Dagur - 02.07.1960, Blaðsíða 5

Dagur - 02.07.1960, Blaðsíða 5
4 5 r---r......—.................> Daguk Sambandsþing Fram- sóknarfélaganna í DAG kl. 2 eftir hádegi koma sam- an að Laugum í Reykjadal fulltrúar frá Framsóknarfélögum í kjördæmun- um, sem kennd voru við Akureyri, Eyjafjarðarsýslu, Suður-Þingeyjar- Sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. — Stofnað verður félagasamband Fram- sóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra. Að sjálfsögðu verður flokks- mönnum, þótt ekki séu fulltrúar, vel- komið að vera viðstaddir, eftir því sem ástæður þeirra og húsnæði á fundar- staðnum leyfa. Á þessu stofnþingi verða sett lög fyrir væntanlegt félagasamband í kjördæminu og kosin stjóm þess. Þingmenn flokksins í kjördæminu munu flytja yfirlit um störf Alþingis. Ymis mál munu verða tekin til um- ræðu og afgreiðslu, bæði landsmál, mál hlutaðeigandi byggðarlaga og mál, sem sérstaklega varða starfsemi flokksins. Stofnþingið mun standa í tvo daga. Dagskrá þess var birt í síð- asta blaði Dags. Þrátt fyrir mikið annríki til lands og sjávar um þessar mundir, hefur blað- inu verið tjáð, að mikill áhugi sé fyrir því, að sækja stofnþingið. — Allur almenningur hefur komizt að raun um það, ekki sízt nú, að stjórnmálin eru hluti af árferðinu á hverjum tíma, og einmitt sá hluti, sem menn helzt hafa á valdi sínu, ef menn vilja. Maður nokkur hér nærlendis, sem telur sér hafa missýnzt í kosningun- um í haust, lét svo ummælt nýlega, að nú væri sér það helzt til hugarlétt- is, að bráðum yrðu aftur kosningar. En nýjar kosningar, hvenær sem að þeim kemur, verða ekki að fullu gagni, nema tíminn, sem er að líða, sé notaður til að gera sér grein fyrir því, sem gerzt hefur eða gera skuli. Bónd- inn þarf að búa sig undir sláttinn, sjómaðurinn undir komu sfldarinnar. Kjósandinn þarf líka að vera viðbú- inn, þegar nýtt kjörtímabil gengur í garð og örlög mála ráðast. Framsóknarflokkurinn er stærsd stjórnmálaflokkurinn í þessu kjör- dæmi. Hann er meira. Hann er upp- runninn hér í Þigeyjarsýslum og við Eyjafjörð fyrir rúmlega 40 árum og hefur borið því nokkurt vitni. Honum var ætlað að vera forystuflokkur í framfarabaráttu landsbyggðarinnar, ekki sízt hér, og hann hefur verið það. Þeir, sem flokkinn styðja, og starfa í flokksfélögunum, hafa að- stöðu til að ráða sameiginlega stefnu hans og koma þar á framfæri skoðun- um sínum og áhugamálum. Það er engin ástæða til að sú stefna sé aðal- lega mótuð í höfuðstað Iandsins, þó að flokksstjórn og flokksþing komi þar saman, enda hefur það ekki verið svo. Frumkvæði í hinni skapandi baráttu, þarf að koma víða að, m. a. héðan. En til þess að svo megi verða, þarf að cfla hið félagslega samstarf hér. — Framsóknarmenn í Norðurlandskjör- dæmi eystra munu eftirleiðis halda sín sérstöku flokksþing eða sambands- þing ár hvert, sennilega á víxl í hin- um einstöku byggðarlögum. Látum stofnþingið á Laugum í dag og á morgun verða upphaf nýrrar sóknar. UM SJÁVARÚTVEGINN Á NORÐURLANDI Gísli Guðmundsson alþingismaður skrifar eftirfarandi grein fyrir Dag. En slík yfirleitsgrein um norðlenzku útgerð- ina hefur ckki verið skrifuð áður, svo að blaðinu sé kunnugt. Fjöldi fiskiskipa sl. ár Samkvæmt skipaskrá í Sjó- mannaalmanaki fyrir árið 1960 er tala fiskiskipa með þilfari, sem hér segir á Norðurlandi: í Þingeyjarsýslum og Húsa- vík 28. f Eyjafjarðarsýslu og Akur- eyrarkaupstað 46. í Olafsfjarðarkaupstað 8. í Siglufjarðarkaupstað 14. í Skagafjarðarsýslu og Sauð- árkrókskaupstað 7. í Húnavatnssýslu 10. Samtals 113. Á öllu landinu var tala sams konar skipa um 720. Skipaskráin í Sjómannaal- 'manakinu er samin nokkru fyr- ir áramótin síðustu. Samkvæmt tilkynningu frá skipaskoðun ríkisins í marzmánuði á þessu ári, virðist þilskipatalan á Norð- urlandi ekkert hafa breytzt til áramóta eftir að Sjómannaal- manakið fór í prentun. Einn bátur seldur til Vestmannaeyja, annar keyptur frá Vestfjörðum. Rétt er að hafa í huga, að skip eru stundum lengur á skrá en vera ætti. Taldir voru í smíðum fyrir Norðlendinga 1. jan. sl. 8 stórir (100—180 rúml.) fiskibátar og eitt 249 rúmlesta togskip er- lendis og einn lítill bátur innan- lands. Mun útgerð þeirra nú hafin eða hefjast á þessu ári. Opnir vélbátar, sem gerðir eru út að staðaldri til fiskveiða við Norðurland, eru í skýrslum Atvinnutækjanefndar taldir 185 í árslok 1956. Eru þá ekki taldir þeir bátar, sem lítt eða ekki eru notaðir til veiða. Opnu vélbát- arnir voru því á þessum tíma miklu fleiri en talan greinir — sennilega um eða yfir 300 og munar þar mestu á Akureyri. Síðan hefur opnum fiskibátum án efa fjölgað nokkuð, a. m. k. sums staðar á Norðurlandi. Fjöldi fiskiskipa 1960 Norðlenzk fiskiskip með þil- fari, sem voru á skipaskrá eða í smíðum 1. jan. sl., eða hafa bætzt við síðan á annan hátt, svo að mér sé kunnugt um, að frádregnum þeim, sem seld hafa verið úr fjórðungnum, skiptast þannig eftir stærð: Togarar, 654—732 rúml., 7. Fiskiskip, 150—249 rúml. 14. Fiskiskip, 92—140 rúml., 10. Fiskibátar, 47—76 rúml. 24. Fiskibátar, 35—43 rúml., 5. Fiskibátar, 21.—27 rúml. 8. Fiskibátar, 12—18 rúml. 14. Samtals 125. Þilskipið Bjarnarey (249 rúml.) er hér ekki talið til norðlenzkra skipa, þótt gert sé út á Norðurlandi, enda skráð annars staðar. Gera má ráð fyrir, að opnu . vélbátarnir, sem að staðaldri ganga til fiskveiða frá Norður- landi, séu nú fram undir 200 talsins, sbr. það, sem áður er sagt um það efni. í öllum sjáv- arplássum Norðurlands, er sjór meira og minna sóttur á slíkum bátum. Árið 1956 var saman- lagður ársafli þeirra svo að segja nákvæmlega þriðjungur þess afla, sem norðlenzki báta- flotinn lagði á land í norðlenzk- um höfnum á því ári, þegar síld er ekki meðtalin. Hvers konar skip henta Norðlendingum bezt? Aflamagn hinna minni þil- farsbáta, undir 30 rúml., sem þá voru 43 að tölu, eða talsvert færri en nú, var það ár nokkru meira samtals en opnu vélbát- anna. En hinir stærri vélbátar, yfir 30 rúml., sem þá voru 35 talsins, lögðu ekki á land norð- anlands það ár nema 3700 tonn af slægðum fiski með haus. Verulegur hluti af þessum 3700 tonnum, sem stærri bátarnir lögðu á land 1956, var af eldri togbátunum við Eyjafjörð. — Þetta dæmi sýnir, að bátar af hinni venjulegu, sunnlenzku vertíðarstærð, ca. 50—80 rúml., koma ekki að fullu gagni sem atvinnutæki á Norðurlandi. Þeir stunda að sjálfsögðu síld- veiðar hér fyrir norðan og aðra veiði að einhverju leyti milli vertíða, en á vetrarvertíðinni leita flestir þessir bátar suður fyrir land, sem vænta má og leggja vetraraflann á land fyrir sunnan. Atvinnan við aflann verður þar, en ekki á Norður- landi. Og útgerð norðlenzkra skipa syðra ýtir undir fólks- flutninga. Ef auka á atvinnu við útgerð og hagnýtingu sjávarafla hér nyrðra, sýnist því vera um það að ræða, að fjölga minni þilfarsbátum og opnum vélbát- um eða stórum skipum, sem geta stundað togveiðar og haft stærra athafnasvæði en bátar af vertíðarstærð. Sýnilega stefnir þróunin líka í þessa átt. Minni bátunum fjölgar, og nokkur stór skip hafa bætzt við, og eru nú að bætast við norðlenzka fiskiflotann. Hér þarf þó að fjölga með fullri gát, a. m. k. hinum stóru skipum, og þreifa sig áfram um gerð og útbúnað skipanna, svo og notkun þeirra utan síldveiðitímans. Að því er hina minni þilfarsbáta og opnu vélbátana varðar, er full ástæða til að ætla, að þörf sé á því fyrir Norðlendinga að leggja áherzlu á aukningu útgerðar á þessu sviði. Það er líka helzta ráðið til að fjolga beinum þátt- takendum í útgerðarrekstri. Fiskiskipin á hverjum stað Af togurunum sjö eru 4 gerð- ir út frá Akureyri og 2 frá Siglufirði. Sjöundi togarinn, Norðlendingur, hefur undanfar- in ár verið sameign Húsavíkur, Olafsfjarðar og Sauðárkróks, en skráður í Ólafsfirði. Útgerðar- félag Akureyringa hefur nú GÍSLI GUÐMUNDSSON alþingismaður. keypt þennan togara. Um skipa- og bátaeignina að öðru leyti á einstökum stöðum er í aðalatr- iðum þetta að segja: Þórshöfn. Á Þórshöfn eru gerðir út 7 litlir þilfarsbátar, 6—14 rúml., og 13 opnir vélbátar. Auk þess hefur Þórshafnarhreppur verið þátttakandi í kaupum og útgerð tveggja 249 rúml. skipa. Raufarhöfn. Á Raufarhöfn eru skráðir 3 litlir þilfarsbátar, 9—18 rúml., en einn þeirra hefur nú verið seldur til Akureyrar. Opnir vél- bátar nál. 20. V.s. Jón Trausti, 249 rúml., er skráður þar og gerður út þaðan. Þilfarsbátarn- ir, sem eftir eru á Raufarhöfn, eru 12 og 18 rúml. Húsavík. Á Húsavík voru síðastliðið ár 6 stórir bátar, 47—65 rúml., tvö skip, 100 og 112 rúml., í smíðum um sl. áramót. Annað þeirra er komið þangað. Minni þilfarsbát- ar á sl. ári 5, stærð 8—17 rúml. Opnir vélbátar yfir 30, sem veiðar stunda. — Einn af stóru bátunum seldur suður á þessu ári (47 rúml.). Flatey f Flatey voru á sl. áii 3 litlir þilfarsbátar, 6—9 rúml., og nokkrir opnir vélbátar. Grímsey. í Grímsey var á sl. ári skráð- ur 27 rúml. þilfarsbátur, sem þó mun ekki vera gerður út þaðan. Þar munu vera 12—13 opnir vélbátar, sem veiðar stunda. Grenivík. í Grenivík eru skráðir tveir stórir þilfarsbátar, 67 og 75 rúml., en gerðir út annars stað- ar. Ennfremur voru þar sl. ár 3 minni þilfarsbátar, 6—13 rúm]., en einn þeirra hefur nú verið seldur til Ólafsfjarðar. Opnir vélbátar 9. . ^ Hrísey. í Hrísey éru gerðir út 6 litlir þilfarsbátar, 5—9 rúml. Opnir vélbátar 5. — Á þessu ári hefur einn 18 rúml. bátur verið seld- ur suður, annar minni keyptur af Árskógsströnd. Akureyri. Á Akureyri og í grennd við hana voru ó sl. ári, auk togar- anna, skráð 5 stór fiskiskip, 127 —249 rúml., 5 stórir þilfarsbát- ar, 47—101 rúml., og 6 minni þilfarsbátar, 4—16 rúml., en um áramótin eitt 180 rúml. fiski- skip í smíðum, og mun vera í þann veginn að koma til lands- ins. Nýlokið er smíði á 27 rúml. bát, frambyggðum, í skipasmíða stöð á Akureyri og verður hann gerður út þaðan. Keyptur 9 rúml. bátur frá Raufarhöfn. Tveir bátar, 35 og 51 rúml., sem skráðir eru annars staðar, munu gerðir út frá Akureyri. Opnir vélbátar við veiðar senni lega eitthvað yfir 20. Hjalteyri. Á Hjalteyri voru skráðir 2 þilfarsbátar, 6 og 8 rúml. Opnir vélbátar 4. Árskógsströnd. Á Árskógsströnd (Hauganesi og Litla-Árskógssandi) eru gerð- ir út 4 litlir þilfarsbátar, 10—14 rúml. Opnir vélbátar 6. Dalvík. Á Dalvík eru 2 stór fiskiskip, 249 rúml. hvort. Skráðir á síðastl. ári 4 stórir þilfarsbátar, 51—75 rúml., og 4 minni, 5—9 rúml. Opnir vélbátar 11. Einn af minni þilfarsbátunum (8 rúml.) hefur nú verið seldur til Ólafs- fjarðar. ÓJafsfjörður. í Ólafsfirði voru síðastliðið ár skráðir 6 stórir þilfarsbátar, 53 — 102 rúml., og einn 10 rúml. Opnír vélbátar 22. Um síðastl. áramót voru í smíðum 2 stór fiskiskip, 150 rúml. hvort, og eitt 100 rúml., sem kom í vetur. Fimm litlir þilfarsbátar, 8—27 rúml., hafa verið keyptir til Ól- afsfjarðar á þessu ári, þar af þrír úr öðrum landsfjórðungum. Einn 64 rúml. bátur, skráður í Ólafsfirði á sl. ári, seldur suður. Siglufjörður. Á Siglufirði voj'H, auk togar- anna tveggja, skráð 4 stór fiski- skip, 94—259 rúml., 3 stórir fiskiþátar, 51—61 rúml., og 5 minni, 7—35 rúml. Opnir vél- bátar 15. Eitt 140 rúml. skip í smíðum gm sl. áramót. Hofsós. Á Hofsósi var skráður 1 þil- farsbátur, 22 rúml. Opnir vél- bátar 15. Sauðárkrókur. Á Sauðárkróki var skráð 1 249 rúml. skip, og annað 170 rúml. í smíðum um sl. áramót. Skráðir eru á sl. ári 5 þilfars- bátar, 7—16 rúml. Opnir vél- bátar 14. Skagaströnd. Á Skagaströnd var á sl. ári skráður 1 þilfarsbátur 75 rúml., 6 minni þilfarsbátar, 21—43 rúml., og 3 litlir, 8—10 rúml. Opnir vélbátar 5. Um sl. ára- Nokkur austur-þýzk togskip í Akureyrarhöfn bjuggust til togveiða í vetur, en etu nú öll á síldveiðum. mót var 180 rúml. fiskiskip í smíðum, samkv. upplýsingum skipaskoðunarinnar. En á þessu ári munu tveir 26 rúml. þilfars- bátar hafa, verið seldir suður. Opnir vélbátar Það skal skýrt fram tekið, að tölur opinna vélbáta eru á ein- stökum stöðum hér að framan margar eldri en frá sl. ári, og í rauninni að nokkru áætlaðar, a. m. k. sums staðar, sbr. það sem áður hefur verið sagt. Er þar ætlazt til, að þeim opnu vélbátum sé sleppt, sem ekki eru notaðir að staðaldri við fiskveiðar. Af þessum tölum má þó fara nokkuð nærri tim, hver þáttur opnu vélbátanna er í sjósókninni á hverjum stað. — Þessir bátar eru eins og kunn- ugt er misjafnir að stærð, þeir minnstu 1—2 rúml., en þeir stærstu 5—6 rúml. Aflinn 1959 Hér fer á eftir yfirlit um þann afla, sem lagður var á landi i sjávarplássum á Norður- landi, talinn í tonnum, á þeim stöðum, sem opinberar skýrslur taka til. í fyrri dálkinum er afl- inn í heild, að meðtalinni síld. í síðari dálkinum síldaraflinn. Tonn Tonn 1. Þórshöfn 1590 117 2. Raufarhöfn 26754 26214 3. Húsavík 4649 1367 4. Flatey 286 0 5. Grímsey 522 197 6. Grenivík 292 0 7. Akureyri 17920 2257 8. Hjalteyri 4158 3641 9. Árskógsströnd 1094 0 10. Hrísey 2648 299 11. Dalvík 4641 3042 12. Ólafsfjörður 5353 1532 13. Siglufjörður 68536 60440 14. Hofsós 754 0 15. Sauðárkrókur 4898 538 16. Skagaströnd 2576 898 Samtals 146671 100542 Hlutur smábátanna er meiri en margir hyggja. Myndin er úr smábátahöfninni á Akureyri, tekin í vetur. ATH. 1 tonn af síld = nál. 7já síldarmál. Síldaraflinn er hér talinn, eins og síldin kemur úr sjónum. Annar fiskur slægður með haus. — Grásleppu- og rauðmagaafli er hér ekki talinn, en hann er sums staðar til nytja, svo að verulega munar um. I Meira en í4 landsaflans Heildarafli íslenzkra fiski- skipa, talinn á sama hátt, var á árinu 1959 rúml. 464 þús. tonn. Nokkru meira en fjórði hluti þessa ársafla, miðað við þyngd óunnins afla, hefur samkvæmt þvi, er að framan greinir, verið lagður á land á Norðurlandi og þar unnin úr honum markaðs- vara. Útfluttur ísfiskur frá Norðurlandi, ef einhver er á ár- inu, er ekki meðtalinn í skýrsl- unni hér að framan. En í heild- arafla landsmanna (464 þús. tonnum) eru meðtalin rúmlega 13 þús. tonn af útfluttum ís- fiski árið 1959. — Síldarafli landsmanna er á árinu talinn rúmlega 183 þús. tonn. Þar af hafa rúmlega 54 af hundraði verið lagðir á land á Norður- landi, nálega 46 hundraðshlutar annars staðar á landinu. 1956 og 1959 Annar afli en síld — lagður á land á Norðurlandi — var, eins og sjá má hér að framan, 46129 tonn á síðastliðnu ári. Af þessu aflamagni voru 22209 tonn af togurum, en 23920 tonn af bát- um. Ef gerður er samanburður við árið 1956 kemur í Ijós, að annar afli en síld er 4900 tonn- um meiri 1959 en 1956. Togara- aflinn hefur minnkað um nál. 3900 tonn, enda einu skipi færra, en bátaflinn aukizt um nál. 8700 tonn. Þau 46129 tonn, sem lögð voru á land 1959, hafa verið unnin þannig: Verkun aflans Tveir þriðju hlutar heildarafl- ans hafa verið frystir, eða 30— 31 þús. tonn, 6—7000 tonn hafa farið í salt og álíka mikið í skreið, en nokkuð yfir 2000 tonn samtals, hefur farið í rnjöl- vinnslu (aðallega togarafiskur) og til neyzlu innanlands. — Auk þess er svo unnið mjcl úr úrganginum frá vinnslustöðv- unum, og er þar um miklu meira magn að ræða. Mest fiskmagn var saltað í Ólafsfirði, á Árskógsströnd og í Hrísey. Skreið mest á Akureyri (um 2500 tonn), en þar næst í Hrísey og Ólafsfirði, rúml. 1000 tonn á hvorum stað. Hraðfrystihúsin Frystihúsin á Norðurlandi eru nú 14 talsins, á 11 stöðum. Á Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði eru tvö frystihús á hverjum stað, en í Flatey, Grímsey, Árskógsströnd, Hjalt- eyri og Grenivík eru engin fisk- frystihús. Á Hauganesi á Ár- skógsströnd er þó lítið frystihús fyrir beitu og matvælageymslu. Frystihúsið á Raufarhöfn hefur til þessa eingöngu verið notað til síldarfrystingar. Talsverðar umbætur eða viðbætur hafa nú nýlega verið gerðar á frystihús- um á Þórshöfn, Húsavík og Skagaströnd. Samtals eiga norð- lenzku frystihúsin 14 að geta unnið úr að minnsta kosti 450 tonnum á dag af slægðum fiski með haus, ef miðað er við að unnið sé við flökun í 10 klukku- stundir. Þau hefðu með öðrum orðum átt að geta unnið úr cll- um þorskaflanum sl. ár á 100 dögum, þótt ekkert af honum hefði verið hagnýtt til annars en til frystingar. í rauninni höíðu þau aðeins fisk til 67 daga vinnslu, auk síldarinnar, sem fryst var. Með tilliti til vinnslu- getu frystihúsakerfisins á Norð- urlandi, mætti aflinn vera mun meiri og þá um leið jafnari. — Útgerð til löndunar hér ir.ætti þvi vel auka, án þess að bæta við frystihúsakerfið í he'.d. Á einstökum stöðum þyrfti þó að auka vinnslugetuna (og frysti- geymslur), og þá sérstaklega á Dalvík, en þar er nú verið að stækka gamla frystihúsið til mikilla muna. Hvergi á Norður- landi hefur fiskiflotinn aukizt eins mikið og á Dalvík nú upp á síðkastið, miðað við rúml.tölu. Á þeim stöðum, þar sem ekki er frystihús, er það svo mats- atriði, hvort eða hvenær út- gerðin þar hefur bolmagn til að standa undir slíkum fram- kvæmdum. Frysting er heldut ekki eina og ekki alltaf hag- stæðasta aðferðin til að gera fisk að markaðsvöru. Á þessu ári er eftirspurn eftir saltfiski meiri en svo, að hægt sé að full- nægja henni. Og skx-eið hefur reynzt útgengileg vara. — Mest er vinnslugetan á Akui'eyi'i, Siglufirði og Sauðárkróki. ísframleiðsla er á Þórshöfn, Akureyri, Hrísey, Siglufirði og Sauðárkróki. Fiskimjöls- og síldar- verksmiðjur Á öllum þeim stöðum norð- anlands, þar sem frystihús eru starfandi, eru nú fiskimjöls- verksmiðjur og aðstaða til að bræða meira eða minna magn af síld eða síldarúi-gangi. Fram til þessa árs hefur þó ekki ver- ið hægt að bræða síld á Þói-s- hcfn, en tæki til þessa hafa vei'- ið sett þar upp í vor í sambandi við fiskimjölsvei'ksmiðjuna þai'. Stórar síldarverksmiðjur eru, sem kunnugt er, á Raufax-höfn, Akureyri, Hjalteyri, Siglufirði og Skagaströnd. Vinnslugeta samtals 55 þús. mál á sólai'- hring. í minni verksmiðjum er vinnslugetan samtals 3500 —4000 mál og munar þar mestu um Sauðárkróksverksmiðjui'n- ar, sem taldar eru hafa 1800 mála vinnslugetu. Síldaraflinn 1959 Af síldaraflanum norðanlands 1959, rúmlega 100 þús. tonnum, sem lagður var á land á 12 stöð- um, voru nál. 73 þús. tonn brædd, rúml. 26 þús. tonn sölt- uð og nál. 1500 tonn fryst. Á Hofsósi, Ái'skógsströnd, Greniv. og í Flatey barst engin síld á land 1959, svo að getið sé í skýrslum. — Því miður fer því fjarri, að allur sá forði hag- nýtanlegra næringarefna, sem í norðlenzku sumarsíldinni felst, notist Norðlendingum eða öðr- um íslendingum að fullu til gjaldeyrisöflunar. Skal það ekki rætt að sinni, en að því þarf að stefna, að svo megi verða. Flestar þær tölur, sem til- greindar eru hér að framan, eru byggðar á opinberum skýrslum, eða reiknaðar út samkvæmt þeim skýrslum. — G. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.