Dagur - 02.04.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 6. apríl. XLIII. árg. Akureyri, laugardaginn 2. apríl 1960 16. tbl. ER SKOLLIN A Þó eru allar aðalverðhækkanirnar eftir Ljóst er það síðustu dagana, að ekki hefur dvöl íhalds og krata undir feldinum í jólafríinu í vetur, til einkis orðið. Sá óskapnaður, sem þá varð til, var skírður af foreldrunum strax í móðurkviði og nefndur „Viðreisn“. Og nú er þessi óskapn- aður að fæðast. Enginn heyrist ungbarnagráturinn við þessa fæðingu, heldur tilkynningar um nýja tolla og nýja skatta, hækkað vöruverð og óbreytt kaupgjald. I‘ó er þetta aðeins hyrjunin á því, sem koma skal. Enn eru allar aðalverðhækk- anirnar eftir. NÚ ERU STJÓRNARFLOKKARNIR AÐ EFNA LOFORÐIN. Mennirnir, sem lágu undir feldinum um jólin, lofuðu að stöðva verðbólguna og bæta lífskjörin. Nú em þeir að efna loforð sín við háttvirta kjósendur og landsmenn alla. Þeir leggja 11—1200 milljóna álögur á þjóðina til viðbótar því, sem áður var og hefur þessu ekki verið mótmælt. Hver til- kynning um liækkun vöruverðs er „eins og kalt vatn milli skinns og hörunds“ á þeim, sem studdu stjórnarflokkana í liaust. En kjósendum til afsökunar má þó segja það, að þeir kusu ekki um þessa stefnu, heldur flokkana, sem þeir treystu — flokkaná, sem sviku. n n Hækkun f jölskyldubótanna verður hlutfalls- lega mest hjá þeim, sem fæst eiga börnin Sólfaxi í Kulusuk í A.-Grænlandi. Áhöfnin fór í kaffi á hundasleðum. — (Ljósmynd: Sn.). FJÁRLOGIN KÆKKUÐU UM ÞRIÐJUNG í nefndaráliti Karls Kristjáns- sonar um breyting á lögum um fjölskyldubætur segir m. a.: NEFNDASKIPANIR. Vinstri stjórnin skipaði nefnd 1958 til þess að endurskoða vissa þætti löggjafarinnar um almanna- tryggingar í því skyni að auka þær. Sú nefnd gerði tillögur um hækkun bóta, sem vafalaust hefðu náð fram að ganga, ef vinstri stjórnin hefði ekki í þeim svifum rofnað af öðrum ástæð- um. Ennfremur skipaði fyrrverandi stjórn aðra nefnd til þess að endurskoða í lögunum kaflann um slysabætur. Sú nefnd skilaði áliti í nóv. sl., svo sem greinir frá í athugasemd- um með frv. Báðar þessar nefndir miðuðu, eins og fyrir þær var lagt, tillög- ur sínar við eðlilega þróun trygg inganna. (Framhald á 2. síðu.) 54,6% HÆKKUN Á DRÁTTARVÉLUM Dráttarvél, sem kostaði 59.192.00 fyrir gengisfellinguna, kostar nú með söluskattinum 97.450.00 — hækkunin nálega 54,6%. Hey- vinnuvélar hækka álíka. Ef bóndi tekur lán til véla- kaupanna, þarf hann að greiða 11—12% í vexti ofan á kaupverð- ið og nema þeir á dráttarvélinni einni saman um 11.000.00 kr. Eru rúmlega 1500 milljónir - Framlag til verk- legra framkvæma er hlutfallslega mun minna en áður, eða 19.7% af heildarútgjöldunum Samkvæmt fjárlögunum fyrir árið 1960 eru rekstrartekjurnar áætlaðar 1501.2 millj. kr. og útgjöldin aðeins minni. — Miðað við árið 1958 hafa því rekstrartekjurnar hækkað um 554 millj. kr. og rekstrarútgjöid- in um 519.7 millj. kr. Miðað við árið 1959 hafa rekstrartekjumar Frá Skákþingi Ak. Sjöunda umferð í Skákþingi Akureyrar var tefld að Hótel KEA á miðvikudag. Júlíus vann Magnús, Haraidur og Jóhann gerðu jafntefli. Aðrar skákir fóru í bið. Efstur er nú Júlíus Boga- son með 5% vinning. Næstir eru Kristinn og Margeir með 4% og biðskák. Jóhann hefur 4 vinn- inga og biðskák. ÓHÆFUR TIL FRYSTINGAR Jafnt er greitt fyrir úldinn fisk og nýjan fisk Þverbrestir í meðferð fisksins á sjó og landi Á sama tíma og íslendingar sitja þing þjóðanna í Genf og heimta fullan rétt yfir hluta af landgrunninu til verndar fiski- stofnsins og til að tryggja fram- tíðarhag allra landsmanna, ger- ast þau undur í verstöðvum sunnanlands og vestan, þar sem fiskinum hefur bókstaflega verið mokað á land, að hinn mikli afli er ekki nýttur sem skyldi. Ljótt dæmi. í greinargerð frá Sambandi ísl. samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda og Samlagi skreiðarframleiðenda, segir, að af 580 tonna afla Akranesbáta um fyrri helgi, hafi einungis ver- ið hægt að nýta 42 tonn — eða 7,25% — til frystingar. Ástandið sé litlu betra í öðrum verstöðv- um. Til stöðvunar horfi í mörg- um fiskverkunarstöðvum vegna „hráefnisskorts". Ástæðurnar eru þessar: Netaveiði fer stórlega í vöxt og margir bátar hafa fleiri net í sjó en þeir ráða við. Geysilega mikill fiskur skemmist í netun- um. Fiskurinn er feitur nú og fullur af átu og skemmist því mjög fljótt. Fiskimönnum er greitt sama verð fyrir góðan fisk og lélegan, sama verð fyrir nýjan línufisk og tveggja nátta neta- fisk. Ekki mannamatur. Meðferð fisksins í bátunum er oft ábótavant. Fiskurinn er jafn- vel stundum ekki blóðgaður. Mikið af fiskinum er því- hvorki vinnsluvara eða yfirleitt manna- matur þegar hann kemur á land. Þetta er ljót saga, þótt auðvitað eigi ekki allir jafnan hlut að máli. Hér er veiðigræðgin og hrá- efnasjónarmiðið í hásæti. Ekki verður sjómönnum þó einum um kennt, því að aflamagnið er verð- launað en ekki gæði aflans eða raunverulegt aflaverðmæti. III meðferð í landi. Þá er meðferð fisksins ábóta- vant eftir að í land er komið. — Fiskurinn er víða geymdur við hin hraklegustu skilyrði og slæ- legt eftirlit með vinnubrögðum á fiskverkunarstöðvum. Öll vinna við fiskinn í landi er trúnaðar- starf. Hér er verið að framleiða helztu útflutnin|svöru íslend- inga. Markaðir eru í hættu ef vöruvöndun bregst. Ríkisvaldið hefur ekki séð ástæðu til að upp- fræða þá, sem að fiskinum vinna. Þarf aukna verkmenningu. Fræðsluþættirnir í útvarpinu eru betri en ekkert, en meira þarf ef duga skal. Það þarf að hefja allsherjar sókn, bæta með- ferð fiskjarins frá því að hann festir sig í netinu eða á önglin- um og þar til hann er orðinn að fyrsta flokks útflutningsvöru. Til þess þarf öflugt fræðslustarf og aukna verkmenningu. hækkað um 358 millj. kr., en rekstrarútgjöldin um 326.7 millj. kr. Minna til framkvæmda Hér er lengra gengið í aukn- ingu álaga, til viðbótar gengis- lækkuninni og vaxtahækkun- inni, en nokkur vitglóra er í. Það er svo kórónan á allt saman, að framlög ríkisins til verklegra framkvæmda og atvinnuveganna stórlækka hlutfallslega þrátt fyr- ir þessar gífurlega auknu álögur. Þegar íhaldið ræður. Fjárlögin, þótt há séu og frek á fjármuni úr vösum almennings, miða að samdrætti í verklegum efnum. Það er glöggt til samanburðar, að á meðan Framsóknarflokkur- inn vgr í stjórn, fóru 28,5% af heildarútgjöldum fjárlaganna til framfara og uppbyggingar. Nú, þegar íhaldið ræður, eru þessi framlög skorin niður í 19,7 %: Fjárlögin fyrir árið 1960 voru endanlega afgreidd á Alþingi á þriðjudaginn var. — Tillögur stjórnarandstöðunnar voru allar felldar. Bændaklúhbsfundur verður haldinn mánudagskvöldið 4. apríl að Hótel KEA. Aðalum- ræðuefni: Matjurtarækt í sveit- um. Á fundinum mæta ráðnnaut- arnir: Óli Valur Hansson og Agnar Guðnason. Sérstaklega er óskað, að húsmæður úr héraðinu ínæti á fundinum, þar sem um- ræðuefnið áhrærir störf þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.