Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 5

Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 5
4 5 Dagur Listasafn á Akureyri EINS OG REYKJAVÍK er óum- deilanlega höfuðborg landsins, er Ak- ureyri höfuðstaður Norðurlands og næst stærsti bær landsins, með á ní- unda þúsund íbúa. í Reykjavík eru margar stofnanir, sem aðeins eru þar og ekki annars staðar á landinu. Þar er Alþingi og ríkisstjórn, Háskólinn, Þjóðleikhúsið og söfnin og svo mætti Iengi telja. En stofnanir, sem þjóðin á í höfuðborginni eru sameign þjóðar- innar, sem veiía Reykvíkingum greið- an, öðrum ógreiðari aðgang að mörg- um dýrustu ávöxtum íslenzkrar menningar. Á síðustu árum hafa leikflokkar Þjóðleikhússins og Sinfoníuhljóm- sveitin sótt landsfólkið heim. — Það er bæði viturlegt og nauðsynlegt og verður sennilega framhald á því. Ríkissjóður hefur á síðustu 30 árum keypt nokkurt magn af ýmsum beztu listaverkum íslenzkra maiina, bæði málverk og höggmyndir að forgöngu menntamálaráðs. Þar er mikill and- Iegur auður saman kominn. Nú hag- ar svo til vegna vöntunar á húsnæði undir þetta safn þar syðra, að nokk- uð af því er í geymslu, án þess að vera til sýnis. Hér á Akureyri er mik- ið og gott húsnæði skólanna lítt not- að á sumrin. Gáfaður hugsjónamaður benti nýlega á það hér í blaðinu, að opin leið væri fyrir Akureyringa að fá lánuð listaverk, bæði höggmyndir og málverk, hafa þau hér til sýnis í 2—3 mánuði á sumrin í ónotuðu skólahúsnæði, undir forsjá góðra manna, og skipta mætti á Iistaverk- um eftir því sem samkomulag yrði um við menntamálaráð. Blaðinu er kunnugt um, að formað- ur menntamálaráðs er máli þessu hlynntur og það hefur einnig komið í ljós, að margir bæjarbúar telja hug- myndina bæði merkilega og fram- kvæmdina auðvclda. En hér þarf þó annað og meira. Það þarf einhvern til að rannsaka framkvæmdaatriði málsins og hrinda því síðan fram ef möguleikar eru fyrir hendi. Akur- eyrarkaupstaður á ekkert húsnæði fyrir listaverkasafn, en mundi e. t. v. geta bætt úr því þegar stórhýsi það, sem nú er í smíðum við Geislagötu, verður fullbyggt, eða safnhús bæjar- ins kemur upp. Þangað til viðunandi aðstaða fæst hér fyrir listavcrkasafn, sem opið yrði öllum almenningi árið um kring, geta Akureyringar veitt sér hlutdeild í hinum mikla og list- ræna arfi, án teljandi kostnaðar, frelsað dýrmæt listaverk úr myrkv- uðum geymslum höfuðborgarinnar og notið þeirra í góðum húsakynnum hér fyrir norðan. Hér er verkefni fyrir bæjarstjórn Akureyrarkaupstað- ar og duglcgan bæjarstjóra. Um þetta mál getur engin pólitískur styr stað- ið og það væri óhlutdrægt próf á viðhorfi ráðamanna bæjarins til nefndra listgreina, hversu þeir bregð- ast við þessari ábcndingu. Trúlegt mætti telja, að bæjarfulltrúar úr öll- um stjórnmálaflokkum vildu í sam- einingu flytja tillögu um listaverka- safn á Akureyri og fela svo fram- kvæmdina sérstakri nefnd, ef meiri hluti bæjarstjórnar sýnir máli þessu nauðsynlegan skilning. En um það verður ekki efast að óreyndu. MISHEPPNUÐ HREINGERNING Fyrir nokkru birtist í Tím.an- um forystugrein, þar sem minnt var á nokkuð sérstæða frægð, sem misvitur piltungur einn úr röðum íhaldsins hefur getið sér. Þessi maður á sér nefnilega eitt áhugamál. Og þegar lífsmark sést með honum á opinberum vettvangi, — sem nærri laetur að vera einu sinni á ári og þá helzt á hátíðisdegi verkamanna, — þá notar hann gjarnan tæki- færið til að minna á þetta hugðarefni sitt. ÞRJÚ ATRIÐI. Og hvert er nú áhugamál mannsins? Jú, það er að fækka íslenzkum bændum um helm- ing. Það er, eins og hann orðar það svo nettlega, að koma í veg fyrir að bændur geti dregið sér með frekju stærri skerf úr þjóð- arbúinu en þeim ber. Ójá, einhver hefði nú lagt í kross- ferð með minna erindi. Vandséð er, — og má einu gilda, — hvort fyrirferðameiri er fákænskan eða illgirnin í þessu skrafi. Ólíklegt er að bændur hafi nokkurntíma stig- ið á strá þessa manns, þvert á móti mun hann eiga bændafólki jarðvist sína að þakka eins og aðrir íslendingar, og hafur sú ágæta stétt raunar margt betur gert en að stuðla að tilvist Guð- jóns þessa úr Iðju, því sá er maðurinn. í grein Tímans er einnig á það bent, að svo sé nú búið að bændastéttinni af þeirri ríkis- stjórn, sem Guðjón hyllir, að ærnar líkur bendi til að óska- draumur hans kunni senn að rætast. Loks er núverandi landbún- aðarráðherra, Ingólfur á Hellu, getið í sambandi við stjórnar- stefnuna, eins og eðlilegt er, því ekki er von að Tíminn geti álitið Ingólf svo ómerkilega persónu, að hann ráði engu um það, hvernig bændur eru leikn- ir af þeirri ríkisstjórn, sem hann er þó settur í sem for- svarsmaður landbúnaðarins, þó aldrei nema hann kunni að eiga sæti sitt þar að þakka fátækt í- haldsins af þingmönnum í þá stöðu. Bjartmars þáttur Munchausens. Nú hefur það gerzt, að Bjart- mar alþingismaður á Sandi finn- ur þörf á því að reyna að bera blak af Ingólfi og sýna þeir til- burðir, að Bjartmar er brjóst- góður. Guðjón fær aftur á móti að liggja óbættur hjá garði, enda lítilsháttar maður, borið saman við sjálfan ráðherrann. Bjartmar er af skáldakyni kom- inn, og hvort sem hann nú er sjálfur skáld eða ekki fer ekki illa á því, að hann vitni í skáld- skap x skrifum sínum. Kemur þá í ljós, að Munchausen heit- inn stendur honum huga næst. Einhverjum hefði e. t. v. þótt betur á því fara, meðal annars með hliðsjón af uppruna manns- ins, að hann hefði vitnað í önn- ur skáldverk og þjóðlegri, t. d. eftir Guðmund á Sandi, því margt gott sagði Guðmundur. Hins vegar ber það vott um greind Bjartmars og næmi hans fyrir því hvað við á, að hann skuli finna að betur hæfa hinu pólitíska sálufélagi hans menn- ingartengsl við Munchausen barón og sagnagerð hans en bóndans frá Sandi. Hvar var Ingólfur? Bjartmar gerir þá uppgötvun, að Ingólfur á Hellu hafi svo gott sem bjargað íslenzkri bændastétt frá hungurdauða 1942. Það hefur nú þjóðinni ekki hingað til verið kunnugt um og má sannaflega ekki öllu seinna vera að hún viti þetta. En frekar ræðir Bjartmar nú ekki um þetta björgunarafrek og er kannski von. Grundvöllurinn að afurða- sölumálum landbúnaðarins — og sá, sem byggt er á enn í dag — var lagður með afurðasölu- lögunum. Hver var þáttur í* haldsins í þeirri löggjöf? Hann einkenndist af sérstæðasta verk- falli, sem um getur í íslenzkri sögu: mjólkurverkfalli íhalds- frúnna í höfuðstaðnum. Sex manna nefndin var sett á lagg- irnar 1943. Dýrtíðin óx. Búnað- arþing féllst á tilslökun á sex- manna-nefndarvei’ðinu gegn uppbótum á útfluttar landbún- aðarafurðir og í trausti þess, „að hér eftir fari fram hlutfalls- leg kauplækkun í landinu". íhaldið sveik það, og myndaði stjórn, sem tróð á bændum. Það bjó til Búnaðarráð, skipað af ráðherra, til að verðleggja vör- ur bænda. Hvar var Ingólfur þá? Það reyndi að ræna Bún- aðarmálasjóði til að svelta í hel stéttarsamtök bænda. Hvar var Ingólfur þá? Alþý'ðuflokksstjórn íhaldsins. í fyrra vetur lögbatt ríkis- stjórn íhaldsins, (litla og stóra), kaupgjald og afui-ðaverð. Bænd ur áttu þá inni hækkun á af- urðaverðinu en íhaldið neitaði þeim um hana og bjó þannig bændum annan rétt og minni en öðrum stéttum. Ingólfur þagði. Síðastliðið haust komu svo bráðabirgðalögin illræmdu á ábyrgð íhaldsins. Enn þagði Ingólfur. Og loks, þegar Ingólf- ur er orðinn landbúnaðarráð- herra birtist „viðreisnin“, sem m. a. virtist ætla að afreka það, að leggja fjölda sveitabýla í eyði og gjöreyðileggja mögu- leika manna til að hefja búskap. Heldur skjaldsveinn Ingólfs á Hellu að það sé einhver „við- reisn“ fólgin í því fyrir bænd- ur, að dráttarvélar hækka upp í 100 þús? Álítur hann að rekstrarvörur landbúnaðarins yfirleitt verði ódýrari eftir „við- reisnina", en áður? Imyndar hann sér að byggingar- og rækt- unax-kostnaður standi í stað eða kannski lækki við „viðreisn- ina“? Þykir þessum kaupfélags- stjórnarmanni líklegt að það sé til hagsbóta fyrir bændur að sparifé þeirra í innlánsdeildum kaupfélaganna sé tekið með of- beldi og flutt suður í Seðla- banka? Telur hann það ein- hverja sérstaka hamingju íyrir bændur að söluskattur og veltu- útsvar skuli lagt á þá og verzl- unarsamtök þeirra? Þannig mætti halda áfram að telja. Og allt þetta samþykkir bjargvætturinn Ingólfur, sami maðurinn sem þóttist bær um það að flytja í sínum alkunna merkilegheitatón skammaræður yfir vinstri stjórninni fyrir það, hvernig hún bjó að bændum. En þá var Ingólfur ekki ráð- herra. Nú er hann hinsvegar orðinn það. Bjartvar veit sjáan- lega hvað hann syngur þegar hann segir: „Ingólfur spjarar sig alltaf sjálfur“. Heldur um skóflublaðið. Bjartmar er talinn maður vel greindur. En í þessum skrifum sínum hefur hann reynst fá- dæma klaufvirkur. Honum fer líkt og manni, sem heldur um skóflublaðið þegar hann ætlar að moka. Það er hverjum manni ofætlun að þvo Ingólf hx-einan af þeim hermdarverkum sem stjórnarvöldin ei-u að vinna gegn öllum almenningi í land- inu og ekki sízt bændastéttinni. Ingólfur ekki aðeins samþykkir þau heldur beitir sér fyrir þeim. Efalaust vill alþingismaður- inn á Sandi Ingólfi ráðherra allt hið bezta. En þá þarf hann að skilja, að ráðherranum kemur það bezt, að mild blæja þagn- arinnar breiðist yfir „afrek“ hans. 25. maí, 1960. Magnús H. Gíslason. Burt með kcttina. SÍÐAN AKUREYRI varð verulegur trjáræktarbær, hafa margar tegundir smáfugla tekið sér þar bólfestu um lengri eða skemmri tíma árlega. Þrestirnir verpa hundruðum saman í bæn- um, ennfremur auðnutittlingar, maríerlur og fleiri smáfuglar. Fólk hefur yndi af fuglunum og sýnir þeim hina mestu gest- risni og nærgætni í hvívetna. í harðviðrum skammdegisins er þeim fuglum, sem þá dvelja hér, gefið margs kyns góðgæti. Og mörg eru dæmi þess, að veikum einstaklingum er hjúkr- að í húsum inni. Á vorin eru varpkassar víða settir upp og síðan fylgzt með hreiðurgei-ð og varpinu, þar til ungarnir eru orðnir fleygir og færir. Tæplega hefur þess orðið vart, að ungl- ingar reyni skotfimi sína með byssu eða steinum á þessum vængjuðu vinum hér í bænum, þótt út af því kunni að bregða hjá óvitum, þegar þeir leggja leið sína um dreifbýlið og gleyma þá sæmilegum um- gengnisháttum og kunna ekki fótum sínum forráð fremur en ferfætlingarnir, sem í fyrsta skipti er hleypt úr stíu. En víkjirm aftur að fuglunum í bænum og fuglavinunum mörgu. Vai-pið stendur nú sem hæst. En það er eins og menn- irnir geti aldrei gefið neitt af heilu hjarta. Þeir geta ekki einu sinni gefið smáfuglunum fóður eða búið þeim aðstöðu til hreiðurgerðar, án þess að skyggja á gjafmildi sína og góð- vilja. Fjöldi fólks elur ketti í Skemmdarverkin á Akureyri Um fátt hefur verið meira rætt hér í bæ og vakið meiri óhug og gremju en skemmdar- verkið, sem ráðamenn bæjarins eru nú að láta vinna á Ráðhús- torgi, með því að helluleggja og taka fyrir bílastæði mestan hluta þess bletts, sem vegna legu sinnar var sjálfkjörinn til að vei'ða bænum mikil prýði, ef honum hefði verið sómi sýndur og hann fegi'aður eftir mætti. Með þessum aðgerðum þeirra, er málefnum bæjarins ráða, er loku fyrir það skotið að hægt sé að stækka og fegra blettinn, svo að hann — í framtíðinni — gæti vakið gleði og fegurðarþrá í hjörtum þeirra mörgu, er fram hjá honum ganga. í þess stað verða bæjarbúar nú að hafa daglega fyrir augum, hina kuldalegu, gi'áu steinauðn, sem um langt skeið mun bera vitni um smekkleysi og óhagsýni þeirra manna, er hugmyndina áttu að breytingunni og létu framkvæma þetta rándýra verk. Það situr ætíð illa á þeim, sem fólkið trúir fyrir fjármun- um sínum, að eyða þeim að óþöi'fu. Og það er alveg sérstak- lega ófyrirgefanlegt, þegar svo stendur á, að þjóðin er á barmi gjaldþrots og öngþveitis og ver- ið er að reyna að bjarga henni, með því að skerða mikið kjör hennar. Ráðamenn ríkis og bæja verða að gera sér Ijóst, að þjóðinni verður ekki bjargað — mun ekki fást til að spara og herða lífskjör sín eins og þarf — nema hún sjái að það fé, sem af henni er tekið, og þeir eiga að ráðstafa, sé notað með gætni og hagsýni. Og — byrjað að spara að ofan. Það hefur í blöðum bæjarins, verið minnzt á skemmdarverk- ið á Ráðhústorgi. Og sömuleiðis á þá illu staðreynd, að í stað þess að gera gilskoi'una í mið- bænum að yndisfögrum stað, eins og Fegrunarfélag Akureyr- ar hafði í huga, er brekkan norðan við gilið var tekin eign- arnámi, hafa ráðamenn bæjar- ins gert eyðimöi'k sunnan við gilið. Og til frekai'i pi'ýðis hef- ur nú fyrir nokkrum dögum verið ekið moldarhlassi á gil- barminn við yti'i bi'ún Odda- götu. Ber slíkur vei'knaður glöggt vitni um fegurðarsmekk og þrifnað þess, eða þeirra, er látið hefur aka þessari mold að götunni. Og þessa síðustu daga er líka farið að fleygja rusli úr görðum, grastætlum og hnaus- um í gilið, sem reyndar má eðlilegt teljast, því „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Ungi maðurinn, sem ritaði um skemmdarverkið í gilinu þ. 11. þ. m. í 24. tölubl. Dags, óskar þess að upplýst verði hverjir hafi ráðið þeirri fram- kvæmd. Eg vil undirstrika þá ósk eða kröfu. Og sömuleiðis að það komi fram hver á hug- myndina að breytingunni á húsum sínum og lætur þá ganga lausa yfir varptímann og drepa ungana jafnóðum og þeir skríða úr eggjunum. Þetta fólk virðir köttinn sinn mikils, ná- grannana lítils og fuglana einskis. Kattareigendur eru ábyrgir fyrir þessu fugladrápi, því að kötturinn þjónar aðeins rán- dýrseðli sínu við veiðarnar. Daglegá er hringt til blaðsins út af þessu máli. Virðulegum húsmæðrum er þungt í skapi þegar kötturinn hefur eyðilagt hreiðrið í garðinum. Heimilis- feður segja ljót orð og börnin gráta. En kettirnir ganga lausir, sleikja sólskinið á daginn en drepa ófleyga unga á síðkvöld- um. Þeirra er ríkið i þessum bæ á meðan eigendurnir láta sér fugla og fuglavini í léttu rúmi liggja. Sjálídauðar skepnur. EITTHVAÐ mundu neytend- ur þessa lands nota af hinum kröftuga orðaforða tungunnar, ef bændur eða félagssamtök þeiri'a tækju upp þann sið að senda kjöt af sjálfdauðu á mark aðinn. Á Akranesi fór í vetur fram rannsókn á aflanum einn dag. Þá varð Ijóst, og þegar land- fleygt og frægt að endemum, að aðeins 7 fiskar af hverjum hundrað voru hæfir til frysting- ar. Þá var hei'fei'ð gerð í blöð- um og útvarpi gegn þeim voða, sem „heimsins bezta fiski“ er búinn á erlendri grund, ef svo heldur sem horfir í of lítilli vöruvöndun þessarar aðalút- flutningsframleiðslú íslendinga. Kapphlaupið um veiðimagnið hefur verið of einhliða. „Heims- ins bezti fiskur" rotnar sjódauð- ur í netunum, merst og úldnar í bátum og í meðförunum í landi. Það er ekki fi'emur hægt að framleiða eftirsótta matvöru úr úldnum fiski en af öðrum hræjum. Og auðvitað fór hin mikla herferð gegn ósómanum ekki fi'am hjá Bretanum. í Fishing News segir: „Okkur, sem erum vanir því, að sem næst 5% af afla fari íúr- gang, þykir þetta (þ. e. Akranessagan) ganga næst glæpsamlegri sóun á nátt- úruauði. — Ef fiskimið- in við ísland cru nýtt af þeim, sem vilja hafa á þeim einkarétt, til þess eins að framleiða skepnufóður úr fiskinum, þá geta sömu menn varla ætlast til þess, að Sameinuðu þjóðirnar láti sem þær sjái ekki þeirra ljóta framferði.“ Blaðaummæli og útvarps- þættir um fiskveiðar, fiskverk- un og fisksölu hafa ekki misst marks og ekki orðið án sárs- auka fyrir þá, sem ábyrgðina bera. Þó er málið stærra en svo, að nokkur þroskaður íslending- ur geti að fullu leitt það hjá sér, því að sannarlega er fram- tíð þjóðarinnar í voða, ef aðal- útflutningsvörur okkar fá á sig óorð meðal erlendx'a neytenda. Fræðslu, strangt eftirlit og nægilega mikinn verðmun á góðum fiski og lélegum verður upp að taka áður en verr fer. Ráðhústorgi. Bæjarbúar eiga heimtingu á að fá að vita hverj- ir það eru, sem ráða útliti bæj- arins: hvort það er bæjarstjórn með bæjarstjóra í broddi fylk- ingar, eða hvort það eru ein- hverjir Pétrar eða Pálar, sem þar eru að verki án nokkurs eftirlits. Það þarf að vitnast; því að: „Rétt er þar að skelli skömm, skömmin hvar á heima“, eins og Ari gamli Jochumsson kvað forðum. I fundargerð bæjarstjórnar frá 10. maí segir orðrétt: „Bæj- arráð bendir á að ekki hafi ver- ið ætlunin að hagga gróðri toi'gsins, heldur fyrst og fremst að helluleggja torgið utan gras- kringlunnai', sem ætíð verður hálfgert svað þegar regn kem- ur úr lofti.“ Mikil er hugkvæmnin! Ósjálf- rátt mun mörgum detta í hug ráðsnilld hinna frægu Molbúa eða Bakkabræði'a er þeir lesa þessa yfirlýsingu. En reyndar finnst mér — og ég held mörg- um öðrum fáfróðum almúga- mönnum — að hægt hefði ver- ið að útrýma þessu „hálfgerða svaði“ á ýmsan annan og marg- falt ódýrari hátt. T. d. með því, sem sjálfsagðast vai', að færa gróðui'inn út í jaðra blettsins og gera gangstíga um hann, svaðlausa. Slíkt hefði ekki kost- að nema lítinn hluta þess mikla fjár, sem þarna er eytt til óþurftar. En hvað sem öðru líður verð- ur að krefjast þess, að þegar ráðast á í miklar framkvæmd- ir, sem miklu varða um útlit bæjarins um langa fi'amtíð, og koma tilfinnanlega við pyngju bæjarbúa, að þá sé ekki pukr- að með það eins og bi'eytingarn- ar á Ráðhústorgi, og að menn fái líka að vita hverjir eiga hugmyndirnar og ráða fram- kvæmdum þeiri-a. Sömuleiðis vei'ður að krefjast þess, að þeir er málefnum bæjarins ráða, láti gilið ekki vei'ða sjálfum þeim og bænum í heild, öllu lengur til skammar en orðið er. Guðm. B. Árnason. Margir knaffspyrnukappieikir verSa á Akurevri í sumar Akureyringar keppa nú í I. deild ásamt 5 öðrran beztu knattspyrnuflokkum landsins í fyrrakvöld kvaddi Knatt- spyrnuráð Akureyrar, sem fer með knattspyrnumálin innan ÍBA, fréttamenn á sinn fund til að ræða um þessa íþróttagrein og skýra frá því, hvað framund- an er í þeim málum á þessu keppnisári. Æft af kappi. Eins og kunnugt er vann Ak- ureyrarliðið sig upp í I. deild í fyrra og mun gjarnan vilja halda því sæti áfram. Æfingar hófust fyrir áramót í vetur og síðan reglulega undir stjórn Jens Sumarliðasonar. Hvort þær hafa vei'ið stundaðar af þeirri kostgæfni, sem kref jast vexður af góðu knattspyrnuliði og batnandi, veit blaðið ekki. En víst eru þar margir mjög áhugasamir, ungir menn, sem treyst er á alveg sérstaklega. Nægilega góð aðstaða er ekki fyrir hendi hér í bæ. Það vant- ar t. d. malarvöll til æfinga, þar sem hinn ágætþgrasvöllur þolir naumast meira en þriggja mán- aða notkun á ári. Tíu kappleikir. Framundan er nú keppnin á íslandsmótinu, þar sem háðir verða 10 kappleikir í tvöfaldri umferð. Fyrsti leikur Akureyr- inga fer fram hér í bæ 12. júní og verður þá keppt við Keflvík- inga. En 5 kappleikjanna fara fram hér á Akureyri. Þá kemur hingað knatt- spyrnulið frá Luxemburg, Red Boys, og verður hér fyrstu dag- ana í júlí. En Luxembuigarar voru hér á ferð, fyrir 2 áruro, Aðalfmidur Barnaverndarfélags Ak. Aðalfundur Barnaverndarfél- ags Akureyrar var haldinn í leikskóla félagsins á liðnu ári. Á árinu var náð langþráðu tak- marki byggingu leikskóla, er hlaut nafnið Iðuvöllur. Var húsið vígt á fyrsta vetrardag s. I. Byggingarkostnaður var 585 þús. krónur og skuldar fé- lagið all mikið, en nýtur styrks frá bæ og riki. Leikskóli hefur starfað á Iða- velli í vetur. Forstöðukona hans er Dóróthea Daníelsdóttir. Hafa verið í leikskólanum 40-50 börn, en búist við að þau verði eitt- hvað færri í sumar. Starfið hefur gengið mjög vel þennan fyrsta vetur. Starfsstúlkur hafa verið þrjár auk forstöðukonu. Félagsmenn eru nú 112. Hannes J. Magnússon, féhirð- ir félagsins, las upp reikninga þess. Á árinu bárust því þessar svo sem margir eflaust muna. Akureyringar munu leika tvo leiki við hina erlendu gesti. Þá er í athugun utanför til keppni í Luxemburg eða fcr til vinabæjanna á Norðurlöndum. Bæjarkeppni í knattspyrnu hefur átt vinsældum að fagna. Trúlegt er, að Keflvíkingar, Ak- urnesingar cg Hafnfirðingar keppi við Aktireyringa hér í sumar. Auk þess verða svo mörg' unglingalið á ferðinni í sumar. Pressulið. í sumar verða nýju áhorf- endasvæðin notuð í fyrsta sinn og grasvcllurinn litur út fyrir að verða mjcg góður. Knatt- spyrnuunnendur á Akureyri hafa betra tækifæri nú en nokkru sinni áður til að fylgjast með knattspyrnunni. í stjórn Kattspyruráðsins eru: Rafn Hjaltalín, formaður, Hörð- ur Svanbergsson, Sigurður Leósson, Svavar Ottesen og HaUdór Bóas Jónsson. Rætt hefur verið um að blaða- menn velji „pressulið“ til að keppa við úrvalsliðið. Það gæti crðið bæði gagnlegt og gaman. Mótaskrá. 12. júni: Akureyri—Keflavík, Akureyri. 19. júní: Akureyri—Akranes, Akureyri. 26. júní: Akureyri—Valur Akureyri. 10. júlí: Akureyii—KR, Ak- ureyri. 15. júlí: Fram.—Akureyri, Reykjavík. 17. júlí: Keflavík—Akureyri, Keflavík. 12. ágúst: Valur—Akureyri, Reykjavík. 14. ágúst: Akranes—Akur- eyri, Akranesi. 21. ágúst: KR—Akureyri, Reykjavik. 28. ágúst: Akureyri—Fram, Akureyri. 2.—5. júlí: Heimsókn Red Boys frá Luxemburg. Iþróttafólk frá R.vík og Hafoarfirði keppir í bandknattleik, körfukoattleik og knattspyrnu gjafir: Frá Góðtemplararegl- unni á Akureyri 10 þús. krcn- ur, frá Lionsklúbbi Akureyrar 15 þús. krónur og frá kvenfé- laginu Baldursbrá 2 þús. krón- ur. Fjársöfnun félagsins fyrsta vetrardag gekk mjög vel. Þá fór fram á vegum félagsins merkjasala, sala á bókinni Sól- hvörf, hlutavelta, kaffisala og gjafasýningar frá kvikmynda- húsum bæjarins. Alls nam fjár- söfnun þessi 26 þús. krónum og sýnir það örlæti bæjarbúa við félagið. Þau Elísabet Eiríksdóttir og Jón J. Þorsteinsson, sem átt hafa sæti í stjórn félagsins frá stofnun þess, báðust undan endurkosningu. í stað þeirra voru kosin í stjórnina Júdit Jónbjörnsdcttir og Eiríkur Sig- urðsson. Framhald á 7. siðu. Um. næstu helgi koma hingað íjölmennir íþrcttaflokkar úr Reykjavík og Hafnarfirði. Aðal- lega verður hér um handknatt- leiksflokka að ræða, en einnig munu koma lið í körfuknattleik og III. fl. knattspyrnudrengja. Félög þau, sem hér eru á ferðinni er Glímufélagið Ár- mann úr Reykjavík, sem kemur með 4 handknattleiksflokka karla og kvenna og köríuknatt- leikslið. Hafnfirðingar eru með II. fl. karla í handknattleik og munu þeir sennilega velgja jaíncldr- um sínum hér, enda fremstir í sínum aldursflokki hérlendis. Þá mun Knattspyrnufélagið Valur keppa hér í III. fl. Keppni hefst báða dagana, þ. e. sunnudag og mánudag, kL 2 e. h., og fara að minnsta kosti 6—8 leikir íram hvorn dag. — Heimsókn Ármanns um hvita- sunnuna er orðinn fastur liður á mótaskrá ÍBA og ér þetta í þriðja skipti, sem þeir koma með svo stóran hóp til keppni hér. Eru slikar heimsóknir sem þessi mikil lyftistöng fyrir handknattleiksmenn hér í bæn- um, og hafa Akureyringarnir æít af kappi undir keppni þessa. Ármenningarnir koma hér á vegum Knattspyrnufélags Akureyrar, en það félag hefur aítur farið keppnisfarðalag til Reykjavíkur á vegum Ármanns undanfarin ár. Handknattleiksílokkur Árnranns í Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.