Dagur - 27.04.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 27.04.1960, Blaðsíða 2
2 Gamanleikur á Dalvík Leikfélag Dalvikur sýnir um þessar mundir gamanleik- inn „Syndaselurinn“, öðru nafni „Fórnarlambið“, eftir finnskan-höfund, Yrjö Soini. — Leikstjóri er Einar Kristjánsson Freyr frá Bandalagi íslenzkra leikfélaga. Frumsýning var að kvöldi síðasta vetrardags. Flestir munu ganga til móts við sumarið í léttu skapi. Marg- ir Dalvíkinga og aðrir Svarf- dælir gerðu það skellihlæjandi að þessu sinni. Þakkað veri Leikfélagi Dalvíkur og hinum ungu leikurum þess. Leikurinn er ein dósamleg vitleysa frá upphafi til enda og víða drephlægilegur í meðför- um leikaranna: Sveitamaður nokkur, heldur heimalningsleg- ur, Koikkalianen að nafni, leik- inn af Hjálmari Júlíussyni, kemur til borgarinnar og leitar eftir atvinnu í hinu risastóra verzlunarfyrirtæki Sampó. — Hann fær þá mjög svo óvenju- lega stöðu, að vera launaður skotspónn æðri sem lægri í stofnuninni og taka við öllum vömmum og skömmum, sem annað starfsfólk hefur unnið til, því að slíkt stuðlar að því, að gera viðskiptavinina ánægða og eykur tiltrú fyrirtækisins um leið og það losar starfsfólkið við marghóttuð óþægindi. (Mjög athyglisverð hugmynd það!) Staðan er ekki jafn eftir- sóknarverð og virðast mætti í fljótu bragði, eða svo reyndist hún hr. Koikkalianen. — Innan um tvinnast svo aðrir örlaga- þræðir. Amor kemur við sögu og hæfir örvum sínum eina af- greiðslupíuna og sjálfan aðal- forstjórann. (Þvílík ósvífni, minna mátti nú gagn gera!) — Maður kynnist húsverðinum, heldur kaldrifjuðum karli. — Eirtnig fulltrúanum og konunni hans elskulegri, og loks ekkj- unni ríku. (Ja, karlmannsleys- ið, það gerir ekki að gamni sínu!) Sem sagt býsna óvenju- legt fólk, enda ættað alla leið austan úr Finnlandi. Flutningur þessa leikrits er að mestu leyti verk unga fólks- ins. Flestir leikararnir eru milli tektar og tvítugs og al- gjörir nýliðar á sviðinu. Herra Koikkalianen, sjálfan syndaselinn, leikur Hjálmar Júlíusson, er fyrr segir, reynd- ur leikari, en líklega ekki full- reyndur þó. Um leik hans að þessu sinni langar mig mest til að segja, að hann sé óviðjafnan- legur. Sú forkostulega persóna, sem þar birtist með sína særðu sjálfsvirðingu og einlæga af- káraskap, mun varla gleymast alveg strax þeim, sem á horfðu. Engum er gert rangt til, þótt sagt sé, að hr. Hjálmar Koikkalianen Júlíusson hafi borið bróðurpartinn af hita og þunga leiksins á sínum breiðu herðum og borið hann með sóma. Hjálmar hefur margsinn- is áður sýnt, hvers hann er megnugur á leiksviðinu, ekki einasta sem skopleikari, heldur einnig í alvarlegum hlutverk- um. Að þessu sinni kom hann öllum á óvart í mjög frumlegu gervi. Annar reyndur leikari er Jó- hannes Haraldsson í hlutverki húsvarðarins Miettinen, sem alltaf er nálægur þegar eitthvað gerist. Jóhannes var glansnúm- er okkar Svarfdælinga, sem leikari, meðan hann var bóndi í sveitinni. Nú hefur hann gengið í greipar Dalvíkinga, og þeir ætla sér sýnilega ekki að láta happ úr hendi sleppa. Hann var jafnhlægilegur, hvort heldur hann leit fram í salinn með sín- um ósvífna rembingssvip eða hann sneri þangað óæðri endan- um, þegar hann gægðist gegn- um skráargöt á hurðum höfð- ingjanna. Afgreiðslustúlkan, frk. Saló, er leikin af Klöru Arnbjörns- dóttur. Frökenin er fjörugur kvenmaður, sem kann að snúa snældunni sinni. Klara skilar hlutverkinu með heiðri. Hún er mjög lífleg á sviðinu og oftast eðlileg. Vonandi er þar á ferð- inni hækkandi kvenstjarna á leikhimni Dalvíkur. Þar gætu þær fleiri rúmast sem stendur. Aðalforstjórinn (Vaara) er leikinn af Reinald Jónssyni. Forstjórinn er ósköp óróman- tískur heiðursmaður. Þó fer svo að hinni fjörugu ungfrú Saló tekst að flækja hann fúsan í ástanet sitt. Trauðla verður það þó ráðið af látbragði Reinalds Jónssonar, hvort honum líkar betur eða verr. Það er karl, sem ekki er að flíka tilfinningum sínum framan í óviðkomandi fólk, og hver skyldi lá honum það? Herra fulltrúi Aró og frú - Ávarp 1. maí Framhnld af 8. síðu. meiri kjaraskerðingu fyrir all- an almenning í landinu, en dæmi eru til um áratugi. — Skefjalaus dýrtíð flæðir nú yf- ir, í kjölfar gengislækkunar- innar, án þess að launþegar hljóti nokkrar dýrtíðarbætur á laun sín. Fyrirsjáanlegur er mikill samdráttur í flestum greinum atvinnulífsins — og at- vinnuleysið, hinn versti fjandi verkafólksins, dokar á næsta leiti. Lánsfjárkreppa er skipu- lögð af valdhöfunum, og vaxta- okur hefur verið lögleitt í pen- ingastofnunum, með þeim af- leiðingum, að margir láglauna- menn, sem hafa á undanförnum árum lyft því grettistaki að byggja yfir sig og sína, kikna nú undir vaxtabyrðum og sjó ekki leið til að standa í skilum. Allt eru þetta svo alvarlegir hlutir, að alþýðusamtökin hljóta að mótmæla þeim kröft- uglega 1. maí. íslenzkar vinnustéttir hafa unnið dyggilega og heilshugar að uppbyggingu landsins, til sjávar og sveita, á umliðnum áratugum, vitandi vel hvað gera þurfti og til hvers var unnið. Fyrir dugnað og fram- hans eru leikin af Braga Jóns- syni og Rannveigu Hjaltadótt- ur, hvort tveggja vel af. hendi leyst miðað við aldui' og æfingu leikaranna. Það er ekki vanda- laust að breyta sér á einni kvöldstund úr 16—-17 ára ungl- ingum í virðulegt, miðaldra millistéttafólk, með ástríðum og framkomu, sem hæfir aldri og stétt, og það án þess að nokk- ur missmíði sjáist. Enda verður ekki sagt að svo hafi verið. En eigi að siður laglega gert og spáir góðu um framhaldið. Að lokum er að nefna frú ílólu, leikna af Friðbjörgu Jó- hannsdóttur, einum unglingn- um til. Hlutverkið er lítið, en frúin æði hættulegur persónu- leiki. Friðbjörg misþyrmir henni ekki meira en hún á skihð. Þó hafa verið taldar upp all- ar persónur leiksins. Allur gengur leikurinn hratt og lið- lega, aldrei daufur, hvergi verulegir bláþræðir. Leikstjór- inn, Einar Kristjánsson Freyr, hefur unnið furðulega gott verk úr þessum misjafna efniviði. Þýðingu leiksins úr sænsku hefur gert Júlíus Daníelsson bóndi í Syðra-Garðshorni og gert með prýði. Þó kann eg ekki við að óbreytt starfsfólk verzlunarinnar sé lótið þéra hvert annað, slíkt hljómar hjá- kátlega í íslenzkum eyrum og hefði vel mátt breyta. Leikfélag Dalvíkur hefur langa sögu að baki. Það hefur fært upp fjölda leikrita, sum veigamikil. Það hefur alltaf átt og á enn nokkrum ágætum leik- urum á að skipa. í þetta skipti var æskunni eftirlátið sviðið. — Með stuðningi eldri manna skil- aði hún hlutverkinu með fullum heiðri og varð sér og félaginu til sóma. — H. E. Þ. nefndarinnar sýni alþýðunnar hefur landið verið byggt og ræktað, og þjóð- in sótt fram til bættra lífskjara og betri daga. Við neitum að snúa til baka. Hver og einn, sem unnið hef- ur hörðum höndum að þessari uppbyggingu, veit, að hann hef- ur ekki lifað í neinum vellyst- ingum hingað til, en hann hefur unnið landi sínu og þjóð sinni til að lífskjör bötnuðu, en versnuðu ekki, — og í anda þeirra áforma vinnur hann áfram. Við mótmælum kreppustefnu og kjaraskerðingu — og mót- mælum öll. Munum það, að kjara- og hugsjónabarátta íslenzkrar al- þýðu er ævarandi — því að mönnunum munar, annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, — og það er okkar helg- asta skylda að hopa aldrei, en vaka sífellt á verðinum. Með það heit i huga fylkjum við liði 1. maí, fyrir friði, jafnrétti og bræðralagi. Fjölmennum á útifundinn og í kröfugönguna. Sækjum skemmtanir dágsins. Berum merki hans. Heil og sameinuð til hátíðar. VÉLA- OG RAFIÆKJASALAN H.F. Strandgötu 6 — Sími 1253 NÝKOMIN ERU HUSQVARNA- eldavélasettin (bakarofn og eldavél, til að byggja inn). Pantanir óskast sóttar strax. Vegg- og loftlampar teknir upp í vikunni. VÉLA- 06 RAFTÆKJASALAN H.F. Strandgötu C — Sími 1253 ÞAKJÁRN 7 og 8 feta. Aðeins takmarkaðar birgðir. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. FYRIR SUMARIÐ: Einlit hrokkin ullarefni í kjóla og dragtir Smáköflótt ullarefni í kápur og dragtir Ódýrt fóður Mjög falleg röndótt sum- arkjólaefni, nýjasta tízka Tvíbreið finnsk bómullar efni í buxur og stakka, falleg og væn. Einnig hið margeftir- spurða röndótta og köfl- ótta khaki. Enn fremur með gamla verðinu: Rósótt og doppótt léreft í svuntur og sloppa, verð frá kr. 15.00 m. ANNA & FREYJA BOLLAPÖR VATNSGLÖS, m. teg. KAFFISTELL með gamla verðinu. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. ÍBÚÐ TIL LEIGU 5 herbergja íbúð við miðbæinn til leigu 14. maí n. k. Þeir, sem kynnu að hafa áliuga á þessu, leggi nöfn sín í umslagi til blaðsins fyrir 1. maí n. k. RYKFRAKKAR - STAKKAR - BUXUR VINNUFATNAÐUR SKYRTUR, einlitar og röndóttar HÚFUR - BINDI SOKKAR - NÆRFÖT HERRADEILD SKRÁNING atvinnulausra karla og kvenna fer fram. lögum sanrkvæmt. dagana 2., 3. og 4. maí n. k. í Yinnumiðhmarskrifstofu Akureyrar, Strand- götu 7, II. hæð. Akureyri, 22. apríl 1960. VINNUMIDLUN AKUREYRAR Símar 1169 og 1214.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.