Afli er ögn að glæðast. Goðafoss lestaði 13—14000 ks. af freðfiski frá Ú. A. í gær og á fiskur sá að fara til Rússlands. keyptur verði stórvirkur bor fyrir Norðurland, þar sem hinn borinn hefur enn mikil verk að vinna syði’a. En þá er spurningin, hvar verður leitin hafin hér nyrðra? Hafa Akureyringar t. d. undir-' búið málið svo af sinni hálfu, að þeir geti vænst þess, að borinn komi hingað fyrst? Því getur bæjarstjórnin svarað. Hitt er staðreynd, að Húsvíkingar létu á síðasta sumri fram fara þær undirbúningsrannsóknir, sem nauðsynlegar eru, og þær gáfu jákvæð svör. Bæjarstjórnin í Húsavík sam- þykkti eftirfarandi 18. f. m.: Framhahl á 7. siðu. nefna togara Guðmundar Jör- undssonar. Þá 4 togara fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, ís- björninn h.f., Rvík, ísfell hif., Flateyri, og Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness. Hinn fyrsta nóv. sl. voru 72 skip í smíðurn erlendis fyrir ís- lenzka aðila, 17.562 brúttórúm- lestir að stærð, að fyrrnefndum togurum meðtöldum, og að nýja Oðni og 4 flutningaskipum Eim- skipafél. h.f. einnig meðtöldum. Miðað við sama tíma, 1. r.óv., voru 62 fiskiskip 250 brúttórúml. og minni í smíðum. Þessi 62 fiskiskip skiptast þannig milli landa: í Danmörku 10 fiskiskip úr tré, 75 brúttólestir og minni. í Noregi eru 22 skip í smíðum, þar af 2 tréskip. í Svíþjóð er aðeins 1 tréskip og 2 stálskip í smíðum. í A.-Þýzkalandi 2 togskip og 13 fiskiskip 94 brúttórúml. í V.-Þýzkalandi eru 9 tréskip og 1 stálskip í smíðum. í Hollandi eru 2 stálskip í smíðum. fslenzkar áhafnir. Talið er, að um 900 sjómenn þux-fi á öll þessi fiskiskip, flutn- ingaskipin og Óðin. En á móti Bændaklúbbsfundur verður haldinn að Hótel KEA mánudaginn 14. marz á venju- Iegum stað og tíma. Fundarefni: Dýralækningar. Gudmund Knut- sen og Ágúst Þorleifsson ræða um heilsufar búf járins og hirð- ingu þess. kemui’, að einhvei'jum eldri skipanna verður lagt upp. Þó er hér um mikla aukningu flotans að ræða, og ekkert annað er ís- Iendingum sæmandi, en að manna skip sín íslenzkum sjó- mönnum eingöngu. Stál. — Tré. Nú ei-u fiskiskipin óðum að stækka. Annað er þó meira áberandi í sambandi við ný- byggingar skipanna: Stálið er að vei-ða hið í'áðandi efni skipa- smíðanna. Af þeim áðurnefndu 62 fiskiskipum innan 250 brúttó- rúmlesta og minni, eru aðeins 22 tréskip. Með áfi'amhaldi í þessa átt verður verulegur hluti stærri Framliald á 5. siðu. Séra Þórir Stephensen kosinn - Fékk 346 atkv. Prestkosningarnai' á Sauðár- króki urðu töluvert spennandi og nokkui't hitamál vestur þar. Kosið var um þá séra Þóri Steph ensen og séra Jónas Gíslason. — Sá fyrimefndi hlaut 346 atkv. og var því löglega kosinn, en keppi- nautur hans hlaut 296 atkvði. VÍTIR BÆJARSTJÓRN Á fundi Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, á sunnu daginn var, var eftirfarandi sam- þykkt: „Fundur í Iðju, félagi verk- smiðjufólks á Akureyri, haldinn 6. marz 1960, ályktar að lýsa yf- ir eftii-farandi: Fundui'inn foi'dæmir hai'ðlega nýbirta samþykkt bæjarstjórnar Akureyrai', þar sem lýst er sér- stökum stuðningi við efnahags- aðgei'ðir í'íkisstjórnarinnar. Tel- ur fundurinn fráleitt, að bæjai'- stjói’nin tali þar í umboði meiri- hluta kjósenda á Akureyri og vítir þá bæjarfullti'úa, sem að samþykktinni stóðu og gefa með því óbeint til kynna, að Akur- eyringar séu samþykkir kjara- skei'ðingai*- og kreppustefnu rík- isstjórnarinnar. Akureyi'skir iðn- vei'kamenn vilja fyrir sitt leyti lýsa yfir algerri andstöðu við þá stjórnai'stefnu, sem leiðir til stórfelldra verðhækkana á öllum sviðurn, lögbundins vaxtaokurs og samdráttar í atvinnulíí’i, sem aftur mun óhjákvæmilega valda stórminnkaðri atvinnu verka- fólks og að auki beinu atvinnu- leysi í stórum stíl meðal fjölda manna.“ GÓÐUR GESTUR f kvöld, miðvikudag, flytur dr. Andrea Andreen erindi í Al- þýðuhúsinu hér í bæ. Hún er hér í boði Menningai'- og friðarsam- taka íslenzkra kvenna. — Dr. Andi'ea er læknir að menntun, sænsk, og hefur m. a. átt sæti í stjórn Rauða ki'ossins í heima- landi sínu og hefur um langt skeið barizt gegn styrjöldum og vopnuðu valdi og er dugmikil kveni'éttindakona. — Sjá auglýs. annars staðar í blaðinu í dag. Sfórvirkur jarðbor fyrir Norðurfand Húsvíkingar vilja fá borinn fyrst vegna þeirra rannsókna, sem þar liggja fyrir Jarðhitinn á íslandi er sá náttúruauður, sem enn er ekki nýttur nema að litlu leyti. En hver sekúndulítri er metinn á meira en 1 milljón króna, þar sem hagnýting er auðveld, svo sem til upphitunar íbúðarhverfa í þéttbýli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.