Dagur - 08.02.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 08.02.1961, Blaðsíða 8
Merk nýmæli á aðalfundi BSE E[M (J§fur HanneS á Hofi Sameining f élaga, rannsóknarstöð, áburðar- dreifing úr lofti, kvöldvaka fyrri fundardag AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var haldinn að Hótel KEA 2. og 3. febrúar sl. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum búnaðarfélögum nema einu, en félög sambandsins eru 16. Auk þess voru nokkrir gest- ir, svo og stjórn félagsins. Sameining félaga. Formaður sambandsins, Ár- mann Dalmannsson flutti árs- skýrsluna. Þar kom m. a. fram, að Samvinnubyggingafélag Eyja fjarðarsýslu vai- sameinað Bún- aðarsambandinu og starfar nú á þess vegum, samkvæmt á- kvæðum um húsgerðarsam- þykktir. Sjö turnar voru steypt ir í mótum Samvinnubygginga- félagsins í sumar austur á Hér- aði á vegum Búnaðarsambands Austurlands. Mannfagnaður. Bændadagur var haldinn að Laugarborg í félagi við Bænda félag Eyfirðinga og Ungmenna- samband Eyjafjarðar. Tekið var á móti Austur-Skaftfellingum sl. vor, en þeir voru þá í bænda ferð og gistu tvær nætur í hér- aðinu. Búnaðarsambandið keypti fljótvirka úðunarvél til illgres- iseyðingar í garðlöndum. Hún var reynd sL vor. Fjármálini Niðurstöðutölur fjárhagsáætl unar voru 397 þús. kr. Skuld- laus eign var í árslok nær 758 þúsund krónur. Stærsta fjár- veiting, sem fundurinn sam- þykkti, var framlag til Búfjár- ræktarstöðvarinnar að Lundi, kr. 100 þús. Áburðardreifing úr lofti. Búnaðarfélag Svalbarðs- strandar sótti um styrk til sam- bandsins til áburðardreifingar úr lofti á beitilönd í hreppnum. Fundurinn taldi málið ekki komið á það stig, að fært væri að veita styrkinn að svo komnu máli, en fól stjórninni að rann- saka málið frekar og beita sér fyrir framgangi þess. Þetta ný- mæli er hið merkasta. Rannsóknarstöð. Stjórn sambandsins var falið að athuga möguleika á því að koma upp á Akureyri rann- sóknaraðstöðu fyrir jarðvegs- og heyrannsóknir. Mikill áhugi er fyrir því meðal bænda, að fá greiðari rannsóknir á heyfóðri og jarðvegi. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt með öllum atkvæðum: „Aðalfundur BSE, haldinn á Ak ureyri dagana 2. og 3. febrúar 1961, beinir þeirri áskorun til Búnaðarþings að stofnsett verði sem allra fyrst rannsóknarstofa við tilraunastöðina, sem dýra- læknar landsins geti leitað til í baráttunni við júgurbólgu í kúm." Fundurinn þakkaði Jarðrækt arfélagi Akureyrar fyrir for- göngu um starfsemi Bænda- klúbbsins á undanförnum árum og lagði áherzlu á, að framhald yrði á þeirri starfsemi. Stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar skipa: Ármann Dal .....ii.....mmiiiiiiiiii:Mi.....iiiiiu.......tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin.......i I Prófessor á bændaklúbbsfundi 1 NÆSTI bændaklúbbsfundur skólann í Fargo í N.-Dakota. verður mánudagskv. 13. febr. Hann mun tala um búfjár- á venjulegum stað og tíma. rækt og fóðurefni. Einnig sýnir Framsögu hefur dr. W. E. hann kvikmynd varðandi þetta Dinusson, prófessor við Há- mál. ? Á AÐALFUNDI Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar lagði véla- ráðunautur sambandsins, Erik Eylands, fram starfsskýrslu sína fyrir liðið ár. Starf han er fjór- þætt. í fyrsta lagi hefur hann umsjón með öllum vélakosti ræktunarsambandanana og ann ast viðgerðir. Þá stjórnar hann dráttarvélanámskeiðum á sam- bandssvæðinu. í þriðja lagi ann ast hann almenna leiðbeininga- starfsemi og í fjórða lagi sér hann um byggingu votheys- turna, sem steyptir eru í mót- um, er BSE hefur til umráða. Búnaðarsambandið hefur véla verkstæði á Akureyri, þar sem aðalviðgerðir stærri véla fara fram og námskeið í meðferð heímilisdráttarvéla eru haldin. Starf vélaráðunauts er tölu- vert umfangsmikið og einnig vandasamt. Það mun hafa kom ið í veg fyrir margar tafir við framkvæmdir og sparað stórfé. Á þessu ári eru fyrirhuguð námskeið í meðferð heimilis- dráttarvéla bæði á Akureyri og Dalvík. Á sams konar nám- mannsson, formaður, Björn Jó- . hannsson og Eggert Davíðsson. Búnaðarsambandið hafði kvöldvöku fyrri fundardaginn. Þar sýndi Björgvin Júníusson nokkrar stuttar kvikmyndir, Árni Jónsson, tilraunastj., flutti erindi og Tómas Tryggvason, jarðfræðingur, sýndi litskugga- myndir með skýringum. ? Á AÐALFUNDI Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar gat formaður þess í skýrslu stjórnarinnar, að Minningarsjóði prófastshjón- anna á Hofi hefðu bætzt 80 þús. krónur. Það er viðbótargjöf frá stofnanda sjóðsins, Hannesi Davíðssyni, bónda á Hofi, og hefur þessa ekki verið getið. Gjöf þessa afhenti hann um það leyti er hann varð áttræður sl. haust. Samkvæmt reikning- um sambandsins, var sjóður þessi í árslok orðinn, að með- töldum vöxtum, kr. 211.875.71. Af vöxtum sjóðsins er þegar bú ið að veita 18 þúsund krónum á undanförnum árum til fram- faramála landbúnaðarins á sam bandssvæðinu. ? Skurðgröfur eru stórvirkar og þarfar við ræktunarstörfin í sveitiim landsins. Samdrátfur í búnaíarframkvæmdum Upplýsingar Inga G. Sigurðssonar, ráðunauts, á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar Á AÐALFUNDI Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar, sem haldinn var á Akureyri í síðustu viku, gáfu ráðunautar sambandsins fundinum upplýsingar um störf sín og framkvæmdir bænda á sambandssvæðinu. Samkvæmt skýrslu jarðrækt arráðunauts, Inga Garðars Sig- urðssonar, eru nýræktir 27% minni, en árið áður. f hlöðu- byggingum helmings samdrátt- iórbæil sfarf skeiði á Akureyri í fyrra var 31 vél tekin til meðferðar. Nám skeið þessi eru haldgóð kennsla í meðferð vélanna og einnig spara þau hlutaðeigendum mik il útgjöld. Þá hefur vélaráðu- nauturinn aðstoðað bændur við pantanir á varahlutum. ? ÍTALÍUSKREI8 OG VÖRUVÖNDUN „ÍTALÍUVARAN hefir farið minnkandi ár frá ári, og er illt til þess að vita, og var sl. ár um' 124 lestir, en sárafáir framleiðendur hafa þó haldið í horfinu. Eg skal t. d. taka einn framleiðanda hér sunnanlands, sem hafði 39.350 kg. af ítalíen- er. Hann fær bæði í fob-sölu- verði og með uppbótum ca. 210.000.00 meira fyrir þessar tæpu 40 lestir, heldur en ef skreiðin hefði lent í Afríku- skreið. Eg nefni hér tölur, sem eru ekki út í bláinn, heldur raunverulegar tölur. Af þessu má sjá, hve gífurlegur munur er fyrir framleiðandann að vanda vel sína vöru." (Úr árs- skýrslu Óskars Jónssonar, for- manns stjórnar Samlags skreíð arframleiðenda 1960.) ur og þriðjungs samdráttur í byggingum áburðarhúsbygg- inga og uppsetningu súgþurrk- unarkerfa. Aukning varð aftur á móti í matjurtagörðum, lok- ræsum, handgröfnum skurðum, girðingum og vélgröfnum skurð um. Ræktun. > Gerð var 319 ha nýrækt, 6,5 ha túnasléttur, 13 ha matjurta- garðar, 1093 m3 handgrafnir skurðir, 1400 m lokræsi, 40 km girðingar og 65170 m vélgrafnir skurðir, 287.793 m3 að rúmmáli. Byggingar. Þurrheyshlöður 8638 m3, vot- heyshlöður 44 m3, súgþurrkun- arkerfi 2407 m2, garðávaxta- geymslur 761 m:i, haughús 1860 m:i, safnhús og haugastæði 140 m3. Jarðabótamenn. Jarðabótamenn á sambands- svæðinu voru 386 eða 31 færri en árið áður. Mestar nýræktar- framkvæmdir voru í Svarfaðar dal, 54,74 ha. í þeim eina hreppi var um nær þriðjungs aukningu að ræða frá fyrra ári. í hrepp- unum framan Akureyrar var samdrátturinn 44—67%. Það er hin mesta nauðsyn að jarðræktin aukist ört og verður að vinna að því með öllum ráð- um að ekki komi brotalöm, meira en þegar er orðið, á hraða þróuh ; landbúnaðarins, vegna hinnar miklu fólksfjölg- unar í landinu og af menning- arlegum ástæðum einnig. Sauðfjárræktarfélögin. Samtals 10 sauðfjárræktarfé- lög skiluðu skýrslu til sauðf jár- ræktarráðunauts, Inga G. Sig- urðssonar. 86 bændur eru starf andi í þessum félögum. Þeir skýrslufærðu 1542 ær eða 75 fleiri en árið áður. Ráðunaut- urinn telur þátttöku allt of litla. Helztu niðurstöður urðu þess ar: Vestfirzku ærnar þyngjast meira yfir veturinn, meðal- þungi lamba á fæti er meiri hjá þingeysku ánum og meðalkjöt- prósenta er hærri hjá vest- firzka stofninum. Vestfirzku ærnar gáfu 0,14 kg meira af kjöti en þær þingeysku í slátur lömbum, vanhöld urðu minni hjá þeim vestfirzku. Aðeins tvö sauðfjárræktarfé- lög sýndu meira en 25 kg kjót eftir ána: Vísir í Arnarneshr. og félagið á Svalbarðsströnd. En meðaltal félaganna var 22,65 kg eftir ána. Rannsóknir á áburðarþörf. Ráðunauturinn tók sýnishorn jarðvegs í ræktuðu landi bænda býla í Grýtubakkahreppi og voru þau efnagreind á vegum dr. Björns Jóhannessonar. í Ijós kom, að yfirleitt var ástand jarð vegsins gott, hvað snerti stein- efni. Bændur í hreppnum minnkuðu þrífosfat pantanir sínar um 140 poka og 110 poka af kali. q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.