Dagur - 10.05.1961, Page 4

Dagur - 10.05.1961, Page 4
4 5 Baguk Skýlaus aðvörun FYRIR TVEIM ÖLDUM hugðust landsmenn bæta sauðfjárkynið með imiflutningi á vel ulluðum kynbóta- hrútum. Sá innflutningur varð til mikilla óhappa fyrir íslenzkan land- búnað, því með hinum lagðprúða fén- aði barst fjárkláðinn. Sauðfjáreign landsmanna var þá 357 þúsundir. Eft- ir 10 ára baráttu við f járkláðann voru aðeins eftir 140 þúsund fjár í Iandinu. Fleiri óhöpp hafa hent af völdum innflutnings búfjár. Karakúlfé var flutt inn 1933. og árið áður holdafé frá Bretlandi. Með þessu fé barst garnaveikin, mæðiveikin, kilapcstin o. fl. sjúkdómar. Þá sorgarsögu þekkja allir og er hún þó ekki öll, því ekki hefur tekizt að útrýma þessuin sjúk- dómum þrátt fyrir gífurlcga niður- skurði um margra ára bil. Inn voru fluttir minkar og sauðnaut. Minkarn- ir lifðu og eru að leggja undir sig landið, en sauðnautin drápust. Sauð- fjársæði var flutt inn árið 1947, en ekki var heilbrigðisástandið öruggara cn svo, að strax á eftir kom upp sýki á sæðingastöðinni. Með niðurskurði tókst að koma í veg fyrir frckari óhöpp. Öll þessi hörmungarsaga um inn- flutning sæðis og einstaklinga til kyn- bóta er lærdómsrík. Hún sýnir, að engin tilraun hefur heppnazt, en flest ar valdið óbætanlegu tjóni, sem vart verður til peninga metið. Jafnvel inn- flutningur holdanautanna mistókst, því með þeim barst húðsjúkdómur og enduðu þau brátt ævi sína á blóðvellr inuni, sem hættulegir smitberar. Ein- um nautkálfi var í óleyfi skotið und- an og er út af honum komið nokkuð af holdanautablendingum, sem cru í Gunnarsholti og oft er vitnað til. Páll Pálsson, yfirdýralæknir, flutti erindi um innflutning búfjár í útvarp ið á mánudaginn. Hann drap á þessi atriði öll og raunar miklu fleiri og varaði rækilega við innflutningi bú- penings, bæði með þessa rcynzlu fyrir augum og vegna hrakfalla margra ann arra þjóða í þessu efni. Ilann full- yrðir, að allur slíkur innflutningur sé augljós áhætta, þrátt fyrir hinar full- komnustu varnir og varkárni. Enn- frernur benti hann á, að vegna cinangr unar Iands okkar, séu búfjártegund- irnar hér á landi mun næmari fyrir nýjum sjúkdómum en víðast annars staðar og nefndi dæmi því til sönnun- ar. Læknirinn benti á, að nýjum kynj um yrði að halda í sóttvarnarstöð 10 —20 ár til að fyrirbyggjh það, að chamingja af völdum innflutningsins endurtaki sig enn á ný. En slíkt er mjög kostnaðarsamt. En þrátt fyrir allt þetta og varnaðar orð dýralæknisins á mánudaginn, virð ist áhugi bændanna sífellt aukast fyr- ir nýjum, innfluttum stofnum, sérstak lega nautgripa til holdasöfnunar. Þeg ar saman getur farið heilbrigðisör- yggi og sterkar líkur fyrir hagfelldri ræktun erlendra búfjárkynja, er tími til kominn til aðgcrða. E. t. v. er hann skammt undan. Þótt mjög sé gimilegt til fróðleiks að reyna ný afbrigði búfjártegunda, eru enn mjög rúmir möguleikar fyrir framförum á okkar eigin búfé, bæði í kynbótum og fóðrun. Þá möguleika þarf að nýta til hins ítrasta. □ Grænlendingar sækja sig ‘■iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimitimmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmitmimmiimimiiimiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikiiiimiiiimiimtiitiiiiiiiiiiiiriiiiiiiimiiiitimiiimiiiiiiiiiiiiiiii* Björgvins Guðmundssonar tónskáids minnzt á Austfirðingamóti 18. marz 1961 Helgi Valtýsson flutti þá ljóð þetta, sem hann hafði tekið saman kvöldið áður. I. Hann var ímynd okkar lands frá öræfum til mannauðs sands: Mótað bæði af frosti og funa, faldað jökli og eldfjallsbruna. Sæluþrunginn sólarylur sumarlangt — og vetrarbylur halda um það höndum tveim, unaðsmjúkri, klakakaldri, kynnast fáum báðum þeim ævilangt frá æskualdri! — Þannig setur svipmót þitt Sóley kær — á barnið sitt! II. Sveitin hans var sólskins-blá! sumarlangt, er hana’ eg sá draumfagra í Drottins veldi, dúðaða gráum þokufeldi, — skjótt og snöggt það skiptist á! með heiðavötn og svanasöng að kveldi! — Þetta var hans æskuyndi, aflvaki á bernskutíð, „heiðarfögnuð“ fyrr og síð vakti allt í ungu lyndi! En Björgvin Guðmundsson átti einnig sinn „heiðarharm" — eins og Gunnar skáld Gunn- arsson — er hann á síðari árum sá og heyrði úlfúðar og sundurlyndis-hróp hópsálar þjóð- arinnar, og heyrði einnig glæsilega æsku og háværa leika falska tóna á þjóðar-hörpuna! — Særði það alloft viðkvæma listamannssál hans svo mjög, að frá henni hrukku harðir gneistar og heitir: III. En list var að hlusta á Huldu-mál og hrynjandi guða í eigin sál! Þar steig hún fram í litum og ljóði og lyftist af strengjum við tónanna flug, er hugljómun andans brann í hans blóði og birtist með fögnuði í sterkum hug. — Og samróma geimanna sólknatta-fans þá söng hver strengur í brjósti hans! Nú heiðblá eru öll hvelsins þil, og himininn brosir jarðar til!! Þar lyfta nú huga hans hægt og hljótt hvítir dagar og draumljúf nótt! — Og skuggsjá hjarta hans skær og hrein mun skyggnast um víða geima, unz sála hans landnám sér kýs ein í sveimi ónumdra heima. — Þar verður hann albeztu anda líki, óðalborinn í ljóssins ríki! IV. KVEÐJA AUSTFIRÐINGAFÉLAGSINS: „Friður á jörðu“ fylgi þér æ með fagnaðarhljómi um bláhvelis-geima og ljúfustu minning með laufvindablæ um lifsglaða söng-æsku jarðneskra heima! — Vor austfirzka sála nú sendir þér klökk saknaðar-kveðju — og hjartans þökk! (Ort á ritvél 17. marz 1961 — kl. 23—24). Helgi Valtýsson. rirtiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Barnaskóli Aknreyrar 90 ára Kaupfélagsstjóraskipti á Þórshöfn KONUNGLEGA Grænlands- verzlunin áætlar verðmæti út- flutnings Grænlendinga 1960 194 milljónir ísl. króna. Fiskur og fiskafurðir eru áætlaðar um 90 af hundraði af heildarútflutn ingnum. Til samanburðar má geta þess, að 1958 nam verðmæt ið 125 milljónum króna (um- reiknað á nýja genginu). Fram- leiðsla frystra fiskflaka jókst um 50% á árinu sem leið. Frá Sukkertoppen voru flutt út 900 tonn af flökum, frá Narssaq 250 tonn, en verksmiðjuskipið Sverdfisken, sem lá í sumar í Egedesminde, framleiddi 360 tonn. í Angmagsalik bárust á land 1.000 tonn af þorski, en veiðar í stórum stíl voru hafnar þaðan fyrir tveimur árum. Um 6.000 tonn af saltfiski voru flutt út til S.-Evrópu, en útkoman af þeim viðskiptum varð ekki góð, og er því áætlað að flaka og frysta meira í ár. Af laxi voru flutt út um 20 tonn, mest fryst og flutt til Danmerkur. Laxinn er árangur af klaki í grænlenzkum ám, sem hafið var fyrir nokkrum árum. Nýja nið- ursuðuverksmiðjan í Christians haab jók framleiðslu sína um helming og framleiddi nú 2 millj ónir af 80 gr. x-ækjudósum. Verk smiðjan í Narssaq framleiddi 1 milljón dósa. í vor hefst bygg ing á stórri rækjuverksmiðju í Jakobshavn. Grænlendingar hafa miklar áhyggjur af ágangi erlendra veiðiskipa við strend- ur landsins, og áætla þeir, að eyjaskeggjar veiði ekki nema um 10% af þeim fiski, sem ár- lega er veiddur á Grænlands- miðum. Grænlandsverzlunin hef ur nú á prjónunum áform um samvinnu Dana, Færeyinga og Grænlendinga um stofnun fé- lags til frekari fiskvinnslu á vesturströnd eyjarinnar. Talað hefur verið um byggingu á stóru, nýtízku frystihúsi, vænt- anlega í Godthaab (Bureau of Commercial Fisheries, Market News Service, Jan. 26., 1961.) □ (Framhald af bls. 1) vinnan verið eins fjölbreytt og skemmtileg. Þar eru munir úr tágum, gerfibasti, plasti, perl- um og leðri. Flestir þessarra hluta eru gagnlegir og margir þeirra ágætlega gerðir. Margt af þessari vinnu er nýjung hér í skólanum. Teikningin. Einar Helgason er aðalteikni- kennari skólans. Einnig kennir Jens Sumarliðason teikningu. ' Ekki er sérstök kennslustofa fyrir teikninguna í skólanum og kennararnir segja að oft sé örðugt að fá hér í bænum eins fjölbreytt efni í pappír og litum eins og þeir telja æskilegt. Sýningin ber vott um að allar nýjungar í teiknikennslu eru notaðar. Á síðari árum hefur skólinn sent nemendateikning- ar á alþjóðlegar sýningar fyrir barnateikningar í Japan, Frakk landi og Póllandi og nemenlur Barnaskóla Akureyrar hafa hlotið fyrir þær verðlaun í öll- um þessum löndum. Mörg ár eru síðan farið var að leika létta tónlist í teikni- tímum öðru hvoru, og einnig hefur þetta verið gert í skriftar tímum og gefizt vel. Teikningin er notuð til þess að örva hugmyndaflug og í þágu uppeldisins. Börnin tjá sig frjálst í teikningunni og sækja fyrirmyndir í íslendingasögur, þjóðsögur og ævintýri, eca til hins daglega lífs. Einnig er teiknað eftir hlutum, og til er það, að nemendur teikni útsýn- ið úr gluggunum eða geri frum drætti að teikningum sínum úti í bæ. Hér má sjá myndir gerðar með blýant, svartkrít, túski, vaxlitum, þekjulitum, vatnslit- um og olíulitum. Hér eru mynsturteikningar, sem vel mætti sauma eftir, og hér eru myndir skornar í linoliumdúk, sem síðan er þrykkt með prent- lit á pappír eða léreft. Þannig má gera dúka, púðayfirborð o. fl. Þetta tauprent er alger nýj- ung hér og margt af því mjög smekklegt. Að lokum má geta þess ,að nemendurnir hafa átt þess kost að sjá á kvikmyndum hvernig frægir málarar vinna verk sín. íþróttalíf. í skólanum er árlega keppt um átta farandverðlaun fyrir íþróttir. Er þarna um að ræða flokkakeppnir í sundi, fimleik- um drengja og stúlkna, skauta- hlaupi, skíðagöngu, svigi og handknattleik drengja og stúlkna. Hver bekkjardeild sendir einn eða fleiri flokka til keppninnar og sú sveit er vinn- ur hverju sinni geymir verðlaun in í stofu sinni þar til næsta keppni fer fram. Nýjungar í kennslu. í vetur hafði Barnaskóli Ak- ureyrar undir höndum nokkurt safn af kvikmyndum frá Kvik- myndasafni ríkisins, er lánað var skólunum í nágrenninu eftir því sem þeir óskuðu. Þetta gaf Barnaskóla Akureyrar tækifæri til þess að nota kvikmyndir á fullkomnari hátt en hér hefur áður tíðkazt í sambandi við kennsluna. Þegar til var kennslumynd um eitthvert efni, sem einhver bekkur var að nema, var efni hennar fyrst kynnt rækilega fyrir nemend- unum, síðan var myndin sýnd og að lokum rætt um sýning- una. Þannig var kvikmyndin notuð sem hið fullkomnasta kennslutæki í stað þess að bregða henni upp sem nokkurs konar skemmtiatriði, eins og al- gengast hefur verið um kvik- myndasýningar í skólum. Skólinn fékk í vetur sam- stæðu af smá-hljóðfærum, sem notuð eru við námið í söng- og tónfræði. Hefur þá hvert barn sitt hljóðfæri milli handanna, þannig að bekkurinn myndar nokkurs konar hljómsveit. Eyk- ur þetta mjög á gleði og árang- ur í söngtímum. Lúðrasveit bax-naskólanna á Akureyri hefur æft af miklu kappi að undanföi’nu. Sveitin mun fara í hljómleikaför um næstu helgi og leika á Sauðár- króki, Blönduósi og Akranesi. Þórshöfn, 8. maí. Jóhann Jóns- son, kaupfélagsstjóri, sagði starfi sínu lausu í vetur og hef- ur Gísli Pétursson, áður starfs- maður SÍS og kaupfélagsins á Hellissandi, verið ráðinn í hans stað og tekur hann við fram- kvæmdastjói-n félagsins nú í vor. Hann er hingað kominn. TIL LEIGU Eitt eða tvö herbergi og aðgangur að eldhúsi, ef um semst. SÍMI 2243. HERBERGI fyrir tvær stúlkur vantar nú þegar, helzt nálægt miðbænum. Afgr. vísar á. HERBERGI ÓSKAST Ungur, reglusamur mað- ur óskar eftir herber<_>i o<>' O O helzt fæði á sarna stað, nálægt miðbænum. Afgr. vísar á. ÍBÚÐIR TIL SÖLU: Fallcg fjögurra Iierbergja nýleg íbúð á bezta stað í bænum. Fjögurra herbergja íbúðir á Brekkunni og Eyrinni. Ein fjögurra herbergja ný leg íbúðarhæð í Glerár- hverfi, áhvílandi lán. Þriggja herbergja rúmgóð íbúð á Eyrinni, áhvílandi lán. Tveggja herbergja íbúðir á Eyrinni og Innbænum, áhvílandi hagstætt 50 þús. kr. lán á einni þeirra. Sex herbergja íbúðarhús á eignarlóð í Innbænum, hagstæðir skilmálar. Lítið Itús við Norðurgötu, 5 herbergi alls, selst ódýrt. INGVAR GÍSLASON, lögfr. Hafnarsti-æti 95, sími 1443. Heimasími 1070. í B Ú Ð Nýviðgerð tveggja lier- bergja íbúð til sölu á ytri brekkunni. Laus til íbúð- ar nú þegar. — Til sýnis milli 5 og 7 næstu daga. Upplýsingar í síma 1903. HERBERGI til leigu á Eyrinni. Afgr. vísar á. HEFI TIL LEIGU stofu og aðgang að eldhúsi fyrir einhl. kvenmann eða með eitt barn. — A. v. á. HERBERGI til leigu. Upplýs. í síma 1732. FIMM HERBERG JA íbúð við Hafnarstræti til sölu eða leigu frá 14. maí n. k. — Afgr. vísar á. Fiskafli hefur verið góður og gx'ásleppuveiði einnig töluvert mikil. Hingað er kominn nýsmíð aður 8 tonna bátur, kevptur í Hafnarfirði. Eigandi hans er Sig ui'geir Jónasson. Báturinn heit- ir Geiiv Þá kemur hingað innan skamms 4 tonna opinn vélbátur frá bátastöð Svavai's Þoisteins- sonar á Akui'eyri. Eigendur eru Helgi Magnússon og Ingvar Ingvarsson. Hér um slóðir er jörð nær snjólaus í byggð og byrjað að gi'ænka. Þokusamt er og noi'ð- austanátt en frostlaust um næt ur. Vegir eru illfærir vegna aur bleytu. Framkvæmdir lamaðar. Fyrii-hugað er að byggja lækn isbústað og unnið htfur verið við hinn nýja barnaskóla, sem komst undir þak fyrir jól í vet- ur. En um byggingu annarra íbúðai'húsa hér í þorpinu eða næstu sveitum er ekki vitað og allar framkvæmdir vii'ðast lam- aðar um sinn. Dýpkunax'skipið Grettir mun í þessum eða næsta mánuði koma hingað til starfa við höfn ina. í dag er til moldar borinn frá Sauðaneskii-kju Einar Ing- vai'sson, bóndi á Syði'a-Lóni. Hann var aðeins 24 ái'a gamall og varð bráðkvaddur 26. apríl s.l. n DUGLEG STÚLKA ÓSKAST á Iiótel á Sauðárkróki. Gott kaup. Ujipl. í síina 1122 næstu daga. ATVINNA! Stúlka óskast í skyrtufrá- gang, lielzt vön. MJALLHVÍT Sími 2580 Ung stúlka með.barn á fyrsta ári óskar eftir RÁÐSKONUSTÖÐU á Akureyri eða nágrenni Uppl. í Norðurgötu 10, Akureyri. Sextán ára stúlku vantar ATVINNU í kaupstað eða sveit í vor og sumar. Upplýsingar í síma 2559. Atvinna: MAÐUR ÓSKAST til að sjá um fuglabú. Þarf að hafa bílpróf. Uppl. í Vinnumiðlun Akureyrar, sími 1169. Atvinna: STARFSSTÚLKUR ósk- ast á Hótel Akureyri. Uppl. á kvöldin, eftir kl. 8, í hótelinu, sími 2525. UNGLINGUR óskxist til blaðburðar í Glerárhverfi í sumar. Afgreiðsla Dags. Sími 1166. ■ Wv' i, ' i1 fyr ; j zx ? DRÁTTARVÉLAR TIL SÖLU Farmal A með sláttuvél og tveimur ýtum og W—4 með 16 diska herfi. Enn fremur eru til sölu múga- vél og rakstrarvél fyrir liest. Frímann Karlesson, Kringiumýri 14. TIL SÖLU í Garði í Fnjóskadal: Hjólsög fyrir traktor og Kosangas-eldavél. Páll. G. Björnsson. Sem ný RAFHA-ELDAVÉL TIL SÖLU. Tækifærisverð. Uppl. í síma 1562 eftir kl. 6. ÚTVARPSTÆKI, notað, TIL SÖLU. Uppl. í síma 1083. STOFUSKÁPUR til sölu. — Taékifærisverð. Uppl. í síma 2599. KÝR TIL SÖLU Isleifur Sumarliðason, Vöglum. TIL SÖLU: Silver-Cross BARNA- VAGN. Einnig BARNA- KOJUR. - Sími 1733. LÍTILL BARNAVAGN til sölu í Norðurgötu 10. Sem nýtt GRUNDIG-segulbands- tæki til sölu. Afgr. v. á. BARNAKERRA til sölu. Ásgrímur Þorsteinsson Aðalstræti 74. SKELLIN AÐR A í góðu lagi til sölu. Þóroddur Sæmundsson Lyngholti 9. Ak. Til sölu: Tvö notuð BARNARÚM með dýnum. Klæðaskápur og leikgrind Uppl. í síma 2295. Ódýrt P I A N O til sölu. Afborgunarskilmálar konra til greina. Haraldur Sigurgeirsson Spítalaveg 15, sími 1915. Til sölu: BARNALEIKGRIND Sími 1577. URSLIT I FIRMAKEPPNI BRIÐGEFELAGSINS 1. Fi-ystihús KEA (Þói'ðui' Bjöi-nsson)............313 stig 2. Kvöldvökuútgáfan (Gísli Jónsson) .................310 — 3. Valbjöi-k h. f. (Jóh. Gauti Gestsson) .......... 308 — 4. Di'aupnir h. f. (Karl Sigfússon)................ 303 — 5. Rafveita Akureyi'ar (Knútur Otterstedt)......... 300 — 6.-7. Stefnir (Ragnar Steinbei'gsson)................ 298 ,— 6.-7. Slippstöðin (Aðalsteinn Tómasson) .............. 298 — 8.-9. Skipaafgi'. Jakobs Karlss. (Þorv. Stefánsson) .... 295 — 8.-9. Sápuverksm. Sjöfn (Haukur Jakobsson)........... 295 — 10. Iðunn (Baldur Ái'nason) ......................... 294 — 11. B. S. O. (Sveinbjöi'n Jónsson) ................. 292 — 12. Dagur og Tíminn (Hjörtur Gíslason) ...............291 — 13. Rafoi'ka h. f. (Jóhann Sigui'ðsson) ............. 288 — 14.-15. Flugfélag íslands (Friðf. Gíslason) ............ 285 — 14.-15. M/S Di-angur (Skarphéðinn Halldói'sson) ........ 285 — 16.-17. Bílasalan h. f. (Jón Áskelsson)............... 282 — 16.-17. Bifi'.verkst. Jóh. Kr. (Jóhannes Kristjánsson) . . 282 — 18.-21. B. S. A. (Ragnar Skjóldal) ..................... 281 — 18.-21. Ferðaskrifstofan (Árni Árnason) ............... 281 — 18.-21. Grána h. f. (Bjöi'n Baldvinsson) ............... 281 — 18.-21. Vefnaðai'v.deild K.E.A. (Svavar Zoph.) ..........281 — 22. Áfengisvei'zlun í'íkisins (Þorst. Halldórsson) .... 279 — 23.-24. Fatahreinsunin, Hólabraut (Halld. Blöndal) .... 278 — 23.-24. Gefjun (Öi'n Pétursson)......................... 278 — 25. Bi'auðgei'ð Kr. Jónss. (Alfreð Pálsson).......... 277 — 26. Hafnai'búðin (Magni Friðjónsson)................. 276 — 27. Matur & kaffi (Halldór Helgason) ............... 275 — 28.-29. Búnaðarbankinn (Jóhann SnoiTason) .............. 274 — 28.-29. Prentsmiðja Bjöi-ns Jónss. (Sigurbj. Bjarnas.) .. 274 — 30. Klæðavei-zlun Sig. Guðm. (Björn Magnúss.) .... 271 — 31.-32. Kjötbúð K.E.A. (Sigmundur Björnsson)......... 270 — 31.-32. P. O. B. (Zophanias Jónasson) .................. 270 — 33. Sendibílastöðin (Oli Þoi'bei'gsson) ............. 268 — 34. Amaro-búðin (Friðjón Karlsson) ................. 267 — 35. Saumastofa Gefjunnar (Soffía Guðm.dóttir) .... 266 — 36.-40. Almennar Ti-yggingar h. f. (Jónas Stefánss.) .... 265 — 36.-40. Gufupi'essun Ak. (Gissur Jónasson) ............. 265 — 36.-40. Kaupfél. Vei'kamanna (Þórir Guðjónsson)...... 265 — 36.-40. Linda (Jóhann Helgason) ........................ 265 — 36.-40. Verzlunin Eyjafj. (Guðmunda Pétui'sd.)....... 265 — 41. Útgei'ðai'fél. Ak. (Jóhann Guð'mundsson) ........ 264 — 42. Kaffibrennsla Ak. (Óðinn Árnason)............. 262 — 43.-44. Bólstruð húsgögn (Halldór Hermannss.).........261 — 43.-44. Húsgagnavei-zl. Kjarni (Jón Níelsson).........261 — 45. íslendingur (Kai'l Friðriksson) ................. 260 .— 46. Kr. Jónsson & Co. (Mikael Jónsson) .............. 259 — 47.-48. Súlur h. f. (Sigrún Bergvinsdóttir)............. 258 — 47.-48. Útvegsbankinn (Björn Einarsson)................. 258 — 49. Saumastofa J. M. J. (Guðjón Jónsson)............. 257 — 50.-51. Möl & sandur (Lilja Sigurðai'dóttir)............ 256 — 50.-51. Skipasmíðastöð KEA (Egill Jóhannsson)........ 256 — 52.-53. Bókabúð Jónasar Jóh. (Friðrik Hjaltalín)..... 253 — 52.-53. Þórshamar (Elín Auðunsdóttir) .................. 253 — 54.-55. Byggingavöi'ud. Ak. (Helgi Pálsson).......... 250 — 54.-55. Járn &glei-vörudeild KEA (Frímann Guðm.) .... 250 — 56.-57. Dúkavei'ksmiðjan (Dísa Pétui's) ................ 248 — 56.-57. Einir h. f. (Ingólfur Þoi'móðsson) ............. 248 — 58. Olíusöludeild KEA (Dorothea Finnbogad.)....... 245 — 59. Vélsmiðja Steirtdói's (Rósa Sigurðardóttir)... 243 — 60. Atli h. f. (Þoi'steinn Svanlaugsson).......... 235 — 61. Di'ífa (Björn Axfjöi'ð)....................... 233 — 62. Bókabúð Rikku (Árni Ingimundarson) .............. 231 — 63. Pétur & Valdemar (Pétur Jónsson).............. 226 — 64. Rakarastofan, Hafnarstr. 105 (Sigv. Sigurðss.).... 222 — Til sölu er RÚSSNESKUR JEFPI Tilboð óskast. Upplýsingar ■ gefur Jóhannes Kristjánsson, Bifvélaverkstæði, Gránufélagsgötu 47. Sími 1630. CHEVROLET-FÓLKS- BÍLL (1947) TIL SÖLU (Góð vél og dekk.) Afgr. vísar á. FORD ’57 6 manna, 6 cyl., 4 dyra, beinskiptur, ekinn 26 þús. km. Mjög fallegur einkabíll til sölu. Tilval- inn leigubíll. Uppl. gefur INGVAR GÍSLASON, lögfr. Hafnai-stræti 95, sími 1443. Heimasími 1070. TIL SÖLU: VOLKSWAGEN 1958 í góðu ásigkomulagi. O o O Semja ber við INGVAR GÍSLASON, lögfr. Hafnai-sti'æti 95, simi 1443. Fleimasími 1070. FIMM MANNA BÍLL í mjög góðu lagi til sölu. Skipti á minni bíl koma til greina. — Sími 1548. Til sölu góður 5 manna bíll vel með farinn, lítið ek- inn. — Lítil útborgun. Upplýsingar gefur Jón Geir Ágústsson Möðruvallastræti 1. Sími 1980. FORD JUNIOR í mjög góðu lagi og vel út- lítandi er til sölu. Upplýsingar gefur Eðvarð Jónsson, Skipag. 1 Til sölu er vel með farinn OPEL KAPITAN ’55 ekinn tæpl. 20 þús. km. Víkingur Björnsson, sími 1321 SAUMA BARNAFATNAÐ. Sími 2306. AKUREYRINGAR! NÆRS VEITARMENN! Tökum að okkur alls kon ar jarðvinnslu. Mokum rnold og möl á bíla. Uppl. í síma 2285. ELDRI-DANSA KLÚBBURINN heldur dansleik í Alþýðu- húsinu laugardagskvöldið 13. þ. m. kl. 9. Stjómin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.