Dagur - 19.04.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 19.04.1961, Blaðsíða 4
4 f— ---:.......\ Vormenn - Haustmenn íslenzka þjóðin hefir um aldir fagnað vorinu. Hún heldur ein þjóða sumar- daginn fyrsta hátíðlegan. Vetiu-inn á fslandi hefir svo oft orðið landsins börnum þungbær, að lok hans eru þeim árlegt fagnaðarefni. Þó að ekki sé alltaf sumarlegt á sumardaginn fyrsta, er samt ætíð víst, að þá er sá tími kominn að vænta má áhrifa sumarsins á hverri stundu. Sól- farið orðið svo mikið, að veturinn verður að víkja áður en langt um líð- ur. Og undur vorsins gerast: Snjórinn hverfur, stundum með sólbráð hægt og hægt, stundum með asa og byltingu mikilla leysinga. Jörðin, sem haustið áður gerði sinu gráa, skrýðist gróðurskarti sínu á ný. Menn sjá brum þrútna og gróður- nálar skjóta upp kollum, og fyrr en varir er allt í blóma. Enginn maður fylgist fullkomlega með breytingmini, stig af stigi. Máttur vorsins er allt í öllu, sístarfandi nótt og dag, leiðir sumarið til valda og býr því sæti. Vor- ið fer um landið ósýnilegum höndum og sjá: Allt, sem líf er með, verður nýtt, — og allt hið ólífræna eins og nýtt. Islenzk tunga á mörg orð, er reynzla kynslóðanna af vori, sumri, vetri og hausti hefir skapað. Hér skulu tvö slík orð nefnd: VOR- MENN og HAUSTMENN. Þjóðin hefir kallað þá sonu sína og dætur VORMENN, sem unnið hafa að mikilsverðum málefnum hennar í anda vorsins og verið fólk gróandans í þjóðlífinu. VORMAÐUR er eitt af mestu lofsyrðum tungunnar. Gagnstæðir vormönnum eru svo HAUSTMENNIRNIR. Umhverfis þá berst venjulegur gróður þjóðlífsins við visnun og sölnun, og yfir vofir frost og fjúk. Nafngiftir þessar eru í samræmi við lífsreynslu þjóðarinnar fyrr og síðar. Tíðarfari og árstíðum er ekki hægt að breyta, enn sem komið er. Hver veit þó, nema mönnunum takist ein- hvemtíma með tækni sinni að hafa áhrif á veðráttuna. Og fari svo, — liver biður þá ekki fyrst um vor? En þrátt fyrir áhrifaleysi sitt á veð- urfarið, geta menn á okkar tímum verið vormenn allan ársins hring og unnið fyrir „gróandi þjóðlíf.“ í þjóðlífi eiga alls ekki að skiptast á vetur, sumar, vor og haust. Þar á að vera síungt vor, sem stefnir að meira sumri. Mannkynið þráir slíkt vor. Mennimir eru fæddir með þá þrá í brjósti, þó að útaf beri með þjónustu við hana. Ai íslandi hafði stefna vormannal róðið miklu um langt skeið, þar til nú í rúmlega tvö ár, að haustmenn hafa náð undirtökum í stjóm landsins. Á- hrif haustsins eru því miður strax farin að setja mark sitt á gróður þjóð- lífsins. Visnun leynir sér ekki. I dag er síðasti vetrardagur. Vetur- inn 1960—1961, sem nú er að kveðja, var mildur að veðráttu. Ekki hefir hann verið (Framh. á bls.7.) PATON-GARNIÐ MIMOSA- marg eftirspurða stækkunarpappírinn er komið. kominn. ANGORAGARN Fjölbreytt úrval. LYKKJUGARN Sigtryggur og Pétur gullsmiðir, TWEEDGARN Brekkugötu 5. DANSKA SÖNDERBORG- Grannir GARNIÐ NYLONTAUMAR væntanlegt næstu daga. nýkomnir í ANNA & FREYJA GRÁNU H.F. RAFORKA AUGLÝSIR HOOVER HEIMILISTÆKIN hafa farið sigurför um landið. Höfum fengið flestar gerðir HOOVER HEIMILISTÆKJA Hyggin húsmóðir vel sér HOOVER HEIMILISTÆKI Höfum fengið nokkurt magn varahluta í HOOVER-T ÆKI. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Við munum kappkosta að hafa til algengustu VARAHLUTI. SÖLUUMBOÐ: VERZLUNIN L0ND0N NÝKOMINN HINN MARGEFTIRSPURÐI PL ASTS V AMPUR sem hefur verið til margra hluta nytsamlegur, t. d. undir gólfteppi og þó aðallega í dömuundirpils. Breidd 1 meter. — Verð kr. 28.00 pr. m. Litir: Gulur, bleikur og grár. GÓLFFLlSAR Nýkomnar norskar GÓLFFLÍSAR 30x30 cm, 2ja mm. Verð kr. 146.80 pr. ferm. KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR AÐALFUNDUR NAUTGRIPARÆKTARÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn mánudaginn 24. þ. m. kl. 2 e. h. Rotarysal Hótel KEA. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Skipulagsuppdráttur Lokið er skipulagsuppdrætti af svæðinu, sem takmari ast af Geislagötu, Gránufélagsgötu, Glerárgötu o Strandgötu, og hefur bæjarstjórn samþykkt uppdrát inn á fundi 21. febrúar sl. Samkvæmt 12. gr. skipulagslaga nr. 55 frá 1921 au<; lýsist hér með, að skipulagsuppdrátturinn ásamt lý; ingu og líkani af svæðinu er til sýnis almenningi bænum í skrifstofu bæjarverkfræðings í 4 vikur fr dagsetningu auglýsingar þessarar að telja. Bæjarstjórinn á Akureyri, 15. apríl 1961. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON. SKYNDISALA Vegna utanbæjarmanna höldum við skyndisölunni ÓDÝRA FATNAÐINUM áfram á föstudag, laugardag, mánudag og « þriðjudag n. k. GLEÐILEGT SUMARL-- ; i i saumastofa'gífíunar Ráðhústorgi 7. — Akureyri. NR. 5, Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámark verð á smjörlíki: í heildsölu pr. kg.. kr. 12.35 í smásölu pr. kg., með söluskatti — 13.80 Reykjavík, 8. apríl 1961. VERÐL AGSST J ÓRINN. ATVINNA! Oss vantar nokkrar konur fil sfarfa nú þegar. Nánari uppl. í síma 1204 ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.