Dagur - 19.04.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 19.04.1961, Blaðsíða 1
i Mái.<;a<;n' Framsóknarmanna 1 RrrsTjÓRi: Erungur Davíbsson SKRiKSIOi A í M aI NARsIR 1.1! 90 SÍMi r 1 <ií). Skimngt oc i*ri-.ni(.:n A.NNAST J*RKN I VI.RK Odus Bjórnssonar H.t'. Akurrvri Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. apríl 1961 — 18. tbl. Atc,i,vsi\cast )óiu: jÓN Sam- ÚKI.SSON . ÁROANT.ltRlNN KOSl AR KR. 100.00 . Gjai.ddaoi i i; 1. júl.i Bi-AÐIÖ KJiMUR Úl' Á MI«VIKIV>ÖG- rv Oi: A l AL'GAKDÖGIXM i'I.GAR ÁST.F.OA TVKIR'TIL . KOMUST AÐ LOKUM Bílalest var þrjá sólarhringa frá Reykjavík til Akureyrar - Gistu á Holtavörðuheiði Á FÖSTUDAGSMORGUN í síð ustu viku lögðu af stað frá Reykjavík 28 bílar saman í lest, á leið norður á land. Mest voru þetta vöruflutningabllar, en þó var með einn áætlunarbíll frá Norðurleið og einn fólksbíll. Með bílum þessum voru 75 manns. Yngsti farþeginn var hálfs annars árs, en sá elzti sjö- tíu og eins. Skömmu eftir að bílarnir fóru frá Fornahvammi, um tvöleytið á föstudag, brast á vonzkuveður með mikilli fannkomu og kom- ust þeir við illan leik að sælu- húsinu á Holtavörðuheiði, um miðnætti aðfaranótt laugardags. Var þá ekki hægt að komast lengra, vegna veðui'hæðar og fannkyngis. Ytugöngin gegnum suma skafiana voru þá orðin allt að fjórum metrum á hæð og fyllti -þau um leið og í gegn hafði verið farið. Setzt var að í sæluhúsinu, en þar sem fólk komst varla fyrir í húsinu, var áætlunarbíllinn hafðuf þar fyrir utan til íveru. Þarna dvaldist hópurinn þar til seinni partinn á laugardag, að stór ýta úr Reykjavík kom þang að. Upphaflega voru tvær ýtur með í ferðinni. Önnur þeirra reyndist ekki nógu öflug í þess um mikla snjó, en hinni hlekkt- ist á, svo að hún varð ekki starf hæf. Fólkið þurfti ekki að svelta heilu hungri, þar sem kaffi og kex var fyrir hendi í sæluhús- inu og pylsur voru í farmi eins flutningabílanna. Undir miðnætti á laugardags- kvöld var lestin komin niður að Brú í Hrútafirði og gekk ferðin stórtíðindalaust í Varmahlíð. Þaðan urðu 13 bílar saman norð ur yfir, fyrir utan trukk og ýtu. Sex af þessum bílum höfðu far- ið frá Akureyri á föstudagsmorg un og komust til Varmahlíðar eftir töluvert langa ferð. Biðu þeir þar komu sunnanbílanna og sneru norður yfir aftur með þeim. Öxnadalsheiði var ekki mjög slæm yfirferðar, svo að komið var í Bakkasel um átta- leytið á sunnudagskvöld, en nið ur Öxnadalinn mátti heita nær alveg ófært, þannig að bíl- arnir komu ekki til Akureyrar fyrr en um sjöleytið á mánu- dagsmorgun. Einn bíllinn bilaði á Öxnadalsheiði og annar hjá Bægisá. Voru þeir báðir dregn- ir til bæjarins. Snjóað hefur allmikið í viku- tíma hér norðanlands. Fjallveg- ir eru með öllu orðnir ófærir og færð víða farin að þyngjast í byggð. f Þingeyjarsýslum munu flestir vegir vera ófærir vegna" snjóa. Bátarnir í Slippstöðinni ern smíðaðir inni til mikils hagræðis fyrir þá, sem verkið vinna (Ljm. Tveir tnttugu tonna bátar eru í smíðum ÞEGAJR við fyrstu útfærslu landhelginnar tóku að lifna von ir manna um, að fiskur færi að ganga meir á grunnmið, en ver- ið hafði hin seinni ár, sem og reynzt hefur. Samfara þessu jókst smíði á trillum og smærri þilfarsbátum og hefur mörgum slíkum, traustum og snotrum, verið rennt í sjó fram hér á Ak- ureyri á undanförnum árum, enda hafa Akureyringar orð á •iiii iii 1111111 iii iii iii iii iii iii iiimii ■■ii iii iii iii iii mi''^ Næsti bænda- klúbbsfundur verður að Hótel KEA mánud.- kvöldið 24. apríl næstkomandi. Umræðuefni: RÆKTUN MAJ- JURTA OG BLÓMA. Fram- sögumaður Jón Rögnvaldsson, garðyrkjuráðunautur. Ennfrem- ur mun verða rætt um mat- reiðslu grænmetis o. fl. — í fundarbyrjun verður sýnd kvikmynd. Húsmæður í hérað- inu eru sérstaklega hvattar til að sækja fund þennan ásamt bændum sínum. □ sér fyrir að smíða vandaða báta. Slippstöðin h.f. hefur nú tvo 20 tonna þilfarsbáta í smíðum, annan fyrir Ólafsfirðinga, en hinn fyrir Hríseyinga og munu þeir að líkindum verða tilbúnir í júnímánuði. Smíðaðir inni. Báðir eru bátarnir smíðaðir inni í sama skálanum, sem er það stór, að þar er hægt að smíða 100 tonna skip. Er það ekki lítið hagræði fyrir þá, sem verkið vinna, að geta sinnt full- um störfum, hvernig sem viðrar. Bátar þessir eru, að meðtöldum nótabátum, 22. og 23. nýsmíði stöðvarinnar. Auk þessa, hefur stöðin í vetur framkvæmt tvær Gróðursettar 110 þúsund plöntur Frá aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga Frægur píanóleikari leikur á Ak. TÓNLISTARFÉLAG Akureyr- ar heldur hljómleika nk. laug- ardag kl. 4 s.d. í Nýja Bíói. Eru þetta 4. og síðustu tónleikar vegna árgjalds 1960. Vegna breyttra aðstæðna fara nú fram athuganir á áframhaldandi fyr- irkomulagi tónleika félagsins, og verður sennilega hlé á þeim til næsta hausts. Að þessu sinni er það einn ágætasti píanóleikari Sovétríkj- anna, prófessor Pavel Serebrja- kov, sem kemur fram á sjónar- sviðið, en hann er forstöðumað- ur Tónlistarskólans í Leningrad. Hann hefur haldið tónleika í Kanada, Brazilíu, Belgíu, Frakklandi, íran, Tyrklandi, Austurríki, Ungverjalandi, Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Júgóslav- íu, Japan o. fl. löndum. Hann er fæddur árið 1909 í Stalingrad, hóf konsertferil sinn 1928, þá 19 ára að aldri. í meir en 30 ár hefur hann leikið fyrir aragrúa áheyrenda í Sovétríkjunum. □ AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Eyfirðinga var haldinn að Hótel KEA á Akureyri 8. apríl Formaður félagsins, Guð- mundur Karl Pétursson, stjórn aði fundi og flutti ársskýrslu stjórnarinnar. Gróðursettar voru á félagssvæðinu um 110 þús. trjáplöntur á skógarreiti fé lagsins, deilda þess og einstakra félagsmanna. Af deildum félags- ins var Akureyrardeildin hæst með yfir 32 þús. plöntur, en hjá einstaklingum var mest gróður- sett í landi Yztabæjar í Hrísey, þar sem eigand( jarðarinnar, Sæmundur Stefánsson, lét gróð ursetja um 25 þús. pl. Megin- hluti þeirra plantna, sem gróð- ursettar voru, komu úr gróðrar stöð félagsins á Akureyri. Auk þess afhenti félagið á sjöunda þúsund garðplöntur úr gróðrar- stöð sinni. Sáð var trjáfræi í 360 ferm. og dreifsettar á þriðja hundrað þúsund pl. úr fræbeð- um. 16 drengir á aldrinum 12—14 ára unnu að gróðursetningu hjá félaginu og Akureyrardeildinni um 6 vikna tíma sl. vor og veitti Ak.bær 40 þús. kr. styrk til þeirrar starfsemi. Er mjög mik- ið sótt um þessa vinnu fyrir drengi úr bænum. Gerðar voru vaxtarmælingar á trjágróðri í skógarreitum fé- lagsins í haust og grisjað með meira móti. Þrjátíu ára afmæli. Félagið minntist 30 ára afmæl is síns með samkomu í Vagla- skógi. Varð félaginu nokkur fjár hagslegur styrkur að þeirri sam komu. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar þessa árs, er fundurinn samþykkti, voru kr. 325.000.00, og var jafnframt gerð áætlun um að gróðursetja minnst 100 þús. pl. auk annarra fram- kvæmda. Fleiri samþykktir voru gerðar, þar á meðal varð- andi undirbúning skjólbelta- ræktunar. Innan félagsins eru nú 10 deildir eða samtals 627 félags- menn. Stjórnina skipa: Guðmundur Karl Pétursson, formaður, Ár- mann Dalmannsson, sr. Benja- mín Kristjánsson, Björn Þórðar son, Helgi Eiríksson, sr. Sigurð- ur Stefánsson og Þorsteinn Davíðsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Ármann Dalmannsson. □ yfirgripsmiklar fúaviðgerðir, & þeim m/b Víði frá Eskifirði og m/b Pétri Jónssyni frá Húsa- vík. Skipaviðgerðir. Stærsti liður í starfsemi stöðv arinnar er að sjálfsögðu skipa- viðgerðir. Sl. ár var gert við 180 skip víðsvegar að af landinu, allt frá Hornafirði til Vestfjarða. Haust og vor eru mestu anna- tímar á þessu sviði. Til dæmis var í seinnihluta maí og byrjun júní sl., gert við 75 skip á 30 dögum og voru þá nær 100 manns í vinnu, en að meðal^li vinna þar milli 50 og 60 manns. (Framhald á bls. 2) r LJÓSMYNDASYNING ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna Ijósmyndasýningu áhugamanna, hér á Akureyri, um næstu mán aðamót og verður hún til húsa í Landsbankasalnum. Fyrir nokkru var hafin und- irbúningur þessarar sýningar og kojn þá í ljós, að meiri áhugi og almennari þátttaka mundi verða, en búizt hafði verið við í upphafi. Á sýningunni verða á annað hundrað myndir. Slík sýning hefur ekki verið haldin hér áður, en nokkrar hafa verið haldnar í Reykjavík. Erlendis eru slíkar sýningar al- gengar. □ Samsöngur Karlakórs Akureyrar KARLAKÓR AKUREYRAR og blandaður kór, undir stjórn Ás- kels Jónssonar, heldur samsöng í Samkomuhúsi bæjarins föstu- daginn 21. þ. m kl. 8.30 og sunnu daginn 23. þ. m. kl. 8.30 Samsöngur þessi verður með nokkuð öðru sniði en verið hef- ur, því hluta af söngskránni flyt ur blandaður kór. Söngskrá kórsins er all fjöl- breytt að efni. Verða sungin lög eftir innlenda og erlenda höfunda og má þar nefna m. a. tvo þætti úr óratóríunni FYiður á jörðu eftir Björgvin Guð- mundsson. Einsöngvarar verða þau Björg Baldvinsdóttir, Eiríkur Stefáns son og Jóhann Konráðsson. Undirleik annast Guðmundur Jóhannsson. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.