Dagur - 27.04.1960, Blaðsíða 4
4
5
HÖRÐ MÓTMÆLI
Efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar
mælast hvarvetna illa fyrir. Búnaðarsam-
band S.-Þingeyinga samþykkti nýlega, á
fjölmennum fundi á Hólmavaði, eftirfar-
andi ályktanir:
1. Almennur bændafundur, haldinn að
Hólmavaði 19. apríl 1960, mótmælir harð-
lega hinu framkomna frumvarpi á Alþingi
um útsvör. Sérstaklega vítir fundurinn það
sjónarmið, að heimila sveitar- og bæjar-
stjómum að skattleggja samvinnufélög,
sláturhús og mjólkursamlög eftir sömu
reglu og vertlunarfyrirtæki í einkaeign.
Telur fundurinn að veltuútsvar á félags-
mannaviðskipti samvinnufélaga sé algerlega
ranglátt og skorar á Alþingi að fella frum-
varpið, eins og það Hggur fyrir.
2. Fundurinn lýsir sig andvígan þeirri
efnahagslöggjöf, sem lögfest hefur verið, og
telur hana sérstaklega óhagstæða þeim
bændum, sem ekki hafa aflað sér þeirra
tækja, húsakosts og bústofns, sem búrekstur
krefst. Því til stuðnings vill hann taka fram:
a) Verðhækkanir vegna gengisfellingar
og vaxtahækkana verða allri framleiðslu
fjötur um fót, og bændum með miklar
lausaskuldir óviðráðanlegur baggi.
b) Með því að skylda sparisjóði og inn-
lánsdeildir kaupfélaga til að afhenda Seðla-
bankanum helming innlánsaukningar, er
verið að draga fjármagn utan af lands-
byggðinni til Reykjavíkur og hindra nauð-
synlega uppbyggingu úti um land.
3. Fundurinn lýsir sig mótfallinn frum-
varpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi þess
efnis, að leggja Áburðareinkasölu ríkisins
niður. Telur fundurinn, að sú breyting á
sölufyrirkomulagi tilbúins áburðar, sem nú
er fyrirhuguð, mundi sízt verða til bóta fyr-
ir bændur, enda nýtur Áburðarsala ríkisins
óskoraðs trausts fyrir góða þjónustu og
hagkvæman reksur. Verði hins vegar breyt-
ing gerð á sölufyrirkomulagi tilbúins áburð-
ar, skorar fundurinn á Alþingi að taka
Áburðarverksmiðjuna h.f. eignamámi og
þjóðnýta alla áburðarvinnslu í landinu.
4. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við
þingsályktunartillögu um landsútsvar, sem
fram hefur komið á Alþingi og skorar á rík-
isstjómina að undirbúa og leggja fyrir
næsta næsta Alþingi lög þar um.
5. Fundurinn lýsir fullum stuðningi sín-
um við samkomulag það, er náðist í vetur
milli framleiðenda og neytenda, um nýjan
verðgmndvöll landbúnaðarvara og breyt-
ingar þær á lögum um Framleiðsluráð, er
nú hafa verið samþykktar á Alþingi, um
fulla verðtryggingu á útflutta búvöru.
6. Fundurinn vítir ríkisstjórn og Alþingi
fyrir þá glæfralegu pólitík, sem fram kemur
í efnahagslöggjöfinni nýju, þar sem lagðar
em þungar byrðar neyzluskatta á þjóðina,
samhliða því, að stórhækkað er framlag til
almannatrygginga, án tillits til efnahags-
ástæðna styrkþega og lækkaður tekjuskatt-
ur og vörumagnstollur.
Ofanritaðar tillögur voru allar samþykkt-
ar samhljóða. Þá var skorað á ríkisstjóm að
gera þegar ráðstafanir til stuðnings þeim,
sem stofna vilja heimili í sveit, svo að að-
staða þeirra verði eigi lakari en hún var fyr-
ir næstsíðustu efnahagsráðstafanir árið
1958. Sömuleiðis að gera þeim bændum
kleift, sem miklar lausaskuldir hvíla á, að
breyta þeim í föst lán með viðráðanlegum
vöxtum, eins og ráðgert er að veita hús-
byggjendum í bæjum.
Yirkjim Jökulsár á Fjöllum gæfi fjórum siimum meiri orku en
Soginu fullvirkjuðu - eða þrjú til fjögur limidruð þúsund kw.
Þingmenn Framsóknarflokks-
ins í Norðurlandskjördæmi
eystra, Gísli Guðmundsson,
Karl Kristjánsson og Garðar
Halldórsson, leggja til á Al-
þingi, að gerð verði fullnaðar-
ááetlun um virkjun Jökulsár á
Fjöllum og athugaðir möguleik-
ar á framleiðslu útflutnings-
vöru í sambandi við virkjunina.
í framsöguræðu Gísla Guð-
mundssonar, sem hér birtist
lítið eitt stytt, kemur það
glöggt fram, hverja yfirburði
Jökulsá á Fjöllum hefur til
stórvirkjunar fram yfir önnur
vatnsföll hér á landi.
Vatnasvæði Jökulsár er
7500 ferkm.
Jökulsá á Fjöllum, öðru nafni
Jökulsá í Oxarfirði, er eitt af
mestu og lengstu vatnsföllum
landsins. Þorvaldur Thoroddsen
telur í íslandslýsingu sinni
lengd hennar, frá upptökum til
sjávar í Oxarfirði, 25 mílur
danskar, en í ritinu íslenzk
vötn eftir Sigurjón Rist, fyrsta
hluta, sem kom út árið 1956 á
vegum vatnamælingadeildar
raforkumálaskrifstofunnar, er
hún talin 206 km., sem er
nokkru meira. En niður undir
efstu fossa, milli byggða á
Hólsfjöllum og í Öxarfirði, eru
nú sagðir vera um 2/3 af lengd
árinnar allrar. Jökulsá kemur
upp í norðanverðum Vatnajökli
í nálega 800 m. hæð yfir sjávar-
máli í krikanum milli Kverk-
fjalla og Dyngjujökuls og er
þar vatnsmikil. Skammt frá
upptökum falla í hana að vest-
an margar smákvíslar, einnig
frá jöklinum. Frá Brúarjökli
austan Kverkfjalla, sem, eins
og Dyngjujökull, er útjökull frá
Vatnajökli, kemur Kreppa, sem
er álíka mikið vatnsfall og Jök-
ulsá þar efra. Kreppa mun vera
um 70 km. löng og fellur í Jök-
ursá austan af Herðubreið eða
litlu norðar. Ennfremur falla í
Jökulsá hið efra, að vestan, ein
kvíslanna frá Dyngjujökli,
Svartá og Lindá, eða uppsprett-
ur hennar, og Grafarlandaá, en
að austan Arnardalsá, Skarðsá
af Möðrudalsöræfum og Hóls-
sclskíll af Hólsfjöllum. Einnig
er talið að í hana renni mikið
af lindarvatni neðanjarðar und-
ir hraunum þeim, er að henni
liggja. Talið er, að allt vatn af
nálega 7500 ferkm. svæði safn-
ist saman í þessa miklu móðu,
eins og Thoroddsen nefnir
hana, ofan við brú í Öxarfirði,
en af þessu svæði eru um 7100
ferkm. undir jökli.
Nær 200 teningsmetrar
á sekúndu.
Frá upptökum rennur Jök-
ulsá norður á við um jafnhall-
andi hásléttu allt þar til hún
fellur niður í gljúfrin fyrir neð-
an Dettifoss. En eftir að gljúfr-
unum sleppir fellur hún um lágt
land og slétt út í Öxarfjörð. I
sambandi við þann kafla árinn-
ar, sem um gljúfrin fellur, eru
hin einstöku skilyrði til stór-
virkjunar, sem eg mun ræða
lauslega hér á eftir. Guðmund-
ur Hlíðdal verkfræðingur, síðar
póst- og símamálastjóri, lét fyrst
mæla vatnsmagn Jökulsár
haustið 1907. Þær mælingar
annaðist Páll Jóhannesson
hreppstjóri á Austaralandi í
Öxarfirði, og var þá mælt um
fjögurra ára skeið. Að tilhlutan
milliþinganefndar í vatnamálum
lét vegamálastjóri mæla vatns-
magnið 1918—1919, og ennfrem-
ur var það mælt á árunum 1920
—1923. En síðan á árinu 1938,
eða um rúmlega 20 ára skeið,
hafa stöðugar vatnsmælingar
átt sér stað í ánni og hefur Ól-
afur Gamalíelsson bóndi á
Ferjubakka í Öxarfirði haft
umsjón með þeim allan þennan
tíma, en mælistaður er rétt
neðan við brúna í Öxarfirði. —
Meðalvatnsrennsli árinnar er
eftir því, sem segir í riti því, er
eg nefndi áðan um íslenzk vötn,
193 teningsmetrar á sekúndu
við Dettifoss. Stundum er það
mun minna, en stundum líka
miklu meira. Eins og í öðrum
jökulvötnum er það að sjálf-
sögðu mest í sumarhitum, þegar
hláka er á jöklinum, en minnst
í frostum á vetrum. Ef meðal-
rennslið ætti að koma að notum
sem orkugjafi, þyrfti mikla
stíflugerð og vatnsmiðlun, en
minna rennsli er hægt að virkja
án verulegrar vatnsmiðlunar,
og vegna hinnar miklu fallhæð-
ar, sem þarna er til staðar,
nægir það rennsli, þótt það sé
langt undir meðallagi, til þess
að framleiða mun meiri rafoi-ku
en er framleidd samtals í öllum
rafstöðvum landsins með vatns-
virkjunum og á annan hátt.
Fallhæðin 300 metrar á 25 kni.
kafla.
Efsti fossinn í Jökulsá heitir
Selfoss. Það er lágur foss rétt
ofan við Dettifoss og mun vera
í 330—340 m. hæð yfir sjávar-
mál. En yfirborð árinnar, rétt
eftir að hún kemur norður úr
gljúfrunum, mun ekki vera
nema 30—40 m. yfir sjávarmál.
Svo segir Þorvaldur Thorodd-
sen, og kemur það heim við síð-
ari mælingar. Fallhæð árinnar
frá brún Selfoss niður fyrir
gljúfrin er því um 300 m. En sá
kafli árinnar er um 25 km. á
lengd. Hæsta þrepið í farvegin-
um á þessari leið er hinn mikli
Dettifoss, þar sem árin fellur í
gljúfrin, 58 m. hár, „ægilegur
og undrafríður“ í auðninni, „þar
sem aldrei á grjóti gráu, gullin
mót sólu hlæja blóm,“ eins og
Kristján kvað, Fjallaskáld.
3—400 þús. kw. orka.
Nú munu vera sex eða sjö ár
liðin, síðan ýtarlegar athuganir
hófust á þessu svæði á vegum
raforkumálastjórnarinnar. Hef-
ur nú allt þetta svæði verið
mælt og kort gerð, og síðan á
árinu 1957 hafa kunnáttumenn
unnið að því að gera sér grein
fyrir, hvers konar mannvirki
það væru, sem þarna kæmu til
mála, sennilegum kostnaði við
þau og afköstum raforkuvers
eða raforkuvera. Hefur til þessa
undirbúnings alls verið varið
nokkrum hluta af þeim 18—19
millj. kr. samtals, sem á undan-
förnum tíu árum hafa verið not-
aðar til rannsókna á virkjunar-
möguleikum hér á landi. Flutn-
ingsmenn þessarar tillögu hafa
af skiljanlegum ástæðum haft
áhuga fyrir þvi að fylgjast með
þessu verki eftir föngum, þar
sem það stóð þeim nokkuð
nærri, en tveir af þeim hafa til
skamms tíma verið, hér á hátt-
virtu Alþingi, sérfulltrúar hér-
aða, sem að Jökulsá liggja. Við
höfum að vísu ekki í höndum
niðurstöðuskýrslur þaer, sem
nú munu vera fyrir hendi, enda
munu þær ekki hafa legið fyrir
fyrr en á sl. hausti og hafa ekki
verið birtar. Það ætlum við þó
rétt vera, að í þeim bráðabirgða
áætlunum, sem fyrir liggja, sé
helzt gert ráð fyrir, að fallhæð-
in, sem eg nefndi áð-
an í gljúfrunum, 300 m., verði
nýtt í tveim orkuverum og
ánni veitt í jarðgöng tvisvar
sinnum, hin efri og styttri frá
brúm Selfoss fram hjá Detti-
fossi niður fyrir Hafragilsfoss
og hin, sem samkv. áætlun eru
mun lengri neðar við ána. En í
þessu neðra falli árinnar eru
Réttarfoss og Vígabjargsfoss. í
þessum tveim orkuverum mun
vera hægt að íramleiða samtals
300—400 þús. kw., hlutfallsleg.a
ódýrt, svo ódýrt, að verð raf-
orkunnar yrði að líkindum vel
samkeppnisfært við það, sem
gerist, þar sem skilyrði til virkj-
unar eru hagstæð í öðrum lönd-
um. Hér er um stórvirki að
ræða, jafnvel á mæli-
kvarða stærri þjóða en íslend-
ingar eru.
•f i y.
Ódýrasta stórvirkjunin.
Það mundi sennilega taka
nokkuð mörg ár að vinna þetta
verk. Til samanburðar vil eg
geta þess, að þarna virðist vera
um að ræða þrisvar til fjórum
sinnum meiri orku en fást mun
úr Soginu, fullvirkjuðu. Eins
og segir í greinargerð tillögunn-
ar benda líkur til, að varla
muni annars staðar á landinu
vera hægt að framleiða svo
mikið orkumagn á lægra verði.
En það hefur mér skilizt á fróð-
um mönnum, að ca. 100 þús.
kw. virkjun við Dettifoss, út af
fyrir sig, sé tvímælalaust hlut-
fallslega ódýrasta stórvirkjun
sem völ er á hér á landi.
í greinargerð tillögunnar er
af hálfu okkar flutningsmanna
komist þannig að orði, að nú sé
tímabært að hefjast handa um
að gera fullnaðaráætlun um
orkuver við Jökulsá og stofn-
kostnað þeirra. Við teljum æski
legt að sú fullnaðaráætlun
verði, að svo miklu leyti sem
unnt er, um virkjun í áföngum,
en að þar sé þá einnig gerð
grein fyrir þeirri stærstu virkj-
un, sem til mála kemur að dómi
sérfræðinga. Til þess að hægt
sé að gera siíka áætlun mun
þurfa að kortleggja landssvæðið
fyrir ofan fossana, því að þar
mun verða sett stífla í ána, það
mun hins vegar enn vera álita-
mál, hversu mikið mannvirki
sá stíflugarður ætti að vera, a.
m. k. í byrjun.
Fjórum sinnum stærra en
Mývatn.
Uppi hafa verið ráðagerðir
um að gera þennan stíflugarð
mjög háan, og yrði þá stórt
stöðuvatn til vatnsmiðlunar þar
efra. í grein eftir Sigurð Thor-
oddsen, verkfræðing, í tímariti
Verkfræðingafélagsins 1952, er
GÍSLI GUÐMUNDSSON
alþingismaður.
stærð slíks stöðuvatns áætluð
160 ferkílómetrar og væri það
þó nálega helmingi stærra en
Þingvallavatn og rúmlega fjór-
um sinnum stærra en Mývatn.
Svo hátt gæti yfirborð slíks
vatns verið, að sögn fróðra
rnanna, að nokkuð af því félli
vestur, og þar niður í Mývatn,
og yki þannig vatnsmagn Lax-
ár. En hvað sem um það má
segja, eða slíkar hugmyndir, þá
virðist það liggja fyrir, að um
mikla möguleika er að ræða og
að hægt er að ráðast í misjafn-
lega stórar framkvæmdir og
velja milli áfanga. Þá vil eg
nefna það hér, að æskilegt mun
vera talið, að hraunin í ná-
grenni Jökulsár séu könnuð
með borunum til þess að kom-
ast að raun um, hvort uppi-
stöðuvatn færi til spillis og þá í
hve miklum mæh vegna jarð-
leka. Enn er þess að geta, að
möguleikar munu vera til að
stífla ána suður hjá Möðrudal
og gera þar uppistöðu eða lón,
en þeir möguleikar hafa enn
ekki verið rannsakaðir að neinu
ráði.
Með þessari tillögu er ekki
farið fram á það, að tekin sé
ákvörðun um það nú að ráðast
í virkjunarframkvæmdir við
Jökulsá, heldur að lokið verði
með fullnaðaráætlun og tillög-
urn sérfræðinga því rannsóknar-
og áætlunarstarfi, sem staðið
hefur yfir mörg undanfarin ór
og allmiklu verið til kostað. Er
þá einnig á það að líta, að
þarna mun það síður vera
álitamál, hvað gera skuli, en í
sambandi við sum önnur virkj-
anleg stórvötn hér á landi. Af
þessum og fleiri ástæðum, og
að sumum þeirra hef eg vikið,
teljum við flutningsmenn, að ef
ráðist verður í stórvirkjun hér
á landi, áður en langt um líður,
umfram það sem óhjákvæmilegt
er, vegna vaxandi, almennrar
eftirspurnar, hljóti Jökulsá á
Fjöllum að koma til greina
öðrum fallvötnum fremur.
Orka fyrir Norður- og
Austurland.
En hvernig má það þá verða
og í hvaða tilgangi væri það
gert að ráðast í slíkt stórvirki,
stærra í sniðum og kostnaðar-
samara en nokkurt annað mann
virki, sem íslendingar hafa ráð-
ist í hingað til? Það liggur auð-
vitað í augum uppi, að með
slíkri stórvirkjun gæti skapast
mjög svo öflugur raforkuvara-
sjóður fyrir allar orkuveitur á
Norður- og Austurlandi. En
þegar á það er litið, að öll raf-
orkunotkun þessara landsfjórð-
unga nemur nú samtals 20 þús.
kw., gefur auga leið, að varla
mundi í slíkt stórvirki ráðist
fyrst um sinn eingöngu í þessu
skyni, en vel má hafa það sjón-
armið í huga samtímis öðru. En
megintilgangurinn með virkjun
Jökulsár hlyti að vera sá, að
efla atvinnulíf landsmanna og
skapa verkefni fyrir framtíðina,
að koma upp framleiðslu sem
byggist á raforku, og þá fyrst
og fremst útflutningsfram-
leiðslu, sem yki fjölbreytni at-
vinnulífsins hér á landi, aflaði
þjóðinn gjaldeyris og skapaði
nýja atvinnu- og lífsmöguleika.
Þegar það er haft í huga, að
þjóðinni fjölgar að líkindum um
200 þús. eða um mun meira en
helming, fram að næstu alda-
mótum, þá er vissulega full þörf
á því, að láta hendur standa
fram úr ermum við eflingu at-
vinnulífsins. Auðvitað ber fyrst
og fremst að efla þær greinar
atvinnulífs, sem fyrir eru í land
inu, byggja þar á reynslu, verð-
mætum og áunninni verkmenn-
ingu, en fleira mun þó þurfa til
að koma. Framkvæmd þe^sarar
miklu virkjunar kemur ekki til
greina, nema fyrir liggi, að
hægt sé að koma megnhluta raf-
orkunnar í verð um leið og hún
verður til staðar. Athugun á
framleiðslumöguleikum í sam-
bandi við virkjunina þarf
því að fara fram, og æskilegt er,
að niðurstaða þeirrar athugun-
ar liggi fyrir samtímis fullnað-
aráætluninni, ef unnt er, eða
sem allra fyrst, að henni lok-
inni. Að þessu lýtur annar tölu-
liður þingsályktunartillögu á
þskj. 205.
Nýjar franileiðslugreinar.
Lengi var einkum rætt um
framleiðslu á tilbúnum áburði
í sambandi við stórvirkjun fall-
vatna hér á landi, og þá einnig
til útflutnings. Sú hugmynd er
nú komin til framkvæmda
þannig, að framleiddur er
áburður til innanlandsnotkunar
með raforku fró Sogsvirkjun-
inni, en um útflutning er þar
varla að ræða frá ekki stærri
verksmiðju. Nú í seinni tíð hef-
ur einkum verið rætt um að
nota raforku frá stórvirkjunum
til framleiðslu á alúminíum, en
það yrði unnið úr bauxit-leir,
sem fluttur yrði hingað frá fjar-
lægum löndum, en af þessu hrá-
eíni munu ca. 50% af þungan-
um vera hreinn málmur og
mundi vera fluttur út allur
fyrst í stað, en síðan e. t. v. að
meira eða minna leyti getað
orðið efnivara í íslenzkar iðnað-
arvörur til innanlandsnota og
útflutnings. Trúlega getur ver-
ið um fleiri framleiðslumögu-
leika að ræða í sambandi við
orkuvinnslu, og er það ekki á
mínu færi eða okkar flutnings-
manna að ræða það efni. Iðju-
ver mundu þá væntanlega rísa
á einhverjum hafnarstað eða
hafnarstöðum á austanverðu
Norðurlandi samtímis virkjun-
arframkvæmdunum og um leið
eða fljótlega byggð margra
verksmiðja þar nærri. Það er
ekkert efamál, að til þess að
koma upp raforku- og iðjuver-
um af þessu tagi, þarf miklu
meira fjármagn en svo, að hægt
sé að afla þess hér á landi í ná-
inni framtíð. Rætt hefur verið
um leiðir til að afla þess fjár-
magns, og trúlegt, að sá vandi,
sem þar er urn að ræða, geti
skapað deiluefni, eins og margt
annað hjá þessari sundurlyndu
þjóð. Eg mun ekki ræða þau
mál hér. Þau munu verða rædd
síðar er að því kemur, að um
þau þurfi að ræða. En það er
von mín og trú, að einnig þenn-
an vanda muni mega leysa á
viðunandi hátt fyrir íslendinga,
a. m. k. ef framundan er sá frið-
arheimur og það samstarf á
milli þjóða, sem menn þrá og
dreymir um, og margir telja sig
sjá hylla undir um þessar
mundir. En um slíka hluti tel
eg, eins og eg sagði áðan, ekki
tímabært að fara fleiri orðum
um að þessu sinni.
Harpan stendur.
En munu nú ekki einhverjir
koma og spyrja: Hvað verður
um Dettifoss? Hvað verður um
Jökulsárgljúfur og hina rómuðu
fegurð náttúrunnar á þessum
slóðum? Kannski heyrist það
bráðlega endurtekið, sem eitt
sinn var sagt: „Og því er nú
dýrlega harpan þín hjá þeim
herrum til fiskvirða metin.“ —
En „hörpunni“ þarf ekki að
farga. Dettifoss mun halda
áfram að vera til. Hann mun
birta ásjónu sína og tign á sól-
björtum sumardögum, alveg
eins og drottning norðurfjall-
anna, Herðubreið, gerir, þótt
hún sé oft skýjum hulin. En
þess á milli mun hann hverfa til
starfa með sitt jötunafl „Gljúfra
fengist úr
hofin“ munu standa. Og hjá því,
sem náttúran hefur þar byggt
upp, eru jafnvel stórvirki
mannanna lítil og lág. Þó þarf
hér auðvitað að hafa á öllu gát.
Fyrsta áætlun um virkjun
fallvatns á íslandi.
Eg veit ekki, hvort það þykir
máli skipta í þessum sal, en
hugmyndin um virkjun Detti-
foss og Jökulsár á Fjöllum er
ekki ný. Hún er a. m. k. eldri
en margir þeirra, sem nú eiga
sæti hér á háttvirtu Alþingi. —
Um hana var fyrir löngu gerð
áætlun, hin fyrsta, sem til er
um virkjun á íslenzku fallvatni.
Sú áætlun var ekki birt í teikn-
ingum eða tölum, frá vinnustof-
um verkfræðinga. Hún birtist í
því tjáningarformi, sem snjallri
hugsun hefur löngum verið val-
ið hér á landi, í Ijóði. Sá boð-
skapur, sem þar var fluttur, lif-
ir á vörum þjóðarinnar og
minnir hana á, að hún á enn
nokkuð ógert á meðan hún læt-
ur þá áætlun óframkvæmda,
sem í honum felst.
„Hér mætti Ieiða líf
úr dauðans örk.“
Einhvern tíma á morgni
þessarar aldar sat langferða-
maður við fossinn. Sá hafði víða
farið og veröldina kannað.
Hann var gæddur skyggni á
það, sem öðrum var hulið, þá
hluti, sem ekki voru fram
komnir. Hann kvað um Detti-
foss, „konung vorra stoltu,
sterku fossa“, forsöngvarann í
kór hinna streymandi íslenzku
fljóta. Á þessa leið komst hann
að orði. Og sem hann kvað um
fossinn og um gný vatnanna
birtist honum hin mikla sýn yf-
ir það, sem er og mun verða.
Hann kvað um þá sýn. Hann
kvað um aflið „frá landsins
hjartarót“, sem „kviksett er í
klettalegstað fljótsins". Þannig
hefði það verið kviksett um ald-
ir, en sú stund mundi koma, að
kviksetningín tæki enda. Hinn
dauði máttur yrði máttur lífs og
starfs.
„Hve mætti bæta lands og lýðs
vors kjör,
að leggja á bogastreng þinn
kraftsins ör.
Og frjómögn lofts má draga að
blómi og björk,
já, búning hitans sniða úr
jckulsklæðum.
Hér mætti leiða líf úr dauðans
crk
og Ijósið tendra í húmsins
eyðimörk,
við hjartaslög þíns afls í
segulæðum.“
Það getur ekki verið úr vegi
að íhuga það nú hér á Alþingi,
hvort tími sé til þess kominn,
að þjóð Einars Benediktssonar
fari að búa sig undir að stuðla
að því, að orð hans rætist fyrir
hennar atbeina og að hennar
frumkvæði
Eg skal svo láta máli mínu
Framhald á 7. iiðu.
Spjall um þakkar-
skort og þjónustu
Einhvers staðar stendur ritað, að laun heimsins séu
vanþakklæti. Eg trúi því gjarnan, sem eg les.
Hví bera þeir svörtu í Suður-Afríku ekki meira þakk-
læti í brjósti til hinna hvítu, kristnu manna, sem færðu
þeim menninguna og greiða þeim meira að segja eitt-
hvert kaup fyrir vinnu?
Svei hinni mannlegu tortryggni.
— Hvers vegna þykir okkur Islendingum ekki ennþá
vænna um ríkisstjórnina í Reykjavík en raun ber vitni?
Það er þó hún, sem gefur okkur bæði söluskatt og ýmis
önnur fríðindi. Hún hækkaði jafnvel vextina fyrir okkur.
Hún greiðir niður neyzluvörurnar af kaupi sínu. Það á að
þakka það, sem gert er, en ekki vanþakka.
— Af hverju kunnum við lítt að meta Bretana og það,
sem þeir hafa fyrir okkur gert?
Þeir dvöldu hér þó okkar vegna um skeið fyrir tveim
áratugum. Þeir hafa líka leyft okkur að vera með sér í
bandajagi, sem afmæli étti um daginn og Emil ræddi um
í útvarpi af mikilli samúð og þakklæti. Þorskurinn er
bara fiskur í sjónum. — Hvað veldur, að sumir hnjóða í
Emil, Atlantshafsbandalag, Breta og Bandaríkjamenn?
Vanþakklæti.
Er ekki herinn hér á vegum bandalagsins til að verja
okkur? Hverjir hafa drepið fyrir okkur fleiri háhyrninga?
Eigum við að láta Emil einan um þakkirnar?
Af hverju beinast ekki fleiri þakklátir hugir í vestur,
þegar okkur eru gefnir fimmtán hestburðir af heyi og
fimm af mat?
„Góðar eru gjafir þínar,“ sagði Gunnar á Hlíðarenda. |
„Thank you very much, old boy,“ segir Gunnar. \
Hvers vegna segjum við það ekki allir?
— Nei; við kunnum ekki gott að meta fremur en
Adam og Eva, sem létu höggorminn plata sig.
Við erum ekki eins þakklátir sem skyldi fyrir okkar
höggormslausa þjóðfélagsgarð, þar sem boðnir ávextir og
því nær söluskattslausir hanga á hverju tré. Hví eru
þegnarnir ekki þakklátir, þegar góðu er að þeim vikið?
Hvers vegna vanþakka sumir tillitsemi rikisfyrirtækja?
Er nokkur þörf á því að tala 700 sinnum í síma á árs-
fjórðungi? Mér finnst nóg að tala 600 sinnum fyrir tals-
vert meira gjald. — Og það er rétt mátulegt, þó að sam-
band sé rofið fyrirvaralaust. Menn verða bara að muna
að borga nógu snemma. Það er vel hægt að hlaupa eftir
slökkviliði eða lækni, ef nauðsynlegt kynni að reynast.
Já, til eru óánægðir menn, sem ekkert kunna rétt að
meta. Þeir skammast jafnvel við Afengisverzlunina út af
einhverjum bökunardropum, og við Tóbakseinkasöluna
út af krukkum.
Annars eru auglýsingar um verð á tómum neftóbaks-
krukkum eitt skemmtilegasta útvarpsefnið ásamt fréttun-
um um það, hvað Sinfóníuhljómsveitin muni leika næst,
hvaða útlendingur stjórni, og svo hvað hún hafi spilað
síðast, og hvaða verk hún flytji, sem ekki hafi heyrzt áður
hérlendis — nema ef væri á Hegranesþingi í byrjun 14.
aldar.
Óþarfi er að vanþakka slíkt.
„Vítis ertu verð, en eigi kaups, in illa kerling," sagði
Kormákur við þá fjölkunnugu, er hann greiddi henni hálfa
mörk silfurs í afnotagjald fyrir skipið, sem sökk.
En hann var bannsettur dóni.
— Nei, hvers vegna skyldum við ekki heldur vera
þakklátir fyrir þjónustu hins opinbera?
Á þeim vettvangi vita menn reyndar, að til eru ýmis
orð, t. d. nafnorðið þjónusta og sögnin að þjónusta. En
ríkisstjórninni er hlýtt til landsbyggðar, lýðræðis og kaup-
félaga, og hún reynir sjálfsagt að bera gæfu til þess að
veita þeim og þegnum sínum þá þjónustu, sem vert væri,
Örn Snorrason. j