Dagur - 02.07.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 02.07.1960, Blaðsíða 1
r 1 Máuiao.v Framsókxar.mann.v Rnsr |j>ri: 1 ki íNui 7RÍ DáVÍDSSON Skku-moi-a i Hai > Si'.n i 106 . Si.rxiNt; ARs rn.cn 90 ú'OÚPRKNrUN A.NNAST. PrÍNI VERK OnííS B.JÍVkNS\ONAR H.l . Akx:ri.vri > Dagur XLIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 2. júlí 1960 — 32. tbl. ÁÚGt.ÝsrNtíÁsrjÓRí: |ós. Sam- t'Ei-SSOx . .Vk<-;.\n<u SiNS KOSí AK KR. löÚ.Oí) . ÍÚAi.liI'Ari Lí\ i. JÍ'lJ Bs.\OIO KEMCRCf A MitJVIKtílrOC.- t'M OO \ l.AL'GAKDÖOVM i-WAK Ási M>.\ ÞVKtR l it. Ú.A. HREPPTITOGAR Gekk ino í boð ríkisstjórnarmnar, sem bauð 8.2 mill jónir í togarann á nauðungaruppboði Framkvæmdastjórar Útgerð- arfélags Akureyringa h.f., þeir Gísli Konráðsson og Andrés Pétufsson, hafa undanfarna daga dvalið í Reykjavík og átt viðræður við ríkisstjórnina um kaup á togaranum Norðlend- ingi, sem seldur var á nauðung- aruppboði í Olafsfirði fyrir skömmu 'og áður var frá sagt hér í blaðinu. Ríkissjóður átti hæsta boð, 8,2 milljónir. Nú hefur Ú. A. gengið inn í þetta boð, eða rík- issjóður framselt Ú. A. þettá hæsta boð í togarann. Framkvæmdastjórar Ú. A. hafa gert samningsuppkast um kaupin. Stjórn Ú. A. samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn, að fallast á þá skilmála, sem í samningnum felast. Kaupverðið er, eins og áður segir, 8,2 millj. kr. Greiðslukjör eru hagstæð. Þær kvaðir fylgja, að Ú. A. skuldbindur sig til að leggja upp, sem svarar afla eins tog- ara á tímabilinu nóv.—febr. n.k. á Sauðárkrók'i og Ólafs- firði. Ennfremur er áskilið, að sömu staðir sitji fyrir um lönd- un, ef togarar Ú. A. þurfa að landa utan Akureyrar. Narðlendingur er nýlega kominn úr 12 ára klössun. Með kaupum Norðlendings hefur Útgerðarfélag Akureyi'- inga eignazt finnmta togarann. Stórbruni á Eiðum Skólahúsið brann til kaldra kola á lítilli stundu Á miðvikudaginn varð stór- bruni á Eiðum. Skólahúsið brann. Þar var, auk kennslu- stofu, íbúð skólastjórans, Þórar- ins Þórarinssonar. Engu varð bjargað. Eldsins varð vart kl. 10 um morguninn, en húsið var þá mannlaust. — Kallað var á slökkvilið frá Seyðisfirði og Reyðarfirði, en ekkert varð við eldinn ráðið. Húsið er steinhús, klætt innan með timbri. Viðbyggingu, sem í eru kennslustofur og nemendaher- bergi, tókst að bjarga að nokkru. Af annarri ólmu húss- ins, þar sem bæði er sundlaug og fimleikasalur, brann þakið. Hús það, sem brann til kaldra kola, var byggt 1908 og þótti glæsileg bygging á sinni tíð. Allt innbú Þórarins skóla- stjóra brann, svo og bókasafn verðmætt og margir munir skólans. Tjónið er því gífurlegt. Skólastjórinn er í ársleyfi. — Settur skólastjóri er Ármann Halldóx-sson. | HEYSKAPARTÍDIN | Segja má að veðráttan leiki við bændur hér á Norðurlandi, svo sem bezt má verða. Heyskapur byrjaði mjög snemma, sprettan er óvenjugóð og svo ágætir heyþurrkar, að sjaldgæft má teljast. Til er það, að lokið er fyrri slætti og hirðingu, og er það fram í Eyjafirði. Nýr bátur frá Skipasmíðasföð K. E. A. r Eigandi Halldór Jónsson, Olafsvík, og hefur hann samið um smíði þriðja bátsins Skipasmíðastöð KEA á Odd- eyri hefur enn lokið smíði nýs báts og fór hann til síldveiða fyrr í vikunni. Hann er 72,5 tonn með öfluga M W M diesel- vél og búinn hinum beztu sigl- inga- og öryggistækjum, svo og leitai'tækjum, sem nú þekkjast bezt við síldveiðar. Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari gex-ði teikninguna og var jafn- framt yfii'smiður, en hann er nú, þótt ungur sé, orðinn þekkt- ur skipasmíðameistari og hefur samæfðan hóp skipasmiða við byggingu báta og skipa. Hin nýi bátur heitir Steinunn, SH 207. Eigandi er Halldór Jónsson útgerðarmaður í Olafsvík, og virðist sá maður hafa bein í nef- inu, því að í fyrra byggði sama skipasmíðastöð fyrir hann bát af svipaðri stærð og gerð, Jón (Framhald á 7. síðu.) Sinfóníuhlj ómsveitin leikur á Akureyri Sinfóniuhljómsveit íslands heldur hljómleika í Akui'eyrar- kirkju sunnudaginn 3. júlí kl. 3 síðdegis. Stjórnandi er Tékkinn Vaclav Smetácek. — Einleikari með hljómsveitinni er Björn einleikari Björn Ólafsson, og skipuð. Héðan fer hljómsveitin Ólafsson. Á efnisskrá er Moldá, hljóm- sveitarverk eftir Smetana. Fiðlukonsert eftir Beethoven, Nýi heimurinn, sinfónía eftir Dvorak. Um 50 manns leika í hljóm- sveitinni og er hún því full- samdægurs til Vestmannaeyja og leikur þar um kvöldið. Far- arstjóri er Jón Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Akux'eyi’ingar munu í ár fagna komu Sinfóníuhljómsveit- arinnar, sem hingað til, og fjöl- menna í Akureyrarkirkju til að njóta góðrar tónlistar. iiiiMiiiiiiiiniéii* Oft er mikið að gera á Akureýrarflugvelli. í fyrradag voru 6 flug'vélar samtímis á vellinum, fjórar stórar og tvær litlar. 1111111 li 111 ■ 11 |TOGARARNIRÍ Kaidbakur landaði 22. júní 146 tonum fiskjar á Akui'eyri og var aftur kominn í gær með 140 tonn. Svalbakur landaði 25. júní 136 tonnum. Siéttbakur landaði 91 smálest hinn 28. f. m. Harðbakur landaði 160 tonn- um hinn 30. f. m.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.