Dagur - 09.07.1960, Qupperneq 5
4
5
Bagur
TÍU ÁRA ÁÆTLUN
HAFNARGERÐA
HIN AGÆTU fiskimið í kringum
land notasl því aðeins, að bátum og
skipum sé búin viðunandi aðstaða í
landi. Hafnarmannvirki eru víða dýr,
en þau eru undirstaða nútíma sjó-
sóknar, aukinnar framleiðslu og at-
vinnu um land allt.
Frumvarp Gísla Guðmundssonar
og nokkurra fleiri Framsóknarþing-
manna, sem lagt var fram á síðasta
Alþingi og fjallar um lántökuheimild
til hafnarframkvæmda, lýsir vel
stefnu Framsóknarfokksins í þessu
höfuðmáli. Frumvarpið var um það,
að 22 milljónir af því fé, sem eftir
stóð af erlendu Iáni, sem samið var
um í fyrra, skyldi varið til þessa, og
að heimilað yrði að taka viðbótarlán,
allt að 2 millj dollara, til hafnargerða.
Atvinnutækjanefnd vinnur nú að
því, í samráði við vitamáastjóra, sam-
kvæmt ályktun Alþingis 1958, að gera
10 ára áætlun um hafnarframkvæmd-
ir í landinu. Líklegt er, að sú áætlun
liggi fyrir á næsta vetri. Arlega eru
nú á fjárlögum veitt ríkisframlög til
nálega 60 hafna víðs vegar um land. I
flestum þessara hafna, og raunar
fleiri, er mikið óunnið og sumar eru
á byrjunarstigi. Framtíð atvinnulífs-
ins í mörgum sjávarplássum er mjög
undir því komin, að ekki dragist lengi
úr þessu að skapa þar þau skilyrði,
sem til þess þarf, að fiskibátar og
fiskiskip, sem bezt henta á hverjum
stað, geti athafnað sig þar eftir þörf-
um og notið þar öryggis og að hægt
sé að afgreiða þar vöruflutningaskip
á viðunandi hátt.
Sums staðar liggja mannvirki undir
skemmdum, af því að þau eru hálf-
gerð, og stofnkostnaður verður meiri
en skyldi, vegna þess að of Iítið er
unnið í einu á hverjum stað. Vita-
málastjórnina skortir Iíka vélar og
tæki og er það bagalegt.
Byggingu hafna fylgja eflaust fram-
leiðsluaukning og vaxandi útflutning-
ur, sem staðið getur undir lántökum í
erlendum gjaldeyri, a. m. k. mjög
víða.
Miklar skemmdir verða árlega
á skipum vegna hinna lélegu hafnar-
skilyrða, sem víða eru ennþá og úr-
bóta þurfa við. Þau urðu annars enda-
lok frumvarps Framsóknarmanna um
hafnarbætur, að því var vísað til
nefndar og kom þaðan ekki aftur, því
að fulltrúar stjórnarflokkanna beittu
sér gegn nauðsynlegri afgreiðslu þess.
Látið var í veðri vaka, að stjórnin
myndi sjálf bera fram tillögur, er
gengju í sömu átt. En þær tillögur
komu aldrei.
I þessu sambandi er rétt að minna
á, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins
eru svo múlbundnir, að þeir leggjast
á móti hagsmunum fólksins, sem kaus
þá. Þannig greiddu þingmenn þesa
flokks í Norðurlandskjördæmi eystra
atkvæði á móti auknu framlagi hins
opinbera til dráttarbrautarinnar á
Akureyri, svo sem þingtíðindi herma,
en Framsóknarm. kjördæmisins fluttu
tillögu um hækkun framlagsins.
Nauðsynlegar hafnarbætur auka
jafnvægi í byggð landsins. Með þeim
skapast bætt atvinnu- og framleiðslu-
skilyrði, frumskilyrði vaxandi byggð-
ar.
| Þátturinn, sem aldrei var fluttur I
Það er stundum gert hreint á
vorin. Kvenfólkið er þá óðfúst,
lætur okkur bera út húsgögnin
og berja teppin. Við reynum að
taka þessu af karlmennsku og
umburðarlyndi, látum helzt
eins og ekkert sé, en þegar
blessaðar konurnar ætla svo
líka að gera vorhreingerningu
hið innra í skrifborðum okkar,
þá rísum við þó upp til varnar.
Við viljum, að allt þar fái að
vera á sínum gamla stað. Þótt
„róðaríið“ séu talsvert og ryk-
ið, þá er þetta hvort tveggja
meinlaust. Við hleypum því
engum hreingerningarfreygát-
um inn fyrir 12 mílna skrif-
borðslandhelgina, og þar við
situr. — Árin líða, og allt er við
það sama í skrifborðsskúffun-
um, nema hvað hrærigrautur-
inn eykst heldur. Fari maður
niður í vissa skúffu og vilji
líta sér til ánægju í gamalt ást-
arbréf, þá lendir maður kann-
ski á útsvarskvittun frá 1947
eða einhverjum happdrættis-
miða frá 1949. Að lokum verð-
ur þó að taka til, það vill mað-
ur gera sjálfur.
Eg tók til í skrifborði mínu
um daginn, öllum skúffum og
skápunum báðum. Það er kom-
ið eitthvað talsvert á annan
árautg síðan allsherjarhrein-
gerning var gerð. Eg fann
margar gamlar og gleymdar
ritsmíðar. Sumt var krotað
með blýanti, annað vélritað, og
flest var þetta eftir hinn ágæta
rithöfund, Gösk. Sá höfundur
er h'tt þekktur, en ýmislegt
setti hann saman hér áður fyrr
— og margt af viti.
Hér birtist i því nær heilu
lagi „útvarpsþáttur" eftir Gösk;
var hann saminn fyrir Geysi,
og ætlunin var að flytja hann á
skemmtun í Vaglaskógi, en
þessi skemmtun fórst fyrir. —
(Ö. S.)
„ÚTVARPSÞATTURINN.“
(Elftir hin fræga höfund Gösk.)
Útvarp Reykjavík. Hér koma
ýmsar tilkynningar:
Tilkynning frá skömmtunar-
stjóra:
Hérmeð tilkynnist öllum
þeim, sem eiga stofnauka r. 13,
að í eina viku,frá deginum ídag
að telja, verður hann, ef til er,
innkaupaheimild fyrir einum
ameriskum ísskáp eða strauvél,
ef þessi tæki skyldu vera til í
verzlunum á þessu tímabili.
Skömmtunarstjóri.
Tilkynning frá verðlagsstjóra.
Með tilvísun til tilkynningar
'frá skömmtunarstjóra nr. 2987,
sem dagsett er í dag, um heim-
ild til kaupa á ísskápum og
strauvélum, skal verð á þeim í
smásölu vera sem hér segir:
Isskápar kr. 5400.00 í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
Isskápar kr. 7200.00 úti á
landi.
Strauvélar kr. 4300.00 í
Reykjavík og Hafnarfirði, en
verða ekki seldar annars1 stað-
ar, þar sem þeirra mun ekki
þörf úti á landi.
Verðlagsstjóri.
Tilkynning frá Ríkisstjórninni:
Með skírstkotun til auglýs-
ingar vorrar nr. 52381, sem birt
var í gær, um hugsanlega sölu
og dreifingu amerískra heimil-
isvéla, samanber lög frá 18. fe-
brúar 1923 um viðauka við lög
nr. 127 frá 1754, um innflutning
og dreifingu á þvottabrettum o.
fl., samanber ákvæði í Járnsíðu
nr. 5, bls. 9 neðst, um gjaldeyr-
isverzlun og verðlag innan-
lands, þá hefur útreikninga-
deild vísitölunefndar Fjárhags-
ráðs, ásamt Hagstofunni, reikn-
að út nýja vísitölu framfærzlu-
kostnaðar fyrir þessa viku, og
reyndist hún vera 108 stig í
Reykjavík og Hafnarfirði —
eða einu stigi lægri en í fyrri
viku, en úti á landi hefur hún
verið ákveðin 104 stig í samráði
við Bæjarstjórn Reykjavíkur.
Samband skagfirzkra kirkju-
kóra heldur söngmót að Ytri-
Kotum næstkomandi sunnudag
kl. 9 árdegis. Söngmálastjóri
setur mótið. Á eftir verða
mörg skemmtiatriði. Athöfnin
verður kvikmynduð.Hljómsveit
frá Akureyri. Gömlu dansarnir.
Nefndin.
Orðsending til Karlakórsins
Geysis:
Karlakórinn Geysir staddur í
Stórarjóðri í Vaglaskógi. Til
hamingju með daginn, kæru
söngbræður!
Hænsnabú Hinrik Thor-
arsens, Glerárþorpi.
Dagskrá kvöldsins, að lokn-
um fréttum, verður sem hér
segir:
Kl. 10.20: Útvarpshljómsveit-
in leikur lög eftir útvarpsstjóra.
Kl. 20.20: Helgi Hjörvar flyt-
ur frásöguþátt.
Kl. 21.00: Andrés Björnsson
les smásögu eftir Helga Hjörv-
ar.
21.20: Helgi Hjörvar les kvæði
eftir Andrés Björnsson.
21.40: Hendrik Ottóson frétta
maður útvarpsins ræðir um
dagskrá útvarpsins við þá Jón
Magnússon, fréttastjóra, og
Andrés Björnsson.
Kl. 21.50: Jón Þórarinsson
ræðir við Jósep Bach, sonar-
sonarsonarsonarsonarsonarson
Jóhanns Sebastíans Bachs, en
Jósep er nú sem stendur
kaupamaður austur á Rangár-
völlum.
Kl. 22.00: Fréttir og dag-
skrárlok.
(Klukkusláttur.)
. Hér koma crlendar fréttir:
1 herstjórnartilkynningu Mac-
Arthurs segir, að herir Samein-
uðu þjóðanna hafi verið i stöð-
ugri sókn í dag — en hafi hins
vegar, af öryggisástæðum, fært
víglínu sína afturábak um 75
kílómetra.
Reutersfregn frá Briissel
hermir, að nú þyki fullvíst, að
Leópold konungur og Sjang-
kæsékk marskálkur muni báðir
sækja um bæjarstjórastöðuna á
Húsavík.
I fréttum frá Kaupmanna-
höfn segir, að Skúli Guð-
mundsson hafi í dag sett nýtt
íslandsmet í hástökki. Stökk
hann 197XA cm. og bætti þar
með fyrra met sitt um 21,-) mm.
Þó er vafasamt, að metið verði
staðfest, því að uppstreymi var
nokkuð mikið.
Einkaskeyti til útvarpsins frá
New York:
Samkvæmt skeyti frá Evrópu
fréttaritara Volstrítsjúrnal hef-
ur það vakið mikla athygli á
Alþjóðaþingmannaráðstefnunni
í Strassborg, að aðeins sjö full-
trúar voru frá íslandi. Höfðu
þeir konur sínar og börn með.
Tjáðu íslenku þinugmennirnir
blaðamönnum, að gjaldeyris-
skortur væri nú mjög tilfinn-
anlegur á íslandi, og hefðu þeir
af þeim ástæðum orðið að
skilja tengdamæður sínar eftir.
Innlendar fréttir.
í dag var þoka um allt veiði-
svæðið og veiði með minna
móti. Þó er vitað um 15 skip,
sem fengu allgóð köst eða sam-
tals 27 síldar, þar af 16 smá-
síldar og 2 lóðnur. Er þetta 9
síldum og 1 loðnu meira en
veiddist sama dag í fyrra. Mest
af aflanum var lagt upp í Hær-
ing, en hann hefur enn ekki
náðst út, þar sem hann stendur
við Höpfnersbryggju. Mun
bræðslu á þessu magni lokið
um mjaltaleytið annað kvöld.
Drengjamót Óspakseyrar í
frjálsum íþróttum var haldið
dagana 11.—13. næstsíðasta
mánaðar. — Ungmennafélagið
Morgunroðinn sá um mótið.
Sigurvegarar í einstökum
greinum urðu þessir:
100 m. hlaup: Indriði Helga-
son, Umf. Röðull.
1500 m. hlaup: Óli Kristjáns-
son, Umf. Laxdæla.
Hástökk: Ingimundur Árna-
son, Umf. Morgunroðinn; stökk
hann 1.21 m., sem er nýtt
Óspakseyrarmet, vallarmet,
sýslumet og fjórðungsmet, og
auk þess persónulegt met hans
sjálfs.
Langstökk: Jón Guðmunds-
son, Umf. Sólnes.
Þrístökk: Eyþór Tómasson,
Umf. Lindin.
Stangarstökk: Þórður Sveins-
son, Umf. Laxdæla.
Kúluvarp: Óskar Sæmunds-
son, Umf. Morgunroðinn.
Kringlukast: Kristján Jóns-
son, Umf. Röðull.
Spjótkast: Kristinn Jónsson,
Umf. Faxi.
Tugþraut: Steinn Steinsen,
Umf. Morgunroðinn.
Hæstu stigatölu hlaut Ung-
mennafélagið Morgunroðinn og
vann þar með mótið.
Nýlega hafa Víkverja verið
veitt hin árlegu verðlaun úr
málvöndunarsjóði Björns Jóns-
sonar, en verðlaun þessi eru
veitt þeim íslenzkum blaða-
manni, sem bezt mál ritar. Að
þessu sinni voru verðlaunin
líkneskja úr gulli af flugfreyju,
en J^ví heiti hefur Víkverji
komið inn í íslenzkt mál. Áður
voru flugþernurnar nefndar
flugþernur.
Vegavinnumenn í Ljósavatns-
skarði fundu nýlega forna dys,
er þeir voru að leita að möl til
ofaníburðar. Þjóðminjavörður
hefur nú rannsakað dysina, og
fundust þar konubein mikil og
sterkleg og ýmsir munir, svo
sem hálsmen, sylgja, gull-
hringur og hylki undan varalit.
telur þjóðminjavörður, að
þarna hafi dysjuð verið tengda-
móðir Þorgeirs Ljósvetninga-
goða.
Ríkisstjórnin ákvað á fundi
sínum í gær að verða við til-
mælum Sameinuðu þjóðanna
um að senda her til Kóreu. Er
hér um að ræða 10 manna her-
deild norðlenzka, vel vopnum
búna. Þessi herdeild er að vísu
ekki fjölmenn, en þó ber þess
að gæta, að þetta mun vera
mesti herstyrkur, sem nokkur
Sameinuðu þjóðanna sendir til
Kóreu að tiltölu við fólksfjölda.
Liðið er þannig skpað:
Generáll: MacArthur Guð-:
múndsson, Akureyri.
Majór-briggader: Júlíús Hav-
steen, Húsavík.
Briggader: Jón Sigurðsson,
Yztafelli.
Majór: Ólafur Siguxðsson,
-'Helhrlajrdi. .
-VKapSnn: Illugi Jónsson,
JEéýkjaEIíð.
: Lautinant: Stefán Stefánsson,
Svalbarði.
Sarsjant: Jón Þorbergsscn,
Laxamýri.
Korpórall: Baldur Eiríksson,
Siglufirði.
Óbreyttur Kristinn Þorsteins-
son, Akureyri.
Óbreyttur: Sæmundur Jó-
hannesson, Akureyri.
Hefur liðið þegar fengið ein-
.kennisbúninga, fagra mjög og
gyllta. Hafa allir axlaskúf nema
hinir óbreyttu hermenn, en
þeim er gert að skyldu að lesa
20 bls. á dag úr Fornaldarsög-
um Norðurlanda eða Sturl-
ungu. Þar að auki æfa þeir sig
í spjótkasti, sleggjukasti, grjót-
kasti og annarri skoafimi.
Herinn fer austur með Súð-
inni um n.k. mánaðamót og
verður sendur strax til víg-
stöðvanna.
Veðurfregnir hafa ekki bor-
izt ennþá.
Fleira er ekki í fréttum.
•MlinitMtHIMinMHIIMIMMMMMMMMMMMMMltlMMIIlÞ
| SYNDIÐ |
1 200 metrana |
«1II MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMM111111111*
FRA FJORÐUNGSÞINGI NORÐLENDINGA
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: ........
Hvers vegna féllu 19 vaskir ungiingar
í Veslmannaeyjum?
(Framh. úr síðasta blaði.)
8. Lögheimiluð öfugþróun
átalin.
Fjórðungsþing Norðlendinga,
haldið í Húsavík dagana 11. og
12. júní 1960, átelur, að gefnu
tilefni, þá öfugþróun í fjármál-
um, að sparifé landsbyggðar-
innar s éflutt til Seðlabankans
í Reykjavík.
9. útvarpsúrbætur fyrir
austurhluta Norður-Þingeyjar-
sýslu.
Fjórðungsþing Norðlendinga,
haldið í Húsavík 11. og 12. júní
1960, skorar á stjórn útvarps-
má:la ríkisins að gera strax ráð-
stafanir til þess að bæta hlust-
unarskilyrði fyrir fólk í austan-
verðri Norður-Þingeyjarsýslu.
10. Lýðskólar utan núverandi
skólakcrfis.
Fjórðungsþingið telur brýna
nauðsyn á að settir séu á stofn
lýðskólar, sem með.hæfu kenn-
araliði og skólastjóra gæti orðið
til andlegrar vakningar og lyftj-
stöng hvers konar þjóðlegri
menningu innanlands.
11. Leikstarfsemi norðanlands.
Flutningur íslenzkra leikrita.
Fjórðungsþingið fagnar því,
að, hér norðanlands eru starf-
andi leikfélög, sem hafa vakið á
sér mikla athygli. Þingið skorar
á þessi félög sérstaklega að
beita sér fyrir flutningi ís-
lenzkra leilírita, en leikritagerð
í landi þér Rgfur sérstaklega
þróast í skjóii slíkra smáfélaga,
og mun verða enn um skeið.
Ransóknar þörfv
Meðal margs annars, sem allt
lýsir gálausu hugarfari þeirra er
að opinberum verkum starfa
hér í bæ, er það, hve margar
kantsteinsbrúnir við gangstéttir
bæjargatnanna eru muldar og
flísaðar, eftir vélar þær, sem
notaðar eru, ýmist til heflunar
eða snjófærslu. Sömuleiðis það,
hversu margir stoppkranar
vatnsveitulagnanna eru oft
eyðilagðir með sömu vélum,
kengbeygðir, svo að skipta verð-
ur um þá, en hetturnar, sem
lagðar eru í göturnar, yfir toppa
krananna, liggja marga metra
frá, sumar í molum. Vafasamt
er, hvort nokkuð þessu líkt
þekkist annars staðar á hnett-
inum.
Eflaust á þetta og þvílíkt
skeytingarleysi rót sína að
rekja til sama „karaktérs“ og
það, að í bæ þessum ber all-
mjög á því, að bifreiðastjórar,
sem aka opinberum bílum, nota
þá í sína eigin þágu. Einn sést
kanski vera að draga saman
hey sín, einn góðan þurrkdag,
með opinberum bíl, á opinberu
benzíni. Annar kannski að
byggja sér íbúð og flytur til
. hennar efni-á sama hátt og hinn
j bílstjórinn. Lætur svo bílinn
standa meðan hann er að vinnu,
en fer á honum í mat og kaffi,
allt upp á opinbert benzín, sem
kvað bera dýrt nú. Og þó að
bílstjórarnir séu fastráðnir
mánaðarmenn hjá opinberu fyr-
irtæki, virðast þeir hafa tíma til
alls þessa í eigin þágu, í miðj-
um vinutíma, dag eftir dag. Og
ef þeir skyldu hafa leyfi til at-
12. Verndun geifjárstofnsins.
Fjórðungsþing Norðlendinga
varð fyarst til þess að vekja at-
hygli á, að yfir myndi vofa ger-
eyðing geitnastofnsins í landinu
og gerði áskorun um, að opin-
berir aðilar snerist þar í gegn.
Nú fyrst hefur Alþingi með lög-
gjöf hafizt handa til úrbóta.
Fjórðungsþingið lítur svo á, að
löggjöf þessi nái ekki tilætluð-
um árangri og muni vart stöðva
eyðingu þessara merkilegu hús-
dýra, og skorar því á ríkis-
stjórnina að koma í veg fyrir
það með frekari aðgerðum.
13. Nafnaskilti við lieimreiðar.
Fjórðungsþing Norðlendinga,
haldið 11. og 12. júní 1960, bein-
ir því til búnaðarsambanda í
fjórðungnum, að þau hlutist til
um að bæjarnöfn verði sett á
skilti við heimreiðar bæjanna.
14. Ríkið kosti allt
lögreglueftirlit á samkomum.
Fjórðungsþing Norðlendinga,
haldið dagana 11. og 12. júní
1960, telur brýna nauðsyn bera
til að haldið sé uppi föstu og
skipulegu lögreglueftirliti á op-
inherum samkomum, vegna
vaxandi ölvunar og annarrar
þar af leiðandi óreglu við slík
tækifæri. Telur þingið að kostn-
að af slíkri lögreglu eigi ríkið
eitt að bera. Skorar það á alla
þinngmenn kjördæmanna í
fjórðungnum að beita sér fyrir
því, að kostnaður við þetta eft-
irlit verði að fullu greiddur af
ríkissjóði.
hæfanna, sem hér skal þó
ákveðið dregið í efa, þá væri
slíkt leyfi ólöglega gefið af op-
inberum yfirmönnum, — og
verður að athugast, — m. a.
með rannsókn frá hendi þeirra
stjórnardeilda í Ráðuneyti ís-
lands, sem viðkomandi stofnan-
ir heyra undir. Vill Dagur ekki
koma þessu rétta boðleið? — S.
Lúðrasveit telpna.
1 BARNASKÓLA AK. er bú-
ið að stofna lúðrasveit drengja,
og er hún undir stjórn Jakobs
Tryggvasonar. Stjórnar hann
henni af mikilli prýði, og á
hann miklar þakkir skilið fyrir
það, eins og allt sitt starf á tón-
listarsviðinu.
Eg hef hlustað á lúðrasveitina
mér til mikillar ánægju.
En nú hefur mér dottið í hug,
hvort ekki væri hægt að fá ein-
hver hljóðfæri, sem hægt væri
að kenna stúlkunum á, og
stofna einhvers konar hljóm-
sveit fyrir þær. Eg er viss um
að í barnaskólanum eru margar
stúlkur, sem hefðu gaman af að
læra á hljóðfæri, og myndi það
auka á tónlistarlífið í bænum,
éf þessu yrði komið í fram-
kvæmd.
Bið eg þá, sem tónlist og
æskumálum unna, að taka það
til athugunar fyrir haustið. —
Kristín Jóhanesdóttir, Helga-
magrastræti 49.
Margir Sölvar á ferðinni.
HVAÐ skyldu þeir vera marg-
ir fleikflokkarnir, sem nú þeysa
um landið þvert og endilangt og
Fyrir nokkrum vikum settust
23 nemendur í Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja að prófborði í
virðulegum þætti landsprófs-
skipulagsins. En þegar þeim
leik var lokið lágu 19 nemendur
í valnum. Þeir höfðu fallið í úr-
slitaglímunni, bæði í móður-
málinu og reikningi. Um sömu
mundir féllu 6 landsprófsnem-
endur í litlu þorpi á Suður-
landi. Vandamaður eins af þess-
um sexmenningum, Úlfur lækn-
ir Ragnarsson, hefur í Tímanum
lýst ýtarlega og sanngjarnlega
þjáningum námsfólksins, sem
býr sig vetrarlangt undir lær-
dómsár vordaganna og kemur
svo að lokum heim með dóm
um fallið. Sömu sögu geta
hundruð feðra og mæðra um
land allt sagt á hverju ári, þar
sem börn þeirra eiga í þrot-
lausri baráttu með landsprófs-
undirbúninginn.
Víkjum nú aftur að Vest-
mannaeyjum, fyrir 30 árum var
þar stofnsettur ungmennaskóli.
Húsakynni voru lítil. Gamall
timburhjallur tekinn á leigu. —
Helztu valdamenn kaupstaðar-
ins voru algerlega mótfallnir
þessu skólahaldi, en þó komu
strax til náms nokkur efnileg
ungmenni. Að skólanum valdist
til forstöðu vaskur kennari,
auglýsa sýningar? Allir virðast
þeir kunna vel til verka, hvað
auglýsingar og áróður snertir.
Þeir eru líka töluvert góðir í
landafræði og vita upp á sína
tíu fingur hvar von er að fáist
eitthvað af fólki til að láta aura
fyrir skemmtun.
Hérna um kvöldið minntu
tveir þessir leikflokkar á um-
renningana, sem aldrei litu hver
anna réttu auga og máttu helzt
ekki hittast, án þess að fara í
hár saman. Leikflokkar þessir
auglýstu sem sagt í útvarpinu,
hver um sig, að hann væri ekki
hinn leikflokkurinn. En nöfn
þeirra voru ofurlítið keimlík.
Ekki skal því neitað, að stund-
um veitir þetta förufólk góða
skemmtun. Það gerði Sölvi
Helgason líka og margir hans
líkar, því að hver hefur til síns
ágætis nokkuð. — Förumenn
sungu, aðrir sögðu sögur eða
fréttir, hermdu eftir fólki og
dýrum og gerðu sérgrein sína
að list og unnu þannig fyrir mat
sínum og ígangsklæðum. Sagnir
herma, að sumt þetta fólk hafi
verið heimtufrekt og vandmeð-
faríð i fæði og öllum aðbúnaði.
Leikflokkarnir selja aðganginn
dýru verði, oft alveg úr hófi
fram.
Margir leikaránna í þessum
leikflokkum, sem nú fara um
landið þvert og endilangt, eru
þekktir listamenn, en margir
eru annars og þriðja flokks eða
alls ekkert listafólk.
Hið sama er að segja um
hljómsveitir og dægurlaga-
söngvara, sem líka leggja land
Framhald. á 7. síðu.
Þorsteinn Víglundsson, Aust-
firðingur að uppruna, greindar-
maður, vel undirbúinn og
áhugamaður um kennslu, bind-
indisstarfsemi, samvinnumál og
almennar umbætur í mannfé-
laginu.
Þorsteini Víglundssyni tókst
á mörgum árum með þraut-
seigri baráttu og aðstoð dug-
andi manna úr öllum stjórn-
málaflokkur að reisa byggingu
handa gagnfræðaskóla í Vest-
JÓNAS JÓNSSON
frá Hriflu.
mannaeyjum. Það er eitthvert
myndarlegasta hús í öllum
kaupstaðnum, þar er vel séð
fyrir húsrými fyrir fjölbreytta
unglingakennslu, að því er
snertir bókfræði, íþróttir, smíð-
ar og sjómennskunám. í Vest-
mannaeyjum er góð aðstaða til
að framkvæma mjög fullkomna
ungmennafræðslu. Kennaralið
er þar í betra lagi,en landsprófs
lögin frá 1946 eru þar, sem ann-
ars staðar, höggormur í aldin-
garði íslenzkrar æsku. Eg hef
nokkrum sinnum, bæði í út-
varpi og blaðagreinum, rakið
hörmungarsögu skólaæskunnar,
eins og þeim málum háttar nú.
OIl þjóðin veit að þetta er rétt,
en borgarana vantar framtak til
útbóta. Hið mikla fall bráðefni-
legra nemenda í Vestmannaeyj-
um er harður áfellisdómur um
landsprófsskipulagið, því að allt
fyrirkomulag þessa kennslu-
skipulags er jafn fordæmanlegt.
Ungmennin eiga þar að læra
útlend tungumál, reikning, sem
engin íslezk maneskja notar í
daglegu lífi, málfræði, sem virð-
ist vera samin af fábjánum. Þá
er þar kennd landafræði, nátt-
úrufræði á þann hátt að náms-
staglið deyfir námslöngun æsk-
unar til að kynnast þessum
menntalindum.
Eg vil segja frá einu dæmi, af
ótal mörgum, um þetta herfi-
lega fyrirkomulag íslenzkra
kennslumála. Eg bað dreng,
sem las undir landspróf í vor að
sýna mér kennslubókina sína í
málfræði. Hann opnaði kverið,
þar sem rætt var um samteng-
ingar á tveimur blaðsíðum. Eg
bjóst við að þar væri borið fram
auðskilinn og nauðsynlegur
fróðleikur, en þar var efnið ann-
að og enn verra en eg hugði. Á
þessari einu opnu í bókinni
voru taldar hinar ýmsu undir-
deildir samtenginga og til við-
bótar um 120 minisatriði. Hér
var ekki um að ræða tækifæri
til að glæða skilning efnilegra
barna, þar var ekkert nema sál-
arlaus utanaðlærdómur, sem
varð að læra, ef von átti að vera
um sigur í landsprófi á þessum
vígvelli.
Fall 19 efnilegra nemenda í
Vestmannaeyjum er eingöngu á
ábyrgð kennsluskipulagsins. —
Vestmannaeyingar, bæði ungir
og gamlir, eru hraustir og dug-
legir menn, djarfir og áhuga-
samir við störf og íþróttir.Húsa-
kostur og kennaralið í Eyjum
er í betra lagi og með þeirri að-
stöðu, sem þar er í boði, er
hægt að koma við góðri og
gagnlegri kennslu, þar sem ung-
menni og aðstandendur þeirra
geta talið sínu fólki vel borgið.
Hér verður að gerast alger
stefnubreyting. Það verður að
hverfa frá því óráði að lög-
þvinga alla unglinga til þess að
byrja á fermingaraldri að
stunda útlend tungumál, þar
með talda þunga málfræði. Enn-
fremur ber þeim að þekkja alla
firði í Danmörku, fjöll á Spáni,
andlit sandmaðksins og veldis-
ár konunga og keisara í allri
Norðurálfu. Öll sú kennsla, sem
landspróf heimta, er gegnsýrð
af kröfu um það að læra utan-
bókar óendanlegan fjölda smá-
atriða. Efnið er yfirleitt mjög
óhugðnæmt og erfitt að koma
þar við skilningi og sjálfstæðri
athugun, langmestur hluti þessa
þekkingarforða er ónothæf,
andleg eign í daglegu lífi.
Það hvílir skylda á þeirri
kynslóð, sem hefur brotizt í að
byggja hin mörgu skólahús hér
á landi, að sumu leyti betri
heldur en tíðkast í flestum öðr-
um löndum, að tryggja viðunan-
leg námsefni. Kynslóðin, sem
hefur hvatt til að reisa skólana
og byggja þá, verður nú að
hefjast handa með kröfu um
gerbreytingu á innihaldi skóla-
starfsins í landinu, það er hægt
að starfrækja marga skóla og
mörg próf, þar á meðal lands-
próf, ef menn vilja halda því
nafni, en það verður að hætta
að hafa kennsluefnið leiðinlegt
og fráhrindandi, og að búa svo
að æskunni, að hún leggist ekki
undir þekkingarböggunum eins
og þreyttur hestur undir óbær-
um klyfjum. Sú menning, sem
íslendingar hafa notið í þúsund
ár, er vissulega ekki boðin fram
við landsprófin. Hér verður að
gerast umbót, og hún ekki lit.il.
Sú kynslóð, sem hefur komið til
leiðar að hér á landi hafa verið
reistir fjölmargir myndarlegir
skólar, verður líka að skilja svo
við þetta mál, að kennsluefnið í
þessum stofnunum verði sam-
boðið þjóðinni, fortíð íslendinga
og framtíð þeirra, sem fæðast
upp í landinu og hafa bæði
hæfileika og orku til að lifa hér
sem frjáls þjóð og vel mennt. (