Dagur - 02.11.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 02.11.1960, Blaðsíða 1
Mái.<;a<;n Framsóknarmanna R rsrjORi: Kki Davíwsson Skrh-.viofa í Hakn.akstr.cti í)0 SÍMt t ! i)l> . Sl. I M.M.I t)i. I'KKMI N AN.NAST l’RKNTVERK ()»bs B.] t W'NSNONAIt II.I . AKUREVRI Dagur XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 2. nóv. 1960 — 49. tbl. r—""—7” Ar&i.vs úeLsson \t.AM |ÓU1: JÓN 5am- ÁRÓANfiURINN KOSTAR KR. 100.0C . < xJ AÍ.TOAC! ÉR 1. jÚLÍ Bl-AOtfi K ■ 't'M ( iMuk út Á Mjpvikunör,- )0 Á J.AUOAKDÖí.UM < AM.F.DA ÞÝklR nt. Ársafmæli sjúkraflugvélarinnar HINN fyrsta nóvember í fyrra- haust kom nýja sjúkraflugvélin til Akureyrar. Tryggvi Helgason og Aðálbjörn Kristbjarnarson flugu henni hingað frá Banda- rikjunum. Síðan hefur sjúkra- flugvélin flesta daga verið á flugi, bæði í sjúkraflutningum og öðrum leiguferðum og aldrei HAGFELLD NIÐURSTAÐA! NÝLEGA hafa allmargir Sjálf- stæðismenn flutt svohljóðandi tillögu á Alþingi: , „Alþingi áíyktar að fela rík- isstjórninni að láta fara fram athugun á því, hvaða möguleik- ar eru á, að íslenzk fiskiskip geti hafið fiskveiðar við vestur strönd Afríku . “ Með fullri virðingu fyrir rannsókn nýrra fiskimiða, virð- ist full þörf að lita sér nær. Það virðist að minnsta kosti öllu hagfelldara að halda fast á fiskveiðiréttindum okkar á okkar eigin fiskirniöi\m, en að afhenda þau Bretum og hrökkl- ast svo sjálfir með fiskiflotann til Afríku. □ bilað eða nokkuð óhapp hent af nokkru tagi. Mannslífum eflaust bjargað. Sjúkraflugin urðu 56 á árinu. Enginn veit hvað mörgum mannslífum hefur verið bjargað á þennan hátt, en víst er um það, að Norðlendingar fagna því að hafa aðgang að þessari flug- vél og hún veitir mikið öryggi einkum þeim, sem fjarri búa sjúkrahúsum og fjölförnum um- ferðaleiðum. Lendingarstaðir vélarinnar eru 34 á þessu tíma- bili. Mikilsvert fyrir Grímseyinga. Sem dæmi um starfsemi sjúkraflugvélarinnar má nefna, að hún hefur farið 43 ferðir til Grímseyjar, bæði til að flytja sjúka og annarra erinda. Hrakspárnar rættust ekki. Hrakspár þær, sem í fyrstu heyrðust um þessi flugvélakaup, hafa allar orðið sér óg höfund- um sínum til minnkunnar og er það vel farið og öllum gleðiefni nú. Flugmaðurinn er Tryggvi Helgason. Hann nýtur trausts og vin-- sælda í hinu þýðingarmikla starfi. ‘ □ Nemendur Menntaskólans á Akureyri hafa lagt talsverða stund á kappróðra nú í haust á Pollinum. (Ljósmynd E. D.) iiimiiii»i»»»iiitii»iinaii Lánsf járslcortur þjakar bændur Engin peningastofnun veitir ungu fólki hjálp Á MÁNUDAGINN hóf Bænda- klúbburinn eyfirzki starf að nýju og hafði fund að Hótel KEA. Sverrir Gíslason, for- maður Stéttarsambands bænda, • var frummælandi og talaði um verðlagsmál og landbúnaðar- >i»i»iiiiiiii»i»ii»ii n ii • iii»■»■»■»iiaimi ■ i iii»iiiiliiiiiin»i»»iiii»»»»ii»»»imii»iifiii«i»iiiii»i»i»ii»»i»»m»i»»ii»ii»«ii»*»i' immmmmm Áætlun um 30-40 milljón kr. framleiðslu á ári við Mývatn Hráefnið kísilleir í botni vatnsins. - Jarðhitinn í Námaf jalli not- aður við endanlega vinnslu. - Við fyrirtækið vinni 59 manns RANNSÓKNARRÁÐ RÍKISINS fékk sérfræðing frá Þýzkalandi sumarið 1959 til þess að rannsaka skilyrði til vinnslu á kísilleirnum í Mývatni og meta líkur fyrir því, að þar geti verið um arðgæft fyrirtæki að ræða. Nú hefur Karl’Kristjánsson, alþingis- maður, tjáð blaðinu, að hann viti, að ný- lega hafi Rannsóknarráði ríkisins borizt skýrsla frá Þjóðverjanum og tfelji sér- fræðingurinn, að þarna sé um mjög álit- lega framleiðslu að ræða og hvetji ein- dregið til að haldið verði áfram í fram- kvæmdaátt. Reiknað er með, að leirleðjan sé graf- in upp úr botni vatnsins með vélskóflu- bát og flutt að landi með flutningabát- um. Síðan byrjar vinnslan við vatns- bakkann. Við Mývatn fer svo fram sandhreins- un, síun og þurrkun leirsins, og tál þess á að nota jarðgufu, er leiða á frá Náma- fjalli. Því næst er gert ráð fyrir, að bið bálf- unna efni verði flutt að Námafjalli, þar sem endanleg vinnsla fer fram. Sú vinnsla fer nokkuð eftir markaðsskilyrð- um, þ. e. eftir því til bvers á að nota leirinn. gufu- Mannaliald er áætlað þannig: 1. í Mývatnssveit 45 manns, sem vinna á 2—3 vöktum. 2. Á Húsavík 7 manns. 3. Stjórnendur og skrifstofuf. 7 manns. Mannvirki, sem talið er að gera þurfi, auk verksmiðjubyggingarinnar sjálfrar, eru: 1. Endurbæta veg frá Mývatni að Náma- fjallí. 2. Leggja 30 km veg úr Mývatnssveit niður í Reykjaliverfi. 3. Bora eftir gufu og leggja leiðslur. 4. Leggja rafmagnslínur. (Verksmiðjan þarf 400 kw). 5. Koma upp 10 íbúðum fyrir starfs- menn. 0. Byggja geymslur á Húsavík og út- skipunarmannvirki. Áætlað er, að framleiðslan nemi 10 þús. tonnum á ári. Verðmæti þessarar framleiðslu er 30—40 milljónir króna. Þingeyingar og aðrir Norðlendingar munu fylgjast með þessu máli af áhuga. Nú liggur fyrir að sannprófa álitsgerð og útreikninga hins þýzka sérfræðings. En í skýrslu hans og umsögnum kemur, að sögn, fram ánægjuleg bjartsýni. □ framleiðslu. Á fundinum mættu 162 og mun þetta vera fjöl- mennasti klúbbfundurinn, sem haldinn hefur verið til þessa. Um leið og bændaklúbburinn hefur starf sitt, er rétt að benda á það, að þessi félags- skapur hefur engan skráðan félaga, engin lög, hefur aldrei kosið sér stjórn, hefur aldrei gert samþykkt af neinu tagi. Enginn hefur neinum skyldum að gegna við þennan félagsskap nema að drekka kaffi og greiða það þegar fundur er sóttur. Engin gerðabók er skrifuð, en Dagur hefur stundum flutt fregnir af fundum þessum. Bændaklúbburinn er sérstæður félagsskapur, eða kannski eng- inn félagsskapur, samkvæmt venjulegum skilningi. En engu að síður er það staðreynd, að fundirnir, sem eru fræðslu- og umræðufundir um landbúnað- armál, eru fjölsóttir að stað- aldri. Sverrir Gíslason, formaður Stéttai-sambands bænda, lýsti bæði undrun og ánægju yfir hinni miklu aðsókn og taldi hana bera vott um félagslegan þroska eyfirzkra bænda. Síðan rakti hann sögu verðlagsmála landbúnaðarins í glöggu máli, skýrði verðlagsgrundvöllinn og sagði frá samningum og laga- boðum. Neytendur hafa meira vald en áður um sölu- og dreifingar- kostnað. Framleiðendur geta breytt verði landbúnaðarvara Framliald d 2. siðu. iiiiiiiiiiiiiiiiiii lllllll•l•llllllll•l> I UM LOKUN I 1 SÖLUBÚÐA 1 ÁKVEÐIÐ ER, að sölubúðum á Akureyri verði lokað kl. 1 e. h. á laugardögum þennan mánuð, en á föstudögum verða þær opnar til kl. 7 e. h. Fyrsta laugardaginn í des- embermánuði verða sölubúðir opnar til kl. 4 og annan laugar- dag í desember til kl. 6, þriðja laugardag í des. (17. des.) til kl. 10 e. h. Á Þorláksdag verða sölubúð- ir opnar til kl. 12 á miðnætti og á aðfangadag og gamlaárs- dag er lokað kl. 12 á hádegi. □ 111ii111n 1111 111111111 ■ ■ ■ 111 ■ i ■ ■ 111 ■ i ■ 111 ■ 11» i ■ ■ n 1111 ■ ■ ■ 111 11111■i■■ ii 11 ■ i ■ ■ ■ 111111ii1111 Frá aðalfundi Sjálfsbjargar á Ák. AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar á Akureyri var haldinn á sunnu- daginn í félagsheimilinu Bjargi. í félaginu eru 116 manns, auk 102 styrktarfélaga og 7 ævifélaga. Félags- og skemmtifundir voru 7 á árinu, tvær munasölur og 29 föndurkvöld. Spilakvöld voru 5 og 25 stjórnarfundir. Á föndur- kvöldum voru að jafnaði 24 þátttakendur. Reikningar félagsins voru lesnir upp og samþykktir og stjórn kosin. Hana skipa: Aðolf Ingimarsson, formaður, Heiðrún Stein- grímsdóttir, ritari, Sveinn Þorsteinsson, gjaldkeri og meðstjórn- endur, Ástþrúður Sveinsdóttir og Líney Helgadóttir. Föndurkvöld eru þegar byrjuð nú í haust og hafa þau verið vel sótt og saumanámskeið stendur yfir undir stjórn Jórunnar Guðmundsdóttur. En stærsta framtíðarverkefnið. er stækkun félagsheimilisins. Sagt verður síðar frá gjofum og áheitum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.