Dagur


Dagur - 02.11.1960, Qupperneq 2

Dagur - 02.11.1960, Qupperneq 2
2 Árni Joliannsson Minningarorð um dáinn vin ÞANN 21. þ. m. lézt að heimili sínu Ránargötu 25, Akureyri, Arni Jóhannson frá Brekkukoti en svo var hann jafnan skil- greindur meðal Svarfdælinga að minnsta lcosti. Árni var fæddur 29. júlí 1883 að Brekkukoti í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru hjónin þar, Jóhann Jónsson og Steinunn Soffoníasdóttir, hin mestu sæmdarhjón. Börn þeirra hjóna voru synir þrír og dætur þrjár. Árni var í nokkur ár í fóstri hjá föðurbróður sínum, og slitnaði þannig um skeið úr tengslum við foreldra sína og systkini. Mark- aði þetta spor í sálarlíf hans, er hann aldrei að fullu gat sætzt við. Þó fátækur væri, brauzt hann til búfræðináms að Hólum í Hjaltadal og brautskráðist það- an 1905. Árin næstu á eftir stundaði hann vinnu hér og þar, en gaf sig síðan að sjómennsku. Hann nam sjómannafræði og öðlaðist réttindi til að stjórna smærri vélskipum. Var meðal annars um alllangt skeið formaður á póstbátnum Mjölni. Árið 1909 kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni, Jóhönnu Jónsdóttur frá Miðkoti, Svarfað- ardal, prýðis konu. Árið 1913 fluttu þau hjón til Akureyrar og áttu þar heimili síðan. Ekki varð þeim barna auðið, en eina kjördóttur áttu þau, Rögnu, er reyndist þeim hin ágætasta dóttir í hvívetna. Æska áldamótanna síðustu, sem oft heyrist nefnd í ræðu og riti, var borin inn í harðan lieim fátæktar og fábreyttra at- vinnuhátta, næsta ólikan þeim heimi, er blasir við í dag. Uppeldisboðorð þeirra tima voru heldur ekki miðuð við það fyrst og fremst að komast yfir fjármuni með sem léttustu móti og minnstri vinnu, og eiga í skjóli auðs rósama daga, heldur hitt, að gera ungdóminn skiln- ingsríkan á gildi drengilegs starfs og starfsgleði, framvindu lífsins til bættra lifskjara. Skapa með æskunni heilbrigða hugsun og lífsviðhorf. Kenna henni að gera fyrst kröfuna til sjálfrar sín, setja hana ofar kröfunni til ann- arra. Boðorð þessara uppeldishátta voru atorka í starfi, skyldu- rækni, hófsemi, nýtni, guðstrú og ættjarðarást. Með öðrum orð- um, hinar fornu dyggðir, sem hafa reynzt og munu reynast si- gildar á öilum tímum, hvort sem menn viljá játast undir þær eða ekki. Og mein okkar yfirstand- andi tíma er það, að þessum gömlu lífsreglum hefur á marg- an hátt verið þokað til hliðar og aðrar settar í staðinn, er lakar munu reynast til manndóms og þroska. Árni Jóhannsson var einn úr hópi aldamótaæskunnar og mót- aður í andrúmslofti þeirra tíma, enda bar hann öll beztu ein- kenni þeirra og var þeim góður fulltrúi. Hann hafði numið sín boðorð vel og átti manndóm og vilja til að lifa eftir þeim. Þau hafa þá líka borið honum riku- lega ávexti, er koma fram í virð- ingu og vinaþeli samtíðarmanna fyrir drengilegt starf, óbrigðulan trúnað í hverju því, er honum var á hendur falið, og hjálpfús- an hug og hendi til hjálpar þeim, er hjálpar var þörf. Sú er niðurstaða lifs Árna Jó- hannssonar. Með þennan vitnisburð og þann yl, sem honum fylgir, er gott að ganga út af leikvangi þessa lífs. Vinum sínum verður Árni ó- giej'manlegur. Þessi greindi, starfsglaði, örgeðja maður, sem á augabragði gat blcssað upp og látið skúr vandlætingarinnar skeíla yfir, en þó jafnskjótt lát- ið varma hjartahlýjunnar þerra allt á svipstundu, svo hreinna var eftir en áður. Annars var ekki tilgangur minn með þessum, því miður, fátæklegu orðum, að gefa lýs- ingu af æskuvini mínum Árna Jóhannssyni, heldur hitt, að senda honum síðustu kveðju min og minna. Góðu heilli höguðu atvikin því svo, að ungur að árum kom hann líkt og farfugl inn á heim- ili foreldra minna og fékk að njóta þeirrar fræðslu er við börnin fengum undir fermingu. Þessu gat hann aldrei gleymt eða fullþakkað. Minnugri mann á það, sem hann taldi sér vel gert, þekki ég ekki, og lýsir það eitt út af fyrir sig hvert hjarta- lag mannsins var. Fleiri orð skulu svo eigi hér um höfð. En að lokum langar mig til að segja þetta: Árni, góði æskuvinur og fé- félagi. Hafðu hjartans þökk fyr- ir allt og allt. Vinarhugur minn fylgir þér yfir dauðadjúpin. End- urminninguna um þig mun ég geyma meðal þeirra er ég kær- astar á. Vertu svo blessaður og sæll. Sól guðs vermi þig. Tjörn, 27. okt. 1960. Þór. Kr. Eldjárn. Stjórnarskipti í Félagi verzlunar og skrif- stofufólks Á SÍÐASTA aðalfundi í Félagi verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri, var skipt um stjórn félagsins að mestu. Formaður er nú Kristofer Vilhjálmsson, ritari Aðalsteinn Valdemarsson og gjaldkeri Jón Aspar. Með- stjórnendur eru Hörður Að- ólfsson og Baldur Halldórsson. Fráfarandi formaður er Óli D. Friðbjörnsson. -Fulltrúar á Alþýðusambands- þing voru kosnir, Jón Aspar og Aðalsteinn Valdimarsson, en varamenn þeir Kristofer Vil- hjálmsson og Baldur Halldórs- son. □ - Lánsfjárskorturinn þjakar bændur oftar en einu sinni á ári, en höfðu ekki rétt til þess áður, Og bændum er tryggð uppbót á útfluttar afurðir, allt að 10% af heildarframleiðslu. Heildai-- framleiðsla landbúnaðarvara er um 750 milljóna virði. Verð- lagsgrundvöllurinn hækkaði að- eins um 7,55% í haust. Grundvallarverð land- búnaðarvara. Samkvæmt verðlagsgrund- vallarverði eiga bændur að fá kr. 4,18 fyrir mjólkurlíti'ann, kr. 18,68 fyrir kg af bezta nautakjöti, kr. 19.69 fyrir dilka- kjöt, kr. 24.50 fyrir gærur, kr. 24.30 fyrir ull og kr. 8.73 fyrir hrossakjöt, allt miðað við beztu og verðhæstu flokka. Mjólkur- framleiðslan jókst mjög lítið í landinu á síðasta ári, en neyzl- an töluvert mikið. Á þrem fyrstu ársfjórðungum þessa árs hefur framleiðslan vaxið um tæplega 5%, en neyzlan aukizt um 9.25%. Sýnt er hvert þetta stefnir, þegar fólksfjölgunin nemur 3500 eða meira á ári (3700 fjölgun samkv. síðasta manntali). Framundan er hætta á búvöruvöntun en ekki offramleiðslu. Kjötframleiðslan 1958 hefur nálega staðið í stað. Nokkuð hefur verið flutt út af kinda- kjöti. Hér er aðeins drepið á fátt af mörgu úr ræðu frummæl- anda. í ræðulok hvatti hann ey- firzka bændur til samstöðu og vakandi félagslífs. Hann minnti á, að enn væru margar sveitir landsins veglausar og kyrrstaða í heilum landshlutum. Eyfirð- ingar og aðrir, sem lengra eru komnir áleiðis í framför- um, mega ekki, sagði ræðumað- ur, láta staðar numið. Aðrir verða að öðlast það, sem þið hafið þegar hlotið. Sverrir Gíslason sagði, að það sem nú þjakaði landbún- aðinn framar öliu, væri vöntun á fjármagni. Lánapólitíkin væri til skammar. Ur.gt fólik gœti alls ekki, hversu fegið sem það vildi, hafið búskap. Engin lána- stofnun rétti því hjálparhönd, að gagni. Að síðustu skýrði ræðumaður hlutverk Stéttar- sambands bænda. Ágætur róm- ur var gerður að máli hans og hófust umræður að því loknu og stóðu fram g nótt. □ Hitapúðarnir komnir aftur. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD ÍÞRÓTTAGALLAR SLNDSKÝLUR Allar stærðir. Sporí- og hljóðfæraverzlunin Gúmmíslöngiir frá 1/2” - 2” BAHCO lyldar og tengur Hurðarþéttingar Rennibrautir fyrir hurðir og skápa: Handföng á skápahurðir Þéttiefni á þök og veggi. GRÁNA H.F. POLLABUXUR OG SJÓHATTAR á börn, margir litir. GRÁNA H.F. ÓSKXLALAMB í liaust var mér dregið lamb með mínu marki, l j()ður áftan liægra sílt vinstra, biti aftan, sem ég á ekki og getur réttur eigandi vitjað andvirðisins til mín. Guðbjörn Olafsson Holtagötu 10, Akureyri. NÝKOMIÐ: VEGGLJÓS margar teg. LJÓSAKRÓNUR margar teg. LOFTLJÓS einf., tvöf. BORÐLAMPAR frá kr. 140.00 GÓLFLAMPAR margar gerðir. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILÐ NÝKOMIÐ: Mikið úrval af allskonar Skermum VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Strokjárn þrjár tegundir. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Demantsborar SV2 mm. — 30 mm. Mjög góð tegund. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD NÝMALAÐ: Bankabygg, Rúgmjöf, Heilhveiti, Hveitiklíð Hafrar, skornir Hrísgrjón, ópóleruð Þurrger, Hunang Fjallagrös, Lýsisbelgir Lauktöflur, Þaratöflur Jurtakraftur VÖRUHÚSIÐ H.F. MOLASYKUR, giófur MOLASYKUR, fínn STRÁSYKUR, fínn FLORSYKUR, fínn PÚÐURSYKUR, ágætur KANDÍSSYKUR, dökkur, sérstaklega góður. VÖRUHÚSIÐ H.F. Karlm. NÆRBUXUR síð.ar kr. 52.50, 56.50, 60.00. DRG. NÆRBUXUR síðar, kr. 23.15, 41.50. DRG. NÆRBUXUR stuttar, kr. 10.00 til 24.00 SPORTBOLIR verð kr. 17.50, 26.50, 31.00 og 32.50. VÖRUHÚSID H.F.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.