Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 01.06.1960, Blaðsíða 2
2 Minniiigarorð i Þeim mönnum fækkar nú óð- um, sem ungir voru um síðustu aldamót. Einum þeirra fylgdi eg til grafar nú nýlega. Það var Jóhanncs bóndi Helgason i Ytra-Holti í Svarfaðardal. Hann var Barðstrendingur, fæddur á Svarfhóli í Geiradalshreppi 24. sept. 187G, en dáinn í Ytra-Holti 7. maí sl. Um ætt hans veit eg ekkert. — Hann kemur að vestan haustið 1898 og kom þar eigi eftir það. Það haust sezt hann að námi í Möðruvalla- skóla og útskrifaðist þaðan vor- ið 1900. Við Jóhannes vorum saman í skólanum vetur- inn 1899—1900, og frá þeim samvistartímum á eg margar góðar minningar um hann. Hann var maður sérstaklega dagfarsprúður og seinþreyttur til vandræða. Fremur var hann fáskiptinn og tók ekki mikinn þátt í félagslífi í skólanum. Þó sótti hann málfundi, sem haldn- ir voru að jafnaði annan hvern laugardag. Einstaka sinnum tók hann þátt í umræðum. Var hann sæmilega vel máli farinn og tillögugóður. Glímur stund- aði hann líka, en dans lítt. — Hann var fremur dulur, en þó viðræðugóður, ef hann var tek- inn tali. Vinavandur var hann, en trölltryggur þeim, sem vin- áttu hans öðluðust. Ollum vildi hann góður vera, enda átti hann almennar vinsældir skóla- féiaga sinna, að því er eg bezt veit og man. Nám sitt stundaði hann kappsamlega og munu fá- ir hafa hetur notað tímann en hann. Hann notaði hverja stund til lærdómsiðkana. Það gerðum Á bænadaginn Milljónir manna jniskunnsami faðir biðja uin frið fyrir lönd og lýð. Láttu nú samúð sundrung eyða, kærleikann lækna hið kalda stríð. Stíga nú bænir á bænadaginn hcitum frá lijörtum í himininn. Kenn þú oss, drottinn, að krjúpa og biðja; að verði í alheimi vilji þinn. SOFFÍA GUNNLAUGSDÓTTIR. Sigrún á Simnuhvoli Nýja-Bíó á Akureyri sýnir kvikmyndina Sigrún á Sunnu- hvoli annan hvítasunnudag kl. 5 og 9. Fyrri sýningin er sér- Jega hentug fyrir utanbæjar- fólk. Allir þekkja sögu Björn- stjerne, sem kvikmynd þessi er ger,ð eftir og margir munu ef- laust vilja sjá hana á kvik- myndatjaldinu í meðferð þeirra Synnöve Strigen (Sigrún), Gunnars Hellström (Áslákur) og Bents Brunskog (Þorbjörn). við raunar flestir, sem þá vor- um þar að námi. Skóla-andinn var sá, að læra sem mest og bezt, — enda eggjuðu kennar- arnir okkur lögeggjan. Hafi þeir blessaðir það gert! Jóhannes var maður hár vexti og hinn vöj’pulegasti. Hann var sterkur og fylginn sér. Hann mun hafa verið skap- ríkur, en .geði sínu stjórnaði hann með ágætum. Iiann var með afbrigðum duglegur að hverju sem hann gekk. Hann mun hafa gengið að hverju starfi npð bronnandi áliuga og samvizkusemi. Skapfestumaður var hann og héit fast á hverju máli, sem hann taldi rétt vera. Á síðari árum, og máske alltaf, tók hann litinn þátt í félagslíf- inu hér í sveitinni og má segja, að hann hafi einangrast um of. Iíann mun hafa verið íhalds- samur að eðlisfari og lítt upp- næmur fyrir óreyndum nýjung- um, hvað þá fyrir stórbreyting- um og byltingum. Bú sitt stundaði hann vel og mun það hafa gefið honum góðan arð, þó að aldrei væri það stórt. Upp úr aldamótunum stund- aði Jóhannes barna- og ungl- ingakennslu, bæði á Árskógs- strönd og í Svarfaðardal. Þau störf hefur hann að sjálfsögðu leyst samvizkusamlega af hendi. Hér í Svarfaðardalnum höfðu unglingar og máske börn stofnað til félagsskapar á þeim árum. Sá félagsskapur var að vissu leyti undanfari ung- mennafélagsskaparins í daln- um. Þessa menningðarviðleitni styrkti Jóhannes á kennara- árum sínum. Framan af ævi var Jóhannes heilsugóður, en fjögur síðustu árin lá hann að mestu rúmfast- ur. Allan þann tíma mun hann hafa vitað, að bata fengi hann aðeins á einn hátt og æðrulaus beið hann lausnarstundarinnar þessi löngu ár. Enginn heyrði hann kvarta, heldur aðeins að þakka. Karlmennskan og sálar- jafnvægið var honum í blóð borið. Jóhannes giftist 1. júlí 1909 góðri atorkukonu, Dagbjörtu Jóhannesdóttur, héðan úr daln- um, og var hún honum hinn ágætasti lífsförunautur. Þeim varð tveggja sona auðið, Val- týs, húsgagnasmiðs, og Helga Garðars, bólstrara. Dvelja þeir báðir á heimili foreldranna og sjá um bú þeirra. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð eg þá kæran skóla- bróður, og þakka honum allt gott frá liðnum, ljúfum sam- verudögum. Okkur, aldamótadrengjunum frá Möðruvöllum, fer nú óðum fækkandi. Senn verður hún öll, saga Möðruvellinga. Við, sem enn stöndum ó ströndinni, sam- fögnum hverjum, sem fararleyfi fær að loknu stríði, en — söknum þeirra þó. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt!“ Vnld V. Snævarr. - Ráðstefna ASÍ Framhald af 1. siðu. komið, að óhjákvæmilegt sé fyrir verkalýðsfélögin að láta til skarar skríða og hækka kaup gjald og hrinda þannig þeirri kjaraskerðingu, sem orðið hef- ur. Jafnframt lýsir ráðstefnan yfir, að hún telur að fyllilega sé unnt ao verða við réttlátum kröfum verkafólks, án þess að verðbólgan vaxi, ekki sízt ef um leið er framkvæmdur sparnaður í ríkiskerfinu og framleiðsla landsmanna aukin og gætt meiri hagsýni um rekst- ur framleiðslutækja þjóðarinn- ar. Ráðstefnan telur því nauð- synlegt, að hvert verkalýðsfélag hefji nú undirbúning að þeirri baráttu, sem óhjókvæmilega er framundan og felur miðstjórn Alþýðusambandsins að sam- ræma kröfur félaganna og bar- áttu þeirra og hafi um það sam- ráð við verkalýðsfélögin, eftir þeim leiðum, sem hún telur heppilegastar.“ - Stjórnarflokkunun? erfið vörnin Framhahl af 1. siðu. ekki að rýrna gildi almennra kosninga, ef hægt er að fá sig kosinn upp á það að gefa kjós- endum loforð um að fram- kvæma ókveðna stefnu en gera það gagnstæða eftir kosningar? Þjóðinni, sem fyrir kosn- ingar var sagt að sigldi sléttan sjó verstöðvunarinnar, var til- kynnt strax og atkvæðin voru komin í kassana, að hún væri að farast í verðbólguflóði. Nú vantaði allt í einu liundruð miiljóna í Útflutningssjóð. Nú voru erlendar skuldir alveg að drekkja þjóðinni. En þekktur hagfræðingur, dr. Benjamín Ei- ríksson, gerði skuldasöfnunar- grýluna að engu með rökstudd- um útreikningi, sem sönnuðu, að vegna gjaldeyrissparandi fyrirtækja, sem fyrir erlend lán hefðu verið byggð, væri þjóð- inni nú auðveldara að standa í skilum en áður .... Þetta var allt gert í þeim til- Bamaskóla Sauðárkróks sliíið Barnaskóla Sauðárkróks var slitið 30. apríl. í skólanum voru í vetur 157 börn og fer börnum á skólaskyldualdri fjölgandi með ári hverju. í skólaslitaræðu sinni skýrði skólastjórinn, Björn Daníelsson, frá því að öll hefðu börnin lokið ársprófi og 18 þeirra barnaprófi. Börnin keyptu sparimerki á vetrinum fyrir kr. 19.300.00, en undanfar- in ár hafa þau verið Jang hæst til jafnaðar að þessu leyti á landinu og svo mun enn.vcra. í ferðasjóð söfnuðust kr. 8000.00 með hlutaveltu og skemmtisam- komu er börnin héldu. Hæstu einkunn á barnaprófi úr 6. bekk hlaut Sigríður Guttorms- dóttir, I. ág. 9.22. Hæstu eink- unn úr 5. bekk hlaut Helga Kemp 8.99 og úr 4. bekk Árni Ragnarsson 8.40. Ymis verðlaun voru veitt. Skólinn veitti öllum þeim, er hæsta einkunn hlutu úr hverj- um bekk, bókaverðlaun. Vei’ðlaun úr sjóði Jóns Þ. Björnssonar, fyrir háttprýði, hlutu þær Kristín Jónsdóttir í 6. bekk, Helena Svavai'sdóttir í 5. bekk og Sigurbjörg Jónsdótt- ir í 4. bekk. Kaupfélag Skagfirðinga veitti nú í fyrsta sinn, og hyggst gera það framvegis, bókaverðlaun fyrir mestar framfarir í ís- lenzku. Að þessu sinni hlutu þessi verðlaun þeir Finnbogi Rögnvaldsson í 1. bekk, Ingvar Sighvatsson í 5. bekk og Þor- steinn Högnason í 6. bekk. Forseti Rotaryklúbbs Sauðár- króks aflienti bókaveiðlaun frá klúbbnum þeim, er hæstar eink unnir hlutu í sögu í efstu bekkj- unum. Verðlaun þessi hlutu þau Sigríður Guttormsdóttir og Þorbjörn Árnason. Skákkeppni fór fram í skólan- um á vetrinum, eins og undan- farin ár. Þátttakendur í henni voru um 60 úr 4 efstu bekkjum skólans. Skákmeistari skólans varð Þorsteinn Högnason og hlaut að launum stóran og áletraðan taflkóng. Auk þess fengu þeir er sigruðu í hverjum bekk í skákkeppninni stói’a tafl- kónga að sigurlaunum. Börnin, sem útskrifuðust úr skólanum, færðu honum stóra ljósmynd að gjöf. G. I. gangi að skapa hræðsluástand til að geta í kjölfar óttans gjör- breytt fjárhagskerfi þjóðarinn- ar, komið á nýrri skiptingu auðs og arðs til hagsbóta fyrir þá ríku og tekjuháu, en til kjaraskerðingar fyrir hina .... í stað þess að létta byrðarnar, sem gejigisbreytingin veldur, er skatta- og útsvarsjöguninn brcytt til þess að færa byrðarn- ar af baki þeirra, sem hafa þau breið, yfir á bök hinna .... Þctta er sama stefna sem ríkti á „hinum gömlu og góðu dög- um“ hér á landi, þegar bændur urðu næstum gjaldþrota, þegar framleiðslan gafst upp áísafirði, Hafnaj’firði og víðar og fólkið var atvinnulaust og liálfsvalt. Það var þá, sem umbótamenn- irnir byrjuðu að brjóta niður þessa frumstæðu stjórnmála- stefnu, þar sem allt á að stjórn- ast af sjálfu sér og af handahófi og hinir ríku og sterku fá a<5 gramsa og hrifsa til sín, en hin- ir veiku að lúta. Það cr þessi sama stefna, sem ríkti í Banda- ríkjunum 1930 og leiddi yfir þetta land mörg hundruð mill- jónir atvinnuleysingja, hungur, bankahrun og fjöldagjaldþrot. Það var þá, sem Roosevelt kom til sögunnar og bjargaði þjóð> sinni úr helgreipum handaliófs- stefnunnar, sem ríkisstjórnin er liér að innleiða eftir erlendrl forskrift. . . SLÁTURHÚSAEIGENDUR! Nú er rétti tíminn til að hreinsa og hiiða hækiljárnin. MÁLMHÚÐUN K.E.A. Akureyri. TIL HVÍTASUNNUNNAR Flóru búðingar, allar teg. Royal búðingar Sætar möndlur Jarðarberjasulta — Sveskjusulta Ananassulta — Blönduð ávaxtasulta Eplamauk Rauðkál þurrkað Bl. grænmeti þurrkað Grænar baunir, þurrkaðar og í dósum Síróp, ljóst og dökkt — Súkkat Aspargussúpa — Blómkálssúpa Tómatsúpa Þurrkuð bláber — Kúrennur Appelsínusafi — Cítrónusafi NÝLENDUVÖRUDEILD OG UIIBUIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.