Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 8
«ii liMiiimmiiimiiiimiimmiiMiiMmiimii 8 .....................mmiimimimimmm 111111111111111111111111111111111111111111111111' Sfarfsmannafél. bæjarins kaupir sumarbústað í Leifsstaðalandi Björn Guðmundsson endurkjörinn formaður i m 11 ■ ■ 11 m m ■ 11 iimiiiiiui^i« Nýlega var aðalfundur Starfs- mannafélags Akureyrarkaup- ar haldinn, og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Björn Guðmundsson varðstjóri var endurkosinn formaður félags- ins. Með honum eru í stjórn: Gunnar Steindórsson, ritari, Haraldur Sigurgeirsson, gjald- keri, og meðstjórnendur Ingólf- ur Kristjánsson og Steinunn Bjarman, öll endurkjörin nema Ingólfur, sem kom í stað Þor- steins Stefánssonar. Þessir voru kosnir fulltrúar á þing starfsmanna ríkis og bæja: Björn Guðmundsson, Þorsteinn Stefánsson og Gunnar Stein- dórsson. Nýlega keypti Starfsmannafé- lagið sumarbústað einn í Leifs- staðalandi og þriggja dagsláttu land með. Það ætlar félagið að fegra með trjágróðri. = i Enn er það til að bera þarf vatn í hús og þessi mynd er af raunverulegum vatnsbera í Grimsey, Eyjólfi að nafni, og grindin, sem hann hefur á öxlum, heitir líka vatnsberi. — (Ljósmynd: G. J.). Frumvarp um lerskfiskmal Meiri vöruvöndun. Nokkuð er nú umliðið síðan frumvarp um ferskfiskeftirlit var lagt fram á þingi. Engar umræður hafa farið fram um það ennþá. Menn hafa þó rætt frumvarpið nokkuð sín á milli og sýnist sitt hverjum, eins og greinilega kom fram í þættin- um „spurt og spjallað í útvarps- sal“ 8. fyrra mán. Nú liggja eng- ar fastákveðnar tillögur fyrir um framkvæmd matsins, svo að of snemmt er að fella nokkurn dóm um þá hlið málsins. Hitt dylst engum, að sú fjárveiting (l%o af 'fob. verði útfluttra sjávarafurða), sem matinu er ætlað, er hvergi nærri nóg. — Þá má telja mjög varhugaverða skipan fiskmatsráðs, en þar er gert ráð fyrir 4 mönnum af 6, sem ætla má að hafi takmark- aða sérþekkingu á málinu. Þessir 4 menn eru fulltrúar fiskseljenda, kaupenda og bank- anna, og koma' þeir einnig til með að setja hagsmuni sinna að- ila á oddinn við úrskurði þýð- ingarmikilla mála. Þarna má því búast við hörðum átökum um önriur atriði en þau, sem raunverulega ættu að sitja í fyrirjmi. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort ekki bæri fremur að skipa ráðið sérfræð- ingum, sem teldust óháðir og óvilhallir. Hvað sem þessu og öðrum greinum frumvarpsins líður, þá er hitt aðalatriðið, að frumvarpið er komið fram og það, ásamt ýmsum atburðum síðustu ára, hefur vakið menn til umhugsunar um kjarna málsir.s, betri og vandaðri framleiðsluvöru. (Sjávarafurðadeild SÍS. Glæpamennska hraðeykst í Stokkhólmi. Aðeins um 20% glæpaverkanna komst upp. „Glæpamenn í Stokkhólmi hafa senn komið lögregluliöi borgarinnar á kné. Glæpaverk eru tekin að borga sig. Lögregl- an getur ekki girt fyrir glæpa- verkin. Lögreglan getur heldur ekki haldið í skefjum sívax- andi felustarfsemi í glæpaheimi Stokkhólmsborgar („neðanjarð- ar-starfsemi“) Lögreglan getur ekki rekið rannsóknarstarfsemi. Og allt stafar þetta af skorti á lögregluliði.“ Þetta er ávarp lögreglustjóra Stokkhólms og tillaga hans í blöðum borgarinnar um nauð- synlega aukningu lögregluliðs- ins. Kveðst hann verða að fá frjálsar hendur um eflingu þess, því að ástandið í höfuðborginni fari hraðversnandi með degi hverjum. Stokkhólmur stækkar ört, og glæpamennskan hefur aukizt og er orðin harðvítugri en áður, að sögn lögreglustjóra. í fyrra voru þar kærð 72000 glæpaverk á móts við 54000 árið 1950. Það ár komst upp um 34% glæp- kemur næst út fimírntudaginn 9. júní. ÖRLÍTIÐ SÝNISHORN AF STÖÐVUNAR- STEFNU NÚVERANÐI RÍKISSTJÓRNAR Stjórnarblöðin á Akureyri sögðu frá því með nokkru yfir- læti þegar vörur tóku að hækka fyrir alvöru, að rúsínur hefðu lækkað í verði, og víst var þáð fréttnæmt, svo sjaldgæf var verðlækkun, og fréttast nú ekki lengur nein slík stór- tíðindi. Síðasfi „fslendingur“, sem getur ekki tíundað neinar verðlækkanir, segir í forystugrein að „verðhækkunin á sago- grjónum og hrísmjöli, sem stjómarandstaðan hafi blásið upp — sé ekki svo alvarleg.“ Ef eitthvað „blæs upp“ þá er það sannarlega verðbólgan, og ef einhver blæs hana upp, þá eru það sannarlega þeir flokkar, sem í haust gerðu stöðvun hennar að stefnuskrárairiði í kosningunum. En það er fleira en hrísmjöl og sagogrjón, sem lsækkað hefur, því miður. Hér er öriítið sýnishorn: Hveiti, sem kostaði 100 krónur, kostar nú 150 kr. Búsáhöld, sem kostuðu 100 krónur, kosta nú 141 kr. Bómullarefni, misl., sem kostuðu 100 kr., kosta nú 184 kr. Gúmmískófalnáður, sem kostaði 100 kr., kostar nú 157 kr. Timlnar, sem kostaði 100 kr., kostar nú 158 kr. Þakjáoi, sem kostaði 100 kr., kostar nú 148 kr. Dráttarvéler haía hækkað um 06%. Vörubifreiðir hafa hækkað um 75%. Fiskibátar hafa hækkað um 50%. Þannig framkvæma stpjórnarflokkarnir „stöðvuriarstefn- una“, sem þeir lofuðu í haust, sem einum áfanga í „lciðiniii til bættra Jiískjara“. <** A anna, en í fyrra aðeins um 20%. Árið 1951 voru 4800 umferða- slys, í fyrra 10.000. Rangstæður bíla jukust úr 15800 upp í 102.000, og umferða- brot úr 3000 upp í 29000, ölv- unarbrot í akstri úr 600 upp í 1900, og ölvun á almanmafæri úr 6900 upp í 25000. Og allt er þetta í Stokkhólmi. í Gautaborg og Málmey hef- ur ástandið aftur á móti færzt í öfuga átt. 5000 girðingastaurar. Með fyrstu ferð m.s. „Heklu“ til Norðurlandi, snemma í n. mánuði, verða Skógræktarfé- lagi íslands sendir að gjöf 5000 girðingastaurar frá áhugamönn- um í Lindásshéraði á Hörða- landi og Sogni. Til þessa hafa verið sendir 14000 girðinga- staurar að gjöf frá ýmsum hér- uðum á Hörðalandi. Hefur presturinn Haraldur Hope ver- ið aðal hvatamaður á þessum vettvangi frá öndverðu, enda tók hann sjálfur þátt í einum skógræktarleiðangrinum norska hingað til lands fyrir nokkrum árum. Og síðan hefur hann beitt sér fyrir þessum drengskapai- brögðum bænda á Hörðalandi og Sogni. Ásgeir Ásgeirsson sjálfkjörinn Framboðsfrestur til for- setakjörs rann út hinn 22. f. m. — Ilafði dómsmálaráðu- neytinu þá borizt framboð núverandi forseta fslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, til forsetakjörs, ásamt til- skildum meðmælum alþing- iskjósenda úr öllum lands- fjórðungum. Önnur framboð höfðu cigi borizt ráðuneyt- inu, og er því Ásgeir Ás- geirsson sjálfkjörinn forseti íslands næsta kjörtímabil. ngif a hústorgi Lúðrasveit drengja úr Reykja vík undir stjórn Karls O. Run- ólfssoriar, nnin leika ókeypis ó Ráðhústorgi á Akureyri kl. 3 e. li. á laugardag. | Litið í I I bæjarblöðin | Útlendur áburður hefur liækkað um nálægt 25% og um það hafa verið birtar óyggjandi tölur hér í blaðinu, sem ekki er hægt að andmæla. Þessi gíf- urlega verðhækkun á einni að- alrekstrarvöru landbúnaðarins, veldur bændum miklum örðug- leikum, svo að margir verða að minnka þau kaup að þessu sinni og það verulega. Þetta er einn Iiðurin í „viðreisnarstefn- unni“. „fslendingur“ afsakar landbúnaðarráðherra, Ingólf á Hellu og vitnar í miklu lægri ,,verðskrá“ á áburði. Því miður verða norölenzkir bændur að greiða áburðinn allt öðru verði. Þeir kaupa hann á útsöluverði á hverjum sölustað, cg auðvitað er það verð hið raunverulega verð. Það liefði verið vel við- eigandi að „ísléndingur“ hefði biri mynd af landbúnaðarráð- hcrranum, svo sem til að festa mönnum það vel í minni hverj- um beri heiðurinn, öðrum fremur, á ofsókn núverandi rík- isstjórnar á hendur bændastétt- inni. En blaðið tekur ekki þann kostinn, en birtir í þess stað mynd af ritstjóra Dags, rétt eins og heiðurinn eða skömmin í landbúnaðarmálum væri hans. Annars er eins líklegt, að myndin háfi átt að fylgja eftir- farandi klausu sama blaðs, sem sýnir raunar nokkuð glöggt hve skarpskyggn og rökvís íslend- ingsritstjórinn er og hvemig hann tekur á málum í blaði sínu. En klausan er orðrétt á þessa leið: „Vel að verið. Dagur segir í fyrradag, að fyrir liggi, að Akureyri leggi um 6 þús. kr. útsvar á hvern meðalbónda í byggðarlaginu, ef KEA verði gert að greiða veltu- útsvar til jafns við önnur fyrir- tæki bæjarins. Ef ritstj. Dags kemur þessu fram, þá er hann7 langt ofar öllum ríkisstjórnum, skatta- og niðurjöfnunarnefnd- um.“ Þetta sýnishorn af ritsmíðum „fslendings“ er líka dæmi um það, hversu fer í rökræðum, þegar menn fá „eitthvað á heil- ann“. Sárindi „fslcndings“ vegna meiri velgengni Dags en margra annara blaða, brjótast út í síðasta tölublaði á nokkuð frumlegan hátt. Þar segir í fyr- irsögn: „Bera liinir bjófkenndu Bag á herðum sér?“ „fslendingi“ finnst það langt gengið að „hin þjóíkennda stétt“ eins og blaðið orðar það (Flokksbræður ritstj. „íslend- ings“) skuli nú líka rétta Degi hjálparliönd og „losa KEA und- an því fargi að halda Degi uppi“! Það er von að „íslend- ingi“ finnist nú fátt um fína drælíi hjá sér. Alþýðumaðurinn spyr að því í gær, „ . . . . hvernig hann (Dagur) hefði komizt ó legg og orðið þó það útbreidduí sem hann cr . . . .“? Spuvning þessi Framhald 4 7. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.