Dagur - 30.11.1960, Page 5

Dagur - 30.11.1960, Page 5
4 5 AÐ SELJA LANDHELGINA TRÚLEGA hefði það valdið bæði að- hlátri og fyrirlitningu ef einhver hefði spáð því fyrir einu ári eða tveimur, að á því herrans ári 1960 mundu einhverjir fslendingar hefja þá furðu-„sókn“ í landhelgismálinu, sem í því væri fólgin að láta af hendi nokkurn hluta hins nýfriðaða land- grunns fyrir löndunarréttindi eða önnur fríðindi, og herjast fyrir því með öllum tiltækum ráðum í blöðum, útvarpi og á mannfundum. En undur og stórmerki gerast enn í landi voru, jafnvel þau, að íslenzkir stjórnmálaflokkar þykjast hafa fund- ið nýjan gjaldmiðil, gulli betri, þjóð- inni til handa — sjálfa landhelgina. Þetta er ótrúlegt, en þetta er satt og hvílir engin Iaunung yfir því lengur. Þeir vilja gera Iandhelgina að verzí- unarvöru. Núverandi ríkisstjórn hefur sett þann smánarblett á þjóðina, sem ein- huga stóð að útfærslu fiskveiðilög- söguimar fyrir tveirn ármn og vann fullan sigur í því máli, að berjast fýr- ir því nú, eftir unnin sigur, að fá heimild meirihluta Alþingis til áð láta hluta af hinu friðaða landgrunni aftur í hendur Breta fyrir einhvers konar fríðindi. Sjálfstæðisflokkurinn vann sér það til frægðar sumarið 1958, rétt áður en reglugerðin um fiskveiðilögsöguna íók gildi, að ganga úr Ieik og neita að standa að útfærslunni. Aðalmál- gagn flokksins varð þá um skeið stuðningsblað brezkra útgerðarmanna enda vitnuðu þeir á þeim tíma oft í Morgunblaðið, máli sínu til stuðnings, gegn málstað íslendinga. Sjálfstæðis- flokkurinn gekk svo Iangt að segja, að kommúnistar stjórnuðu landinu. Hinn skefjalausi áróður Sjálfstæðis- manna gegn V.-stjórninni og öllum aðgerðum í landhelgismálum, verk- aði örfandi á ofbeldishneigð Breta. Einmitt þessi áróður mun hafa ráðið úrslitum um, að bryndrekarnir brezku voru sendir á íslandsmið til að kúga íslendinga. Það var sorglegt, að stærsti stjórn- málaflokkurinn skyldi bregðast svona herfilega á úrslitastund. En það er líka staðreynd, að sami flokkur gerð- ist skeleggur „landvarnarflokkur“ í Iandhelgismálinu eftir 1. sept. 1958 og fram yfir tvennar kosningar. Það voru klókindi í kosningum. Hver ein- asti frambjóðandi allra þingflokka lýsti sig þá ákveðinn fylgjanda út- færslunnar og að frávik kæmu aldrei til rnála. En nú berst Sjálfstæðisflokkurinn opinberlega fyrir því að semja um landhelgina við þá einu þjóð, sem beitt hefur ofbeldi. Ekki hefur hann umboð til þess frá kjósendum sínum. Árið 1901 seldu Danir Bretum hluta af íslenzkri landhelgi fyrir verzlunarfríðindi. Árið 1960 vilja for- ingjar stærsta stjómmálaflokks á ís- landi selja Bretum hluta af nýfeng- inni landlielgi fyrir löndunarréttindi. Svo óíslenzk sjónarmið eru enn til á landi hér. Óttinn við kjósendur knúði núver- andi stjómarflokka til að lýsa sig trygga málsvara útfærsluimar við tvennar síðustu kosningar. Sami ótti getur bægt hættunni frá á núverandi örlagastund. □ v_________________________________________J Skemmtileg ársliátíð Fiskiíræðingar í Kanada spá ALLIR ÞEIR, sem gist hafa austurströnd N-Ameríku, hafa ábyggilega einhverntíma snætt hinn gómsæta skelfisk, sem þarlendir nefna „scallops“. Vin- sældir þessa fisks hafa aukizt mjög síðustu árin og líkar Am- eríkumönnum sérstaklega vel, að engin bein skuli finnast í honum! Nálega allt magnið af þessum skelfiski hefur komið frá sömu miðunum Georgs Bank, en skelfiskurinn hlýtur alltaf að vera miklu staðbundn- ari heldur en annar fiskur sök- veiða allan árganginn 1954—’55 og muni þá fara að minnka held ur betur aflamagnið. Ekki er talið, að um önnur mið sé að ræða, því hvergi hafi verið jafn stórar skelfiskabyggðir og á Georges Bank. Fiskifræðingar vara mjög eindregið við því, að fiskimenn fari að hirða smærri fiska en hingað til, því að það muni aðeins seinka bata mið- anna. (Fisheries Research Board of Canada, General Series Circualar no. 33, Sept. 1960.) □ ÁRSHÁTÍÐ Framsóknarmanna á Akureyri var haldin á laugar daginn og þótti hin ánægjuleg- asta. Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari, flutti ávarp, Jón Krist- insson las upp úr nýútkominni barnabók Hjartar Gíslasonar, Salómon svarta, og hann flutti, ásamt Magnúsi Kristinssyni og Guðmundi Magnússyni gaman- saman samtalsþátt. Ennfremur var skenmitiþátturinn „nefndu lagið“, bingó og fjörugur dans. Samkomunni stjórnaði Ingvar Gíslason. □ um þess, hve lítið hann hreyfir sig. Nú stunda um 70 banda- rískir og 20 kanadískir bátar veiðar á þessum miðum og met- afli síðasta árs nam um 2.000 peslir í fanginu! tonnum, og heildarafi þessa árs verður líkega enn meiri. Fiski- fræðingar hafa fylgzt mjög vel með þessum miðum og hafa get að sagt nákvæmlega fyrr um breytingar á aflamagni o. s.frv. Þeir hafa komizt að því, að ár- gangarnir eru mjög mismun- andi og munar geysilega miklu á mergð þeirra frá ári til árs. Sá fiskur sem veiðzt hefir frá því síðari hluta 1959, er af ár- ganginum 1954—1955, sem var óvenjulega „fjölmennur“. Að minnsta kosti næstu tveir ár- gangar eru miklu minni. Fiski- fræðingar hafa nú spáð því, að í lok þessa árs verði búið að HÁLÆRÐUR mjólkurfræðingur skrifaði nýlega grein um hættu þá, er stafaði af neyzlu ógeril- sneyddrar mjólkur. Nefnir hann til átta meiri háttar pestir, sem auðveldlega berist með ógeril- sneyddri mjólk, auk fylgikvilla. Jónas Jónsson frá Hriflu svar- ar grein þessari í Suðurlandi og bendir meðal annars á, að á Víf- ilsstöðum sé notuð ógerilsneydd mjólk, sem framleidd er undir ströngu eftirliti í sigursælli bar- áttu við hvíta dauðann. Þá benti hann á, að fyrir nokkru hefði því verið haldið fram, að ekki mætti vera lengra á milli mjólk- urvinnslustöðva en 10 km., hvort tveggja sé danskættað. Hann bendir ennfremur á, að Sunn- lendingar hafi notað heimamjólk ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllIIIIIIIlllllllIllllllllllllllllltllllllllllllIlltlilll l^ Gullbrúðkaup MÁNUDAGINN 31. okt. sl. áttu gullbrúðkaup hjónin Guð- rún Friðfinnsdóttir og Kristján Jónsson á Litluströnd í Mý- vatnssveit. Guðrún er fædd 28. okt. 1882 að Yztafelli í Köldukinn — eru ættir hennar úr „innhéraðinu“ — og verða ekki raktar hér. — Foreldrar hennar voru þá vinnuhjú hjá maddömu Guð- björgu Aradóttur. Tók hún Guðrúnu til fósturs og fluttist með henni, ásamt foreldrum sínum, að Skútustöðum, og ólst þar upp. Kristján er fæddur 16. marz 1886. Eru ættir hans mývetnsk- ar, Skútustaða- og Geiteyjar- strandarættir. Hann missti föð- ur sinn er hann var 15 ára. Var hann elztur systkina sinna, er voru sex. Fór hann þá í vinnu- mennsku „til vandalausra“, eins og það var orðað, og reynd- ist brátt hinn ötulasti til allra starfa. Fyrstu þrettán árin eftir gift- inguna dvöldu þau á Skútu- stöðum, í félagsbúi með Frið- birni föður Guðrúnar, og tók hún þá við búsforráðum. En þá urðu þau að víkja þaðan, og næstu 22 ár bjuggu þau við mjög lélegt og óhentugt jarð- næði. En fyrir 15 árum fengu þau keyptu jörðina Litlu- strönd í Skútustaðahreppi og hafa búið þar síðan, ásamt börnum sínum, byggt íbúðar- hús og hafið miklar ræktunar- framkvæmdir. Bæði voru þau hjón mjög fé- lagslynd. Guðrún var ein af stofnendum Ungmennafélagsins Mývetningur fyrir rúmum 50 árum. Hún var um nokkurt skeið á yngri árum sínum bóka- vörður Lestrarfélags Skútu- staðahrepps, las mikið af bók- um og les enn. Hefur það verið hennar skólaganga, ásamt nokkrum vikum í unglinga- skóla undir handleiðslu Sigurð- ar Jónssonar skálds á Arnar- vatni, sem mörgum hefur dug- að vel. — Kristján hefur verið einn öflugasti og áhugamesti starfs og styrktarmaður söng- lífs í sveitinni yfir 50 ár. Og enn söng hann kröftuglega í glöðum vinahóp á gullbrúð- kaupsdaginn. Þrátt fyrir þröngan fjárhag og ýmsa erfiðleika, hafa þessi hjón komið upp dugmiklum barnahóp, sem ekki hefur látið eplið falla langt frá eikinni, í félagsstarfseminni, t. d. söng- málum sveitarinnar, og einnig má geta þess, að Jón Kristjáns- son, hinn landskunni skíða- kappi er sonur þeirra. En þau hafa leyst af höndum fleiri verkefni, sem vert er að minn- ast, og ekki er altítt nú á dög- um. Hjá þeim hafa dvalið þrjú foreldri þeirra og ein föður- systir Guðrúnar, á elliárum þeirra og til síðustu stundar, og notið þeirra aðhlynningkr og umönnunar sem bezt varð á kos ið. Sum þeirra voru ósjálf- bjarga til fleiri ára. Eðlilega kom þetta mest í hlut Guðrúnar, sem leysti það hlutverk aðdáanlega. Svo stóra hluti geta sumir innt af hönd- um, þó lítið fjármagn hafi handa á milli, aðeins ef fómar- hugurinn er nægur. Slík kona er Guðrún á Litlu- strönd. Allmargir frændur þeirra og vinir heimsóttu þau á þessum heiðursdegi og dvöldu hjá þeim í góðum fagnaði. Bæði þeir og aðrir slíkir, sem ekki höfðu að- stöðu til að heimsækja þau, þakka þeim góða samfylgd og vel unnið dagsvei'k. Saniferðamaður. í rúmlega 1000 ár og þrifist vel af, svo sem lesa megi í fornum og nýjum hetjusögum. Þá minn- ist Jónas á, að piltar í Laugar- vatnsskóla hafi hafnað heima- mjólk, en keypt flöskumjólk, en namsmeyjar húsmæðraskólans þar hafi á sama tíma kosið heimamjólk. Að lokum slær greinarhöfundur á léttari strengi og segir: „Ef til vill verður skólaborgin á Laugarvatni fær til að ráða vel fram úr þessum vanda fyrir lág- lendið allt. Þar eru að staðaldri 250 ungmenni allan vetrartím- ann. Hver skóli er sjálfstætt ríki, en um aðra hverja helgi er sam- eiginleg dansæfing fyrir alla nemendur sem þess óska. Er sá dansleikur einn hinn stílfastasti og með skemmtilegum æsku- brag. Piltar og stúlkur nálega jöfn að tölu, húsakynni, músik og allir umgengnishættir til fyr- irmyndar. En í þessum heil- brigða ungmennahóp er kvenna- skólinn með 40 dömur, raun- verulega innsti kjarninn. Án þess kjarna yrðu skólaböllin eins kon- ar piparsveinaævintýri. En þeg- ar þessi samkynning hefst í vet- ur veit hver einasti piltur úr skóladeildum, þar sem karlar eru í meirihluta, að kvennaskóla- stúlkurnar hafa heimamjólk í hverri máltxð allan veturinn. Þeir vita að einhver lærðasti mjólkurfræðingur í héraðinu hefur fellt ótvíræðan dóm um þá hættu sem er búin lífi og heilsu manna af þessari fæðutegund. Nú hlýtur hver námssveinn, sém leitar eftir danskonu á hið hála salargólf, að skoða jafnvel hina glæsilegustu ungmey sem geymslustað fyrir margar helztu stórpestir samtíðarinnar, auk margra minni fylgikvilla. Piltur- inn verður að velja um hin ströngu vísindi og hið ljúfa líf sveitamanns, sem lokar augum fyrir hættu augnabliksins, tekur hvern danssprettinn af öðrum allt kvöldið og fylgir að loknum leik sinni dömu niður hinn breiða veg niður að dyrum hús- mæðraskólans. Heima á sléttum Suðurlands stækkar ungi maður- in túnið ef til vill studdur af ungri húsmóður sem hann hefir áður mætt í sölum Bjarna Bjarnasonar á Laugavatni. Vel man unga atorkufólkið viðvar- anir danskra vísinda, bæði um 10 km leið frá sveitabýli heim að mjólkurbúi og um átta pestir með fylgikvillum. En hann man líka eftir Helga Ingvarssyni á Vífilsstöðum, hvernig hann hefir gert hvíta dauðann nálega út- lægan úr landinu. Ef til vill man hið unga atorkufólk eftir því að hafa á skólaárum sínum kynnzt fullkomnustu mjaltavélum, sem þá voru til á Islandi, en urðu síð- ar almenningseign. Framhald á 7. siðu. Allsherjarmanntal ler fram á morgun Sterkir stofnar Höfundur: Björn R. Árnason. Útgefandi: Kvöldvökuútgáfan 1960. Líklegast hef ég aldrei séð Björn R. Árnason, en langt er þó síðan ég kynntist honum af greinum, er hann reit í tímarit undir dulnefninu: Runólfur í Dal. Hafði ég lengi enga hug- mynd um, hver sá maður var, er svo snöfurlega hélt á penna, en ávallt las ég alt það, er ég sá nafn hans undir. Ekki duldist mér það, að þessi dalbúi var betur skrifandi en algengt er, málhagari og kjarnorðari, og að jafnan var einhver sá svipur yfir ritsmíð- um hans, er sópaði að. Hitt þótti mér þá heldur ekki minna um vert, hversu fróð- hugaður hann var um menn og atburði liðins tíma og skyggnd- ist þar vel undir yfirborðið. Seinna aflaði ég mér upplýs- inga um, hver maðurinn var. Hlaut það að vekja enn meiri aðdáun að komast að raun um, að Runólfur þessi var einyrkja bóndi, sem aldrei hafði setzt á skólabekk. Kollurinn hlaut að vei'a í betra lagi, enda þóttist ég'sjá, að hann væri kynborinn Eyfirðingui' langt í ættir fram. Hygg ég að framætt hans sé ekki með öllu rétt rakin í Ætt- um Skagfirðinga, nr. 115. Nú fagna ég því, að ritgerð- ir Runólfs (en þannig kann ég bezt við að nefna hann), hafa allmargar verið gefnar út í bók- arformi. Sýnist mér þó, að hér geti naumast öll kurl verið komin til grafar, því að flestir eru kaflarnir í þessu safni skrif- aðir á síðastliðnum áratug, en löngu fyrr var penninn orðinn Runólfi hendi fylginn. Hvað sem um það er, má öllum þeim, er fróðleik unna, vera það mik- il aufúsa að hafa nú þessar prýðisgóðu og stórmerku rit- gerðir hans aðgengilegar í einni bók, svo skemmtilega og skil- merkilega sem frá þeim er gengið. f einhverju guðspjallanna segir frá blindum manni, er meistarinn gaf sýn með tveim- ur máttarverkum. Eftir fyrri aðgerðina er svo að orði kom- izt, að hann hafi séð mennina kringum sig „rétt eins og tré“. Þá lagði meistarinn aftur sínar mildu hendur yfir augu hans, og varð hann þá albata og sá alla hluti glöggt. Mér hefur oft komið þessi saga í hug. Margir verða aldrei betur sjáandi en það, að þeir sjá mennina í kringum sig rétt eins og tré, það er að segja: eitthvað, sem þeim er óskylt og óviðkomandi. Sjálfir eru þeir drumbar og sjá því ekki annað en drumba. Ef drottinn mild- inna(r og mannkærleikans snertir þessi augu í annað sinn, opnast þau betur og skynja þá mennina eins og lifandi sálir. Eitthvað af slíkri ófreskisgáfu er Runólfi gefin og öðrum þeim, er sjá eins glöggt og hann. í bók 'þessari er ekki aðeins mikill fróðleikur saman dreg- inn, ágætar persónulýsingar gefnar, og margar afrekssögur sagðar úr hversdagslífi alþýðu- manna. Ollu þessu er haldið til skila með einstakri gerhygli og alúð manns, sem vænt þykir um samferðamenn sína og ann þeim góðs eftirmælis. Stúndum hefur verið sagt við mig: Hvernig stendur á því, að þið prestarnir eruð svo gjarnir á að hlaða lofi á dána menn? Ef þið ætlizt til að tek- ið sé mark á ykkur, eigið þið að segja kost og löst á fram- liðnum. Þessu svara ég þannig: Flest- ir fá sinn mæli, skekinn og fleytifullan, af aðkasti og ámæl- um meðan þeir eru í lifanda lífi. Er nauðsynlegt að elta þá með slíku út yfir líf og dauða? Er þá ekki sanngjarnara og vinsamlegra að minnast frem- ur þess, sem gott var en síður á loft haldið, þegar framliðnir eru kvaddir í hinzta sinn, og þeir geta ekki framar borið hönd fyrir höfuð sér? Líkan skilning hefur Runólf- ur í Dal á þessu. Hann segir: „Fáir hugsa of mikið. Flestir hugsa of lítið. Að hugsa er að lifa. ..... En munið það, menn og. konur: Farið ætíð mjúkum og mildum höndum um minn- ingar einstakra manna og horf- inna kynslóða.“ Einmitt af því, að Runólfur fer þannig að, fer lesandanum ósjálfrátt ■ að þykja • vænt um hann. >■ Og þessu fná treysta: Skilningur samúðarinnar er að jafnaði fullkomnarí en hinna, sem ekki eru nema að hálfu leyti sjáandi. Þetta er skyggn- in, sem Kristur gefur, sú sem gerir menn albata og kennir þeim að sjá alla hluti glöggt. Þetta er sjónarmið hinnar al- vísu miskunnar. Hversu fljótt gleymast þeir, sem deyja, hinum sem enn standa höllum fæti í flaumi at- burðanna, önnur kafnir við sitt eigið lífsstríð! En stafar það af öðru en því, að vér sjáum mennina aldrei miklu greini- legar en tré? Fyrir hinum, sem betur sjá, verður fortíð og fram- tíð óaðskiljanleg, ég og þú sama íhugunarefni frammi fyr- ir Guði. Og það eflir bróður- kærleikann og fegurðina í líf- inu að ganga undir hönd þeim, sem þessa skyggni hefur hlotið. Hafi Runólfur þökk fyrir bók sína. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður hefur skrifað á- gætan formála að henni, er gefur glöggan skilning á höf- undinum. Bókin er yfirleitt snoturlega út gefin, og prýða myndir lesmálið. Eitt verður þó að átelja: Nafnaskrá vantai’. Englendingar segja: Bók án nafnaskrár er ónýt bók! Sízt má slíka skrá vanta í bók, er fjallar um mannfræði. Auðskil- ið er, að seinlegt er að þurfa að lesa alla bókina í hvert sinn og skyggnzt er þar um eftir einhverjum manni. Svarfdælir eru gervilegt og atorkusamt fólk. Þessi nýja Svarfdæla mun um langan ald- ur geyma minningar um menn og atburði, sem annars væru nú þegar að miklu leyti ofur- seldar gleymskunni. Slík hand- tök verða aldrei að fullu metin. Benjamín Kristjánsson. Ættir Síðupresta Höfundur: Björn Magnússon. Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri. í þessu mikla riti, sem er um 600 blaðsíður á stærð í stóru broti, eru einkum raktir afkom- endur tveggja mikilhæfra og kynsælla Síðupresta, þeirra Jóns prófasts Steingrímssonar, sem ævisöguna skrifaði, og Páls prófasts Pálssonar svo og syst- kina séra Páls, barna Páls klausturhaldara á Hörgslandi Jónssonar. Um leið eru taldir í ritinu niðjar flestra Síðupresta frá og með Jóni Steingrímssyni, þar sem þeir eru annað hvort af Jóni komnir eða hafa kvænzt inn í ætt hans. Um þá, sem giftast inn í ætt- irnar, eru veittar svo góðar upp lýsingar, sem kostur er hverju sinni, framætt þeirra rakin eða vísað til heimilda. Dagsetning- ar og ártöl fæðingardaga og dánardaga er víðast hvar til- fært, svo og giftingardagar, þar sem kostur hefur verið að afla þeirra upplýsinga. Helzt er, að slíkar upplýsingar skorti um yngstu kynslóðina af eðlilegum ástæðum, þar sem kirkjubækur seinustu áratuga eru enn ekki komnar í Þjóðskjalasafnið. Oll er bókin vel og fræðimannlega unnin svo sem vænta mátti af hinum stórvirka og eljusama höfundi, Birni Magnússyni, pró fessor, og fylgir fullkomin nafnaskrá. Ég hygg að fáir, sem ekki hafa unnið verk eins og þetta, geti gert sér það í hugarlund, hvílíka feiknavinnu það kostar. Að elta menn af einu lands- horni á annað og leita uppi fæð- ingar- og dánardaga þeirra er bæði þolinmæðisverk og kostar oft mikla skarpskyggni og ímyndunarafl að komast á slóð- ina. Verk eins og þetta geta naumast aðrir unnið en þeir, sem hafa yndi af því. Séra Björn mun hafa unnið þetta í tómstundum sínum sér til gam- ans, enda þótt hann væri hlað- inn óteljandi öðrum störfum, og með mikilli iðjusemi vinnst verkið smám saman, eins og er kóralrif hleðst upp í úthafinu. Þetta er leyndardómurinn við að setja saman slíkar bækur. En hér er tekið stórt ómak af möi'gum, sem hlut eiga að máli og vilja vita eitthvað um ætt sína og skyldfólk. Verk, sem svo skilmerkilega er unnið, þarf aldrei að vinna aftur. Þessi bók heldur því sínu gildi, þó að aldir renni, og mun þykja því dýrmætari sem lengri tímar líða. Öllum er það kunnugt, hversu Sýslumannsævir Boga (Framhald á 7. síðu.) FIMIMTUDAGINN 1. desember fer fram aðalmanntal um allt land, og er það hið 21. í röð slíkra manntala hérlendis. Fyrsta manntalið var tekið 1703 að tilhlutan þeirra Árna Magn- ússoxiar og Páls Vídalín. Er það með allra fyrstu manntölum — í nútímaskilningi þess orðs — sem tekið hefur verið, og það var á ferðinni heilli öld áður en flest fj’rstu manntöl annarra landa voru tekin. Þátttaka almennings. Teljarastarfið er trúnaðarstarf, sem enginn getui' skorazt und- an, sem til þess er hæfur. Með hliðsjón af mikilvægi teljara- starfsins og því, að það er innt af hendi á einum degi tíunda hvert ár, er vonazt til þess, að menn telji það ekki eftir að vera kvaddir til að gegna þessu starfi. Almenningur getur létt starf teljaranna á ýmsan hátt, t. d. með því að kynna sér, hvað um er spurt, og hafa tiltæk svör við spurningum manntalseyðu- blaðsins. Þá er það og mjög á- ríðandi að húsráðendur sjái um, að allir, sem hafast við í hús- næði þeirra, séu teknir á skrá. Eitt af því, sem mestu máli skiptir í sambandi við aðal- manntalið, er, að enginn skrán- ingarskyldur einstaklingur falli undan skráningu. Þeir, sem ekki eru heima þegar teljara ber að garði, eru beðnir að skilja eftir hjá hús- ráðanda eða öðrum heimilis- manni blað með öllum þeim upplýsingum um sjálfan sig, sem rita skal á manntalsskýrsl- una. Það, sem spurt er mn. Á manntalsskýrsluna skal rita nafn og hjúskaparstétt, fæð ingarstað, trúfélag og ríkisborg ararétt. Enn fremur upplýsing- ar um fjölskyldutengsl innan hvers heimilis og um heimilin sem slík. Allar konur, ógiftar, giftar og áður giftar, tilgreini hve mörg börn þær hafa alið (lifandi fædd), og allar giftar konur, sem eru samvistum við mann sinn, tilgreini á sama hátt, hve mörg böm þær hafi alið í núverandi hjónabandi. Erm fremur tilgreina þær gift- ingarár. Þá eru upplýsingar um at- vinnu og aðra tekjuuppsprettu fólks, en þær eru einn mikil- vægasti þáttur manntalsins. Upplýsingarnar eiga að miðast við vikuna 20.—26. nóv. (síð- asta heila vikan fyrir manntals- dag), en auk þess að skýra frá atvinnu í júlí og marz 1960. Ætl unin er að fá ekki aðeins mynd af störfum manna vikuna fyrir manntalsdag, heldur einnig á tveim öðrum tímum ársins, að- allega til að leiða í ljós árstíða- breytingar í atvinnustarfsem- inni og þátttöku barna og ung- linga í henni, en hún er nú orð- in mjög mikil. Hefur ekki áður verið spurt um þetta við töku manntals. — Upplýsa skal at- vinnu allra barna og fullorð- inna, og þeir, sem vinna aðeins huta fulls starfstíma, skulu gera grein fyrir atvinnu sinni jafnt og hinir. Húsmæður, sem stunda atvinnu utan heimilis, gera grein fyrir henni, og það þótt um sé að ræða smávægi- leg störf. — Þeir, sem stunda fleira en eitt starf samtímis, eiga aðeins að tilgreina eitt þeirra — það, sem mestu máli skiptir. Atvinnan skal fyrst og fremst gefin til kynna með því að rita nafn og tegund fyrirtækis eða stofnunar, sem unnið er hjá. Þá skal upplýsa, hvort um er að ræða atvinnurekanda eða launþega, ásamt nánar tiltekn- um viðbótarupplýsingum. Enn fremur upplýsist tegund starfs í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun, þ. e. hvers eðlis starfið er. Kemur þetta stundum fram í starfsheiti manna og nægir þá að tilgreina það, en oft þarf viðbótarskýringu til þess að full nægjandi sé. Ekki er t. d. nóg að tilfæra ,,verkamaður“, held- ur t. d. „verkamaður við upp- og útskipun", „verkamaður við götugerð“ o. s. frv. Ekki „skrif- stofumaður“, heldur t. d. „bók- ari“, „gjaldkeri“ o. s. frv. Ekki „sjómaður“, heldur „háseti“, „bátsmaður“, „matsveinn“ o. s. frv. Sama gildir um fjöldamörg önnur starfsheiti. Ymislegt fleira kemur til í sambandi við atvinnuspurn- ingar manntalseyðublaðsins og verður ekki um of biýnt fyrir teljurum að kappkosta að fá fram rétt og tæmandi svör við þessum spurningum. Árangur manntalsins er fyrst og fremst undir því kominn, hvernig tekst til um öflun upplýsinga um atvinnu manna. Þá er spurt um nám og tekin próf. Þeir, sem nú eru við fram haldsnám, skýri frá því. Þeir sem lokið hafa einhverju fram- haldsnámi, skýri frá hæsta al- mennu prófi. Loks skal skýra frá öllum prófum í sérgreinum, ef um þau er að ræða. Þá hafa verið upp talin öll at- riði, sem upplýsa á um fólkið í hverju húsi. Eins og áður er tekið fram, er æskilegt, að þeir, sem gera ráð fyrir að vera fjar- verandi, þegar teljara ber að garði, skilji eftir blað með öll- um þessum upplýsingum um sig, til afnota fyrir teljarann. Á bakhlið manntalseyðublaðs ins skal loks skrá upplýsingar um húsið og íbúðir þess. Hér er með öðrum orðum á ferðinni ekki aðeins manntal, heldur einnig húsatal, sem tekur þó aðeins til mannabústaða. Hús- næðisspurningar manntalseyðu blaðsins eru yfirleitt auðveldar viðfangs. (Frá Hagstofunni). Heyrí, séð og reynt á Akureyri ÉG ER svo til nýkominn hingað til Akureyrar. Ég var að koma úr kirkjunni, sunnudag einn fyrir tveimur árum og sá þá auglýstan dulskyggnifund úti í Alþýðuhúsi, undir forstöðu frú Láru Ágústsdóttur. Þetta vakti forvitni mína, svo ég fór rak- leitt þangað; en þá var fundur- inn byrjaður fyrir stundu. Mér var samt leyfðui' aðgangur og kom ég þar inn í rökkurlýstan, hljóðan, stóran sal, nær full- skipaðan fólki. Ég fékk sæti í innstu sætaröð. Frú Lára gekk um meðal fundarmanna, og sagði þeim frá því, sem hún sá og heyrði. Ég held að ég hafi verið búinn að sitja þarna 4 til 5 mínútur, er frúin kemur til mín og segir: „Hún Guðbjörg, móðir þín, stendur þarna hjá þér, beygir sig yfir þig, kyssir þig og strýkur þér um vanga og nefnir þig Bjössa sinn.“ Ég klökknaði við þetta, mér nýja og algerlega óvænta atvik, og kom ekki upp einu orði. „Tvisvar verður gamall maður bam“, segir gamalt spakmæli, og get ég nú borið því sann- mæli vitni. Ég var barn á þriðja ári er móðir mín dó, en er nú kominn á níræðisaldur og það eitt er víst, að frú Lára hefir alls ekkert um mig vitað, eða mína hagi á neinn hátt. Ég hefi síðan komið á nokkra fundi til frú Láru og alltaf heyrt eitt- hvað nýtt og lærdómsríkt. Nú hefi ég líka heyrt, að hún, eða hennar dulskraftar fram- kvæmi lækningar á þeim, sem leita hennar og vona ég að verða líka aðnjótandi þess. Það var nokkuð athyglisvert spjallið í útvarpssal á sunnu- dagskvöldið, og mér datt þá í hug hvort skógræktarstjóri og saumakonan hefðu ekki tekið eftir eða lagt á minnið það, sem Kristur sagði: „Ég lifi, og þér munuð lifa.“ Ég fer oftast í kirkju hér, þeg ar messað er. Þar er gott að koma, í það prýðilega hús og mikils góðs að njóta úr kór og af söngsvölum, og ekki verður það minna, þegar nýja pípuorg- elið kemur. En eitt finnst mér að í þessari ágætu kirkju. Það er endurómurinn, eða bergmál- ið, sem hindrar heyrn mína í þvi, sem sagt er. Raunar er ég nú orðinn dálítið heyrnarsljór, en ég vil helzt ekkert orð missa. En það er ráð til að útiloka bergmál þetta. Það er að klæða alla hvelfinguna með neti úr hárfínum vír, þá hverfur berg- málið, eða endurhljómurinn al- gerlega. Til þess að sanna, að þetta eru ekki órökstuddir hug- arórar mínir, skal ég geta þess, sem prófessor Páll LaCour sagði okkur í eðlisfræðitíma í Askov 1909: „Marmarakirkjan í Kh. er feiknastór sívalningui', með hálfkúlukúpli. Þegar mess- að var í henni nýbyggðri, heyrð ist ekkert til prestsins, eða það var eins og þar væru tveir prestar að auki, vegna bergmáls ins frá veggjunum og hvelfing- unni. Ráðið, sem LaCour gaf, var að strengja áðurnefnt vír- net á alla veggi og yfir kii'kjuna þar sem hvelfingin byrjar, eða þar sem hún hvílir á. Bergmál- ið hvarf algjörlega, en eitt nýtt og skemmtilegt kom í staðinn, þegar sólskin var. Það eru 12 krossgluggar á kúplinum og í gegnum þrjá þeirra skín sólin á vírinn og upplýsir hann, svo það er eins og þrír ljóskrossar svifi þarna yfir kirkjunni. Eg held að Listigarðurinn hér eigi engan sinn líka á landi voru. Þangað er gott að koma og njóta sólar og sumardýrðar og sjá frú Schiöth og Stefán Stefánsson, skólameistara, svo sem horfandi þar á hugsjónir sínar orðnar að veruleika, og nú getum við lesið þar „Flóru íslands“ meðfram gangstígun- um. Það hef ég hvergi annars staðar séð. Þar ætti æska borg- arinnar og fleiri að lesa jurta- fræðina í skauti móðurinnar, þeim lestrarstundum væri vel varið. Þá er nú komandi í sundhöll- ina hérna, með öllum hennar dásamlega útbúnaði til heilsu- bótar, hi'einlætis og yndisauka. Eg held að hér sé meiri og fjölbreyttari framkvæmdir í iðnaði en á nokkrum öðrum stað á landinu, svo sem mjólk- urbúið undir handleiðslu Jón- asar Kristjánssonar, sem ég kynntist fyrst úti á Jótlandi, er hann hjólaði 30 kílómetra til að hitta hóp íslendinga, er þar var á ferðalagi, og Gefjun og Iðunn og samvinnustarfsemin yfirleitt undir stjórn Jakobs Frímanns- sonar. Hér skal nú staðar nema, en margt, margt finnst mér ósagt. Bj. Guðmundson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.