Dagur - 09.07.1960, Síða 8
8
„Eitt kíló af heimsku“
Sunnanblöðin segja .frá nýút-
kominni ljóðabók með frum-
legri uppsetningu, og er hún
aðeins gefin út í 300 tölusettum
eintökum. Eitt dagblaðanna
kynnir bókina með eftirfarandi
ljóði:
Seldu mér eitt kíló af heimsku
svo eg geti lifað.
Gerðu það fyrir mig,
aðeins eitt kíló
svo eg þurfi ekki að deyja.
Þó það væri ekki nema eitt
pund.
| Ráodvraveiðar í
i í Noregi I
Síðustu 5 árin hafa verið
greidd verðlaun fyrir 128.000
refi skotna í Noregi. Á sama
tíma voru skotnir 10 birnir, en'
verðlaun greidd aðeins fyrir 5
þeirra. Fækkar þeim nú óðum
í Noregi, og verða eflaust frið-
aðir, áður en þeim verði útrýmt
að fullu. Á sama tímabili hafa
verðlaun einnig verið greidd
fyrir 5 úlfa, 106 jerfi (fjall-
fress), 29 gaupur, 10051 villi-
minka, 3397 merði (ilder smá-
merðir), 1009 erni, 612 bergugl-
ur (húbró), 894 vali, 12213
hauka, 4612 smyrla, 89.517
krákur og 23.340 skjóa.
Síldarsöltmi og
brúarsmíð
Dalvík, 8. júlí. — Eldborg
kom hingað með fyrstu síldina,
rúmlega 600 tunnur uppmæld-
ar, eða rúmlega 300 tunnur upp-
saltaðar, og var það á miðviku-
daginn.
í gær kom Hannes Hafstein
með 100 tunnur uppmældar.
Veiðzt hefur ofurlítið á línu
og einn bátur, sem stundað hef-
ur færaveiðar, hefur aflað vel.
Langt er komið byggingu brú-
ar á Karlsá, norðan við Dalvík,
en veg vantar að henni. Brúar-
smiðurinn er Jónas Snæbjörns-
son. Hann mun fara til Skaga-
fjarðar þegar vinnu er lokið hér
og byggja brú á Hjaltadalsá og
síðan byggir hann brú á Öxna-
dalsá.
Taokarnir tilbúnir
Raufarhöfn, 8. júlí. — Sig-
urður Bjarnason frá Akureyri
er eina skipið, sem komið hefur
með síld í dag, ca. 200 tunnur,
og von er á öðru. Búið verður
að salta í um 1500 tunnur í
kvöld.
Bræðslusíldin er 50—60 þús.
mál, og er rétt lokið bræðslu
þeirrar síldar, sem kom fyrir
veðurskiptin. Verksmiðjurnar
SÍLDARSÖLTUN í GRÍMSEY
Grímsey, 8. júlí. — Hér hefur
staðið yfir síldarsöltun, hvíldar-
laust frá því kl. 6 í gærmorgun
og enn er ofurlítið eftir. í kvöld
verður búið að salta í 650 tunn-
ur eða nálægt því. Leó frá
Vestmannaeyjum kom hér með
sérstaklega fallega og góða síld
frá Kolbeinsey.
Síðustu daga hefur verið
ágætis þarskafli og allir bátar
fengið mikið.
Aðkomufólk er margt, eða
álíka margt og heimafólk, en nú
vantar fleira fólk, sérstaklega
stúlkur í síldina. Trúlegt er að
hingað berist nokkur síld fram-
vegis vegna hinnar hagstæðu
legu eyjarinnar fyrir síldar-
skipin.
Hingað kom í gær kærkom-
inn gestur, Richard Beck pró-
fessor og fögnuðu menn komu
hans og höfðu mikla ánægju af
því að ræða við hann, þótt tím-
inn væri naumur. Prófessorinn
greip hér í verk, m. a. flatn-
ingu.
Fyrstð skemmtiferSaskipiS á sumrinu
Á fimmtudaginn kom hingað
þýzka skemmtiferðaskipið Ari-
adne með 250 farþega.
Flestir farþegarnir komu í
land og brugðu sér austur að
Goðafossi í stórum og litlum
farþegabifreiðum. Veður var
þurrt en sólarlítið.
Meiri straumur erlendra
ferðamanna er nú til landsins
en undanfarið, þótt aðeins hluti
ferðamannanna leggi leið sína
til Norðurlands.
Einstök fegurð.
Án þess að kasta rýrð á
sunlenzka náttúrufegurð, mun
það ekki ofmælt, að hringferð
í bifreið frá Akureyri, með við-
komu hjá Goðafossi, brenni-
steinshverunum í Námaskarði,
Dettifossi og Ásbyrgi, er stór-
kostleg í góðu veðri.
Ferðafólkið, sem hingað kom
með Ariadne, var flest amerískt
og af æskuskeiði, hressilegt fólk
og hinir ágætustu gestir.
Skipsbátur með ferðafóik að leggjast að bryggju á Akureyri. — (Ljósmynd: E. D.).
voru farnar að skila mjög góð-
um afköstum.
Nýju síldartankarnir, sem
taka eiga yfir 30 þús. mál síld-
ar, eru nú fullgerðir. Þróar-
rými er nú 60—70 þús. mál og
kemur vonandi síld, svo að um
munar, áður en langt líður.
Þrír leikflokkar hafa verið
hér á ferðinni.
Fyrsta síldin
Ólafsfirði, 8. júní. — Síldar-
söltun hófst sunnudaginn 3. júlí.
Gunnólfur kom með 260 tunn-
ur, Guðbjörg með 186 tunnur
og rösklega 200 mál í bræðslu.
Víðir II kom hér í nótt með 286
tunnur í salt og 100 í frystingu.
Guðbjörg kom aftur með 130
tunnur, sem lokið er við að
salta.
Átta færabátar hafa lagt upp
góðan afla, frá 11 og allt upp í
32 skippund.
Afli og heyskapur
Sauðárkróki, 8. júlí. — Ingvar
Guðjónsson kom með 65 tonn
af fiski á miðvikudaginn og
Skagfirðingur er að losa 65
tonn í dag. Aflinn er góður á
færabáta, en engin síld hefur
borizt hingað.
Heyskapartíð er eins góð og
hægt er að kjósa sér og sprett-
an er ágæt.
Sundmót Ungmenansambands
Skagafjarðar verður haldið hér
á Sauðárkróki á sunnudaginn
kemur.
Silungsveiði í ósum Héraðs-
vatna var góð í vor, en lax er
ekki genginn.
Bera á beitilönd
Ilúsavík, 8. júlí. — Verið er
að undirbúa áburðardreifingu
úr lofti í landi kaupstaðarins. í
fyrra var nokkru dreift, en nú
er fyrirhugað að auka áburðar-
gjöfina. Athuguð hefur verið
flugbraut við Höskuldsvatn á
Reykjaheiði, og er heppilegur
staður til aðseturs fyrir áburð-
arflugvélina þar.
Fyrstu síldina til söltunar
kom Smái’i með, 300 tunnur, og
í morgun kom Helgi Flóvents-
son með 195 tunnur.
Lítil veiði í Blöndu
Blönduósi, 8. júlí. — Lítil
laxveiði hefur verið í Blöndu
það sem af er, enda hefur hún
lengst af verið í vexti og mjög
gruggug. í öðrum ám hér vestx’a
hefur veiði einnig vei'ið fremur
treg.
Þann 12. þ. m. verður Bjai-ni
Jónsson, Bollastöðum, 75 ára.
Kona hans er Ríkey Gestsdótt-
ir. Þau dvelja hjá Ingólfi syni
sínum á Bollastöðum, en
bjuggu um tveggja áratuga
skeið í Kálfárdal.
Sauðfjárrúningi er lokið og
þeir síðustu að reka fé á afrétt.
Víða er búið að hii’ða um
helming töðunnar, en misjafn-
lega mikið á bæjum.
Á Skagaströnd er góður hand-
færaafli, og betri en á sama
tíma undanfai’in ár.
Ýmislegt austan heiðar
Nesi, 7. júlí. — Heyskapurinn
hefur gengið ágætlega í
Fnjóskadal og spx’ettan er góð.
Slætti að Ijúka á þeim bæjum,
sem lengst eru komnir, enda er
tíðin mjög hagstæð.
SauÓ'fjárrúningur stendur yf-
ir, en er þó lokið í afréttarlönd-
unum. T\rær kirkjur í dalnum
verða 100 ára á þessu sumri,
Hálskii’kja og Illugastaðakirkja.
Þetta eru timburkirkjur. Af-
mælisins vei’ður minnst 24. júlí
og mun biskupinn yfir íslandi,
hei-ra Sigurbjörn Einarsson,
verða viðstaddur.
í næstu viku kemur vinnu-
flokkur frá Rafmagnsveitum
ríkisins til að sti’engja línur á
staura þá, sem niður voru settir
í haust í miðdalnum.
Nú er unnið að því að möl-
bera Fnjóskadalsveginn í Dals-
mynni. Fé vantar þó til að full-
gera hann, en reynt verður að
gera hann akfæran. Fljótlega
verður hafin vinna við að
byggja brýr Éf Skarðsá og Gref-
ilsgil.
Dálítið varð vUrt við Lax í
Fnjóská í fyrra og hafa veiði-
menn sótt fast að komast í ána
nú í sumar. Gera menn sér von-
ir um, að laxveiði glæðist í
ánni og mai’gir telja nauðsyn-
legt að sprengja betri fiskaveg
við Laufásfossa, sérstaklega .
vegna bleikjuxmar.
í 20 ár hafði Fnjóská verið í
leigu ensks veiðimanns, mr.
Fartescue að nafni, en losnaði
áx'ið 1957. Síðan hefur veiðifélag
bændanna í dalnum tekið' veiði-
skapinn í sínar hendur og selt
veiðileyfi.
Vaglaskógur er fallegur í
sumar. Gunnar Finnbogason
skógfi’æðingur kom í Fnjóska-
dal í sumar og hafði meðferðis
bjöllutegund eina, sem hann
hafði fengið í Noregi, og þar
þykir hin þarfasta til að eyða
lús af trjám. Mun hann hafa
sleppt þarna um 1700 stk. Bjöll-
urnar hafa vei’ið nefndar Maríu-
hænur eða Maríubjöllur, og
vonandi gera þær gagn en ekki
skaða.
Tólf minkar hafa vei’ið unnir
í Fnjóskadal, bæði hjá Þing-
mannalæk og fi’ammi í dalnum,
hjá Sörlastöðum og fi’aman við
Reyki, og hefur Páll G. Björns-
son í Gaiði eytt þessum dýrum.
Hann, ásamt Bi’aga í Birkihlíð,
liggja nú á tófugreni milli eyði-
býlanna Þúfu og Vestari-Króka
og hafa ekki önnur greni fund-
ið. Bragi er refaskyttan í Háls-
hx-eppi.
Eftir er að gera herferð í
Flateyjardal. Þar er engin
byggð, en margt um refi og
minka, að því er talið er. Fjár-
rekstrarmaður drap þar mink
fyrir stuttu.