Dagur - 26.10.1960, Blaðsíða 2
2
Vefrarfarvegur Laxár opnaður
Framhald af 1. siðu.
lokum, sem opna má og loka á
svipstundu. Þar í gegn er hér
eftir vetrarvegur Laxár. Á
sumrin fellur hún í sinn gamla
farveg í Syðstukvísl, en Mið-
kvísl er stífluð og verður ekki
opnuð aftur. Þar verður þó lítils
háttar vatnsmagn látið renna
árið um kring og byggður fisk-
vegur.
Stíflan opnuð.
Fi'á Akureyri var ekið í stór-
um ferðabíl undir fararstjórn
Knúts Otterstedt rafveitustjóra.
Þegar austur kom, var fáni
dreginn að hún. Sigúrður Thor-
oddsen verkfræðingur lýsti
framkvæmdum og síðan var
stíflan opnuð og áin fyllti
skurðinn og flóði yfir bakka. —
Gegnum stífluna geta runnið
110—120 m3 á sek. Meðal-
rennsli Laxár er 40—50 m3 á
sek. Um 35 m3 á sek. þarf til
fullrar orkuframleiðslu Laxár-
virkjunar. Með stíflunni erhægt
að nota vatnsmagnið til að
ryðja krapastíflum, sem mynd-
ast kunna.
Sérstakur hitabúnaður er í
stíflunni, sem á að gera auðvelt
að opna og loka að vild, hversu
sem veðrar.
Holt er undir.
Nálægt stíflunni eru bústaðir
starfsmanna og aðrar bráða-
birgðabyggingar. Að sjálfsögðu
eru allar byggingar austur þar
á bjargi byggðar, en þó er það
svo, að undir hraunhellunni er
holt á stóru svæði og má fara
þar fram og aftur. Þar skammt
fi»á er hellir einn svo mikill, að
þar má hýsa 100 hesta.
í eldaskála starfsmanna voru
góðar veitingar fram bornar og
þar flutti Iildriði Helgason, for-
raaður Rafveitastjórnar, ávarp.
í sambandi við þann ófanga
í framkvæmd við upptök Lax-
ár er þó ré.tt að minna ó, að enn
er eftir að dýpka Mývatn við
upptök Geirastaðakvíslar. Það
er mikið verk og verður fram-
kvæmt með dælum. Verður
það gert samkvæmt þeirri
reynslu, sem næsti vetur lætur
í té.
Kostar 7,5 milljónir.
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir voru 1. sept. sl. um
7,5 millj. króna. En þeim er
ekki lokið og rafmagnstruflanir,
sem verða kunna í vetur, skera
ekki endanlega úr um gildi
þess, sem þegar hefur verið
framkvæmt.
Verkstjóri framkvæmdanna
hefur verið Georg Karlsson,
Akureyri.
Um það voru skiptar skoðan-
ir í upphafi* hversu unnið
skyldi að til að jafna rennsli
Laxár. Till. var gerð um skurð
á öðrum stað en valinn var og
studdu hana margir kunnugir
menn, svo sem áður hefur verið
frá sagt hér í blaðinu. Sam-
kvæmt kostnaðaráætiun var sú
framkvæmd dýrari, en hafði
þann augljósa kost, að sá skurð-
ur hefði legið í Mývatn, þai'
sem aðdjúpt var. Það er von
allra þeirra, sem á orkuveitu-
svæði Laxár búa, að betur tak-
ist til en svartsýnh' menn ætla
og að rennsli Laxár verði
tryggt með þeim framkvæmd-
um, sem verið er að gera. En
Laxá er þeirrar náttúru, að
hana þekkja þeir einir, sem bú-
ið hafa á bökkum hennar um
áratugi. Það hafa verkfræðing-
ar þegar reynt.
En vonandi tekst full sam-
vinna við hið mikla og fagra
vatnsfall, sem talin er vera feg-
urst laxá í heimi og skilgetið
afkvæmi sjálfs Mývatns, sem
ásamt sveitinni, sem við það er
kennt, er eitt furðulegasta völ-
undarsmíð náttúrunnar. □
NOTAÐ
MÓTATI.VIBUR
til sölu. Til sýnis eftir kl.
5 e. h. við Álfabyggð 28.
TIL SÖLU
FIAT 1100 1954,
í ágætu lagi.
Afgr. v. á.
KOLAKYNNTUR
MIÐSTÖDVAR-
KETILL,
verð 400 krónur,
til sölu í Lækjargötu 22.
TIL SÖLU:
Drengjalöt á 12—13 ára,
Nýleg. — Sími 1592.
TIL SÖLU
Sófasett, sófi, 2 stólár, al-
stoþpað. — Enn fremur
Borðstofuborð og 4 stól-
ar. — Tækifærisverð.
Til sýnis í Vanabyggð 2 F.
Nýlegur BARNAVAGN
TIL SÖLU.
Sími 1196.
BARNAVAGN
TIL SÖLU.
Uppl. í Hafnarsiærti 33
(neðri hæð).
* UNG KÝR
til sölu.
Rósa Jónsdóttir, Þverá.
JAKKI
á 10—11 árá dreng
er til sölu.
Afgr. vísar á.
SKÁKMÓT U. M. S. E.
Fjögurra manna sveita-
keppni hefst að Melum í
Hörgárdal þriðjudaginn
1. nóv. kl. 9 e. h. — Sama
fyrirkomulag verður á
mótinu og sl. ár. Þeir sem
geta mæti með skákklukk
ur. — Þátttaka tilkynnist
fyrir 30. þ. m. til Þórodds
Jóhannssonar, Byggðaveg
140 A, Akureyri, sími
2522, sem veitir nánari
upplýsingar.
B—|
iHiii
ELDRI DANSA
KLÚBBURINN
Dansleikur í Alþýðuhús-
inu laugardaginn 29. þ.
m. kl. 9 e. h. — Aðgöngu-
miðar verða seldir í Al-
þýðuhúsinu fimmtudag-
inn og föstudaginn 27. og
28. október frá-kl. 8—10
e. h. — Eldri félagar vitji
miðanna fyrra kvöldið og
velji sér borð.
Stjórnin.
FREYVANGUR
Dansleikur laugardaginn
29. okt. kl. 10 e. h. Sæta-
ferðir frá Ferðaskrifstof-
unni.
Kvenfélagið Aldan.
SKEMMTISAMKOMU
heldur slysavarnarlélagið
„Svala“ í samkomuhúsi
Svalbarðsstrandar, laug-
ardaginn 29. október n. k.
kl. 21.30.
Til skemmtunar verður:
1. Ræða. Séra Sigurður
Haukur Guðjónsson.
2. Bögglauppboð.
.3. Dans.,
(H1 jómsveit leikur).
Nefndin.
IÐJU-KLÚBBURINN
Skemmtiklúbbur Iðju,
félags verksmiðjufólks,
heldur spilakvöld föstu-
dagskvöldið 28. ]r. m. kl.
8.30 í Alþýðuhúsinu.
Spiluð verður félagsvist.
Góð kvöldverðlaun.
Dans á eftir.
IUjómsveit hússins leikur
Iðjufélagar komið þangað
sem fjörið er mest.
KLÚBBSTJÓRNIN.
ÓSKILALAMB
I haust var mér dregið
lamb með mínu marki.
Heilrifað hægra, tvístýft
fr. biti aftan vinstra. —
Þar sem ég á ekki þetta
lamb getur réttur eigandi
vitjað andvirðis þess að
frádregnum kostnaði
til mín.
Hannes Haraldsson,
Víðimýri 6.
Akureyri.
ÞRÍLITUR KÖTTUR
(læða) í óskilum.
Uppl. í síma 1073.
STARFSSTÚLKUR
VANTAR
að Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri.
Upplýsingar. gefur
yfirhjúkrunarkonan,
sími 2299.
KRAKKA VANTAR
til að bera út
TÍMANN
í Glerárhverfi.
Afgr. Tímans, sími 1166.
Ung stúlka með eitt barn
ÓSKAR EFTIR VINNU
Má vera heimilisstörf. —
Þarf að fá herbergi á sama
stað.
Uppl. í síma 2025.
WILLY’S LANDBÚN-
AÐÁRJEPPI TIL SÖLU
Uppl. í síma 2346.
TIL SÖLU
Ford Junior í ágætu lagi.
Afgr. vísar á.
TIL SÖLU
RÚSSNESKUR JEPPI
model ’57, með blæjum.
Keyrður aðeins 2(i þús.
km. Verður til sýnis hjá
Akurhóli, Grenivík,
næstu daga.
Upplýsingar gefur
Valdimar, mjólkurbílstj.
SKODA 440
í góðu ásigkomulagi
til sölu.
Uppl. í síma 1626 og
1301.
FORD ZEPIIYR 1955
TIL SÖLU.
Bíllinn er mjög vel með
farinn og aðeins ekinn
37.000 km. Útborgnn eft-
ir samkomulagi.
Upplýsingar gefur
Halldór Karlsson,
Smurstöð Þórsliamars.
Prestkosningar
NÝLEGA fór fram talning at-
kvæða frá prestskosningunum
að Núpi í Dýrafirði. Þar var
mikil kjörsókn, af 100 á kjör-
skrá kusu 88. Þrír prestar voru
í framboði. Þau urðu úrslit
kosninganna, að séra Stefán
Lárusson í Vatnsendaprestakalli
í Suður-Þingeyjarsýslu var
kjörinn lögmætri kosningu, 59
atkv.
Séra Sigurjón Einarsson á
Brjánslæk hlaut 27 atkv. og
tvö atkv. hlaut séra Kári Vals-
son.
Utrunninn er umsóknarfrest-
ur um Eskifjarðarprestakall.
Ein umsókn barst til biskups-
skrifstofu og er það Jón Hnefill
Aðalsteinsson, cand, theol.,
sem sækir. Enn er óákveðið
hvenær prestskosning fer þar
fram. □
Auglýsingar þurfa að
beiast fyrir hádegi dag-
inn fyrir útkomudag.
TAKIÐ EFTIR!
Adrett hárkremið
nýja er komið
-k
Danski
kaneláburðurinn
góði með rósinni kominn
aftur
-K
Gillette rakblöðin
extra-góðu, í hvítu
pökkunum
KLÆDAVERZLUN SIG.
GUBMUNDSSONAR H.F..
r
Urvals tegundir
af
þurrkuðum
Á V Ö X T U M :
APRICOSUR
EPLI
BLANDAÐIR
SVESIvJUR
RÚSÍNUR
KÚRENUR
VÖRUHÚSIÐ H.F.
HRÖKKBRAUÐ
úr nýmöluðu
rúgmjöli.
Verð: Kr. 10.85 pk.
VÖRUHÚ5IB H.F.
FUNDUR
verður haldinn í B YGGINGAMEíSTARAFÉLAGI
AKUREYRAR miðvikudaginn 26. okt. kl. 8.30 e. h.
að Hótel KEA (Rotarysal).
D A G S K R Á :
Inntaka nýrra félaga.
Önnur mál.
STJÓRNIN.