Dagur - 27.04.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 27.04.1960, Blaðsíða 8
........ RÓSBERG G. SNÆDAL: ..... Þess skal getið, sern gert er - vel Stór tíðindi hafa gerzt hér í bæ og eru að gerast þessa dag- ana, — góð tiðindi, meira að segja. íslandsklukka Laxness er komin á svið í gamla „Gúttó“, fyrir atbeina og áræði Leikfé- lags Akureyrar, sem hefur svo oft áður drýgt miklar dáðir á þeim fjölum — og gerir enn. íslandsklukkan er tvímæla- laust það erfiðasta leikhúsverk íslenzkt, sem til mála gat kom- ið að sýna hér. Fyrir þann dugnað vil eg með þessum fáu orðum þakka L. A. og öllum þeim, sem þar eiga hlut að máli, og leggja á sig ósegjanlegt erf- iði til að kynna samborgurun- um þetta margslungna og eftir- minnilega listaverk. Og eg segi óhikað, að bæði leikstjórinn og leikararnir yfirleitt, valda hlut- verkum sínum og eru vandan- um vaxnir. Það má auðvitað auðveldlega finna að ýmsu og kjósa hitt og þetta, en allt um það koma þarna svo max-gir góðir og at- hyglisverðir kraftar fram, að það jafnar metin — og miklu meira. Mér finnst t. d. að Akur- eyringar geti verið mjög stoltir af sínum Jóni Hreggviðssyni í höndum og huga Júlíusar Odds- sonar. Hann vinnur ótvíræðan sigur í erfiðu hlutverki. Leikur hans e.r sannfærandi, skemmti- legur og lýtalaus, svo hæfa myndi stærri sviðum og hærra húsi. Sú Snæfríður, sem Brynhild- ur Steingx'ímsdóttir kynnir okk- ui', gæti að vísu verið glæsilegri og meiri „sól“ í 1. þætti; en húa vinnui' stöðugt á til leiksloka. Hún leikur af auðsærri tilfinn- ingu og skilningi á hlutverkinu. Sem sagt gott. Af öðrum hinum þekktari leikurum, gerir Jóhaiin Og- mundsson júngkæranum í Bræðratungu góð skil, að mér finnst, og get eg ekki í fljótu bi'agði fundið neitt að túlkun hans. Hins vegar finnst mér það Frá 1, mai-nefndiniM 1. maí-nefnd verkalýðsfélag- anna hvetur alla til að kaupa og bera merki dags- ins. 1. maí-nefndin vill minna samborgarana á að flagga 1. maí og setja með því bá- tíðissvip á bæinn. 1. maí-nefndin hvetur alla til að sækja útifundinn 1. maí og sækja vel samkom- ur verkalýðsfélaganna. 1. maí-nefndin minnir á barnasamkomurnar í Sam- komuhúsi bæjarins og Al- þýðuhúsinu. Góð skemmt- un, bæði fyrir börn og full- orðna. 1. maí-nefndin óskar eftir ungum stúlkum eða stálp- uðum börnum til að selja merki dagsins, rnætið í Verkalýðshúsinu kL 10 í h. 1. maí. til stórrar óþurftar, að Jóhann skuli fá annað og óskylt hlut- verk síðar í leiknum. Þar kemst upp um sti'ákinn Tuma. Sama er að segja um Jónínu Þor- steinsdóttur, sem skilar „móður Jóns Hreggviðssonar" með ágæt um, en þekkist síðar í leiknum undir öðru og verra gerfi. Þeir Jón Kristinsson, sem dómkirkj uprestur, Jón Ingi- marsson sem nafni Marteinsson og Kristján Kristjánsson, bæði sem vai’ðmaður við tjald dauða- dæmdi'a og „etasráð“ í Kaupin- hafn, eru allir menn fyrir sín- um dyrum og góðir fyrir sinn hatt, Kristján þó betri — beztur. Nýliðinn, Sæmundur Ander- sen, skapar skemmtilega „týpu“ sem bókaormurinn Jón Grind- víkingur. Þótt leikur hans sé enn ekki fast mótaður né nægi- lega öruggur, gleymist manni hann ek-ki. , Og að síðustu kem eg svo að lögmanni Eydalín, Jóni Þor- steinssyni. Leikur hans kom mér mest á óvart af öllu á þess- ari sýningu. Mér finnst það stór furða hve Jón kemst vel frá þessu, tiltölulega erfiða hlut- verki. Pei'sónan er í senn virðu- leg og örugg, sterk, en þó mann- leg. Eg sakna þess, að Jón hefur ekki komið fyrr á sviðið í „Gúttq“. Margt fleira vildi eg sagt hafa um Klukkuna, en þar sem blöðin eru þegar búin að segja sitt orð um hana, læt eg þetta nægja að sinni. En eitt að síð- ustu: Leikfélag Akureyrar hef- ur með sýningu þessari lyft gx-ettistaki, og Akureyringar og Noi'ðlendingar mega ekki lítils- virða það afrek með tómlæti og ti'egðu, — það er verst fyx’ir þá sjálfa. ASKORUN til útvarpsráðs Á sameiginlegum fundi 1. maí-nefndar á Akureyri, sem haldinn var á sunnudaginn, var eftii-farandi ályktun samþykkt einróma: „Sameiginlegur fundur í 1. maí-nefnd allra verkalýðsfélag- anna á Akureyri, haldinn sunnudaginn 24. apríl 1960, skorar á háttvirt útvarpsráð að veita Alþýðusambandi íslands ríflega hlutdeild í dagskrá út- varpsins 1. maí næstk. Fundui'inn vill taka það fram, að hann telur þann hátt, sem hafður var á dagskrá útvarpsins hinn 1. maí í fyrra og afstöðu meii'ihluta útvai'psi'áðs þá, beina móðgun við heildarsam- tök verkalýðsins, og vonar fastlega að sagan endurtaki sig ekki nú.“ 11111 ■ 11 ■ 1111111 ■ 11111 ii 11111111111 Vænar ær Öxarfirði 18. apríl 1960. — Veðrátta dásamleg. Snjólaust að kalla í sveitum. Sauðfé hefur fóðrast vel, þótt bændur yfirleitt hafi engan fóðurbæti gefið fyrr en um síð- ustu mánaðamót, og það má þakka góðum heyjum frá sl. sumri. Ærnar hjá félögum í Sauð- fjárræktarfélagi Öxfirðinga hafa nú verið vegnar í síðasta sinn á þessum vetri. Þyngsta ærin vóg 104 kg. Eigandi Halldór bóndi Sigvaldason á Gilhaga. Ærin er 7 vetra gömul, dóttir Gilju, sem um nokkurra ára bil hefur skar- að mjög fram úr hvað afurða- getu snertir og vænleik. Sauðfjárræktarfélögin auka mjög áhuga fyrir búgreininni. Gaman væri að heyra, ef ein- hver vissi um þyngri á eða ær á þessum vetri. — R. S. Ungir sjómenn í Akureyrarhöfn. (Ljósmynd: E. D.). \ 1. maí 1960 Ávarp frá 1. maí-nefnd verkalýðsfél. á Akureyri Við, sem skipum 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna hér í bæ, viljum beina eftirfarandi orðum til almennings, í tilefni dagsins: Öll vei'kalýðsfélögin í bænum standa sameinuð og samstillt að undirbúningi og framkvæmd hátíðahaldanna 1. maí. Allir innan samtakanna eru Daguk kemur næst út laugardaginn HVERJIR HAFA LIFAÐ UM EFNI FRAM? Allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar grundvallast á þeirri kenningu, (þó ekki fyrr en eftir kosningar), að þjóðin hafi lifað um efni fram. Um þetta atriði deila þó hagfræðing- ar, en í þeim deilum hefur því m. a. verið hald- ið fram, að léttara sé nú fyrir þjóðina að greiða vexti og afborganir af erlendum skuldum, þótt þær séu nokkuð miklar, en var fyrir áratug eða svo, þótt skuldirnar væru þá minni, svo mjög hafa atvinnutæki landsmanna aukizt, svo og þjóðartekjurnar hin síðustu árin, og m. a. vegna nefndra lána. Enginn þarf að harma hið mikla framfara- t-ímabil undanfarinna ára, heldur gleðjast yfir uppbyggingunni, þótt hún hafi kostað nokkurt lánsfé. En það er sitt hvað að „eyða“ fjármun- um eða nota lánsfé til nauðsynlegra fram- kvæmda. Nýting auðlinda á landi og við strendur landsins, svo sem aukning báta- og skipastóls, virkjun fallvatna og ræktun lands- ins, er ekkert minna en höfuðskilyrði fyrir batnandi lífskjörum og hefur reynslan sannað þetta alveg áþreifanlega. Það er í sannleika hart, að nokkur skuli, þvert ofan í staðreyndir, halda fram hinu gagnstæða. Þrátt fyrir þetta skal engin fjöður dregin yfir það, að ýmsir einstaklingar hafa lifað óhófslífi — „lifað um efni fram“. — Rikisstjórnin segir, að „þjóðin hafi lifað um efni fram.“ Hér er spurt: Hverjir eru það, sem lifað hafa um efni fram, svo að ástæða sé til þess að ráðast jafn harkalega að lífskjörum manna með beinu lagaboði, svo sem raun ber vitni? Hafa verkamenn með 4 þús. króna mánaðar- laun lifað um efni fram? Hefur verzlunar- og skrifstofufólk, sem hef- ur svipuð eða lítið eitt hærri laun, lifað um efni fram? Hefur iðnverkafólk lifað um efni fram? Hafa bændur lifað um efni fram? Þessum spurningum verður hiklaust að svara neitandi. En hverjir eru þá „hinir seku“? Jú, þá er að finna, og það mjög fjölmenna, meðal braskara, marglaunaðra manna og annarra há- tekjumanna. En blessuð ríkisstjórnin átti bara aíls ekki við þessa menn, þegar hún lagði það til grund- vallar hinum illræmdu efnahagsaðgerðum, að „þjóðin hefði lifað um efni fram.“ Þessum ríku mörinum veitir hún sérstök hlunnindi: Hlífir manni með 150 þús. króna hreinar árstekjur við kr. 16.500.00 í tekjuskatti og útsvari á móti kr. 700.00 hjá manni með 60 þús. kr. árs- tekjur. Hvort tveggja miðað við sömu fjöl- skyldustærð. Rikisstjórnin hlífir þeim ríku og tekjuháu á kostnað almennings og það verður hennar, banabiti. aðilar að þeim, og bera því fé- lagslega og persónulega ábyrgð í sambandi við daginn. Það er eindregin áskorun okkar til félagsmanna, og ann- arra þeirra, sem eiga samstöðu með alþýðusamtökunum, að þeir sýni það með þátttöku í útifundinum, kröfugöngunni og skemmtunum dagsins, að þeir vilji gera 1. maí glæsilegan há- tíðis- og baráttudag akureyrskr- ar alþýðu. Og þó að hátíðahöldin eigi fyrst og fremst að sýna samhug og styrk félagssamtaka okkar þennan dag, má hitt ekki gleymast, að 1. maí er fjáröfl- unardagur Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna á Akureyri, og getur, ef vel er unnið, fært okkur feti nær þeim þráða áfanga, að glæsilegt og fullkom- ið alþýðuhús rísi af grunni hér í bænum. Þá viljum við leggja áherzlu á það, að 1. maí er baráttudag- ur alþýðunnar. Utifundurinn og kröfugangan er eins konar liðskönnun. Þar á að koma skýrt fram styrkleiki og máttur samtakanna, vilji þeirra í nútíð og framtíð og kröfur bornar fram undir merkjum félaganna, með fólkið — fjöldann — að brjóstvörn og bakhjalli. Nú eru að ýmsu leyti erfiðir tímar og horfur uggvænlegar. Ríkisvaldið hefur gripið til að- gerða, sem hafa í för með sér (Framhald á 2. síðu.) i ■ ■ 11 iiiiiiiiii* ! í kvöld I Aðalfundur Bændafélags Ey- firðinga hefst kl. 9 e. h. að Hó- tel KEA í kvöld, mið vikudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.