Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 1
MÁU5AC.N 1' R \ ! SÓK N AR M A N N A Ru'm jóri: Lkuncuk Dax íbs.son Skií ! 1 s I O! A i H VI NARSTR ! I I 90 Sr\n 11(!6 . SirrNiNcu oo nu-:\ixn ANNAsT PllKNT'VKKK. OllUs Björnssonar n.i'. Akurtvri Dagur XLIU. árg. — Akureyri, miövikudaginu 1. júní 1960. — 27. tbl. "" : ;— Arc.i.V sincast' UEI.SSON . ArUA ORi. JON Í)AM- NODRIKN KCXSÍAR kr. 100.00. Gja Bl.A£)|t> KKMCR ! .IlBAGI m 1. |ÚU i Á M!t)VTKOI>Öc; t'M OG Á L.A IGAKDÖGUM !>EGAR ÁST.VA >A tO KlR ru. } Ráðstefna ASÍ fordæmdi einróma stefnu núverandi ríkissfjórnar ■■tllllllMIII II11 ■11111111IIII IIMIIimMIHHIHHil1** _ Á nýlokmni verkalýðsráð- stefnu á vegum Alþýðusam- bands Íslands, voru mættir á annað hundrað fulltrúar flestra verkalýðsfélaga landsins. Það var einróma álit þessarar ráð- stefnu, að verkalýðshreýfingin. gæti ekki unað þeirri stórfelldu kjaraskeroingu, sem núverandi stjórnarflokkar hafa fram- kvæmt. í framhaldi af því voru eftir- farandi yfirlýsingar samþykkt- ar án mótatkvæða. „Ráðstefna Alþýðusambands- ins um kjaramál, haldin í Reykjavík 2S. og 29. maí 1960, ályktar eftirfarandi: Frá því að verkalýðsfélögin hækkuðu almennt kauptaxta sína á árinu 1958 hafa kaup- gjaldsákvæði í samningum þeirra tvívegis verið skert með lagaboði, og nú síðast með því að afnema með öllu rétt laun- þega til að fá kauphækkanir eft- ir lagaboði með vaxandi dýrtíð. Siglufjarðarskarð var opnað sl. sunnudag Siglufjarðarskarð var opnað til umferðar á sunnudaginn. — Eins og fyrr var frá sagt, var fyrir nokkru byrjað að ryðja af veginum. En göngin lokuðust í norðanhretinu. En aftur var hafizt handa og verkinu lokið, svo að umferð hófst á sunnu- dag. Aðstaða Siglfirðinga tekur miklum breytingum í hvert sinn, sem Skarðið er opnað á vorin. En of margir eru þeir mánuðir og langir, sem Siglu- fjörður er ekki í vegasambandi og verður svo, þar til Stráka- vegur er fullgerður. Núverandi ríkisstjórn er frem- ur „naumgjöful“ til verklegra framkvæmda og 'bitnar það þungt á Siglíirðingum, ef ekki verður unnt að halda fram- kvæmdum áfram við hina nýju vegalagningu. Akiireyringur sigrar r Islandsmethafa A EÓP-MÓTINU í gær náðist góður árangur í ýmsum grein- um. Óvæntust urðu úrslitin í 890 m. hlaupi. Þar varð Svavar Markússon, hinn kunni hlaupa- garpur og íslandsmethafi í greininni, að láta í lægra hlut fyrir ungum Akureyringi, Guð- mundi Þorsteinssyni, eftir harða og skenuntilega keppni. Tími Guðmundar var 1:54,1, Svavar hljóp á 1:54,3. Ráðstefnan telur, að með þess- um ráðstöfunum hafi samnings- bundinn réttur verkalýðsfélag- anna verið freklega skertur og mótmælir því harðlega. Afleiðing gengisfellingar og annarra ráðstafana eru þær, að nýju dýrtíðarflóði hefur verið hleypt af stað. Verðhækkanir á flestum sviðum eru nú meiri en dæmi eru til að komið hafi í einu, og þegar sjáanlegt, að þær verða meiri en gert var ráo fyr- ir í byriun. AlLt launafólk hefur því beg- ar orðið fyrir mikilli kjarskerð- ingu og augljóst, að sú skevðing muni enn aukast mikið. Efrtta er á, að ríkjandi stefna muni, ásamt minnkandi kaupmætti, leiða til samdráttar í fram- leiðslu og framkvæmdum og þar af leiðandi til minnkandi atvinnu og jafnvel atvinnuleys- is, verði ekki að gert í tíma. Launakjör verkafólks hafa um langt skeið verið með þeim hætti, að ókleift hefur verið að lifa af 8 stunda vinnudegi og er kaupgjald íslenzkra verka- manna orðið mun lægra en stéttarbræðra þeirra á Norður- löndum. Ráðstefnan álítur, að kjara- málum verkafólks sé nú svo Framhald á 2. síðu. \ Því er eins farið með börn og lömb, að þegar þau stálpast ofurlítið safnast þau oft saman [ I til að leika sér. — (Ljósmynd: E. D.). E St j órnar f lokkunum erfið vörnin Stjórnarandstæðingarnir deildu fast á stjórnar- stefnu ílialdsins og ílialdið skammaði vinstri stjórnina í eldhúsdagsumræðunum i fyrrakvöld f eldhúsdagsumræðunum í fyrrakvöld áttu stjórnarflokk- arnir mjög í vök að verjast og sýndu þó þá viðleitni, sem geta þeirra leyfði. Það vakti nokkra furðu, að þeir skildu leggja slíkt kapp á, sem raun bar vitni, að skamma vinstri stjórnina LISTAVERK TIL AKUREYRAR? Mikill hluti af listaverkum ríkisins, sem keypt liafa ver- ið síðustu þriá áratugi, liggja í geymslum í Reykjavík og engurn til yndis. Sennilega geta Akureyr- ingar, án teljandi kostnaðar, fengið lánuð fjöhnörg mál- verk og höggmyndir beztu listamanna þjóðarinnar og aukið andlegt líf og fegurð- arskyn bæjarbúa og aimarra Norðlendinga, með því að leggja til húsnæði og hafa opna listaverkasýningu hér á staðnum í samráði við menntamálaráð. Hér er gullið tækifæri fyr- ir bæinn. Sjá nánar í for- ystugrein blaðsins í dag. sálugu, rétt eins og þeir hefðu hana tvíeflda fyrir augum sér og væru aftur komnir í stjóm- arandstöðu. Fyrir Framsóknarflokkinn töluðu: Hermann Jónasson, Jón Skaftason og HaUdór E. Sig- urðsson. Þeir bentu á, að kosningamar væru grundvöllur lýðræðisins, en kosningastefna núverandi stjórnarflokka, sú, sem boðuð var, hefði verið svikin í öllum meginatriðum og sýndu fram á þessi óhugnanlegu og stórfelldu kosningasvik með óyggjandi rökum. Hér fara á eftir örfá atriði úr ræðu Hermanns Jónassonar: Leiðin til bættra lífskjara er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, var kosningakjörorð Sjálfstæð- isflokksins. Þeir, sem fylgja stöðvunarstefnunni, þeir, sem vilja stöðva verðbólguflóðið, án þess að leggja nýja skatta og álögur, þeir kjósa Alþýðuflokk- inn. Þeir einir, sem ekki vilja stöðvunarstefnuna kjósa hina flokkana, sagði Alþýðuflokkur- inn .... En nú blasa efndirnar við þjóðinni. í stað bættra lífskjara — meiri skattar og stórfelldari árás á lífskjör almennings, en dæmi em til um áratugi. 1 stað stöðvunarstefnunnar, sem lofað var — er steypt yfir þjóðina dýrtíðarflóði. Það, sem nú er framkvæmt er alveg öf- ugt — alger andstæða þess, sem lofað var fyrir kosningar. Eg spyr kjósendur: Flf þetta eru ekki kosningasvik, hvaða verkn- að er það þá, sem á að kalla því anfni? Eg spyr ennfremur: Fer Framhald á 2. siðu. Maí, 'GK 348, slærsti togari íslendinga við heimkomuna íil Hafnarfj. 18. mai. (Ljósm. íslenzkur fiskur í siiðupokum í fyrra var skýrt frá banda- rískri nýjung í matvælafram- leiðslu. Var hér um að ræða pökkun á alls konar tilbúnum mat í þar til gerða plastpoka, sem hægt var að skella í sjóð- andi vatn, og síðan beint á disk- inn. Fyrirtæki Sölumiðstöðvar- : innar í Bandaríkjunum, Cold- water Seafood Corp., hefur nú hafið framleiðslu á tveimur fiskréttum í slíkum pokúm. Er það þorskur í rækjudýfu og þorskur í humardýfu. Munu i þetta vera gómsætir réttir. KAPPREIÐAR Kappreiðar Léttis verða á skeiðvelli félagsins við Eyja- fjarðará annan hvxtasunnudag og hefjast kl. 2.30 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.