Dagur - 02.04.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1960, Blaðsíða 2
2 DAGUR Laugardaginn 2. apríl 1960 JÓN JÓNSSON SKJALDARSTÖÐUM: Jónas Hallgrímsson og Þóra Eftirfarandi atriði um Þóru Gunnarsdóttur féllu úr frá- sagnarþáttum mínum um Jónas Hallgrímsson, sem birtust í síð- asta jólablaði Dags og síðar. Þóra Gunnarsdóttir var fædd á Esjubergi á Kjalarnesi 4. febr. 1812. Guðrún Jónsdóttir, móðir hennar, hafði verið þjónustu- stúlka hjá biskupshjónunum Geiri Vídalín og Sigríði konu hans, og þar kynntust þau Gunn- ar faðir Þóru, sem fjölda mörg ár var skrifari biskups. Munu þau hafa verið heitbundin, hvað sem því hefur valdið að þau sögðu sundur með sér og Guð- rún fluttist af heimili biskups, er högum hennai' komið sem fyrr segir. Guðrún Jónsdóttir mun hafa verið væn kona og vel að sér gjör. Hún var dóttir Jóns bónda í Skildinganesi, nafnfrægs for- manns og útvegsbónda, bróður Guðmundar Jónssonar lögréttu- manns í Skildinganesi. Guðrún giftist síðar manni, sem Jónatan Jónsson hét og bjuggu þau möi'g ár á Æsustöð- um í Mosfellssveit. Gunnar tók dóttur sína að sér og kom henni í fóstur á Mógilsá og Brautarholti til ársins 1821. Þá fór hún til dvalar á heimili Sigurðai' Thorgrímsens landfó- geta, kölluð fósturbarn. Þar er hún þangað til hún flytzt með föður sínum norður að Laufási. Er sýnt að hún hefur notið fyllstu umönnunar á heimili landfógeta og sjálfsagt verið lát- in læra þar allar kvenlegar list- ir, sem heldra fólki þótti sæma á þeirri tíð. Vorið 1828 fær Gunnar Lauf- ásprestakall eftir fráfall Gunn- ars föður síns og hófst þá ferða- lag þeirra feðginanna í fylgd með Jónasi Hallgrímssyni, sem var kunnugur leiðum norður fjöll'. Jónas og Þóra munu hafa verið mjög samrýmd á ferðalag- inu og sjálfsagt heitbundist, því að talið er að Jónas hafi beðið sr. Gunnar um Þóru sér til handa áður en þeir skildu á Steinsstöð- uin; en prestur tekið því fálega. Er því augljóst að Þóra hefur vérið ástmær Jónasar og mun svo talið vei'ða meðan íslending- ar kunna hið hugljúfa ástar- kvæði sem Jónas orkti eftir skilnað þeirra Þóru. Á orði hefur verið að Gunnar SKÁKMAÐUR Ingimai' Jónsson dvelur nú við íþróttanám í Leípzig í Austur- iÞýzkalandi. í frístundum sínum hefur hann kynnzt skáklífinu í borginni, og er orðinn meðlimur :í einum skákklúbbnum og hefur hann teflt á 1. borði fyrir klúbb- inn út á við. Fyrir nokkru keppti þessi við 8. sterkasta klúbb Dresdenborgar, var tefld 4föld umferð, og stóð Ingimar sig vel, hann vann allar sínar skákii', og var þessi frammistaða mjög róm- nð í blöðum Leipzigborgar. prestur hafi gift Þóru gömlum presti, en það er misskilningur, sem nú skal greina. Þóra giftist 9. okt. 1834 sr. Halldóri Björnssyni á Eyjadalsá í Bárðardal og síðar á Sauðanesi. Sr. Halldór var mikilhæfur mað- ur í hvívetna. Hann var lengi prófastur í Norður-Þingeyjar- sýsluprófastsdæmi. Hann var 14 árum eldri en Þóra, þá rúmlega hálffertugur og tæplega hægt að kalla það gamlan mann; en hann var ekkjumaður. S'onur hans af fyrra hjónabandi var sr. Björn, er lengi var í Laufási, gáfumaður og skáld gott. Hann lét byggja upp allan bæinn í Laufási, sem enn stendur. Sonur hans var Þór- hallur biskup, f-aðir Tryggva sál. forsætisráðherra og Dóru konu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Srima dag, sem Þóra giftist, gekk faðir hennar að eiga Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur Briems, sýslumanns á Grund í Eyjafirði. Hún var ári yngri en Þóra; en Gunnar kominn yfir fimmtugt og aldursmunur þeirra yfir 30 ár. Mun það. hafa valdið ruglingi um aldur þeirra prestanna. Á brúðkaupsdag þeirra klerk- •anna var mikið um dýrðir í Laufási. Fjöldi boðsgesta og svo framvegis. — Svaramaður sr. Gunnars var Bjarni amtmaður Thorarensen á Möðruvöllum, en svaramaður Jóhönnu var Olafur, bróðir hennar, timburmeistari á Grund. Svaramaður Þóru var Gunnar faðir hennar. Svaramað- ur sr. Halldórs var sr. Sigurður Árnason á Hálsi í Fnjóskadal. Hann gifti brúðhjónin. Séra Halldór og Þóra bjuggu stórbúi á Eyjadalsá, síðan á Sauðanesi. Mun Þóra hafa verið elskuð og virt af öllum þeim, er henni kynntust. y Þegar eg minntist nokkurra ættmanná Jónasar Hallgrímsson- ar í grein í Degi í vetur, var mér ekki kunnugt að kona Egg- erts Laxdals kaupmanns á Ak- ureyri, var Rannveig Hallgríms- dóttir, TómasSonar frá Steins- stöðum, og því náskyld Jónasi Hallgrímssyni. Hún var alsystir þeírra bræöra, Júlíusar á Munkaþverá og Valdimars á Litlahóii. Kona Júlíusar hét Kristín, dóttir Jóns bónda og alþingis- manns á Munkaþverá. En eg mun hafa nefnt hana Margréti. Þetta bið eg lesendur Dags að taka til athugunar. Jón Jónsson, Skjaldarstöðum. Leiðrétting. í Eyfirzkum þáttum Jóns á Skjaldarstöðum um Jónas Halgrímsson í Degi 6. febrúar sl. hefur orðið línubrengl, þar sem hann telur upp börn Páls í Möðrufelli, á að standa: Kristján á Ytra-Gili í Eyjafirði, Anna, ekkja Garðars sál. Þorsteinssonar alþingismanns, Guðný, kona Halldórs Guðlaugss. í Hvammi, og Dýrleif, • kona Ara Guð- mundssonar frá Þúfnavöllum, þeirra sonur er Páll Arason o. s. frv. „Þriggja-barna-kerfið“ Frnmhaljd af 3. síðu. Þáttur núverandi ríkisstjórnar er sá cinn að grípa tillögur nefndanna ,hækka þær yfirleitt dálítið, bæta við þær „þriggja- barnakerfinu“ og taka þær síðan í heild til sinna þarfa við að draga úr áhrifum af sínum eigin óþurftarverkum í garð hlutað- eigandi bótaþega. Breytingarnar á tryggingarlög- gjöfinni eru því að þessu sinni mestmegnis gerðar til að draga úr versnandi hag bótaþega og geta þar af leiðandi ekki talizt til sannra framfara í trygginga- málum þjóðarinnar. Aukning bótanna er gerð til að ganga upp í samhliða tilbúna kjaraskerðingu. NÆR EKKI TILGANGl SÍNUM. • Mest vitnar ríkisstjórnin til þess, að hún auki fjölskyldubæt- ur, enda er á þeim lið um hæstu fjárfúlgu til aukningar að ræða, en það stafar af því, að teknar eru upp fullar fjölskyldubætur með 1. og 2. barni, að talið er, í nýjum framlögum um 100 miHj. kr. Eitthvað er orðið að, þegar talið er nauðsynlegt að greiða fullar tryggingarbætur með 1. og 2. barni. Enginn vafi er á því, að þær bætur falla ekki í hverju tilfelli í skaut þeirra, sem mesta þörf hafa og harðast verða leikn- ir af kjaraskerðingarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Það íiggur í augum uppi, að útreikningar ríkisstjórnarinnar mn áhrif fjölskyldubótaliækkun- arinnar á hag fólksins til jaínað- ar eru mjög ónákvæmir og vill- andi, af því að hækkunin verðiu' hlutfallslega mest hjá þeim, er fæst börn eiga. Með hækkun fjölskyldubót- anna, eins og hún kemur niður, er því fremur ólánlega klórað í bakkann. HRÍFANDI SÖNGIIR I fyrrakvöld söng rússneska sópransöngkonan Nadézhda Kaz- antséva í Nýja-Bíó á Akureyri. Undirleikari var Taisía Merkú- lova. Söngkonunni’ var afburðavel te.kið, enda er hún mikil lista- kona, með mjög fagra og þraut- þjálfaða rödd. Henni og hinum ágæta undirleikara bárust blóm. MÍR efndi til hljómleikanna. Húsið var ekki fullskipað og verður að skrifa það á reikning Akureyringa, sem vöntun á áhuga fyrir listrænum söng. Iikir sér við Krist Krustjoff hefur verið á ferða- lagi í Frakklandi. Hann gerði samanburð á sér og Kristi á fundi með blaðamönnum og sagði, að kommúnisma og krist- indómi bæri ekki teljandi á milli. Það væri þó eitt, sem hann gæti ekki aðhyllst hjá Kristi, að ef maður væri sleginn á annan vangann, ætti að bjóða hinn. Ef einhver berði mig á vinstri kinn- ina, sagði Krustjoff, myndi eg berja hann svo rækilega á þá hægri, að höfuðið fyki af. Er naudsyn að Selurinn hefur verið nátengd- ur sögu íslands frá upphafi byggðar. Sæmundur fróði reið kölska, er var í selslíki, milli landa og launaði honum með því að slá hann í hausinn með Salt- aranum. Á vorum dögum hefur selurinn, ásamt ýmsum dýrum öðrum, svo sem minkum og rjúp um, verið til umræðu í sölum hins háa Alþingis. .— Eft- ir miklar deilur var honum svo úthlutað vernd ríkisins og má ekki deyða hann nema eftir mjög ströndum reglum. Rjúpan aftur á móti var dæmd til að hlýta örlögum sínum, en fékk enga friðun. En selurinn, hann er nú að verða eins konar hvít kýr hér á landi, þekktur fyrir það, hve falleg séu í honum aug- un. En hann hefur líka sínar skuggahliðar, sem, séu þær skoð- aðar í ljósi nýrra staðreyitda, varpa fram þeirri spru-ningu, hvort ekki sé réttlætanlegt að láta útrýma sel alveg við ísland. Fyrra atriðið, sem mælir með útrýmingu selsins, er það, að hann étur feikn af fiski, sem ann- ars mætti veiða og nýta. Áætlað er, að einn selur éti um 6 kg. af fiski á dag, en það eru 2,2 tonn á ári. Mjög varlega áætlað er það, ef reiknað er með 30—40 þús. selum hér við land. Selirn- ir við ísland éta því 70—80 þús. tonn af fiski á ári, en það er um 14% af heildarafla landsmanna síðastliðið ár. Þetta atriði myndi nægja til þess að menn gætu fallist á það, að selnum yrði fækkað, en ekki tekur nú betra við, þegar litið er á næstu skuggahlið, en sú er enn mikil- vægari fyrir fiskiðnaðinn. Það er nefnilega talið næstum sannað, að ormurinn í fiskinum sé tengd- ur selnum sterkum böndum. Kanadamenn hafa rannsakað þessi tengsl mjög mikið og kom- izt að þeirri niðurstöðu, að orm- urinn klekjist út í selnum, gangi Utflutningur stóðhesta Búnaðarþing hefur afgreitt er- indi landbúnaðarráðuneytisins um innflutning á stóðhestum til Kanada, með svofelldri ályktun: „Búnaðarþing mælir með þvi eftir. atvikum, að útflutningsleyfi verði veitt fyrir 4 stóðhestum til Kanada.“ í greinargerð segir: „Landbúnaðarráðuneytið hef- ur með bréfi sínu 18. febrúar 1960 til B. í., óskað meðmæla fé- lagðsins varðandi útflutning á 4 stóðhestum til Kanada og hefur stjórn B. í. vísað málinu til Bún- aðarþings, Útflutningur þessi byggist á ósk frá Kanada, vegna áforma þeirra um að fá héðan um leið 100—200 hryssur og eru kaup á hryssunum bundin því skilyrði að stóðhestarnir fáist líka. Áður hafa verið fluttar til Kanada 47 hryssur. Þar sem hér er um allgott verð að ræða miðað við Evrópu- markað, þykir rétt að mæla með þessum útflutningi.11 fækka selnum? niður af honum, sé síðan étinn af smáfiskum, sem þorskurinn lifir á (átu) og komist þannig í fisk- inn, sem við síðan veiðum. Skal hér látið nægja að benda á rit- gerð eftir fiskifræðingana D. M. Scott og W. R. Martin, sem birt- ist í Journal of the Fisheries Research Board of Canada, 14. bindi nr. 6, nóvember 1957. — Kanadamenn hafa gert tilraunir með að láta útrýma sel af stórum svæðum, og ormur í fiski hefur minnkað að sama skapi á þeim sömu svæuðm. Ef litið er á mál- in hér hjá okkur, þá kemur í ljós, að verstu ormasvæðin eru við Húnaflóa og Breiðafjörð, en þar er einmitt mest af selnum. íslenzkir fiskifræðingar munu ekki hafa rannsakað þetta mál að neinu gagni, og eru því jafn- vel sumir vantrúaðir á tengslin milli sels og orms. Engar tölur eru til um það, hve mikið fé það kostar frystihúsin að láta orm- hreinsa fiskinn, en ábyggilega verða milljónir fyrir valinu, ef reynt verður að gizka. Ekki má ljúka þessu ráða- bruggi gegn vesalings selnum án þess að geta hans hlut.a í þjóðai'- framleiðslunni. Aðeins skinnin eru hirt og flutt út. Síðasta ár voru flutt út um 2.500 skinn að verðmæti um 1,3 milljónir króna. (Sjávarafurðadeild SÍS.) FYRSTU GJAFIRNAR Fyrir nokkru skýrðu blöðin og útvarpið frá fyrirhugaðri stofnun dvalar- og hressingarheimilis í Kaupmannahöfn. Hafa margir látið í ljós ánægju sína með þessa hugmynd og' telja að slíkt íslenzkt heimili í Kaupmanna- höfn geti orðið mörgum að liði, ekki aðeins aldurhnignu fólki, heldur og ekki síður þeim fjöl- mörgu sjúklingum, sem leita sér lækninga þar í borg. Fyrsta gjöfin, kr. 500.00, af- henti mér kona úr Hafnarfirði fyrir tvei-mur vikum, og í dag kom ein af vistkonunum á Grund með aðrar fimm hundruð. krón- ur. Það er ekki nein tilviljun að fyrstu gjafirnar eru frá konum. Konurnar hafa ávallt látið sig mannúðar- og líknarmál miklu skipta og þær hafa glöggt auga og viðkvæmt hjarta fyrir því, sem gera þarf öðrum til hjálpar. Með þessum línum þakka eg þeim innilega gjafirnar. Miklu fé þarf að safna áður en draumurinn um dvalar- og hress- ingarheimilið rætist, er eg sann- færður um, að skilningur þjóðar- innar á þessu máli er slíkur, að ekki líði á löngu áður en hægt verður að hefjast handa um framkvæmdir. Gjöfum hér á landi veiti eg yiðtöku, sem og skrifstofa Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund, en í Danmörku séra Finn Tulini- us, Strö Præstegárd, Skævinge, og hr. stórkaupmaður Jón Helga- ' son, Rádmands Steinsalle 17, Fredriksberg, Kaupmannahöfn. 26. marz 1960, Gísli Sigurbjörnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.