Dagur - 02.04.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 02.04.1960, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 2. apríl 1960 Dagur Skrifsiolrt i Hafii.uMnni !>(> — Sími 11(jG UITSTJÓRl: E R L I N G lí R I> A V í 1) S S O N Auglýstngasljóri: I Ó N S A M l ( 1. S S () N : : : :: : : : :: : : : ' Árgangitriitn ko.si;n kr. 75.00 lílaðíð kcmur ól á miAvtkiuliiguiu og iaugartlögum, )>rgar efpi stantla til Cjaltldagi er I. júli PRENTVEUK OlMkS IJJÖRNSSONAR H.F. HVAÐ ÁTTÍ AÐ LÁTA ÓGERT? ALLIR stjómmálaflokkarnir vilja láta þakka sér liina miklu framfarastefnu, sem staðið hefur Iiér á landi síðustu áratugina og er alger andstaða alls íhalds fyrr og síðar. — Sjálfstæðisflokkurinn vill jafnvel líka láta þakka sér hana og ekki hefur hann legið á liði sínu í upptalningu afreksverka sinna í sambandi við alhliða framfarir í landinu og bætt lífskjör almennings. Þá er kunnugt hverju Iiann lofar fyrir kosningar, til dæmis lofaði hann bættum lífskjörum fyrir síðustu kosningar án nokkurra annarra skilyrða en þeirra, að hann fengi aðstöðu til að stjórna landinu. Þetta voru mútur og þær mestu sem sögur fara af. Svikin eru líka þau stærstu sem um getur, og nú getur aumingja ílialdið í hvorugan fótinn stigið. Stjórnarblaðið á Akureyri, „Islendingur“, sem sjálft leggur lítið til þjóðmálanna og gerir tæpast tilraun til að verja efnahags- málahneyksli ríkisstjórnarinnar, endurprent- ar Jjó ræðustúfa og spakmæli samherja sinna, sem því finnst eitthvað bragð að. Síðast það skársta, að áliti blaðsins, úr ræðu Magnúsar frá Mel við aðra umræðu fjárlagafrumvarps- ins. En þar endurspeglast tvíhyggjan mjög skýrt auk sléttmælginnar. í þessum ræðustúf fullyrðir þingmaðurinn að fjárfestingin hafi „óvéfengjanlega“ verið of ör. Hann segir ennfremur að „bættur efnahagur þjóðarinn- ar“ hafi orðið henni hvatning og „framfar- imar verið undraverðar“. í öðru orðinu er fullyrt að þjóðin hafi lagt of mikið í fjárfest- ingu. (Þetta á að hljóma saman við rama- kvein Ólafs Thors: „Við höfum lifað um efni fram.“) í hinu orðinu eru framfarirnar dásamaðar og hljómar það við hinn ógeðs- lega grobbsöng íhaldsins af hlutdeikl sinni í framförum og bættum efnahag. Gott væri ef íhaldsblöðin bentu á það und- anbragðalaust, hvað það er í fjárfestingu undanfarinna ára, og einmitt með tilstyrk erlendra lána, sem það telur betur ógerða. Telur það rafvæðingu landsins, og þar með virkjun Efra Falls, betur ógerða Telur það sementsverksmiðju og áburðarverksmiðju betur óbyggðar? Telur það ræktun og bygg- ingar í sveitum, bátakaup og hafnarbætur óþarfa fjárfestingu? Telur það íbúðarbygg- ingar óþarfar og skipakaup ónauðsynleg I þessar framkvæmdir hefur þjóðin lagt fjár- magn sitt og fengið erlend lán til viðbótar. Vegna þessara og annarra framkvæmda hefur þjóðin bæði aukið tekjur sínar og sparað innflutning svo mikið, að léttara er að greiða vexti og afborganir af stórum lánum nú, en af litlum lánum fyrir áratug eða svo. Og Magnús tekur bónda, sem sérstakt dæmi um nauðsyn stöðvunarstefnunnar. — Þetta gerir hann á sama tíma og flytja þarf inn landbúnaðarvörur. Það á að liljóma við þann íhaldsboðskap, að fækka þurfi bænd- um um helming. Nei, hér er jiörf á óslitnni framfarastefnu til sjávar og sveita. Hún ein er samboðin dugnaði íslendinga og fenginni reynslu. Báteigandi skrifar blaðinu á þessa leið: „HERRA RITSTJÓRI! í blaði yðar þann 23. marz sl. birtið þér á forsíðu stórmyndar- lega mynd (sem yðar var von og vísa) af einu ómyndarlegasta mannvirki Akureyrarbæjar. Á eg þar við smábátahöfnina á Oddeyrartanga. Myndin virðist tekin á heppilegasta tíma hvað sjávarföll snertir, því að ekki sér á, að bátarnir standi í botni, sem þeir þó gera allflestir, þegar svo óheppilega vill til að fjara er. Á höfn þessari var byrjað fyrir nokkrum árum og átti hún að vera hin myndarlegasta, en þeg- ar verkið var nokkuð vel á veg komið, stöðvuðust allar fram- kvæmdir og við það situr enn. Það er að vísu skiljanlegt, að eitthvað hlé hefði orðið sökum fjárskorts eða meira aðkallandi verkefna fyrir vélar bæjarins, en hitt er þó öllu lakara, að frá- gangur á því, sem búið var að grafa, var og er slíkur, að lægi það, sem smábátum var ætlað, er óðum að fyllast upp af mold, sem hrynur úr bökkum hafnar- innar og leðju sem berst með leysingarvatni frá kartöflugörð- um bæjarins, einnig frá sandhaug miklum, sem mokað var upp við togarabryggjurnar og ekið var eins nærri smábátahöfninni og unnt var að koma honum. Senni- lega í því skyni, að stutt væri í efni til að fylla þessa lænu alveg upp, enda ekki ólíkt vinnubrögð- um bæjarins að moka úr einni holunni í aðra og síðan úr ann- arri í þá þriðju o. s. frv. Þar sem bærinn hefur ekki, fyrir tilstilli náttúruaflanna, þurft að hafa fyrir því, að moka í holu nr.*2 (smábátahöfnina), vonast eg til að hann láti sem fyrst verða af því, að moka úr henni. — A. V. Glugginn og hugverkið. BÆJARSTJÓRN og bygginga-. nefnd hafa fengið sérstætt mál til meðferðar. Maður einn vildi setja glugga á hús sitt, sem ekki var á upphaflegri teikningu af því. Þessu mótmælti sá, er hús- ið teiknaði og byggði neitun sína á því, að teikning hússins væri hugverk, sem verndað væri sam- kvæmt höfundarlögum. Bygginganefnd neitaði breyt- ingu hússins, en bæjarstjórn samþykkti hana eftir tvo fundi. Bæjarstjóri upplýsti, að mál af þessu tagi mundi ekki áður hafa verið til meðferðar í nokk- urri bæjarstjórn eða bygginga- nefnd hér á landi. Hvort sem úrskurður bæjar- stjórnar kann að vera réttur eða rangur, mun hann tæpast byggð- ur á svo traustum, lögfræðilegum grunni, að hann verði talinn óyggjandi. Bæjarstjórn gat farið aðrar leiðir í málinu, skotið ágreiningnum til stjórnarráðsins, svo sem byggingasamþykktin kveður á um, ef ágreiningur verður rnilli bygginganefndar og bæjarstjórnar. Ekki er blaðinu kunnugt um það, hvort húsateiknarinn lætur dómstólana kveða upp sinn úr- skurð eða hann lætur málið nið- ur falla. Óneitanlega væri dóms- úrskurður hinn fýsilegasti til fróðleiks. Námskeið í bókasafnsfræðum verður haldið á Akureyri í maímánuði Hinn 13. apríl n.k. kemur til Reykjavíkur á vegum upplýsinga þjónustu Bandaríkjanna Magnús K. Kristoffersen, bókavörður. Hann er kunnur áhugamaður og fræðari um almenningsbókasöfn, hefur farið víða um lönd og hald- ið ánmskeið í bókasafnsfræðum og flutt fjölda fyrirlestra um starfsemi og gildi almennings- bókasafna. Hann mun dvelja hér á landi fram yfir miðjan maí. Dagana 22.—28. aprií, að sunnudeginum 24. undanskild- um, mun hr. Kristoffersen halda námskeið í bókasafnsfræðum kl. 10—12 f. h. í bókasafni U. S. I. S., Laugavegi 13 í Reykjavík, og er námskeiðið einkum ætlað bóka- vörðum við almenningsbókasöfn í Rvík og í þeim bæjum og hér- uðum, sem eiga kost greiðari og ódýrari samgangna við Reykja- vík en við Akureyri. Síðan mun hr. Kristoffersen halda námskeið á Akureyri í sömu fræðum í húsakynnum ís- lenz-ameríska félagsins, Geisla- götu 5, dagana 5., 6., 7., 9. og 10. löndum, jafnt á sviði almennrar sem sérhæfðrar fræðslu, skýra frá hvernig háttað er framlögum til amerískra almenningsbóka- safna, frá fjölþættri starfsemi þeirra og helztu atriðum skipan- ar og starfshátta, og um leið mun hann drepa á rekstur og starf safna í öðrum löndum. Þá mun hann lýsa húsakosti, húsgögnum og þorpum, sem standa framar- lega um mat á gildi slíkra safna, og hann mun sýna myndir og teikningar, máli sínu til skýring- ar. Yfirleitt mun hann leggja áherzlu á að haga þannig máli sínu, að námskeiðið geti haft hagnýtt gildi fyrir íslenzka bóka- verði, og hann mun gefa áheyr- endum sínum tækifæri til að gera fyrirspurnir og óska skýr- inga á atriðum, sem þeim þætti, ef til vill, ekki koma nógu ljóst fram í frásögn hans. Bifreiðaeftirlitsmaður Óstaðfestar fregnir herma, að ákveðið sé að bæta við einum maí. Verður námskeiðið haldið bifreiðaeftirlitsmanni og muni sá á sama tíma dags og í Reykjavík. Ætlast er til að það sæki fyrst og fremst bókaverðir á Akureyri og í nálægum sveitum. Þátttaka í báðum þessum nám- verða staðsettur á Húsavík. Leiga stórvirkra véla Talið er að leiga stórvirkra skeiðum verður ókeypis. Á þessum námskeiðum mun hr. Kristoffersen gera grein fyrir fenginni reynslu og gildi al- menningsbókasafna í ýmsum véla hækki um 30% vegna reksturskostnaðar. Undir þessi stórvirku véltæki falla skurðgröfur, jarðýtur, kranar o. fl. SKÝRSLA SJÓMANNA- OG GESTA- HEIMILÍS SIGLUFJARÐAR 1959 i. Sumarið 1959 starfaði Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar írá 18. júní til ágústloka. Þegar heimilið hóf starfsemi sína, voru allmörg skip komin til Siglu- fjarðar til að taka þátt í síldveiðunum fyrir Norður- landi. Næstu daga liófst síldveigin, en söltun hófst ekki strax vegna þess, að síldin reyndist of mögur. Síldveiðarnar gengu sæmilega. Meira magn veiddist en nokkur undanfarin ár, og saltað var upp í samn- inga. Hér í Siglufirði var saltað yfir 111 þús. tunnur. Alls nam söltunin á Norður- og Austurlandi nálægt jví 217.653 tunnum, og 908.605 mál fóru í bræðslu. Um 240 skip tóku þátt í veiðunum, og lilutur sjó- manna var allgóður á mörgum skipum. Má því segja að síldarvertíðin fyrir Norður- og Austurlandi gengi mjög sæmilega. Leikílokkur frá Leikfélagi Reykjavík- ur sýndi sjónleikinn „Brúðkaup Baldvins" þrisvar sinnum við góða aðsókn í heimilinu. Þá sýndi einnig leikflokkur Róberts Arnfinnssonar tvívegis sjónleik- inn „Stúlkan á loítinu". II. Stúkan Framsókn nr. 187 starfrækti Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar eins og áður. Er þetta tutt- ugasta og fyrsta sumarið, sem stúkan starfrækir heim- 'ilið yfir tvo til þrjá mánuði á sumrí hverju yfir síld- vciðitímann. Húsakynni heimilisins voru J>au sömu og áður, en Jiau eru nú orðin mjög ófuflnægjandi. III. Starfsemi heimilisins var mcð svipuðu sniði og áður. Starfsfólk var: Jóhann Þorvaldsson, Baldvina Bald- vinsdóttir og Gréla Guðmundsdóttir. Heimilið var opið daglega frá kl. 10 f. h. til 23.30. Veitingar, kaffi, mjólk, öl og gosdrykkir voru íramreiddar í veitingasal alla dagana. í veitingasal lágu frannni til lestrar llest dagblöð og mörg tímarit. Utvarp var í veitingasal. I’ianó og orgel liöfðu gestir tif afnota. Einnig töfl og spil. Annazt var um móttöku og sendingu bréfa, pen- inga og símskeyta. í lesstof'u var oft þröngt á landlegu- dögum. Þar sat fjöldi gesta við að lesa blöð og bækur og skrifa bréf. Pappír og ritföng fengú gestir endur- gjaldslaust. Skrifuð voru 512 bréf í lesstofu, þar af 68 af útlendingum. IV. Heimilið á bókasafn, og í J>ví eru nú um 2300 bindi. Nokkur hluti bókanna gengur úr sér árlt^ga og verður að fjarlægja Jrær. Heimilið keypti um 200 bindi á ár- inu og naut Jnar stuðnings velunnara sinna. Vegna fjárskorts er mjög takmarkað livað hcimilið getur keypt af bókum árlega. Bækur vóru lánaðar um borð í skip, eins og áður. Einn bókakassi í skip í.einu, með allt'að 10 bindum. Einnig voru lánaðar bækur til verkafólks, sem vann í landi. Enga greiðslu tók heim- ilið fyrir bókalánið, en margar skipshafnir létu fylgja nokkra peningaupphæð, er Jiær skiluðu bókakassa, og sumir bættu við bókum, er J>eir höfðu keypt. Bóka- kassa fengu 36 skipshafnir, og nokkrar skiptu um einu sinni og tvisvar yfir sumarið. — AIls voru lánuð út 630 bindi um sumarið. V. Við heimilið voru starfrækt böð eins og áður. Voru böðin opin alla virka daga og-einnig á sunnudögum, et mörg veiðiskip lágu í höfn. Aðsókn að böðunum var mikil. Baðgestir í júlí ................. 1286 Baðgestir í ágúst ............... 558 VI. Heimilið naut opinberra styrkja til starfsemi sinnar: Frá ríkissjóði kr. 10.000, Siglufjarðarkaupstað 2000, Stórstúku íslands kr. 5000. Gjafir og áheit: Haraldur Böðvarsson, Akranesi 2000, N. N. Akra- nesi, kr. 50.00, skipverjar Guðbjörgu G.K. 220 1000.00, Þórkötlu G.lv. 97 1300..00, Sigurfara S.II. 105 500.00, Hrönn II. G.K. 241 400.00, Mímí Í.S. 30 500.00, Báran K.E. 3 500.00, Hringur S.I. 34 1050.00, Faxavík K.E. 65 530.00, Farsæll G.K. 8 500.00, Faxi V.E. 67 350,00, Haf- þór R.E. 95 1000.00, Jón Einnsson G.K. 505, álieit, 1100.00, Flóaklettur G.K. 430 130.00, Jón Jónsson S.FI. 187 550.00, Bjarni Jóliannesson A.K. 130 1000.00, Sig- rún A.K. 850.00, Draupnir Í.S. 485 500.00, Fagriklettur G.K. 250.00, Böðvar A.K. 33 1100.00, Heimir K.E. 7 1100.00, Sleipnir K.E. 26 600.00, Gjafar VE. 300 550.00. Einar Hálfdáns Í.S. og útgerð 2100.00, Söltunarstöðin Pólstjarnan og starfsmenn 1050.00, Söltunarst. Kf. Sigl- finðinga 1000.00, Söltunarst. Sunna og nokkrir starfs- menn 1350.00. Stjórn Sjómanna- ög gestaheimilis Siglufjarðar'Jiakk- ar öllum, sem studdu lieimilið fjárliagslega og á ann- an hátt. í stjórn Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar: Jóhann Þorualdsson. Andrés HafliÖason. Péiur lijörnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.