Dagur - 09.07.1960, Page 1

Dagur - 09.07.1960, Page 1
MAu; \<; n Framsóknarmanna Ri rsrjoRi 1-ri inci r Dav!»sson SKRlfsroiA i Hafnarstk.i; n 90 SÍMÍ H(>G . Sl IMNi.l oi; PRKNTliN annasi !’s: n i vi Odbs B.jí'KNSSONAR HAKÍSKRVRI Dagur XLI3J. árg. — Akureyri, laugardaginn 9. júlí 1960 — 34. tbl. Awa.VStNOASTJÓRI: Jo.n Sam- ÓETSSpN . ÁRCANÓURINN KOSÍ AR KR. 100.00 . GjAl.DDAC.Í ER I . Ji'n.í Bi-\dí» kemck ír Á \nr>VTKUi)öt;- UM OT. Á l.At'CAKDÖGUM ÞECAR ÁM'.f.ÐA ÞVKIR TJL. f%V- Vígsla sæluhússins í Herðubreið- arlindum um næstu mánaðamót 1111>ii■111■iii m Eins að áður hefur verið get- ið hér í blaðinu, byggði Ferða- ARAS A ISLENZKT FISKISKIP Á miðvikudagskvöldið gerði brezki togarinn North- ern Dawn tvívegis tilraun til að sigla á vélbátinn Gull- borgu frá Vestmannaeyjum. Þetta gerðist undan Ingólfs- höfða. Tilræði þessi misheppnuð- ust og kallaði vélbátúrinn á varðskipið Þór til aðstoðar. Á þessum slóðum voru 3 brezkir togarar í landhelgi, einn þeirra, Grimsby Town, var nýbúinn að kasta vörp- unni í aðeins 5 sjóm. fjar- lægð frá höfðanum, er Gull- borgu bar þar að, en hinir voru þá á hraðri siglingu frá landi. Annar þeirra sneri þá við og gerði fyrrnefnda til- raun til að kafsigla Gull- borgu. Skipstjóri á Gullborgu er hinn kunni aflakóngur Benó- ný Friðriksson. félag Akureyrar myndarlegt sæluhús í Herðubreiðarlindum og sýndi mikinn dugnað og naut við það aðstoðar margra velviljaðra manna. Um næstu mánaðamót ætlar Ferðafélagið að efna til mikillar ferðar þangað austur og vígja húsið með viðhöfn. Lagt verður af stað laugardaginn 30. júlí og slegið upp tjaldbúðum við sælu- húsið. Á sunnudaginn verða farnar ferðir um nágrennið, ef veður leyfir og fólk óskar, gengið á Herðubreið og farið inn að Oskju undir stjórn sérstakra leiðsögumanna. Nýlega var farið austur með veghefil, sem ruddi veginn að Grafarlandaá, og í þeirri ferð var leiðin merkt. í tilefni vígslunnar verður sérstök dagskrá, sem síðar verða gefnar upplýsingar um. Heimleiðis verður svo haldið á mánudaginn, frídag verzlun- armanna. Upplýsingar um þetta ferðalag munu verða gefnar þeim, sem þess óska, á skrif- stofu félagsins í Hafnarstræti 100 og hjá Álfhildi Jónsdóttur í Framhald á 7. siðu. Um síðustu helgi var austur-þýzka togskipið Sigurður Bjarnason á Akureyri afla- hæsta síldveiðiskip flotans með 3504 mál,miðað við miðnætti á laugardagskvöld. — Sigurður Bjamason varð lang-aflahæsta togskipið hér fyrir norðan í vetur og aflaði 820 tonn. — Eigandi er Leó Sigurðsson og skipstjóri Tryggvn Gunnarsson. — Mynd- in er tekin er skipið kom með fyrsta afla sinn á þessari síldarvertíð til Krossaness- verksmiðjunnar, sem jafnframt var fyrsta síldin, sem verksmiðjunni barst. 111111111111111111 |Dagub | I Vegna sumarleyfa í prent- = i smiðjunni kemur Dagur i I ekki út næstu 3 vikur. i ........................... S55555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555SÍ Verkfall flugmanna bannað með nýjum lögum Deilan um kaup og kjör atvinnuflugmanna hjá Flugfélagi íslands og Loftleiðum var ekki leyst þriðjudaginn 5. júlí sl. og ætluðu flugmenn að hefja verkfall að kveldi þess dags, eins og boðað hafði verið. Ríkisstjórnin gaf þá út bráðabirgðalög, staðfest af forseta íslands og eru þau svo- hljóðandi: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunungt: Ríkisstjórnin hefur tjáð mér, að Félag íslenzkra atvinnuflugmanna hafi boðað til vinnustöðvunar hjá íslenzkum at- vinnuflugmönnum frá og með 6. þ. m. að telja. Komi sJík vinnustöðvun til framkvæmda, myndi hún valda algerri stöðvun á flugi þeirra tveggja íslenzkra flugfélaga, sem halda uppi reglubundnu áætlunarflugi, en rekstrar- afkoma félaga þessara mun ekki þola slíka stöðvun nú og væri framtíð þeirra teflt í mikla liættu, ef starfsemi þeirra væri þannig stöðvuð. Slík stöðvun myndi nú, er þúsundir er- lendra ferðamanna hafa pantað far lijá félög- unum, verða flugfélögunum og þjóðinni allri álitshnekkir og stórspilla samkeppnisaðstöðu íslenzkra flugfélaga á alþjóðavcttvangi. Loks myndi stöðvun á starfsemi fugfélag- anna, þar með á flugi á innlendum flugieið- um, valda innilendum aðilum tilfinnanlegum óþægindum og tjóni. Því telur ríkisstjórnin, að brýna nauðsyn beri til að koma í veg fyrir framangreinda stöðvun á starfsemi íslenzkra flugfélaga, á þessa leið: 1. gr. — Óheimilt skal að hefja verkfall það, sem Félag íslenzkra atvinnuflugmanna hefur boðað til hjá íslenzkum atvinnuflug- mönnum 6. júlí 1960, svo og aðrar slíkar vinnustöðvanir hjá íslenzkum atvinnuflug- mönnum, fyrir 1. nóvember 1960. 2. gr. — Fara skal með mál út af brotum gegn lögum þessum að hætti opinberra mála og varða brot sektum. 3. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört á Bessastöðum 5. júlí 1960. Ásg. Ásgeirsson (sign.) Ingólfur Jónsson (sign.) ALÞÝÐUSAMBANDIÐ MÓTMÆLIR. Miðstjórn Alþýðusambands Islands hefur á fundi sínum rætt um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar, sem banna boðað verkfall at- vinnuflugmanna. Miðstjórnin mótmælir harðlega setningu þessara bráðabirgðalaga og lýsir yfir þvi, að hún telur lagasetninguna óréttmæta og harkalega árás á helgasta rétt verkalýðssam- takanna. Skorar miðstjórnin því á ríkisstjórnina að nema lögin þegar úr gildi. Samþykktin gerð á fundi miðstjórnar A.S.f. að kvöldi 5. júlí 1960. Meðal þeirra, sem samþykktu þessa álykt- un, voru þeir Eggert G. Þorsteinsson, þing- maður Alþýðuflokksins, og Óskar Hallgríms- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins. Flugsamgöngur hafa ekki truflast vegna þessarar deilu. Lítið hefur veiðzt af síld þessa viku, enda bræla fyrri hluta hennar. Blaðið talaði við Tryggva Gunnarsson skipstjóra á Sig- urði Bjarnasyni í gær og spurði hann frétta. Skipið var þá á leiðinni út, hafði landað á Rauf- arhöfn. (Sjá frétt þaðan.) — Tryggvi sagði, að síldveiðiflot- inn væri um 40 sjómílur norður af Kolbeinsey og veiði nær engin ennþá. Aðeins eitt og eitt | K.E.A. KAEPIR | I ÚTGERÐARSTÖÐ I Kaupfélag Eyfirðinga hefur keypt útgerðarstöð Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns. Útgerðarstöðin er á Oddeyri, tvö hús og lóðir. Annað húsið er nú notað tii ullarmóttöku. «HHHHHHIIHIHHIHHHIIIIHIIHHHHIIIIHHHHIHHI|H* 1 Umferðatruflun á { | Vaðlaheiði | Á fimmtudagsnóttina voru tálmanir settar á Vaðlaheiðar- veg. Grjóti var hlaðið á veginn austan í Vaðlaheiðarbrún og á háheiðinni hafði síma- eða raf- magnsstaur verið dreginn inn á veginn. Vestan í Vaðlaheiði, við Svalbarðsstrandarafleggjara efri var komið að piltum er voru að fást við vegvísi. Mál þetta var sent til sýslu- manns Þingeyjarsýslu, því að þingeyskur bíll mun hara verið við eitthvað af þessum umferða- truflunum riðinn. skip fengi síld. Bjart væri og síldarleitarflugvélarnar hefðu leitað í morgun, en án árangurs. En nú lítur út fyrir gott veður í kvöld, sagði skipstjórinn, þótt ennþá sé bræla þegar austar dregur, og hver veit nema eitt- hvað glæðist. Eyjólfur syndir yfir Oddeyrarál Ráðgert er, að Eyjólfur sundkappi komi til Akureyrar og syndi yfir Oddeyrarál í dag, frá Svalbarðseyri til Ak- ureyrar. Mun honum tæpast verða meint af því sundi, þvi að hann er í góðri þjálfun, svo sem áður getur. Frá Alþýðusambandi Norðurlands Á fimdi miðstjórnar Alþýðu- sambands Norðurlands 6. júlí var svofelld samþykkt gerð ein- róma: „Miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands mótmælir harð- lega því gerræði ríkisstjórnar- innar að setja bráðabirgðalög, sem svifta Félag atvinnuflug- manna verkfallsrétti. Telur miðstjómin, að með slíkum aðgerðum sé á hinn ósvífnasta hátt vegið að þeim lagagrundvelli, sem starfsemi verkalýðsfélaga byggist á, og beri því að skoða lagaseteing- una sem árás á alla verkalýðs- lireyfinguna.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.