Dagur - 09.07.1960, Qupperneq 2
2
Liðsemd „þvílík sem hönd veilir læti
rt
Hér fer á eftir framhald frásagnar af ræðu þeirri, sem
Karl Kristjánsson, alþingismaður, flutti að Laugum á kjör-
dæmisþinginu 2. júlí, og sagt var frá í síðasta blaði Dags.
Eftir að K. K. hafði gert grein
fyrir hvað olli því, að Hermann
Jónasson, forsætisráðherra,
sagði af sér og beiddist lausnar
f. h. vinstri stjórnarinnar, hélt
K. K. áfram og mælti:
„Sjálfstæðisfiokknum tókst
að veiða Alþýðuflokldnn í net
sín.
Alþýðuflokkurinn gerði ekk-
ert nieð orð sín og eiða frá
stcfmui umbótabandalagsins. —
Kom glöggt í Ijós, að hann haföi
þá ekki verið að vinna fyrir
hugsjón eða stefnu í mannfé-
lagsmálum, heldur verið að
bjarga sínu litla lífi.
Nú bauð höfuðandstæðingur-
inn honum ríki og völd, ef hann
félli fram og tilbæði sig, — og
hann gerði það.
Hann þáði það að stjórna
Iandinu eitt ár eða svo í umboði
og eftir fyrirsögn Sjálfstæðis-
flokksins.
Og Sjálfstæðisflokkurinn
hugsaði sér að nota nú vel
fyrsta tækifærið, sem hann
hafði fengið á rúmlega 30 árum
og snúa við hinni stjórnarfars-
legu og hagrænu þróun. íhalds-
öflin gengu fram og hervædd-
ust. Tæpara hafði ekki mátt
standa fyrir þeim, að þeim
fannst: „Aldrei framar vinstri-
stjórn!“ var heróp, sem kom frá
innstu hjartarótum íhaldsins.
Byijað var á því að breyta
kjördæmaskipun landsins. Þar
gerðist Alþýðubandalagið sam-
herji.“
Því næst lýsti K. K. hvers
vegna kjördæmabreytingin var
gerð: Landsbyggðin þótti of
sterk í stjórnmálunum. Upp-
byggingin þar alltof kostnaðar-
söm. Framsóknarflokkurinn
hafa þar alltof mikið fylgi.
Hinar stórkostlegu blekkingar.
En meira þurfti með heldur
en að breyta kjördæmaskipun-
inni til þess að Sjálfstæðisfl. og
Alþýðufl. næðu meiri hluta..
Það þurfti blekkingar.
í kosningunum eftir kjör-
dæmabreytinguna lofuðu stjórn-
arflokkarnir að koma efnahags-
málunum á traustan grundvöll,
án nýrra skatta eða aukinnar
byrði fyrir almenning.
„Leiðin til bættra lífskjara er
að „kjósa Sjálfstæðisflokkinn,“
sögðu forsprakkar hans.
„Við höfum stöðvað dýrtíðar-
skrúfuna og við skulum sjá um
að ekki verði skert kjör al-
mennings,“ sögðu leiðtogar Al-
þýðuflokksins.
Ut á þessar og þvílíkar yfir-
lýsingar fengu þeir svo nægi-
legan meiri hluti til að mynda
stjórn og ráða efnahagsmála-
löggjöf Alþingis þess, er í hönd
fór.
Og efndirnar speglast í lög-
gjöfinni og framkvæmd hennar.
Álögur voru anknar um á
annað þúsund milljónir.
K. K. taldi síðan upp mörg
atriði lagasetningar stjórnar-
flokkanna — og skýrði þau:
Gengislækkunin (132,5%), sölu-
skattana, vaxtahækkunina,
lánstímastyttinguna, afnám sér-
bóta á tilteknum fisktegund-
um, flutning sparifjárins með
valdboði úr sparisjóðum og
eirinig innlánsdeildum sam-
vinnufélaga til banka í Rvík,
útsvarslagaákvæðin, sem snúa
að kaupfélögunum o. s. frv.
Þá talaði K. K. líka um „sára-
bætur“ þær, sem ríkisstjórnin
telur sig veita þeim, er dýrtíð-
araukningin blóðgar, en það er
hækkun fjölskyldubóta og lækk
un tekjuskatts. Viðurkenndi að
þær væru sumum allmikils
virði, en gallinn á þeim sá, að
aðalreglan væri, að þær væru
því meiri sem minni þörf virtist
vera fyrír þær: „Fjölskyldu-
bótaaukningin því meiri hlut-
fallsléga, sem börnin eru færri.
Og lælckun tekjuskattsins því
meiri, sem tekjur manna eru
hærri, þó að dýrtíðarhækkunin
komi alls dlcki meira við þá;
heldur venjulega hið gagn-
stæöa.“
Nálega allar a'ogerðir ríkis-
stjórnai’innar miðuðu til ójafn-
aðar. Sú væri stefnan.
Talað væri um að auka
frelsi í verzlun og vi'Öskiptum,
en í reyndinni væri bara um til-
færslu valds að ræða og skerð-
ingu kaupgetu almennings.
Stefnan væri: íhaldsstefnan,
sem laut í lægra haldi fyrir
Framsóknarflokknum fyrir
þrem áratugum, og Alþýðu-
flokkurinn hjálpaði þá til að
reka í felur. Hún heimtar nú að
horfið sé til baka, því að hún
telur að alltof langt sé komið í
áframátt.
Nú ræðst þessi stefna, með
fána Alþýðufiokksins við hún
fyrir sinu liði, á lífskjör al-
mennings og að hagsmunasam-
tökum hans: samvinnufélögun-
um og verkalýðsfélögunum,
enda eru þau samtök aflstöðvar
fólksins til að hindra arðrán og
misrétti í skiptingu þjóðartekn-
anna.
Þaulhugsað píningartæki.
Afturhaldið segir: Látum
okkur ekki detta í. hug að
skipta .með félagslegri skipan.
Látum skortinn vera skömmt-
unarstjóra.
Þess vegna setur ríkisstjómin
og stuðningslið hennar upp það
efnahagskerfi, sem felst í fjár-
málallöggjöf síðasta Alþingis.
Auk beinna fyrirmæla eru í
þeirri löggjöf heimildir handa
ríkisstjórninni til einræðis í
mörgum greinum, svo að óvíst
er hvar nemur staðar.
Þetta efnahagskerfi virðist
vera þaulhugsað píningai'tæki á
umbótavilja félítils almennings,
en aftur á móti lyftistöng fyrir
þá einstaklinga, sem komist
hafa yfii' mikla fjármuni. Með-
an það kerfi verður ríkjandi
breikkar alltaf meira og meira
bilið milli fátækra og ríkra.
Um Alþýðuflokkinn sagði K.
K. í þessu sambandi, að stjórn-
endur hans virtust síður en svo
letja til verri verkanna, enda
væru trúskiptingar venjulega
öfgafullir.
Þá sagöi K. K.:
„Við Framsóknarmenn lögð-
um til við umræður efnahags-
lagafrumvarpsins á Alþingi í
vetur, að í stað þess að sam-
þykkja það, væru kosnir tveir
menn frá hverjum hinna fjögra
þingflokka til þess að gera í
sameiningu tillögur um af-
greiðslur efnahagsmálanna á
því þingi, starfa síðan áfram
milli þinga og leggja fyrir
næsta reglulegt Alþingi heild-
artillögur. Þetta vai' í fullu
samræmi við þá skoðun, sem
myndun vinstri-stjórnarinnar
byggðist á, að efnahagsmála-
vandi íslenzku þjóðarinnar yrði
ekki leystur, nema með víð-
tæku samstarfi.
Við lögðum ekki fram á þing-
inu heildartillögur vitandi það,
að slíkar tillögur yrðu affluttar
og rifnar niður af stjórnarhern-
um, af því að allt getur orkað
tvímælis í þessum efnum frá
einhverju sjónarmiði og er auð-
velt að gera það óvinsælt, nema
það sé byggt upp með breiðu og
víðtæku samstarfi, sem fylgi
því strax úr hlaði.
Við vorum hins vegar reiðu-
búuir að taka þátt i samstarfs-
nefnd og hafa þar, ef með
þyrfti, forustu um úrlausnir.
Við töldum að einboðið væri að
gefast ekki upp við framfara-
sóknina, en þoka sér út úr upp-
bóta- og niðurgreiðslukerfinu í
áfBngum og láta framleiðslu-
aukningu uppbyggingarstefn-
unnar hjálpa til þess spiátt og
smátt.“
Olíkar stefnur.
„Okkar stefna," sagði ræðu-
maður, „er fullkomlega andstæð
íhalds- og afturhaldsstefnunni,
sem núverandi ríkisstjórn hefur
tekið upp — stefnu umhyggj-
unnar fyrir sérhagsmunum
hinna útvöldu. Fi'á upphafi sínu
hefur Framsóknarflokkurinn
verið flokkui' jafnréttis — og
samvinnu.
Stjórnarstefnan nýja ætlai' að
umskapa þjóðfélagið á vettvang
„hrundinga og pústra“, eins og
Egill Skallagrímsson elliær
hugsaði sér Þingvöll, ef hann
stráði þar guli, sem hver mætti
hrifsa til sín eftir kröftum og
aðstöðu.
Framsóknarflokkurinn fylgir
aftur á móti hinni félagslegu og
bróðurlegu stefnu, að hver eigi
að styðja annan til lífsöryggis
og farsældar. Stefnunni, sem
Edda segir frá, að Erpur Jónak-
ui-sson hafi orðað þannig, að
hann mundi veita bræðrum sín-
um liðsemd „þvílíkt sem hönd
fæti“.
Bræðurnir skildu hann ekki
fyrr en um seinan, biðu þess
vegna ósigur og voru vegnir.
Okkar litla þjóð, sem hefir á
síðustu áratugum eflt sig til far-
sældar með þeim hættialmanna
samtaka, að hver hefir veitt
öðrum „þvílíkt sem hönd veitir
fæti“, má ekki hverfa frá þeirri
stefnu, af því að þá fer illa fyrir
þjóðinni, eins og illa fór fyrir
bræðrum Erps.
Framsóknarflokkurinn hefir
það þýðingarmikla hlutverk að
vinna fyrir þá stefnu og safna
þjóðinni undir merki hennar.
Beita sér fyrir því að afmáð
verði þau hervirki, sem íhaldið
og Alþýðuflokkurinn hafa sam-
eiginlega gert síðan þeir flokk-
ar tóku höndum saman í lög-
gjöf og stjórnarathöfnum.
Með þessu vel sótta kjör-
dæmaþingi okkar þurfum við
að leggja grundvöll að því, að
Framsóknarmenn í Norður-
landskjördæmi eystra láti ekki
sitt eftir liggja.“
KAFFIKÖNNUR
U/i—2 lítra
ELDHÚSHNÍFASETT
BÚRHNÍFAR
BRAUÐSAGIR
SKÆRI
VÉLA- OG
BÚSÁHALÐADEILÐ
TIL SOLU:
STOFUSKÁPUR
Tækifærisverð.
Uppl. í síma 2394.
TIL SÖLU
er alstoppað sófasett
í Byggðaveg 154.
Sími 1544. Selt ódýrt.
Jón Inglmarsson.
TIL SÖLU:
Barnarúm, 160 cm.
Barnagiind
Dúkkuvagn
Gólfteppi, 2 \/> x 31,4 m.
Bókahilla
Uppl. í síma 1651
milli kl. 3-5.
RABARBARI, rauður,
til sölu á Skarði.
Sími 1291.
ATITNNA.
Stúlka óskast til að leysa
af í sumarfrii.
LTLI-BARINN,
Sími 1977.
FORDSON
SENDIBIFREIÐ
(A 864) til sijlu. Nýboruð
vél fylgir. Tækifæristverð,
ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 1609.
4RA MANNA BIFREIÐ
til sölú.
Ragnar H. Bjarnason,
Hríseyjargötu 21.
ATVÍNNA!
Oss vantar • ungan : mann
eða ungling og stúlku til
afgreíðslu í apóteki.
KAUPFÉLAG
EYFIRÐÍNGA
Hef til sölu 6 manna
Chevrolet fólksbifreið,
árg. 1955, mjög vel með
farin, með sérstöku
tapkifærisverði.
Haukur P. Ólafsson.
LÍNAN
44444:
p
cHi4§L
ÆFi MGATAFLA 1 K. A. . iÚi LÍ-ÁGÚ ISI 1960
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.
Kl. 6 Knattsp. 5. fl. Kl. 5.30 Frjálsíþr. stúlkna Kl. 6 Knattsp. 5. fl.
Kl. 7.30 Knattsp. 4. fl. Kl. 8 Handknattl. karla & drg. Kl. 7 Sund Kl. 7.30 Knattsp. 4. fl. Kl. 8 Handknattl. karla & drg.
Kl. 8.30 Knattsp. 3. fl. Kl. 9 Handknattl. stúlkna Kl. 8 Frjálsíþr. karla Kl. 8.30 Knattsp. 3. fl. KI. 9 Handknattl. stúlkna
Leiðbeinendur: Knattsp: Herm. Sigtryggss., sími 1546, Jón Stefánsson, sími 1003. Frjálsíþróttir: Haraldur Sigurðss., sími 2322. Ilandknattleikur: Gísli Bjarnason, sími 2178. Sund: fsak J. Guðmann, sími 2021, Jónas Einarsson, sími 2312.