Dagur - 09.06.1960, Side 5
4
5
Dagur
Traust samtök
1 GÆR hófst hinn árlegi aðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. —
Kaupfélag Eyfirðinga telur á sjötta
þúsund félaga og er 74 ára félagsskap-
ur, sem enn er í vexti, nýtur trausts
og virðingar í auknum viðskiptum, og
árlega hrindir í framkvæmd ýmsum
þeim málum, sem einstaklingum eru
ofviða.
í skýrslu félagsstjórnar KEA, sem
Brynjólfur Sveinsson flutti í fundar-
byrjun og prentuð er í nýjum Félags-
tíðindum, segir svo meðal annars:
„Allir samvinnumenn vita vel, að
ískyggilegar blikur eru á lofti og boð-
ar og blindsker á viðsjálli siglinga-
leið. Stjórn félagsins telur einsætt að
hefla seglin og gæta ýtrustu varfærni,
þar til betur verður séð, hversu ræðst
um afkomu og framtíðarhorfur ís-
lenzkra samvinnufélaga. Hitt er ann-
að mál, að ekki er ástæða til að ör-
vænta eða leggja árar í bát. Máttar-
viðir Kaupfélags Eyfirðinga eru sterk-
ir og óbrotgjarnir. Það stendur fjár-
hagslega traustum fótmn og það á
samhug og velvild meira en fimm
þúsund félagsmanna í eyfirzkmn bæj-
um og byggðum. Slík samtök eru ekki
auðrofin, og hver, sem það reynir,
mun hljóta af því skapnaðarvirðing,
svo notuð séu orð þjóðskáldsins borg-
firzka fyrir þúsund árum. Hins er gott
að minnast, að fyrr hefur syrt í álinn
fyrir íslenzkum samvinnufélögum, en
jafnan hefur aftur birt í lofti og leið-
in orðið greiðfær. En eitt er naúðsyn-
legt: AHir íslenzkir samvinnumenn
verða að standa saman og slá órjúf-
andi skjaldborg um hugsjónir og
menningararf samvinnustefnunnar. Þá
er hún ósigrandi og á enn auðlegð
óeyddra hamingjudaga.“
Framkvæmdastjóri félagsins, Jakob
Frímannsson, segir meðal annars:
„Árið 1959 var góðæri til lands og
sjávar fyrir Akureyringa og Eyfirð-
inga. Atvinna mjög góð hér á Akur-
eyri, afli með betra móti frá verstöðv-
um við Eyjafjörð, heyskapartíðin
ágæt síðastl. sumar og skepnuhöld
víðast hvar góð. Svipaða sögu má
segja um verzlun og framleiðslu
Kaupfélags Eyfirðinga, enda afkoma
félagsins og velgengni mjög nátengd
afkomu félagsmannanna, sem eðlilegt
er, þar sem heita má, að hver búandi
maður í Eyjafjarðarsýslu og á Akur-
eyri teljist félagsmaður í kaupfélag-
inu og hafi þar mest sín viðskipti.“ Og
í niðurlagi segir svo: „Hversu alvar-
legar afleiðingar hinar illræmdu
„efnahagsráðstafanir“ munu hafa á
framtíð samvinnuverzlunar landsins,
er ekki unnt að segja að svo stöddu,
ekki sízt þar sem enn standa til stór-
kostlegar aðgerðir til viðbótar því,
sem komið er, í þá átt að þrengja
kosti kaupfélaganna. (Eru nú fram
komnar með breytingu á útsvarslög-
uniun.) En við samvinnumenn skul-
um vera þess minnugir, að þctta er
ekki í fyrsta sinn, sem andstæðingar
samvinnustefnunnar veitast harka-
lega að samvinnufélögum landsins, en
þeim árásum hefur jafnan verið
hrundið, með því að sameinast cnn
fastar inn hugsjónir þessarar stór-
merku félagsmálahreyfingar."
Gagnfræðaskóli Akureyrar lýkur
þrítugasfa starfsári sínu
Varphólminn var eins og hátíðasvæði
Gagnfræðaskóla Akureyrar
var slitið miðvikudaginn 1. júní.
Skólastjórinn, Jóhann Frímann,
flutti skólaslitaræðuna og drap
fyrst á, að þetta væru þrítug-
ustu skólaslit Gagnfræðaskól-
ans. Minntist hann í því sam-
bandi ýmissa atriða úr starfs-
sögu skólans á liðnum þrjátíu
árum, nemenda hans og kenn-
ara og síðast, en ekki sízt,
tveggja fyrrverandi skólastjóra,
þeirra Sigfúsar Halldórs frá
Höfnum og Þorsteins M. Jóns-
sonar. Þá skýrði hann frá því,
að nú hefði fengizt byrjunar-
framlag bæði frá ríkissjóði og
bæjarsjóði Akureyrar til við-
bótarbyggingar við skólahúsið,
sem brýn þörf væri á. Lýsti
skólastjóri ánægju sinni yfir því
að geta flutt þessi góðu tíðindi
á þessum tímamótum.
Síðan gaf skólastjóri stutt yf-
irlit um skólastarfið á liðnum
vetri. Innritaðir nemendur
voru alls 449, og skiptust þeir í
18 bekkjardeildir, 12 bóknáms-
deildir og 6 verknámsdeildir.
Fastir kennarar eru 20 við
skólann og 6 stundakennarar.
Skólastarfið var mjög í svipuðu
horfi í vetur og undanfarin ár,
bæði um nám og félagsstarf-
semi. Heilsufar í skólanum var
yfirleitt gott. Hæstu einkunn í
öllum skóla á vorprófi hlaut
Steinunn Stefánsdóttir úr II.
bekk, I. einkunn 8,96. Jafnframt
hlaut hún verðlaun fyrir fram-
úrskarandi skrift og frágang
prófverkefna. Var það forláta
góður lindarpenni, sem Búnað-
arbanki fslands, útibúið á Ak-
ureyri, gaf í þessu augnamiði.
Gagnfræðapróf þreyttu 57 nem-
endur IV. bekkjar, 34 úr bók-
námsdeild og 23 úr verknáms-
deild. Hæstu einkunn á
gagnfræðaprófi hlutu Laufey
Bjarnadóttir, I. einkunn 8,26, og
Skúli Ágústsson, I. einkunn
7,88. Þessir tveir nemendur
hlutu og bókaverðlaun frá
Lionsklúbb Akureyrar fyrir
ágæta frammistöðu í stærð-
fræði, bókfærslu og vélritun.
25 nemendur úr III. bekk skól-
ans gengu undir landspróf mið-
skóla, en úrslit í því prófi eru
ekki kunn ennþá.
Gagnfræðingarnir fóru í sex
daga ferðalag til Reykjavíkur
og Suðurlands að loknu prófi,
og landsprófsnemendur fóru í
nokkurra daga ferð um sömu
slóðir. Sú nýbreytni var upp
tekin í sambandi við nemenda-
ferðir skólans að þessu sinni, að
landsprófsnemendur völdu sjó-
leiðina, austur um land til
Rvíkur, en koma landleiðina til
baka.
Þegar skólastjóri hafði af-
hent prófskírteini og verðlaun
flutti hann hinum nýju gagn-
fræðingum ágætt ávarp og
sagði síðan skólanum slitið. Ás-
kell Jónsson, söngkennari,
stýrði söng við athöfnina.
- Félagsheimiii Sjálfsbjargar vígt
Framhald af 1. síðu.
hvítasunnudag. Ræður fluttu:
Sigursveinn D. Kristinsson,
Emil Andersen, Stefán Ág.
Kristjánsson, Magnús E. Guð-
jónsson, Valdimar Hólm Hall-
stað, Sveinn Þorsteinsson og
Orn Snorrason, og hann las
einnig upp sögukafla eftir Ein-
ar Kristjánsson. En sögu félags-
ins rakti Aðolf Ingimarsson og
stjórnaði hann hófinu. Söngvar-
arnir Jóhann Konráðsson og
Kristinn Þorsteinsson sungu
fjóra dúetta við undirleik Guð-
rúnar Kristinsdóttur, en Áskell
Jónsson stjórnaði almennum
söng á milli atriða. Allt fór hóf
þetta hið bezta fram.
Hið nýja hús teiknaði Sig-
tryggur Stefánsson iðn-
fræðingur. Flatarmál þess er
195 m2. Þar af er salur, sem er
14,50x8,40 m., auk þess eldhús,
tvær forstofur, fundarherbergi,
snyrtingar og kjallari að
nokkru. Kostnaðarverð er um
600 þús. krónur, eins og bygg-
ingin er nú. Byggingameistarar
voru Jón Gíslason og Jón B.
Jónsson, raflagnir og miðstöð
annaðiít KEA, málningu Guð-
varður Jónsson, og Karl Frið-
riksson hafði umsjón með ýms-
um framkvæmdaatriðum bygg-
ingarinnar.
Félaginu bárust gjafir í tilefni
vígslunnar: Guðmundur Hall-
dórsson gaf tvö málverk, Magn-
ea Sæmundsdóttir og Heiðrún
Steingrímsdóttir gáfu fána með
félagsmerkinu, Emil Andersen
gaf innrammað merki félagsins
og einnig bárust peningagjafir
og blóm.
Formaður félagsins þakkaði
hlýhug allan og hinar góðu
gjafir fyrr og nú.
Félagið Sjálfsbjörg var stofn-
að 8. okt. 1958 af 39 manns. Á
vegum þess hefur verið stunduð
margs konar föndurvinna og
skemmtana- og kynningarkvöld
Hið nýja félagsheimili, Bjarg,
er gleðilegur vottur þess, hve
hinir vanheilu eru máttugir
þegar þeir leggjast á eitt. Sam-
tökin opna þeim leið til kynn-
ingar, sem mörgum var áður
næstum lokuð. Og hinir al-
mennu borgarar vita, að í nú-
tíma þjóðfélagi gildir annað og
meira en vöðvaaflið eitt saman,
og að haltur maður og handar-
vana getur skilað ágætu dags-
verki á ýmsum sviðum atvinnu-
lífsins, þegar hann fær störf við
sitt hæfi. Samfélagið þarf að
hlynna að þeim, sem ekki eru
fullkomlega eins líkamlega
hraustir og aðrir. Og fatlað fólk
þarf að standa fast saman um
áhugamál sín á félagslegum
grundvelli.
Megi framtíð hinna fötluðu
verða á traustara bjargi byggð
í þjóðfélagi okkar en verið hef-
ur til þessa.
Fyrir nokkrum dögum áttum
við Jónas Kristjánsson samleið
til Sauðárkróks, gerðum þá
lykkju á leið okkar og heim-
sóttum bóndann á Hellulandi,
Olaf Sigurðsson, og Ragnheiði
Konráðsdóttur, konu hans,
þeirra erinda að sjá æðarvarpið
í hólmum Héraðsvatna. Sólberg
Þorsteinsson, mjólkurbússtjóri
á Sauðárkróki, hafði þá bætzt
í hópinn, og réri Ólafur okkur
yfir í hólmana og gengum við
þar á land.
Það var eins og að koma á
hátíðasvæði að koma í aðal-varp
hólmann. Þar voru marglit
flögg á lágum flaggstöngum um
allan hólmann og þar sátu 5—
600 æðarkollur á eggjum. Hólm
inn var hvítflekkóttur af úandi
æðarblikum, en margir þeirra
voru þó á sundi umhverfis.
Á varphólma þessum er
nokkur víðigróður, kjörgróður í
æðarvarpi, og hvílíkt iðandi líf/
Blikarnir færðu sig skjótt frá
en voru þó mjög gæfir. Koll-
urnar sátu sem fastast á eggjun-
um, þar til komið var fast að
þeim. Ólafur strauk nokkrum
þeirra á hreiðrunum og talaði
við þær í gælutón. Flestar flögr-
uðu þó af, sumar út á ána en
aðrar nokkra metra og biðu
þess að við héldum örlítið
lengra, svo að þær gætu óhultar
annazt börn og bú.
Við gengum eftir hólmanum
endilöngum. Hreiðrin eru sums
staðar svo þétt, að undrun
sætir, og þarf að ganga um með
hinni mestu gát. Sumar koll- -
urnar gáfu sér tíma til að
byrgja eggin með hinum mjúka
og fræga dún. Og tvær kollur,
sem styggðust upp rétt við fæt-
ur mér, sá eg breiða yfir egg
nágrannakonunnar um leið og
þær fóru þar hjá.
Þegar við höfðum gengið
hólmann á enda, voru æðar-
kollurnar, sem fyrst urðu á
vegi okkar, aftur komnar í
hreiður sín, og þar sem við
stóðum og virtum þetta fyrir
okkur, hurfu flestarkollurnaraf
ánni upp í hólmann, og kyrrðin
var aðeins rofin af hinum þægi-
lega „úandi“ söng æðarblik-
anna, sem ýmist fylgdu konum
sínum fast eftir og settust hjá
hreiðrunum, eða syntu enn á
ánni og gáfu nánar gætur að
því, sem fram fór. Og ekki var
trútt um, að þeir sýndu hinu
veikara kyni nokkra ástleitni,
stundum margir í senn, en
makinn varði rétt sinn og
sæmd sinnar mjúkfiðruðu hús-
freyju af hinni mestu hörku.
En blikarnir eru farnir að
verða ögn lausari við heimilin
síðan líða tók á varptímann og
brátt halda þeir til sævar, en
mæðurnar annast ungana, sem
nú skríða úr eggjunum hvað af
hverju. 4—6 egg eru í hreiðri.
Tíminn var fljótur að líða í
varphólmanum og unun að
dvelja þar í sumarblíðunni
meðal hinna fögru og villtu
náttúrubama, sem beinlínis
sækjast eftir vernd mannsins,
. njóta hennar og greiða ríkulega
fyrir sig með hinum heims-
fræga dún. ísland er mesta
varpland æðarfuglsins. Og hér
er æðarfuglinn nytsamastur
allra fugla. Þó eru lifnaðarhætt-
ir hans lítt kunnir ennþá og er
ekki vansalaust.
Æðarfuglinn gefur árlega um
4000 kg. af dún, að því er talið
er. Ennfremur munu varpeig-
endur taka eitt egg úr hreiðri
og eru þau herramannsmatur.
Hvert kg. af æðardún kostar nú
1340 krónur. Ur 50 æðarhreiðr-
um fæst eitt kg. af dún. Hin
hvimleiða og óþrifalega dún-
hreinsun, eins og hún hefur
tíðkazt frá fyrstu tíð og fram.
undir síðustu ár, er að mestu úr
sögunni, vegna nýrra og hug-
vitsamlega gerðra véla, sem
Þingeyingur fann upp fyrir ör-
fáum árum og eru nú hvarvetna
notaðar. En varpið þarf þó
hirðingar við eins og áður og
einmitt á þeim tíma, þegar
venjulegar vorannir við hvers
konar bústörf eru mestar. En
það er dýrt að vanrækja gott
æðarvarp og það er til mikils
að vinna að koma upp varpi og
slík ævintýri gerast þó, sem
betur fer.
Heima á Hellulandi bar eg
fram nokkrar spurningar við-
komandi æðarvarpi og svaraði
Ólafúr þeim góðfúslega af sín-
um:' alkunna áhuga og þekk- .
ingu, en hann er nú opinber
leiðbeinandi um þessi mál og
fagnar því hve margir hafa
þrátt fyrir fólksfæð og annir í
sveitum, áhuga á að kynna sér
möguleika á þessu sviði.
Hvernig á að koma upp æðar-
varpi?
Ekki verður það sagt í fáum
' orðum, en óhætt er að segja, að
hringinn í kringum landið og
ennfremur víða við ár og vötn
er hægt að koma upp arðsömu
Tálblikar.
Þetta þarf að gera snemma
vors, því að æðarfuglinn fer þá
að fljúga inn yfir landið og at-
huga væntanlega varpstaði. Það
gerir hann um nætur þegar há-
sjávað er og veita fæstir þessu
könnunarflugi eftirtekt. En þá
tekur fuglinn sinar ákvarðanir.
Svonefnda tálblika er gott að
setja upp, þar sem nýtt varp á
að verða. Það eru uppstoppaðir
blikar eða líkan af þeim með
réttu litaskrúði. Þetta vekur
eftirtekt fuglanna á athugana-
ferðum þeirra og getur haft
hefur gerzt í Vigur og á fleiri
stöðum. Fuglinn hefur þckað
sér í áttina til bæja og virðist
una þar betur.
Vargurinn sækir fast á.
Óvinir æðarfuglsins eru
margir, fyrir utan manninn,
sem of víða er skilningssljór á
aðrar nytjar æðarfugls en þær,
að drepa hann og setja í pott-
inn. Versti óvinurinn er þó
svartbakurinn, sem talið er að
hafi tífaldazt á þessari öld. —
Hann etur þriðjunginn af æð-
areggjunum og sennilega um 70
mikla þýðingu. Og þegar for-
vitni þeirra er vakin og í Ijós
kemur við nánari athugun
■þeirra, að . þar eru hentug
hreiðurstæði í mjúkri sinu eða
e. t. v. runnagróðri, sem er allra
bezt, og að þar er ekki búpen-
ingur á beit, en í þess stað eitt-
hvað fyrir auga og eyra, svo
sem flögg o. fl„ geta ævintýrin
gerzt: . Nokkur hreiður fyrsta
árið og siðan fleiri.
Og Ólafursegir nokkur dæmi
um þetta. Bóndi nokkur flutti
af góðri varpjörð og á aðra, þar
sem ekkert varp var eða hafði
nokkru sinni verið. Eftir nokk-
ur ár var hann búinn að koma
varpi og stundum með lítilli
fyrirhöfn. En hægast er að
koma varpinu upp við sjc, þar
sem landið er lágt, grösugt og
alfriðað fyrir ágangi búfjár.
Víða hagar vel til, þar sem ár
eða lækir renna til sjávar, á
nesjum, eyraroddum eða í ár-
hólmum. Fyrsta skilyrðið er að
girða landið traustri girðingu.
Þá þarf að útbúa hreiðurstaði
og er það hægt með því að veita
skjól með hnaus eða hellublaði
og láta heyvisk þar sem vænt-
leg hreiðurgerð fer fram. Þá er
gott að setja upp flögg, rellur
og hjarðbjöllur.
upp hjá sér góðu æðarvarpi. Á
Bessastöðum urpu 12 æðarhjón
þegar Ólafur kom þar til að
leiðbeina. Nú eru þar sögð um
200 hreiður eftir 4 eða 5 ár.
Æðarfuglinn vill nágrenni
mannsins. •
Víða má sjá, að æðarfuglinn
sækist eftir nágrenni við mann-
inn, ef til vill til þess að forðast
með því skæðustu óvinina:-
veiðibjöllu, hrafn, tófu og mink.
Á Illugastöðum á Vatnsnesi er
varphólmi. Nú hefur varpið
færzt í land og er nú þéttast
beint á móti bænum. Svipað
—80% af æðarungunum, vélð-
ur ekki meint af að renna nið-
ur 6—7 æðarungum í einni
lotu. Hrafninn er víða skæður
í varplöndum, þá er tófan til
binnar mestu óþurftar og mink-
urinn er einnig skaðvaldur, þar
sem hann nær einhverri fct—
festu.
Hvernig heldurðu varginum
í skefjum?
Við eitrum egg, ag árangúr-
inn hefur orðið ágætur. í vor
var mikið um veiðibjöllu cg
hrafn. Veiðibjallan gengur um
varpið á næturnar, á meðan æð-
arkollurnar eru enn ekki setzt-
ar á, en búnar að verpa einu
eða tveimur eggjum í hreiður.
Kollurnar breiða yfir eggin,
þegar þær fara, en veiðibjallan
leitar í hverju hreiðri og etur
óhemju mikið. En ef hún etur
eitrað egg eru dagar hennar
taldir og hún liggur dauð og
eins fer fyrir hrafninum, segir
Ólafur, og fór maður þá að
skilja, hvers vegna hræ þessara
fugla voru á víðavangi á leið
manns í varpið.
En tófan og minkurinn?
Grenjaskytturnar herja á
tófuna á hverju vori, halda
stofninum niðri svo að hér er
lítið vart við hana. Minkarnir
eru á undanhaldi í héraðinu
síðan duglegir veiðihundar
komu til sögunnar og hjálpuðu
í baráttunni.
Þetta og margt fleira sagði
bóndinn á Hellulandi okkur,
bæði á leiðinni í varpið og yfir
rjúkandi kaffinu á eftir og
þakka eg þær upplýsingar og
þeim hjónum fyrir móttökurn-
ar. — E. D.
Auglýsingar þurfa að
berast fyrir hádegi dag-
inn fyrir útkomudag.
SJALFSTÆÐISMENN
KVEÐAST Á
Oft hafa menn á Alþingi vitn-
að í ljóð góðskálda. Hitt mun
varla hafa tíðkazt til þessa, að
menn hafi þar yfir sinn eigin
kveðskap í þingræðum.
En á hinu nýja þróunarskeiði
stjórnskipulagsins hefur orðið
breyting á þessu.
Jón Pálmason varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins í Norð-
urlandskjördæmi vestra hafði
fyrir hönd kjörbréfanefndar
framsögu um kjörbréf annars
varamanns Sjálfstæðisflokksins,
Sigurðar Bjarnasonar. Jón lauk
ræðunni með eftirfarandi
stöku:
„Á varamönnum er vaxandi trú
og vonirnar hafa því með sér.
Sigurður vinur er sigurviss nú
er sæti hann tekur að nýju
hér.“
Á Alþingi var í vor allmikið
rætt um frumvarp til laga um
takmarkað leyfi til dragnóta-
veiði innan fiskveiðilögsögunn-
ar, undir vissu eftirliti. Ekki
var þetta flokksmál. Jón
Pálmason mælti gegn frumvarp
inu og skýrði meðal annars frá
því, að dragnótabátur hefði eitt
sinn strandað nærri landi sínu
og hefði skipshöfnin vakið sig
upp að næturlagi. Pétur Sig-
urðsson 12. þingmaður Reyk-
víkinga svaraði Jóni og lauk
ræðu sinni á þessa leið:
„Er sól á himni rennur senn
og skella hestahófar,
vekið ekki varamenn
vondir flatfiskþjófar.“
Þrem dögum síðar kvaddi
Jón Pálmason sér hljóðs og
svaraði þá flokksbróður sínum
í ræðulok:
„Pétur strengi stillti lina
stóran fengið hefir drátt.
Dragnót þrengir kölskans kyna
kann þó engan bragarhátt."
Þá kvað Pétur:
„Jón á Akri vaskur verst
voðamönnum dragnótar.
í lijólatík um botninn berst
böðull þingsins háðungar."
HELGI VALTÝSSON:
BORIS PASTERNAK
I.
Boris Pasternak er dáinn.
Hann fékk leyfi til þess. Og
einnig að fá að hvíla í sinni
ástkæru rússnesku mold, sem
hann vildi ekki yfirgefa fyrir
tveimur árum, er við borð lá,
að hann yrði gerður landrækur
— fyrir að verða heimsfrægur
Æskumynd af Boris Pasternak.
Sennilega af mólverki eftir
íöður hans, sem var frægur mál-
ari, móðir hans var píanóleikari.
í einni svipan! — Enda var það
án leyfis og tilstilli Sovét- '
stjórnar!
En eigi myndi það talið neitt
furðulegt öfugmæli, er „ver-
aldarsaga Sovétríkjanna" verð-
ur endursamin enn á ný innan
skamms, að „hið heimsfræga
skáld Sovétveldis, Boris Past-
ernak“ verði þar talinn einn
glæsilegasti andlegur Sovét-
spútnik, sem „kominn sé á
braut“ umhverfis hnatt-kríli
vort, en sá spútnikk mun þá
knúinn aíli rússneskrar list-
hneigðar og andagiftar, og ekki
aðeins um mjög takmarkaðan
tíma, heldur um aldur og ævi,
þótt landar hans hefðu hvorki
drengskap né þroska til að
meta hann réttilega í lifanda
lífi!
Boris Pasternak lézt að
Hverjir skoða skipin?
Eftirlits og skoðunarmenn Skipaskoðunar ríkisins á Ncrðurl.
eru:
III. eftirlitssvæði: Magnús
Bjarnason skipaeftirlitsmaður,
Akureyri.
Frá Hrútafjarðarbotni að
Skagatá: Páll Guðmundsson,
Höfða, Hvammstanga. Guð-
mundur Sigurðsson, smiður,
Holti. Þórður Jónsson, vélstjóri,
Skagaströnd.
Frá Skagatá að Haganesvík:
Jón Nikódemusson, vélsm.,
Sauðárkróki. Ásgrímur Einars-
son, skipstjóri, Sauðárkróki.
Þorgrímur Hermannsson, báta-
smiður Hofsós.
Frá Haganesvík að Siglu-
nestá: Sveinn Þorsteinsson, skip-
stjóri, Siglufirði. Snorri Stefáns-
son, vélstjóri, Siglufirði, Sigurð-
rrr Björnsson, skipasmíðameist-
ari, Siglufirði.
Frá Siglunestá að Ólafsfjarð-
armúla: Jón Frímannsson, vél-
smiður Ólafsfirði. Páll J. Þor-
steinsson, skipstjóri, Ólafsfirði.
Frá Ólafsfjarðarmúla að
Gjögri, svo og Grímsey: Jóhann
Jóhannsson, útgerðarmaður,
Dalvík. Elías Halldórsson, vél-
smiður, Dalvík. Valmundur
Guðmundsson, vélsmiður, Akur-
eyri. Jóhannes Júlíusson, skip-
stjóri, Akureyri. Júlíus Stefáns-
son, trésmiður, Hrísey.
Frá Gjögri að Tjörnesi, svc og
Flatey á Skjálfanda: Jóhann Sig-
valdason, Húsavík. Árni Jóns-
son, Húsavík.
Frá Tjörnesi að Gunnólfsvík-
urfjalli: Kristján Vigfússon, tré-
smiður, Raufarhöfn. Sveinn
Nikulásson, vélsmiður, Raufar-
höfn. Asgrímur Hólm Kristjáns-
son, Þórshöfn.
kvöldi dags, og þegar síðdegis
næsta dag íluttu cll vestræn
blöð, víðs vegar um heim, frétt-
ina um lát hans og lofsamleg
ummæli með samúð og virð-
ingu um skáldið og rithöfund-
inn rússneska. En rússnesk
blöð (t. d. Pravda, ísvestia,
Þjóðviljinn o. fl.) gátu þessa
ekki einu orði næstu dægrin.
En er Moskvu-útvarpið og blöð-
in gátu ekki lengur gert sig að
undri og afglöpum, réðust þau
með illyrðum og skömmum á
brezk og önnur erlend blöð fyr-
ir lofsamleg ummæli þeirra um
hið látna rússneskra skáld, og
töldu þau „pólitiskt skrum, and-
sovéskan áróður og róg um
rússnesku þjóðina“! o. s. frv.
Á vísindalegum tækni-vett-
vangi hafa Rússar unnið sér
það til frægðar síðustu árin, að
senda nokkra „Spútnikka" út í
himingeiminn á undan Banda-
ríkjamönnum, enda hefur því
verið haldið óspart á lofti. Á
andlegum vettvangi Rússa
spratt upp — í íyrsta sinn eftir
byltinguna — mikil rússnesk
skáldsaga með heimsbókmennta
sniði. Þetta var hin mikla skáld-
saga Boris Pasternaks um
Zivagó lækni. Saga þessi spegl-
ar byltingarþróun Rússlands frá
1905 og fram til sigursins yfir
Þjóðverjum 1945, — og viðhorf
einstaklingsins til þessarar þró-
unar. — Dr. Zivagó er þvi eins
konar sjálfsævisaga, persónu-
lega berorð og hreinskilin. —
En það hentaði ekki byltingar-
stjórninni, sem hélt' „veraldar-
sögu Sovétveldis" í hendi sér
og hagaði henni og breytti eftir
hentisemi sinni.
Saga þessi var ekki birt né
borin fram af ákveðinni klíku
og miklu fjármagni, heldur af
einstaklingi, sem í kyrrþey og
allmikilli einangrun hafði rækt-
að með sér kjarngresi rússnesks
anda í ást til síns mikla fóstur-
lands og birti hug sinn allan í
sögu sinni til kynningar og
heiðurs ástkæru föðurlandi
sínu í augum alheims!
En stjórn föðurlandsins af-
neitaði þessum bezta syni þess.
Lokaði fyrir útgáfu sögu hans
heima fyrir. Hún hentaði ekki
stjcrnarvöldum Sovétlýðveldis-
jns. (Síðari kafli i næsta blaði.)
11111 ■ 1111111111111
| Sýming Hafsteins [
| Austmanns I
Ungur abstraktmálari, Haf-
steinn Austmann, opnaði mál-
verkasýningu í Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri laugardaginn
fyrir hvítasunnu. Sýning þessi
hefur verið sæmilega sótt og
nokkrar myndanna selzt. Alls
eru 38 myndir á sýningunni og
þar af 5 olíumálverk. — Sýn-
ingin er á vegum Ásgeirs
Jakobssonar bóksala hér í bæ,
og er ánægjulegt að bæjarbú-
um gefst kostur á að kynnast
þessari tegund listar, svo sem
öðrum listgreinum. Sýningin.
er opin daglega kl. 2—10 e. h.