Dagur - 12.10.1960, Page 2
2
Reglulegt Alþingi hvatt saman
SexfuQsafmæli Finnasfaðahióna
Ketill Guðjónsson bóndi á
Finnastöðum í Eyjafirði várð
sextugur í gær, 11. október, og
var auðheyrt á samtölum
manna, að margir hugðust
heimsækja hann, að dagsins önn
lokinni, til að óska afmælis-
barninu til hamingju og til þess
einnig að færa húsfreyjunni,
Hólmfríði Pálsdóttur, konu
hans, hamingjuóskir. En hún
átti sextugsafmæli hinn 1. þ.
mánaðar.
Ketill á Finnastöðum er mik-
ill atorkubóndi, vel gerður
maður, bæði andlega og líkam-
lega, óvenjulega vinsæll og hef-
ur notið mikils trúnaðar. Hann
er fulltrúi eyfirzkra bænda á
Búnaðarþingi og var fulltrúi
þeirra í Stéttarsambandi bænda.
Á Finnastöðum hefur hann
búið hálfan fjórða áratug,
ásamt konu sinni, sem er hin
mesta myndarkona og ágæt
húsmóðir. Finnastaðir urðu að
stórbýli í höndum þeirra hjóna
og auk þess hefur Ottar, sonur
þeirra, byggt sér nýbýlið Árbæ
í landi þeirra, en þá þegar hafði
jörðinni verið sá sómi sýndur í
stórfelldum umbótum, að rúmt
var um báða. Önnur börn
þeirra eru: Margrét húsfreyja
á Barká, Hreinn bóndi á Sval-
barðsströnd, Sigríður húsfreyja
í Holtakoti, Auður húsfreyja
að Merkigili og Gylfi, sem er í
heimahúsum.
Að vísu er saga Ketils á
Finnastöðum ekkert einsdæmi.
Litlar jarðir og jafnvel örgustu
kot hafa orðið að stórbýlum. —
- Húsavíkurskólinn
Framhald af 1. siðu.
nýja skólahúsi má geta þess, að
forsalur er að grunnflatarmáli
nokkru stærri en gamli barna-
skólinn.
Áskell Einarsson stjórnaði
vígsluathöfninni og rakti bygg-
ingarsöguna. Aðrir ræðumenn
voru‘ Séra Friðrik A. Friðriks-
son prófastur, sem flutti pi-o-
dikun, Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra, Þórhall-
ur Snædal byggingameistari,
skólastjórarnir Kári Arnórsson.
og Sigurjón Jóhannesson, Sig-
urður Gunnarsson, fyrrv. skóla-
stjóri Ingimar Jóhannesson
fulltrúi fræðslumálastjóra, Að-
alsteinn Eiríksson námsstjóri
og Stefán Jónsson .námsstjóri
Kvæðið Skólaminni eftir Jó-'
hannes Guðmundsson var sung-
ið af kirkjukórnum, sem einnig
söng sálma við athöfn þessa.
En aldrei hefur sú saga orðið
án frábærs dugnaðar bónda og
húsfreyju og aldrei hefur sá
dugnaður verið fullþakkaður.
Þetta fólk vinnur með hag fram
tíðarinnar fyrir augum og er í
fremstu röð þeirra landsmanna,
sem eru að skapa íslendinga-
sögu tuttugustu aldarinnar.
Síðan íslendingar hurfu frá
landbúnaði og dreifbýli að stór-
um meirihluta og tóku sér ból-
festu í þéttbýli, hafa þeir fund-
ið sér nýja guði í dægurlaga-
söngvurum, kvikmyndaleikur-
um og íþróttafólki og dægui'-
dvöl í sorpritum, kvikmynda-
húsum og fleiri ónáttúrlegum
hlutum. Hinum nýju hálfguð-
um er þröngvað upp á þjóðina
með allri hugsanlegri nútíma-
tækni. En löngu eftir að þeir
eru allir og gleymdir vitna störf
manna eins og Ketils á Finna-
stöðum um karlmennsku og
framsýni, og þá verða menn
þakklátir öllum þeim, sem
gengu í lið með vorinu og gró-
andanum og gerðu landið betra
en það áður var. Eg óska þeim
Finnastaðahjónum til hamingju
með það, að hafa valið ser þetta
hlutskipti og valdið því. Um
leið sendi eg þeim beztu afmæl-
isóskir. — E. D.
Ötivist barna
Utdráttur úr 20. gr. lögreglu-
samþykktar Akureyrar:
Unglingum innan 16 ára er
óheimill aðgangur að almenn-
um knattborðstofum, dansstöð-
um og öldrykkjustofum. Þeim
er óheimill aðgangur að al-
mennum kaffistofum eftir kl.
20, nema í fylgd með fullorðn-
um, sem bera ábyrgð á þeim.
Eigendum og umsjónarmönnum
þessara stofnana ber að sjá um,
að unglingar fái þar ekki að-
gang né hafizt þar við.
Börn yngri en 12 ára mega
ekki vera á almannafæri seinna
en kl. 20 á tímabilinu frá 1.
október til 1. maí og ekki seinna
en kl. 22 frá 1. maí til 1. októ-
ber, nema í fylgd með fullorðn-
um vandamönnum.
Börn frá 12—14 ára mega
ekki vera á almannafæri seinna
en kl. 22 á tímabilinu frá 1.
október til 1. maí og ekki seinna
en kl. 23 fró 1. maí til 1. októ-
ber, nema í fylgd með fullorðn-
um vandamönnum.
Þegar sérstaklega stendur á,
getur bæjarstjórnin sett til
bráðabirgða strangari reglur
Alþingi var sett á mánudag-
inn. Eysteinn Jónsson kvaddi
sér hljóðs í Sameinuðu þingi,
utan dagskrár, og bar fram
Minni síldveiði
í síðustu viku veiddust um
1500 tunnur af millisíld á Poll-
inum og innanverðum Eyjafii'ði,
bæði í lagnet og snurpunót. —
Síldin var fryst til beitu, einnig
soðin niður. — í gær var minni
veiði, aðeins um hálft tunna í
net.
Málverkasýning
Málverkasýning Guðmundar
frá Miðdal, sem aðeins var opin
4 daga í Landsbankasalnum, var
vel sótt. Þar voru 50 myndir,
bæði olíumálverk og vatnslita-
myndir.
Margar myndanna seldust og
fjöldi manns hefði eflaust sótt
sýninguna, ef ekki hefði þurft
að rýma húsnæðið.
En í Blómabúð KEA verður
gluggasýning á 12 málverkum
Guðmundar um helgina.
Málviorkasýning Guðmundar
frá Miðdal þótti mörgum sálu-
bót og allir, sem þangað komu,
nutu listrænnar fegurðar og
áttu þangað erindi. Enginn
þurfti að gera sér upp gleði yfir
„listrænum óskapnaði“.
Góð kolkrabbaveiði
Undanfarnar nætur hafa 20
—30 bátar verið á kolkrabba-
veiðum grunnt út _af Þorgeirs-
firði og hafa veitt vel, þegar
hagstætt veður hefur gefið.
Til marks um góða veiði er
það, að Draupnir frá Hauganesi
fékk 11 tunnur á 10 tímum og
voru þó aðeins þrír menn um
borð. Formaður á Draupni er
Kristján Þorvaldsson. — Kol-
krabbinn er frystur til beitu.
um útivist barna allt að 16 ara.
Foreldrar og húsbændur
barnanna skulu, að viðlögðum
sektum, sjá um að ákvæðum
þessum sé fylgt.
Barnaverndarnefnd Akureyrar..
Auglýsingar þurfa að
berast fyrir háclegi dag-
inn fyrir útkomudag.
ORGELVELTAN
Jóhann Ó. Haraldsson greiðir
50.00 krónur í orgelsjóð.
stutta fyrirspurn um landhelg-
is málið, og óskaði þess að for-
sætisráðherra gæfi yfirlýsingu
um að ekkert yrði aðhafzt
frekar í málinu án fulls sam-
ráðs við Alþingi. Hanr. mót-
mælti því harðlega að samn-
ingaviðræður við Breta væru
uppteknar. Rríkisstjórnin hefði
gefið um það skýlaus loforð, að
utanríkismálanefnd yrði leyft
að fylgjast með viðræðunum
við Breta, en þetta loforð hefði
verið svikið.
Ennfremur fór Eysteinn þess
á leit við forsætisráðherra að
hann gæfi skýrslu um hvað
gerzt hefði.
Forsætisráðherra lofaði því,
að úrslitaákvarðanir yrðu ekki
teknar án samráðs við Alþingi.
Ekkert hefði gerzt í málinu
enn sem komið væri.
Friðjón Skarphéðinsson var
kjörinn forseti sameinaðs þings
og Sigurður Ágústsson vara-
forseti.
BXFREIÐ AKEN NSLA
Aðalsteinn Jósepsson.
Sími 1750.
DÖMUR, ATHUGIÐ!
l’firdekki beliisspennui. hef
mót fyrir 2'/> cm og 5 cm belti,
sauma einnig belti úr yðar eigin
efnum, cf óskað er.
Þórhildur Skarphéðinsdóttir
Hafnarstr. 29, niðri.
NOTAÐUR KOLAKETILL
óskast lil kaups..
Upplýsingar í sitna 2159.
STÚLKA
óskast allan daginn til áramóta.
Sporí- og
hljóðfæraverzlunin
Ráðhústorgi 5
ÓSKILALAMB
Á Þverárrétt nú í haust
var mér dreginn hvítur
lambhrtitur. Mark: Hálft
af aftán hægra og fjöður
aftan vinstra. Þetta lamb
á ég ekki og getur eig-
andi vitjað þess gegn
áftillnnm kostnaði.
Einar Tr. Thorlacius,
Tjarnarlandi. .
HERBER
til leigu og barr
sölu í Helgamai
íureyrinj
Sala happdrættismiða Styrktarfélags vangefinna stend-
ur yfir. Bifreiðaeigendur! Enn getið þið fengið miða
með núrneri bifreiðar yðar, annars frjáls sala á mið-
um. Dregið 1. nóv. n. k. um 10 vinninga. Þar á meðal
1 á 250 þúsund (Opel Capitan L). Pantið rniða í sím-
um 1656 og 1570. — Styrkið golt málefni.
STYRKTARFÉLAG VANGF.FINNA.
Umboðið, Akureyri, Bjarkarslíg 1.
TIL SÖLU
á Grenivík þriggja tonna
trillubátur með 5—9 ha.
Sabb-vél. Bátur og vél í
mjög góðu ásigkomulagi.
Allar uppíýsingar gefur
Svafar Gunnþórsson,
Grenivík.
UNG KÝR TIL SÖLU
Guðm. Sigurgeirsson,
Klauf.
TIL SÖLU:
Barnavagn, harmonika,
rafmagnsgítar og ógang-
fært mótorhjól.
Uppl. í síma 2573.
H R Ú T A R
Þrír I. verðlauna lmitar
til sölu ( 2 veturgamlir og
1 þriggja vetra)
Guðm. Rósinkarsson
Skriðulandi
TIL SÖLU
er nýlcgur dívan á dívanaverk-
stæði Karls Bárðarsonar
Hanarstr. 96 — Sími 1658
TIL SÖLU
Lítið notuð jakkafiit á 12—14 ára
dreng og margs konar annár
fatnaður. Upplýsingar eftir há-
degi í síma 2463.
TIL SÖLU
Marz-skellinaðra
í góðu lagi.
Sírni 2536.
SKÝLISRERRA
til söhi.
Upplýsingar í síma 1121.
KYNBÓT AHRÚTAR
Hef til siHu nokkra fyrstu veið-
launa kynbótahriita,
Armann Þorsteinsson
I’verá í Öxnadal.
PÁFAGAUKUR
Þriðjudaginn 4. þ. m.,
slapp páfagaukur út úr
húsinu Þórunnarstr. 97,
Akureyri. — Þeir, sem
,kynnu að hafa orðið
fúgls varir, eru vinsam-
legast beðnir að gera að-
vart í síma 1243.
ELDHÚSVASKA-
BLÖNDUNARTÆKI
tapaðist á leiðinni frá Blikksmiðj-
unni að Frystihúsi Ú. A.
Finnandi vinsamlegast hringi
í síma 1764.
I>Ú SEM TÓKST
í misgripum pönnu af slátri á
frystihiisínu, vinsamlegast gefðu
þig fram t ið starfsmenn ffysti-
hússins.
HJÓLBÖRUR
töpuðust á leiðinni frá
Grænugötu á Akureyri,
frám að Grund. Finnandi
er vinsamlega beðinn að
géra aðvart á afgreiðslu
blaðsins.