Dagur - 18.05.1960, Blaðsíða 7
7
Svelta ísl. stúdentar í Skotlandi?
Herra menntaniálaráðherra,
Gylíi Þ. Gíslason,
Reykjavík.
Með bréfi þessu viljum vér
staðfesta símskeyti, sem yður
hefur þegar verið sent, skv.
samþykkt félagsfundar 30. april
sl., þar sem vakin er athygli
yðar á vanrækslu hlutaðeigandi
yfirvalda heima, um að senda
íslenzkum námsmönnum hér
námslán og styrki, sem þegar
hefur verið úthlutað.
Sú venja hefur verið viðtek-
in á undanförnum árum, að
stúdentar- fái þessa upphæð í
hendur um mánaðamótin marz
—apríl, enda jafngildi hún
venjulegri námsyfirfærslu fyr-
ir einn ársfjórðung. Að þessu
sinni heíur þó afhending lána
og styrkja gersamlega brugðizt,
og hafa stúdentar hér ekki
fengið yfirfærðan gjaldeyri á
fimmta mánuð, þótt seinasta
yfirfærsla hafi aðeins verið
veitt til þriggja mánaða (jan.,
febrúar, marz). Þarflaust ætti
að vera að benda á, að stúdent-
ar geta ekki af eigin rammleik
borið allan kostnað af námi
sínu, sízt eftir þær firn miklu
hækkanir á erlendum gjald-
eyri, er sigldu í kjölfar efna-
hagsráðstafana ríkisstj órnarinn-
ar á sl. vetri. Þeim er því brýn
nauðsyn á, að afhending
styrkja menntijmálaráðs drag-
ist ekki úr hömlu.
Sá dráttur, sem þegar er á
orðinn, hefur valdið því, að
stúdentar bafa ekki getað stað-
ið við skuldbindingar sínar um
greiðslu húsnæðis og önnur
óhjákvæmileg útgjöld, og jafn-
vel verið án matar dögum
saman.
Vér lítum svo á, að fram-
koma sem þessi af hálfu opin-
berra aðila sé með öllu óafsak-
anleg og getum ekki látið hjá
líða að mótmæla henni opin-
berlega.
Afrit af bréfi þessu verður
sent dagblöðum í Reykjavík og
Degi á Akureyri til birtingar.
F. h. Félags íslenzkra stúdenta
í Skotlandi.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður.
! BORGARBÍÓ
E Sími 1500 i
| Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 i
i Mynd vikunnar: §
I CASINO DE PARIS I
E Bráðskemmtileg, fjörug og i
i mjög falleg, ný, þözk-frönsk- i
i ítölsk dans- og söngvamynd i
i í litum. i
i — Danskur texti. — E
| Aðalhlutverkið leikur og i
i syngur vinsælasta dægur-1
i lagasöngkona Evrópu: i
! CATERINA VALENTA !
i ásamt ítalska kvennagullinu i
| VITTORÍO DE SICA !
i og franska dægurlaga- |
i söngvaranum i
í GILBERT BÉCAUD. í
i Þessi mynd var páskamynd i
i Austurbæjarbíóis og sýnd i
i við mikla aðsókn.
ÚIIMIIMMIMMMIMMMMMMMI..
SUMARSKÓR
karlmanna,
nýkomnir.
*
HVANNBERGSBRÆÐUR
Sumarhattarnir
komnir.
Fjölbreytt úrval.
VERZLUNIN LONDON
Sími 1359
SUMARKÁPUR
og DRAGTIR
Ný sending.
----o---
Sumarkjólaefni
Sumarkjólar
Blússur
MARKAÐURINN
Sími 1261
ÓDÝRAR SLÆÐUR
SÓLOLÍA
SÓLSPRAY
VERZLUMIN SKEMMAN
Sími 150-4
YINNUFATNAÐUR
SJÓKLÆÐI
á gamla verðinu.
VÖRUHÚSIÐ H.F.
I. O. O. F. — 142520814 —
Hjálpræðisherinn. Kveðju-
samkoma fyrir kaptein Dyveke
Lahti verður í kvöld, miðviku-
daginn 18. maí, kl. 8.30. Veit-
ingar. Kapteinn Dybvik stjórn-
ar. Allir velkomnir.
Fermingarmessa á Möðruvöll-
um í Hörgárdal sunudaginn 22.
maí og að Bægisá á uppstign-
ingardag, 26. maí, kl. 2 e. h.
Fermingarbörn á Möðruvöll-
um í Hörgárdal sunnudaginn
22. maí:
Margrét R. Guðmundsdóttir,
Hj alteyrarskóla.
Steinunn Guðmundsdóttir, Ytri-
Reistará.
Arinbjör n B. Arnbjörnsson,
Gásum.
Guðmundur B. Agnarsson,
Hjalteyri.
Guðmundur Ingólfsson, Forn-
haga.
Þorvaldur Grétar Hermanns-
son, Syðra-Kambhóli.
Fermingarbörn að Bægisá á
uppstigningardag, 26. maí:
Guðrún Ágústa Halldórsdóttir,
Steinsstöðum.
Þóra Sverrisdóttir, Skógum.
Garðar Pálmason, Efstalandi.
Guðmundur Búason, Myrkár-
bakka.
Hreinn Hrafnsson, Myrká.
Karlakórinn Geysir heldur
samsöng n.k. fimmtudag og
föstudag kl. 9 e. h. í Nýja-Bíó.
I. O. G. T. — Stúkan ísafold-
Fjallkonan nr. 1 heldur fund
19. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Lands-
bankasalnum. — Fundarefni:
Vígsla nýliða. Rætt um sumar-
starfið. Hagnefndaratriði. Upp-
lestur. Dans. Mætið vel og
stundvíslega. Æðstitemplar.
Bifreiðaskoðunin. Bifreiða-
eigendur eru minntir á að mæta
með bifreiðir sínar til skoðun-
ar á réttum tíma. Skoðun lýkur
26. maí, samkv. auglýsingu
bæjarfógetans.
NÝKOMIÐ!
Poplinkápur, hálfsíðar
--------o---
Hvítt Baby-ullargarn
---o----
Ódýrar slæður.
---o----
Nylon- og perlonsokkar
með gamla verðinu.
KLÆÐAVERZLUN
SIGURÐAR
GUÐMUNDSSONAR H.F.
PIJÓLKOPPUR
af Standard-bifreið tapað-
ist á leiðinni Dalvík—Ak-
ureyri. Vinsamlegast skil-
ist á afgreiðslu blaðsins
eða tilkynnist í síma 1365
Akureyri.
Afgreiðslustúlka
(helzt með gagnfr.prófi)
óskast sem fyrst.
Pálf Sigurgeirsson.
Hjúskapur. Síðastliðinn laug-
ardag voru gefin saman í hjóna-
band í Lögmannshlíðarkirkju
ungfrú Sigríður Guðrún Torfa-
dóttir og Sævar Sigtýsson raf-
virkjanemi. Heimili þeirra er á
Dalvík. — Sama dag voru gef-
in saman í Akureyrarkirkju
ungfrú Anna Lilly Daníelsdótt-
ir og Kristján Árnason prent-
nemi. Heimili þeirra er að
Norðurgötu 39, Akureyri.
Drengir, athugið í íþrótta-
þættinum drengjanámskeið 23.
—29. maí. — FRA.
Sundnámskeið
barna eru að
hefjast. Hringið
í síma 2260.
Barnaverndarfél. Akureyrar
heldur aðalfund sinn sunnudag-
inn 22. maí kl. 4 e. h. Venjuleg
aðalfundarstörf. — F undurinn
verður haldinn í leikskóla fé-
lagsins, Iðavelli, Oddeyri. —
Skorað er á sem flesta félags-
menn að mæta. Stjórnin.
Minningarspjöld Krabba-
meinsfélagsins fást á pósthús-
inu.
Akureyringar! Munið muna-
og kaffisölu Sjálfsbjargar í Al-
þýðuhúsinu á sunnudaginn kl.
2 e. h.
Gjöf í orgelsjóðinn. Menning-
arsjóður KEA heíur í dag af-
hent 5 þús. kr. gjöf í orgel-
sjóð Akureyrarkirkju. Þökk-
um kærlega. — Ak. 16. maí
1960. — Fjáröflunarnefnd. —
Blöðin Dagur og íslendingur
taka á móti áskorunum og
peningum í orgelveltuna. —
Til þátttakenda á Laugamótið
annan í hvítasunnu. Lagt verð-
ur af stað frá kirkjunni kl. 1 e.
h. mánudaginn 6. júní. Þátttak-
endur hafi með sér svefnpoka
(eða sæng), handklæði og sápu,
skriffæri, nýja-testamenti. —
Einnig æskilegt að hafa með-
ferðis sundskýlu, íþróttaföt og
myndavél. — Þátttökugjald kr.
100.00 og ferðakostnaður kr.
50—60 báðar leiðir. Þau ferm-
ingarbörn, sem ætla að fara, en
hafa ekki skrifað sig á listann,
verða að tilkynna þátttöku
sína.
Frá Mæðrastyrksnefnd. Ak-
ureyringar! Mæðradagurinn er
á sunnudaginn kemur. Seld
verða blóm á g'ötum bæjarins,
einnig verður Blómabúð KEA
opin. Börn, sem vildu gera svo
vel að selja blóm á götunum,
eru beðin að gefa sig fram við
Margréti Antonsdóttur, Skó-
verzl. Hvannbergs, eða aðrar
nefndarkonur. Styrkjum mæð-
urnar!
Skógræktarferð í
Kjarna kl. 7.30 á
fimmtudagskvöld. —
Farið frá Hótel KEA.
Skorað er á alla, sem
vilja leggja skógræktinni lið, að
mæta til gróðursetningarinnar.
Látið Tryggva Þorsteinsson vita
um þátttöku. (Sími 1281.)
Fx-á UMSE. Gróðursetningar-
ardagvu- Sambandsins er
sunudaginn 29. maí næstk. —
Gróðursett verður að Mið-
hálsstöðum í Öxnadal og
hcfst kl. 2 e. h. — Félagar,
mætið vel. — Stjórnin.
Skógræktarfél. Tjarnargerðis
heldur félagsfund að Stefni
fimmtudaginn 19. maí kl. 8.30
e. h. Rætt um ferð í Tjarnar-
gerði. Framhaldssagan lesin. —
Takið kaffi með. Stjórnin.
IBUÐ OSKAST AÐEINS FYRIR SUMARIÐ
Upplýsingar gefur JÓN SAMÚELSSON afgr. Ilags.
Kappreiðar! - Góðliestakeppni!
Öllum hestaeigendum heimil páttaka.
Iíestaniannafélagið Léttir hefur ákveðið að halda
KAPPREIÐAR og GÓDHESTAKEPPNI 6. júní
(annan hvítasunnudag). Þar verður keppt í 250 m
skeiði, stökki 250, 300 og 350 m. — Æfingar ákveðnar
22., 26. og 29. maí. Æfingar hefjast alla dagana kl. 16.
Lokaskráning fer fram 29. maí. Þá ber að skrá alla
þátttökuhesta. Tilkynningum um þátttöku sé skilað í
síma 1673 og 1960, Þorsteins Jónssonar eða Alberts
Sigurðssonar. — ICeppt verður um mörg og fjölbreytt
verðlaun.
NEFNDIN.
f , 1
é Innilegt pakklœti sendi ég öllnm peim, sem glöddu t
© mig á nirœðisafmeeli minu, 9. mai, með heimsóknum, %
gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll.
f
é JÓRUNN KRISTINSDÓTTIR frá Hjalteyri. f
& J
vv v
I .. . I
| Öllum peim mörgu vinurn og vandamönnum, sem
-t glöddu mig á áttræðisafmcelinu 10. mai 1960 með heim- <3
sóknurn, símtölum, skeytum og gjöfum og gerðu mér
t daginn ógleymanlegan, fœri ég minar alúðarfyllslu ^
pakkir. — Lifið heil. f
t <3
VALDIMAR VALDIMARSSON, Böðvarsnesi.
I s
#ú©'H*S'©'>^©'K:-S'©'i-'s;r-*-©'M’';S'$'i-í£s-©'í-?SS-©S-íKS'©'i-i#S-©'i-í|SS-©'i-#S'©'
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem
auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andiát og
jarðarför
HALLDÓRS INGIMARS HALLDÓRSSONAR,
Skútum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðríður Erlingsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og systkini liins látna.