Dagur - 19.04.1961, Síða 8

Dagur - 19.04.1961, Síða 8
8 | Ferðaféla HINN 8. apríl 1936 kom saman til fundar á Akureyri um 40 manna hópur, til þess að stofna með sér félagsskap, er hlaut nafnið Fei’ðafélag Akureyrar. Ferðafélag íslands, sem heim ilisfast er í Reykjavík, hafði þá starfað um 9 ára skeið og höfðu flestir þessara manna ver ið þar félagsbundnir, með því að kaupa árbók F. í. Aðalhvatamenn að stofnun F. A. voru þeir Steindór Steindórs son, yfirkennari, Ólafur Jónsson ráðunautur og Björn Björnsson frá Múla, kaupmaður, sem ver- ið hafði umboðsmaður F. í. á Akureyri undanfarin ár. í fyrstu stjórn F. A. voru kosnir þeir Steindór Steindórs- son, formaður, Ólafur Jónsson, varaformaður, Þormóður Sveins son, ritari, Gunnbjörn Egilsson, gjaldkeri og Björn Björnsson útsölumaður árbókar. Lög þessa upprennandi félags voru í meginatriðum sniðin eft- ir lögum F. í., enda F. A. skoðað sem deild úr því, samkvæmt lagafyrirmælum og heimild. í lögum F. í. segir m. a., að megintilgangur félagsins sé eft- irfarandi: Að stuðla að ferðalög um á íslandi og greiða fyrir þeim, að vekja áhuga lands- manna á ferðalögum um landið, einkum þá landshluta, sem lítt eru kunnir almenningi, en eru fagrir og sérkennilegir, að gefa út ferðalýsingar, gera uppdrætti og leiðarvísa, að beita sér fyrir vegabótum í óbyggðum og bygg ingu sæluhúsa. Og ennfremur, að félagsmenn geti ferðazt ódýrt um landið, eftir því sem kostur er á. Hlutverk ferðafélaganna. Stofnendur F. í. voi'u yfirleitt vanir og kunnugir ferðamenn, sem vissu hvað landið hafði upp á að bjóða þeim, er aðstöðu höfðu til að kynnast því, utan hinna troðnu leiða sveitanna, sem þó voru ekki nærri öllum almenningi kunnar, nema hið næsta sér, vegna skorts á skráð i um lýsingum og farkosti til hóp , ferða. Þegar hinir fornu fjallvegir lögðust af um aldamótin síðustu, þvarr óðum þekking manna á landinu hið efra. Það urðu aðal- lega fjárleitai-menn er vissu hvernig umhorfs var þar. Þeir kynntust hinu sviptigna yfir- , bragði öræfanna, órofa víðáttu og voldugri kyrrð, sem verkaði á sjón og sál og heillaði þá, svo þá fýsti „aftur að fara í göng- ur“, unga sem aldna, er einu sinni höfðu kynnzt því. Það var höfuðhlutverk for- ystumanna ferðafélaganna að svipta af hulunni, er hvíldi í hug um manna yfir hálendi landsins, og opna almenningi leið til ör- æfanna. Óhætt er að fullyrða, að vel hafi tekizt. Nú vita allir, hvað öræfin hafa að bjóða þeim, Steindór Steindórsson formaður 1938—1942. iiiiiii......iiiii............ iiiiiiiiiiiiiiiniii 11 ■ 11111ii111 ii» Akureyrar 25 ára Núverandi stjóm Ferðafélags Akureyrar. Talið frá vinstri: Sitj- andi: Karl Hjaltason, meðstjórnandi, Kári Sigurjónsson, formaður, Karl Magnússon, ritari. — Standandi: Tryggvi Þorsteinsson, vara- formaður og Jón Sigurgeirsson, gjaldkeri. er tækifæri hafa til að dvelja í „faðmi fjallanna“ um stundar- sakir. Ferðafélag íslands var fyrsti félagsskapur sinnar tegundar hér á landi. Það hafði því enga reynslu til að byggja á. En það kom brátt í ljós, að starfsemin var vel séð af miklum fjölda manna, enda ferðahneigðin þjóð inni í blóð borin. Árbók sú, er F. í. hefur gefið út frá byrjun, hefur aukið vin- sældir þess. Er þar um stór- merkt ritsafn að ræða, sem margir færustu menn þjóðar- innar á þessu sviði, hafa lagt hönd á. Víst má telja, að vegna þessa rits sé fjöldi manna nú miklu fróðari um landið, en var fyrir 30 árum, jafnvel þótt þeir hafi hvergi farið. Ferðalög á vegum F. í. virðast hafa farið hægt af stað, enda vegakerfi landsins fyrirferðar- minna og bifreiðakostur ófull- komnari en nú er. Er það fyrst árið 1933, að verulegur skriður kemst þar á. Reynsla sú, er Ferðafélag Is- lands hafði aflað sér, var að sjálfsögðu látin Akureyringum í té, er Ferðafélag Akureyrar var stofnað, og var stefnan og starfsemin mörkuð í samræmi við það. Á fyrstu 10 árum félagsins voru farnar um 100 ferðir, þar af 22 sumarið 1939. Næstu sum- ur þar á eftir fækkaði þeim nokkuð af ýmsum ástæðum, meðal annai's vegna vegagerðar suður úr Eyjafii'ði, sem hófst haustið 1939, jafnframt var, og er í-aunar enn, skoi'tur á hent- ugum bifi'eiðum til fjallaferða. Einnig var farið að bera á því, að stofnað væri til eigin hóp- ferða ýmissa félagasamtaka, og mun óhætt að ætla, að þar hafi gætt áhrifa frá vakningu þeil'i'i, sem félagið kom af stað með fei'ðum sínum og ritum. Á þessum árum voru farnar nokki’ar rannsóknarferðir í Herðubi'eiðai'lindii’, Öskju og inn á hálendið upp af Eyjafirði og var Ólafur Jónsson aðalhvata maður að þeim fyrrnefndu, en á aðalfundi 1938 vakti Þorsteinn Þoi'steinsson máls á vegagei'ð suður úr Eyjafirði og var stjórn og fei'ðanefnd falið að sjá um athugun og framkvæmdir. Fulln aðai'i'annsókn fór reyndar aldi'ei fx'am, en þar sem fyi'ir lágu, þá um haustið, allmörg loforð um gjafavinnu, fjái'framlög og akst- ur, var ákveðið að hefja verkið og voru á næstu árum farnar 60 vinnuferðir og unnin um 800 dagsverk. Sumarið 1944 var vegagerðin komin það áleiðis, að bifreiðir komust suður Vatnahjalla og alla leið suður á vatnaskil. Bygging sæluhúsa í óbyggð- um hefur verið mjög á dagskrá félagsins síðan 1937. Fyrstu árin var þó lítið um framkvæmdir í þeim efnum, mikið til af völd- um heimsstyrjaldarinnar. Þó var komið upp hermannaskála í Arnarstaðatungum, skammt suður af Eyjafirði, á þeim árum er vegagerðin stóð þar yfir. Sá skáli var síðar seldur. Jafnframt því, sem vegagerð á Vatnahjalla var haldið áfram í styrjaldarlokin, var ákveðið á aðalfundi 1946, að byggja lítið, en vandað, sæluhús að Lauga- felli og undirbúa byggingu öllu stærra sæluhúss í Herðubreiðar lindum. Húsið að Laugafelli var byggt 1948, ein hæð með háu risi og geta gist þar allt að 40 manns í einu. Bygging hússins í Herðubreiðarlindum dróst hins vegar allmikið og var það ekki tilbúið fyrr en 1960. Hlaut það nafnið „Þorsteinsskáli" í virðingarskyni við Þorstein Þor steinsson, sem var einn allra öt- ulasti starfsmaður félagsins, þar til hann lézt árið 1954. Enn hef- ur ekki verið ráðizt í að byggja hús í Öskju, en líklegt þykir, að það verði næsta stórátak félags- ins. Árið 1945 keypti félagið setu- liðsbifreið, sem það átti í 10 ár og hafði mikið hagræði af. Vegurinn um Vatnahjalla reyndist félaginu mikil von- brigði, en síðustu árin heRjr ver ið rannsakað vegarstæði upp úr Sölvadal, var unnið þar s.l. sum ar fyrir 30.000.00 kr. framlag úr fjallvegasjóði auk sjálfboða- vinnu. Var svo komið þeirri veg argerð í haust, að bifreiðir gátu ekið upp og niður fjallið. Við þessa vegargerð hafa verið fremstir í flokki, auk stjórnar og nokkurra áhuga-félaga F. A., bræðurnir Angantýr og Þorlák- ur Hjálmarssynir frá Villinga- dal svo og ýmsir aðrir Fram-Ey firðingar. Líklegt þykir, að þarna verði um auðveldari leið að ræða en Vatnahjaili var. Auk skemmtiferða hefur fé- lagið, eins og áður er sagt, stað ið fyrir fjölmörgum vinnu- og rannsóknarferðum og skipta því ferðalög á vegum félagsins á þessu aldarfjórðungs tímabili mörgum hundruðum. Því má skjóta hér inn í, að vegna kynna framámanna í Ferðafélagi Akureyrar af öræf- unum norður af Vatnajökli, og líklegustu ökuleiðum þar, hafi björgun áhafnarinnar af flugvél inni Geysi, sem fórst á Vatna- jökli haustið 1950, óefað verið auðveldari en ella, en sá björg- unarleiðangur var farinn frá Ak ureyri, eins og menn eflaust rek ur minni til. Árið 1951 voru teknar upp kvöldferðir í nágrenni Akureyr ar og var þeim haldið áfram í nokkur ár og voru vinsælar. 1954 höfðu allar sýslur landsins verið heimsóttar, nema ísafjarð arsýsla og Austur-Skaftafells- sýsla, en á síðastliðnu sumri var farin ferð til Hornafjarðar og á sumri komandi er ráðgerð ferð til Vestfjarða. Auk starfseminnar í kringum ferðalögin hefur félagið haldið fjölmargar fræðslu- og skemmti samkomur fyrir félagsmenn og almenning, hafa þær verið vel sóttar og hlotið verðskuldaða at hygli. Utsýnisskífunni á Akureyri gekkst félagið fyrir að koma upp árið 1949 og var gengið frá henni að fullu sumarið eftir. Sú framkvæmd var studd með framlagi frá Akureyrarbæ. Félagið hefur enn fremur gef ið út ritið Ferðir. Hafa þar verið birtar margar ferða-, staða- og leiðarlýsingar, hugvekjur um ýmislegt innan ramma félags- ins, árlegar skýrslur um starf- semina auk ljóða og mynda. Rit ið hefur verið mjög vinsælt og eru fyrstu árgangar þess með öllu uppseldir. Ferðir kemur út í tuttugasta sinn einhvern næstu daga. Á aðalfundi félagsins 1957 var kosin stjórn sú er enn situr, þar eð hún hefur alltaf verið endur- kosin. Þessi stjórn hefur reynzt félaginu heilladrjúg og verið starfi sínu prýðilega vaxin. _Einkum hefur formaður hennar, Kári Sigurjónsson, prentari, ver • ið, að öðrum ólöstuðum, sívak- andi og sístarfandi að öllu því, er að félaginu hefur lotið og það haft afskipti af. Fjárhagsafkoma félagsins er góð. Skuldlaus eign um síðustu áramót voru talin um 125.000.00 kr. Þar af húsin tvö metin á 70.000.00 kr. og ýmsir munir, bækur og áhold á 15.000.00 kr. Félagsmenn munu nú vera 541. Um 130 manns sóttu afmælis- hófið. Eins og frá var sagt í síðasta blaði, minntist Ferðafélagið 25 ára afmælisins með veglegu og fjörugu hófi hinn 8. þ. m. Sátu það um 130 manns, þar af nokkr ir boðsgestir. Björn Þórðarson, formaður af mælisnefndar, stjórnaði því með miklum myndarbrag. Minntist hann í upphafi fagnaðarins lát- inna forustumanna félagsins, einkum þeirra Árna Jóhanns- sonar og Þorsteins Þorsteins- sonar. Vottuðu veizlugestir þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Undir kaffiborði voru fluttar ræður. Formaður félagsins, Kári Sigurjónsson, stiklaði á því stærsta úr 25 ára sögu þess. Ármann Dalmannsson sagði frá tveimur leiðöngrum, sem félag- ið hafði staðið fyrir á fyrstu ár- um sínum. Tryggvi Þorsteins- son ræddi framtíðarverkefni fé lagsins. Steindór Steindórsson bar fram þakkir og óskaði hinu síunga afmælisbarni árs og vax andi þroska, Var ræðum öllum vel fagnað. □ Sæluhúsið að Laugafelli, sem tekið var í notkun árið 1948. anu jonaiinsson formaður 1943—1945. Sigurjón Rist formaður 1946—1947. Kristinn Jónsson formaður 1952—1956. Bjorn Þoroarson formaður 1948—1951.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.