Dagur - 11.05.1960, Side 4
4
5
STÓR SIGUR UNNINN
Á RÁÐSTEFNUNNI í Genf urðu þáttaskil í
landhelgisdeilu fslendinga og Brcta, þótt engin
tillaga næði tilskildu fylgi. Á ráðstefnunni í
Genf 1958 hefðu Bretar getað fengið 12 mílna
fiskveiðitakmörk með undanþágu fyrir sjálfa
sig, byggða á „sögulegum rétti“. Þeir höfnuðu
þessu þá. Nú börðust -þeir hins vegar fyrir sams
konar tillögu, samanber sameiginlega tillögu
Kanada og Bandaríkjanna um 6 plús 6 mílur og
söguleg fiskveiðiréttindi. En þessari margumtöl-
uðu tillögu var hafnað og einnig þeirri aftanítil-
lögu íslendinga, að gerðardómur f jallaði um
sögulega réttinn og ákvarðaði um undanþágur
frá honum.
Genfarráðstefnan breytti þó gangi mála, sem
sérstaklega snerta okkar hagsmunamál. Með
henni urðu þáttaskil í hinum alkunnu ránveið-
um Breta í Iandhelgi fslands. Samkvæmt til-
kynningu frá Landhelgisgæzlunni 5. maí sl.
sendu brezku herskipin H M S Delight og Palli-
ser, sem bæði eru hér við land, út fyrirmæli til
brezkra togaraskipstjóra á fslandsmiðum og var
hún á þessa leið:
„Við höfum móttekið eftirfarandi skipun frá
flotamálaráðuneytinu: „Gerið svo vel og til-
kynnið öllum brezkum togurum, að enda þótt
íslenzka ríkisstjórnin hafi samþykkt að láta nið-
ur falla fyrri ákærur, þá verða þeir þó að halda
áfram að hlýða skipunum yðar í einu og öllu. Þó
mega togararnir fara hin fyrir 12 mílur, ef þeir
eru með búlkuð veiðarfæri, og þeir mega einnig
leita skjóls í íslenzkum höfnum eða fara þangað
með veika menn.“
Eg vil aðvara yður alla um það, að mér hefur
verið skipað að skýra frá öllum brotum yðar á
fyrirmælum þeim, sem eigendur skipanna hafa
gefið. Það er mjög mikilvægt, að þér hjálpið oss
til að forðast árekstra eins og nú standa sakir.“
Með þessu er stór sigur unninn í hinni hörðu
landhelgisdeilu.
VARAÞINGMENNIRNIR
ÞÓ AÐ EKKI sé langt um liðið frá því, að
kjördæmabreytingin kom til framkvæmda, eru
þó flestir ókostir hennar, svo sem Framsóknar-
menn spáðu fyrir um, komnir fram. Einn af þcim
er sá ruglingur, sem er á því hverjir sitja á Al-
þingi. Munu nú allt að 20 varaþingmenn hafa
íekið sæti á því Alþingi, sem nú situr. Varaþing-
menn eru að sjálfsögðu hafðir til þess, að þeir
taki sæti kjörinna þingmanna í forföllum þcirra.
En auðsætt er, að ekki eru alltaf um lögleg for-
föll að ræða, þegar þingmenn hverfa af þingi og
láta varamenn taka sæti sitt. Er það mcðal ann-
ars vitað mál, að um þessi skipti liefur í mörgum
tilfellum verið samið fyrirfram, áður en kosn-
ingarnar fóru fram. Má það öllum auðsætt vera,
að slíkir fyrifram samningar eru alger brot
gagnvart kjósendum og bein svik við þá. Kjós-
endurnir hafa kosið þingmenn sína með það fyr-
ir augum, að þeir sætu á Alþingi að forfalla-
lausu. Blaðið hefur nýlega talað við aldraðan
mann, sem segist jafnan hafa vitað síðan 1901
hverjir voru þingmenn, en nú hafi hann ekki
hugmynd um, hverjir sitja á þingi, svo margir
nýir menn séu þangað konmir sem varamenn
um lengri eða skemmri tíma.
Þetta þarf áreiðanlega lagfæringar við og þarf
enga stjómarskrárbreytingu til þess, heldur að-
eins breytingu á þingsköpum. Lögleg forföll al-
þingismanna ættu einungis að vera: í fyrsta lagi
andlát hans, í öðru lagi veikindi og í þriðja lagi
utanfarir í opinberum erindum, en ekki cinkaer-
indum. Önnur forföll ætti ekki að taka til greina.
Þó menn þykist þurfa heim til sín vegna anna,
er ekki hægt að sjá, að það séu lögleg forföll.
Menn, sem ekki geta setið á þingi vegna ann-
ríkis, eiga alls ekki að bjóða sig fram til þings.
Hér verður látið staðar numið að sinni, en vera
Ttiá, að blaðð víki síðar að þeim göllum, sem á
kosningum og þingskipan nú eru.
Vitað var, að Bretar voru orðnir langþreyttir
á deilunni. Herskipaverndin var nokkuð dýr, en
álitshnekkirnir voru þó þyngri á metunum og
langsamlega þyngsta áfall þeirra í þessu máli.
Frá 1. sept. 1958 hefur landgrunnið innan 12
mílna markanna notið um 90% friðunar, miðað
við það, sem áður var, og hefur því borið nær
fullan árangur. Nú virðist fullum sigri náð, þótt
engin alþjóðalög séu enn til um hinn svokallaða
„rétt á hafinu“. Bretar hafa látið undan síga og
virða í verki útfærslu fiskveiðtakmarkanna eins
og er.
I GRÍMSEY ER GAMAN AÐ KOMA
Mokafíi uppi í landsteinum, fuglamergð í björg-
um og búpeningur gengur nær sjálfala
Fyrir helgina skrapp eg til
Grímseyjar með Tryggva
Helgasyni flugmanni, en sem
kunnugt erí heldur Drangur og
sjúkraflugvél Norðlendinga
uppi samgöngum við eyna. Til
Grímseyjar er álíka langt frá
Akureyri og til Vestmannaeyja
frá Reykjavik, eða hálfrar
stundar flug.
Einn í landhelgi.
Margir bátar voru að veiðum
umhverfis eyna og nokkrir tog-
arar í sjónmáli lengra norður
— fyrir utan 12 mílna mörkin
— og þó. Einn var þar svo sem
3 mílur aðeins norður af
Grímsey og Tryggvi flaug yfir
hann. Hann var útlendur með
einkennisstafina O 299, að okk-
ur sýndist, en með búlkuð veið-
arfæri og á leið út úr landhelg-
inni.
Fuglamergð í björgunum.
Svo stefndum við þá til eyj-
arinnar og inn yfir standbergin
háu, sem eru þéttsetin fugli á
þessum tíma, og hvílíkt fjaðra-
fok Úr ofurlítilli fjarlægð
minnti fuglagerið á mývarg,
svo þéttur var fuglinn, þar sem
hann sveimaði við bjargbrún-
ina. Og bráðum er varptími og
þá eru björgin mikil nægtar-
búr. Varpið eykst með ári
hverju. En nú er súlan horfin'
og haftirðillinn líka.
Smalamennska á flugvél.
Ekki hafði mér flogið í hug,
að flugvélar yrðu notaðar til
fjárgæzlu úti í Grímsey.Það fór
þó svo, að reka varð féð af
flugbrautinni áður en hægt var
að lenda, og af því að eyjar-
skeggjar gerðu það ekki, urð-
um við að „stugga úr túninu“,
flugum þá mjög lágt yfir og
færðu æmar sig þá út af flug-
brautinni.
Þrisvar sinnum póstur
þennan dag.
Um leið og við settumst á
völlinn, lagði Drangur frá
bryggju. Auðvitað kom hann
með póst, það gerðum við líka,
og stundu síðar kom gæzluflug-
vélin Rán og kastaði niður póst
pakka í fallhlíf. Einhvers stað-
ar eru nú póstferðirnar strjálli,
hugsaði eg.
Áður en farið.var að litast
um snæddum við ágætan há-
degisverð hjá Steinunni Sigur-
bjamardóttur útibússtjóra, sem
er fréttaritari Dags þar ytra og
manni hennar, Guðmundi Jóns-
syni.
Mokafli í 3 vikur.
Niðri við höfnina hitti eg þá
bræður Valdimar og Sæmund
Traustasyni. Þeir voru að lag-
Jakob Jakobsson er að koma Iifrarbræðslunni af stað. Hann er
framar á myndinni. — (Ljósmynd: E. D.).
Ávarp til safnaðar Ak.kirkju
Eins og kunnugt er hafa for-
ráðamenn Akureyrarsafnaðar
ákveðið, að kirkjan eignist
vandað og fullkomið pípuorgel.
Vonir standa til, að það verði
komið fyrir 17. nóv. n.k. Þá
verður Akureyrarkirkja 20 ára,
en eftir 3 ár verður öld liðin
síðan kirkja var reist í bænum.
Að dómi færustu sérfræð-
inga hefur Akureyrarkirkja hin
beztu skilyrði til hljómlistar-
flutnings og hefur gerð og
stærð orgelsins verið áformað í
samræmi við það.
Nú er hafin smíði orgelsins í
Þýzkalandi og miðar verkinu
vel áfram. Ollum má Ijóst vera,
að söfnuðurinn þarf að standa
saman um þetta velferðarmál
kirkjunnar. Þó að nokkuð hafi
safnazt til að greiða orgelið,
vantar enn mikið á, að nægilegt
fé sé fyrir hendi til þess að
greiða það að fullu. í
Þess vegna viljum við hvetja
Akureyrarsöfnuð til þess að Ijá
málinu lið. Ef allir leggja fram
sinn skerf, verður orgelið auð-
veldlega greitt á tilsettum tíma.
Tímamótin vekja oss til um-
hugsunar, hvers virði kii’kjan
sé og hennar starf. Hljómlistin
er veigamikið atriði í hverri
kirkjulegri athöfn. Ekki verður
of miklu varið til að skapa þá
tóna, sem dýpstum áhrifum
valda í sál þess safnaðar, sem
hrifinn er til söngs og lofgerðar
fyrir augliti skaparans.
Kirkja vor hefur oft verið
nefnd Matthíasarkirkja. — Hér
var þjóðskáldið séra Matthías
Jochumsson prestur í 14 ár. —
Á 20 ára afmæli kirkjunnar
verða liðin rétt 125 ár frá fæð-
indardegi hans. Varla væri
hægt að hugsa sér fegurri minn
isvarða í kirkju vorri um hið
fræga þjóðskáld en að þangað
komi hið væntanlega pípuorgel
til að leiða söfnuðinn í söng á
sálmum hans.
Tökum höndum saman, Ak
ureyringar. Kirkjan hefur áður
notið fórna safnaðarins og þess
vegna rís hún, fögur og mild á
hæðinni. þar sem hinn eilífi
fagnaðarboðskapur er fluttur.
Vér treystum því að sá fórnar
hugur ríki áfram. — Það, sem
gert er fyrir kirkjuna, er unnið
í þágu guðsríkis. Þar eru einnig
tónarnir, sem tala.
Pétur Sigurgeirsson.
Kristján Róbertsson.
Páll Sigurgeirsson.
Jón Júl. Þorsteinsson.
Jakob Tryggvason.
Árni Bjömsson.
Kristinn Þorsteinsson.
Sesselja Eldjárn.
Sigríður L. Árnadóttir.
S. G. Guðmundsdóttir.
Áskell Snorrason.
Áskell Jónsson.
Básar í Grímsey, nyrzti bær á islandi. Þar á að byggja upp nýjan bæ í vor. — (Ljósmynd: E. D.).
færa vél í bát, máttu ekki vera
að því að skreppa í land og fá
sér nýja, sögðu þeir. En aðra
trillu eiga þeir á floti, Björn
Þór II, og er hún tveggja tonna.
Annar rær, hinn gerir að aflan-
um. Þeir hafa fengið 50 skip-
pund af þorski, rnest á síðustu
3 vikum, auk þess 16 tunnur af
gráhleppuhrognum. Aflayerðm.
yfir 100 þús. kr., og enn ekki
miður maí.
Aldrei komizt í annað eins.
Valdimar sagðist aldrei hafa
komst í annan eins fisk. Ekkert
nema að henda færinu út og
draga svo fisk á hverjum krók
og tvíhlaða dag eftir dag. Fisk-
urinn er allur saltaður, og það
mun erfitt að benda á betra
hráefni en færafiskinn við
Grímsey, sem veiðist svo að
segja upp í landsteinum, og það
mun erfitt að benda á meiri
tekjur manna annars staðar,
eins og nú hefur verið um
skeið
Átta þúsund á dag.
Hvað hafa sjómenn haft
mestar tekjur núna í þessari
aflahrotu? verður manni á að
spyrja. Ja, það eru engar ýkj-
ur, að einn maður, með dreng-
hnokka með sér, hafi aflað fyr-
ir 8 þús. yfir daginn, er svarið,
og hér mun hafa verið átt við
Ola Bjarnason. Ekki þurfa þeir
í Grímsey að Öfunda aðra af
tekjum sínum þessar síðustu
vikur.
Skemmtiferðir til Grímseyjar.
Drangur mun fara nokkrar
ferðir með skemmtiferðafólk til
Grímseyjar í vor og Tryggvi
Helgason mun fljúga þangað út
öðru hvoru. En hvenær þyi’past
menn þangað til þess að taka
sér þar bólfestu? Það er spurn-
ing, sem ungir sjómenn og
fleiri gætu velt fyrir sér, er
þeir velja sér framtíðarheimili
og starfsvettvang. Þá má hafa í
huga, að sauðfé ’ gengur nær
sjálfala í eyjunni, fuglinn gefur
mikil hlunnindi auk hinna
ágætu og stórbatnandi fiski-
miða og óvenjugóðrar legu til
sildarsöltunar.
Og Grímseyingar, sem eru
aðeins milli 60 og 70 talsins nú,
ætla að hefja byggingu félags-
heimilis, skóla og bókasafns nú
í sumar. í sumar verður líka
steypt 10x10 m. ker, sem sett
verður við hafnargarðinn næsta
vor. Þá batnar aðstaðan enn frá
því sem nú er.
Alþingi hefur ákveðið 450
þús. kr. fjárveitingu til hafnar-
jnnar. Uppmokstursskip fer að
vinna þarna einhvern naéstu
daga.
TriIIur og togarar.
Eg spurði um útgerðarkostn-
aðinn. Jú, hann var nú svo sem
nógu mikill. Eitt og hálft fat af
benzíni frá áramótum á trillu,
sem var búin að skila 50 skip-
pundum af fiski og 16 tonnum
af grásleppuhrognum. Enginn
beitukostnaður, engin net og
engin lina og ekkert milljóna-
skip og ekkert hraðfrystihús til
að þrefa við um verðið. Hættir
mönnum ekki um of til að líta
yfir — eða fram hjá smábátaút-
gerðinni?
Fjöldi aðkomubáta.
Fjöldi aðkomubáta stundar
handfæraveiðar við Grímsey
og kemur höfnin þannig í góðar
þarfir fyrir fleiri en Grímsey-
inga eina. Og útibú KEA, snot-
ur og mjög vel umgengin verzl-
un, er opið allan sólarhringinn
og kemur það bátunum sérlega
vel.
Steíni snúið.
Með í þessari fcr voru raf-
virkjar frá Raflagnadeild KEA.
Þeir voru að koma rafmagni í
lifrarbræðsluna, svo að hægt
væri að nýta það hráefni líka.
Þeir voru óþarflegá fljótir,
fannst mér. — Svo var þá stefni
snúið til lands og setzt á Ak-
ureyrarflugvöll eftir hálfrar
klukkustundar flug í glamp-
andi sól. Tvær ályktanir eru
mér efst í huga eftir þessa
heimsókn til nyrztu hyggðar á
íslandi: Þar er gaman að koma,
• og þarna mun gott að vera. E.D.
iiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiii(iii*iiiitiiiiiiiiiiiiiiiaiiii>*^
Guð gefi ríkum örlátt lijarta
Nokkur orð um pípuorgel, sóknarnefnd o. fl.
Valdimar og Sæmundur Traustasynir að gera við gamla vél í
Irillu. Hjá þeim stendur einn af yngri kynslóðinni. (Ljósm.: E. D.).
Þótt kirkjusókn íslendinga sé
hin aumasta, svo að jafnvel í
stærstu kaupstöðum landsins
sæki ekki nema 20—30 manns
guðsþjónustur að jafnaði, hafa
verið flutt inn 18 dýr og vönduð
pípuorgel í kirkjur landsins fyrir
atbeina dugandi forystu safnað-
anna. Hin miklu velgengnisár
hafa gert mönnum kleift að
eignast marga þá hluti, sem
keyptir verða fyrir peninga.
Hér á Akureyri var reist veg-
leg kirkja á fögrum stað fyrir 20
árum, og eru Akureyringar stolt-
ir af henni, þótt þeir komi þang-
að sjaldan. Fyrir nokkrum árum
var farið að vinna að því að
kaupa pípuorgel til kirkjunnar.
Sóknarnefnd og síðan sérstök
orgelnefnd kirkjunnar hafa unn-
ið að málinu. Samskota var leit-
að, en með raunalega litlum ár-
angri. Jafnvel kjarnorkukonan
Sesselja Eldjárn mætti ekki
þeirri fórnfýsi, sem prestar og
aðrir góðir forsjármenn töldu
vísa hjá því fólki, sem byggði
Akureyrarkirkju af stórhug.
Þó safnaðist nokkurt fé, lík-
lega um 130 þúsund krónur. —
Með létta pyngju, en bjartsýni,
var beðið um nauðsynleg leyfi
til kaupa á pípuorgeli erlendis.
En yfirvöldin brugðu ekki fegin-
samlega við óskum kristinna
manna á Akureyri og höfðu þær
að engu. Á sama tíma fengu þó
aðrar kirkjur pípuorgel, en for-
ráðamenn þeirra hafa eflaust
ekki haft eins mikla trú á því, að
hið góða málefni leystist af
sjálfu sér hjá yfirvöldum lands-
ins og hafa fylgt málum sínum
fastar eftir en hér var gert. —
Víst er það, að við fengum ekki
hið þráða hljóðfæri og jafnvíst
er hitt, að hver króna, sem safn-
aðist, hafði minnkað til stórra
muna í höndunum á fjáröflunar-
nefnd, eins og aðrar íslenzkar
krónur. Söfnunin, sem var um
130 þúsund krónur, var þriðj-
ungur af verði orgelsins, sem
kaupa átti. Nú kostar það pípu-
orgel, sem ákveðið er að kaupa,
sennilega um eina milljón og
söfnunarsjóðurinn er ekki lengur
verulegur hluti þeirrar upphæð-
ar.
Hér hafa mönnum orðið mis-
lagðar hendur og þeir ekki fylgt
málinu eftir í upphafi, eins og
aðrir gerðu fyrir sínar kirkjur.
Hin nýja gengisfelling skall yfir
áður en sóknarnefndin haíði
komið kaupunum fram. En nú
eru leyfi fyrir hendi og Jakob
Tryggvason organisti hefur farið
til Þýzkalands, þar sem hið nýja
orgel er í smíðum, og sagt fyrir
um gerð þess, og að því leyti
mun vel vera séð fyrir því, að
orgelið verði við hæfi kirkjunn-
ar. En nú vantar peninga. Leitað
verður til bæjarbúa um framlög
og úr þessu verður ekki snúið
við.
Sú skoðun hefur skotið upp
kollinum, að vegna þess að Vil-
hjálmur Þór og frú hans gáfu
Akureyrarkirkju það orgel, sem
nú er í kirkjunni, og er gott
hljóðfæri, hafi dregizt lengur að
ganga röggsamlega fram í pípu-
orgelskaupunum. Þetta er rangt.
Fyrir liggur margra ára gömulyf-
irlýsing gefenda, þar sem skýrt
er tekið fram, að það sé síður en
svc í þeirra óþökk að kirkjan fái
fullkomnara orgel. Hitt er svo
annað mál, að ýmsum finnst ein-
mitt þetta orgel mjög sómasam-
legt fyrir kirkjuna í næstu fram-
tíð. Þá hefur það einnig komið
fram, að Vilhjálmur Þór hafi,
um leið og hann gaf yfirlýsingu
sína um orgelið, látið þau orð
falla, að Akureyringar skyldu þá
kaupa sér mjög vandað hljóð-
færi, ef þeir á annað borð skiptu
um. Það er þess vegna, segja
menn, Vilhjálmi Þór að kenna,
að ekki er komið nýtt pípuorgel
í kirkjuna á gamla góða verðinu
og það er líka honum að kenna,
að nú á að kaupa dýrt orgel,
upp á eina milljón eða svo. —
Þannig þakka sumir Akureyring-
ar góðar gjafir.
Bezt er að viðurkenna mistök
þau, að orgelið var ekki keypt í
tæka tíð, fyrir síðustu verðhækk-
anir, eins og aðrir gerðu, og bezt
er líka að viðurkenna umbúða-
laust það „snobb“, að það er
gert að metnaðarmáli að kaupa
nú dýrasta og tónaflesta pípu-
crgel, sem nokkru sinni hefur
verið flutt til íslands. — Því
„snobbi“ er svo bætt við, að
bráðum séu liðin 125 ár frá
fæðingu Matthíasar og bráðum
líka 100 ár frá því að byggð var
kirkja á Akureyri, þess vegna
séu kaupin eðlileg.
En forsjármenn kirkjumála á
Akureyri þurfa ekki og eiga
hreint ekki að finna afsakanir
fyrir orgelkaupunum, ef það er
Framhald d 7. siðu.
I Islenzkt skéld hlýtur (
viðurkenníngu
Tveir brezkir prófessorar fara miklum viðurkenning-
arorðum um þýðingar Þórodds Guðmundssonar á Ijóð-
um eftir William Blake.
Báðir eru þessir menn hálærðir bókmenntafræðingar
og kunna íslenzku. Annar þeirra, dr. Turville-Petre,
prófessor í Oxford, hefur dvalizt hér á landi langtímum
saman og lagt mikla stund á íslenzkar bókmenntir, auk
brezkra; hinn, dr. Gwýn Jones, prófessor í Aberystwyth,
Wales, er listfengt smásagnaskáld og mikill ljóðavinur.
Einnig hefur hann lagt stund á þýðingar, m. a. þýtt Egils
sögu á ensku. Samkvæmt góðfúsu leyfi beggja aðila eru
hér bréfleg ummæli prófessoranna.
Aberystwyth, Wales, 1. marz 1960.
Kæri Þóroddur Guðmundsson.
Eg veit ekki, hvernig eg á að þakka yður að verðleik-
um þá vinsemd að senda mér yðar fögru bók. Eg hef
ávallt elskað þessi ljóð Blakes svo mjög, að eg hef aldrei
þorað að fara yfir þau með stúdentum mínum, en þau eru
hluti af námsefni þeirra í enskum bókmenntum. Eg hef
alltaf óttast, að eg færi að gráta frammi fyrir þeim, ef eg
gerði það.
Svo bar við kvöldið áður en bók yðar barst mér, að eg
sat einn og var að lesa Söngva sakleysisins. Þá kom kona
mín inn í stofuna, og von bráðar spurði hún: „Er nokkuð
að þér?“ „Nei, það er ekkert að mér á neinn hátt. Eg er
lesa Söngva sakleysisins, og það er sem eitthvað óviðjafn-
anlega dýrmætt hafi lokizt upp fyrir mér.“ Seinna um
kvöldið sagði eg við konuna mína: „Finnst þér undarlegt,
að fimmtíu og tveggja ára maður verði svo hrærður við
Söngva sakleysisins, að hann tárfelli?“ Hún svaraði: „Mér
þætti mikla undarlegra, ef fimmtíu og tveggja ára maður
yrði ekki hrærður við lestur þéirra“ — og bætti við, að
sér fyndist miklu eðlilegra, að menn hrærðust af því líku,
þegar æskan og fyrri manndómsárin væru að baki.
Eg segi yður þetta aðeins, Þóroddur, svo að þér skiljið,
að bók yðar var mér mjög kærkomin, og á hún sér vísan
góðan stað á heimili mínu.
Eg byrjaði að lesa þýðingarnar yðar daginn, sem þær
komu, en hef beðið nærri hálfan mánuð með að skrifa
yður, þar sem eg vildi, að kvæðin dveldust nokkuð í huga
mínum, áður en eg skrifaði. Og nú vil eg segja, hve mjög
eg dáðist að þýðingum yðar og hvílíkt yndi þær hafa veitt
mér. Kvæðaþýðingar eru mjög örðugt verk (svo miklu
örðugra en þýðingar óbundins máls), og þýðingar á ljóð-
rænum kvæðum eru örðugastar af öllu — og meðal ljóð-
rænna kvæða er svo ljúfur og hreinn skáldskapur sem
Blakes þýðandanum er torveldari en nokkuð annað. I
fullri hreinskilni sagt, hygg eg, að íslenzkir fái merkilega
góða hugmynd um Blake af þýðingum yðar. Þér hafið
fylgt hrynjandi Blakes með áhrifamiklum hagleik. Eg
gerði tilraun að lesa „Dals úr hlíðum hörpu frá,‘, „Tígris-
dýrið“ og „Sjúku rósina" nokkrum nemendum mínum í
vikunni sem leið (auðvitað kunna þeir ekki stakt orð í ís-
lenzku), og mér þótti gaman að finna, að þeir vissu, hvar
þeir voru staddir og hvað eg var að lesa, einungis við þá
samstillingu hljóms og hrynjandi, sem þér hafið náð.
Helzta aðfinnslan var í fyrstu línu „Tígrisdýrsins", þar
sem þeir söknuðu endurtekningarinnar: „Tyger, Tyger,
burning bright. . ..“ Eg nefni þetta aðeins, til þess að þér
skiljið, að áheyrendurnir kunna jafnt að finna að sem
lofa.
Með öllum beztu óskum, yðar einlægur Gwyn Jones.
Oxfcrd, 28, febrúar 1960.
Kæri herra Þóroddur Guðmundsson.
Eg skrifa til að þakka yður fyrir yðar yndislegu þýð-
ingar á Blake, skáldi, sem eg hef alveg sérstakar mætur
á. Að mínum dómi hafa þýðingar yðar heppnazt fullkom-
lega. Eg er í sannleika undrandi yfir, að íslenzk tunga
skyldi reynast svo vel hæf, og án sýnilegra örðugleika,
til að túlka ljóð af þessari tegund. Eg man, að Guðmund-
ur Finnbogason var vanur að segja, að íslenzkan ætti orð
yfir allt, svo framarlega sem þýðandinn glímdi nógu lengi
við það. ...
I öðru bréfi segir svo:
.... Einhverjum kjmni að virðast ofdirfskufullt af
mér að láta í ljós mína skoðun, þar sem eg er ekki inn-
fæddur Islendingur. Þrátt fyrir það tel eg mig hafa lesið
nægilega mikið af íslenzkum Ijóðum til þess að hafa nokk-
urn smekk. Eg er vissulega ánægður með þýðingar yðar
á Blake.
Eg hefði ef til vill átt að taka það fram, þegar eg skrif-
aði yður síðast, að auk efnisins, þótti mér allur frágangur
bókarinnar með ágætum.
Með beztu óskum, yðar einlægur, G. Turville-Petre.