Dagur


Dagur - 09.06.1960, Qupperneq 8

Dagur - 09.06.1960, Qupperneq 8
8 Húsnæðið enn aukið og getur stofnimin tekið á móti linndrað börnum til dvalar á sumrin f alliliða góðhesíakeppninni á annan hvítasunnudag sigraði Draum- ur. Eigandi og knapi er Magni Kjartansson, Litla-Garði. Draumur er rauður að lit, fínbyggður og fjölhæfur gæðingur og kannast raargir við þennan góðhest frá fyrri sýningum og góðhestakeppni. Þessi mynd var tekin á skeiðvelli Léttis við Eyjafjarðará í fyrra. Kvenfélagið Hlíf á Akureyri var stofnað 1907, eða ári síðar en Ungmennafélag Akureyrar. Onnur félög tóku upp merki ungmennafélagsins, en kvenfé- lagið starfar enn af miklum dugnaði og einbeitti sér að því verkefni, sem lengi mun vitna um vit og þrek kvenna á Akur- eyri. En það er Barnaheimilið Pálmholt. Ný viðbygging. Á laugardaginn buðu Hlífar- konur fréttamönnum í Pálmholt til að sjá nýja viðbyggingu, sem verið er að taka í notkun, og er það mjög rúmgóð leikstofa og fleira. Jónína Steinþórsdóttir, for- maður félagsins, minntist þess, að Pálmholt væri 10 ára, og að Gunnhildur Ryel hefði gefið land fyrir barnaheimilið, sem síðar var skipt á, er þessi staður var valinn. Síðan var Pálmholt byggt í áföngum. Viðbót gerð 1954, þar sem nú er borðstofa og svo önn- ur nú. Þetta barnaheimili er mjög vistlegt, og barnaheimilis var brýn þörf. Það rúmar nú Frá kappreiðum á skeiðvelli Léttis 6. jiiní Mikif! áhugi fyrir hestamennsku Hinar árlegu kappreiðar Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri fóru fram á skeiðvelli félagsins á bökkum Eyjafjarð- arár á annan í hvítasunnu. — Veður var milt, skeiðvöllurinn laus við ryk og ánægjulegt hestaunnendum þar að vera. — Gestir voru 4—500 og sýnir það meiri áhug.n fyrir hesta- mennsku, eða a. m. k. fyrir kappreiðum, en búast mátti við. Keppt var í folahlaupi (250 m.), 300 metra stökki, 350 m. stökki og skeiði. Ennfremur var góðhestasýning. Góðhestasýningin. I alhliða góðhestakeppninni voru 8 hestar, en 5 í keppni klárhesta með tölti. Þar voru margir góðir hestar og sumir þeirra atorkugæðingar, en flest- ir nokkuð vandmeðfarnir og misviljugir á að sýna kosti sína alla. í alhliða góðhestakeppninni hlaut Draumur Magna Kjart- anssonar, Litla-Garði, fyrstu verðlaun. Víkingur Árna Magnússonar hlaut fyrstu verðlaun klárhesta með tölti. Bæði verðlaunin voru farand- bikarar. Báðir hestarnir eru kunnir gæðingar. Folahlaupið. Fyrstur varð Funi, 5 vetra, rauðskjóttur. Eigandi Alma Magnúsdóttir, knapi Þorvaldur Pétursson. Tími 20,3 sek. — Stjarna Guðlaugar Stefánsdótt- ur varð önnur. Tími 20,7 og þriðji varð Blesi á 31,0 sek. 300 metra stökk. Jarpskjóni Ásgeirs Guðjóns- sonar, knapi Alfreð Arnljóts- son, hlaut fyrstu verðlaun. Tími hans var 23,9 sek. Jarpskjóni er 7 vetra og eyfirzkur að ætt. Lýsingur Jóns Matthíassonar varð annar á 24,1 og þriðji Bliki Alfreðs Arnljótssonar á 24,8. 350 metra stökk. Fyrstur varð Logi, rauður, 8 vetra, skagfirzkur. Eigandi Þorsteinn Kristjánsson, knapi Alfreð Arnljótsson. Tími 28,8 sek. og hlaut hann 2. verðlaun. Perla Svavai’s Jóhannssonar hlaut þriðju verðlaun. Tími 28,9. Skeið, 360 metrar. Stígandi Hergeirs Valgarðs- sonar rann skeiðið á 34,5 sek. Hann er eyíirzkur, 6 vetra, r.auður að lit. Tími hans nægði ekki til verðlauna og áðrir lágu ekki á skeiðinu. 100 börn. Að þessu sinni bárust 95 umsóknir og eru börnin á aldrinum 3 ára og jafnvel yngri og upp í 6 ára. Mánaðargjald er 400 krónur og sér heimilið um flutning á börnunum og lætur í té morgunmat, hádegisverð og síðdegisdrykk og börnin koma kl. 9 f. h. og fara kl. 6 síðdegis. Fyrsta forstöðukona Pálm- holts var Ingibjörg K. Jónsdótt- ir. Ráðskona er Sigurlaug Pét- ursdóttir og hefur verið það síðustu 8 árin. Bærinn, ríkið og gjöfulir ein- staklingar hafa lagt barnaheim- ilinu lið. Byggingarkostnaður og húsgögn munu hafa kostað fast að hálfri milljón og er það ódýrt. Byggingin er hátt á þriðja hundrað fermetrar að stærð. Stjórn Hlífar skipa nú, auk Jóninu Steinþórsdóttur: Lauf- ey Tryggvadóttir, gjaldkeri, Laufey Sigurðardóttir, ritari, Elinborg Jónsdóttir, varaform., og Dóróthea Kristinsdóttir, meðstjórnandi. Fréttnæmt má það kallast, að meðal gefenda, er stutt hafa Barnaheimilið Pálmholt, er Bindindisfélagið Dalbúinn í Saurbæjarhreppi, sem hafði leiksýningu á Akureyri í vor og gaf Pálmholti ágóðann. í sambandi við vígsluna á laugardaginn kl. 4 e. h., verður þar kaffisala og væri vel til fall- ið að bæjarbúar skryppu þang- að í eftirmiðdagskaffi. Það hefur verið Kvenfélaginu Hlíf mikil gæfa að hafa helgað einu aðalmálefni krafta sína hin síðari ár. Hundrað barna dag- heimili í Pálmholti er glæsileg- ur árangur þess. Og það er bæj- arfélaginu nokkurs virði, að eiga gæfuhendur Hlífarkvenna. Víkingnr Árna Magnussonar híact fyrstu verðlaun klárhesta. Jarpskjóni Ásgeirs Guðjónssonar sigraði í 300 metra stökki. — Sterkur drátt- arbátur í skipasmíðastöð Mjellem Sz Karlsen í Björgvin var hleypt af stokkunum fyrir skömmu dráttarbátnum og ísbrjótinum „Herkúles“, sem smíðaður var fyrir h.f. Björgunarfélag Nor- egs í samvinnu við ríkið. Er bátur þessi talinn með sterk- ustu bátum heims af sinu tagi. „Herkúles“ er 53 m. langur og knúinn fjórum 1100 hestafla vélum. Er honum m. a. ætlað að brjóta ísinn í Oslóarfirði, þegar þess gerist þörf. Barnaheimilið Pálmliolt 10 ára

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.