Dagur - 10.05.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 10.05.1961, Blaðsíða 8
8 NOREGSKONUNGUR TIL ÍSLANDS Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi mun flytja konungi kvæði •lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllia HINN 31. þ. m. kemur Ólafur Noregskonungur í opinbera heimsókn til íslands á skipi sínu, Norge. En stærsta herskip Norðmanna, Bergen, verður með í förinni. Halvard Lange og Odd Grönvold, stallari, verða m. a. í fylgdarliði konungs. Fyrsta opinbera heimsóknin. Viðdvölin verður þrír dagar. Þetta er fyrsta opinbera heim- sókn Noregskonungs til íslands. Meðal þeirra atriða, sem sagt hefur verið frá í sambandi við konungskomuna, er heimsókn hans í Háskólann hinn 1. júní. l?ar flytur rektor ávarp, en Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi flytur konungi frumort kvæði. Síðasta daginn, 3. júní, fer konungur með föruneyti sinu upp í Reykholt í Borgar- firði, en heldur heimleiðis á skipi sínu um kvöldið. □ Bændaskólanum á Hólum slitið nýlega Sjötugasti og sjöundi nemendaliópurinn Skólastjóraskipti á Hólurn í Hjaltadal í vor SUNNUDAGINN 30. apríl var Bændaskólanum á Hólum slit- ið. Nemendur skólans voru 34 í vetur og þar af útskrifuðust 13. Hæstu einkunn hlaut Baldur Vagnsson frá Hriflu. Nokkrir fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Við skólaslitin að Hólum af- henti Kristján Karlsson braut- skráðum nemendum skírteini sín, sagði frá skólastarfinu og flutti skólasveinum síðan ávarp. Kristján Karlsson skólastjóri lætur af skólastjórn nú í vor og flytur til Reykjavíkur, en tekur við erindrekastörfum hjá Stétt- arsambandi bænda. Hann hefur gegnt skólastjórastarfi í 26 ár, og er virtur maður í skóla og í héraði. Hinn nýi skólastjóri, Gunnar Bjarnason, mun flytja norður innan skamms og hyggja til mikilla breytinga á skólan- I Björgunarafrek } í SÍÐUSTU veiðiferð togarans Harðbaks frá Akureyri, féll maður fyrir borð. Skipstjórinn Vilhelm Þorsteinsson, sem er sundmaður góður, kastaði sér þegar til sunds. Hann bjargaði lífi skipverja síns með þessu karlmannlega snarræði, en ekki mátti tæpara standa. Togarimi var úti á rúmsjó er þetta bar til og á fullri ferð. □ um, m. a. gera skólann að eins árs skóla, en um það hefur blað ið ekki nánari fregnir að sinni. Þessir búfræðngar voru braut- skráðr: Baldur Vagnsson, Hriflu, Birgir Þórðarson, Rvík., Broddi Björnsson, Garðakoti, Hjalta- dal, Guðrún Sveinbjörnsd., Ofeigsfirði, Ströndum, Helgi Jónsson, Selalæk, Rangárvöll- um, Jóhann Hólmgrímsson, Vogi, Raufarhöfn, Jón Sigvalda son, Stafni, Svartárdal, Olafur Guðmundsson, Sámsstöðum, Hvítársíðu, Sigurður Sigurðs- son, Hvítárholti, Hrunamanna- hr., Símon Gestsson, Siglufirði, Sverrir Magnússon, Reykjahóli, Hrunamannahr., Tryggvi Hösk- uldsson, Bólstað, Bárðardal. | A HANDFÆRI | STARFSMENN Akureyrarbæj ar fóru á handfæraveiðar með Drang síðastliðinn sunnudag. Þátttakendur voru 37. Farið var út undir Hrísey. Heildarafli var 60 fiskar. Fengsælastur var Ingólfur Kristinsson, en stærsta þorkinn, um 9 kg., dró frú Anita Björnsson. □ 1 Nýjasti mjólkurbíllinn sem flytur mjólk til samlagsins og i i vörur til bænda. Benedikt, bílstjóri á Vatnsedjia, sítur | 1 hér undir stýri í þessum glæsilega farkosti. (Ljósm.: E. D.) f íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini iii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111'; Gekk úti í vetur Lómatjörn 8. maí. Nýlega kom útigengin, veturgömul ær saman við fé á Melum. Hún var vel fram gengin. Eigandi henn- ar er Skírnir Jónsson bóndi á Skarði. Vegurinn er bannaður vegna aurbleytu, og verðum við að flytja alla mjólk með Drang frá Grenivík. Fnjóskdælir flytja einnig sína mjólk til Grenivíkur og tekur báturinn hana líka. Það er einkum vegurinn á Sval- barðsströnd, sem er mjög illa farinn, en hér í sveit eru vegir sæmilegir. Minkar hafa sézt hér í vetur, en enginn náðst ennþá. Síðar verður sennilega eitthvað meira skrafað við þá. Margir afla grásleppu og gengur vel. Þorskafli hefur ver- ið sæmilegur. Sauðburður er í byrjun. □ Lágheiði opnuð Haganesvík 8. maí. Snjórinn er óðum að minnka. Verið er að opna veginn á Lágheiði og geng LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýnir Bláu kápuna á laugardaginn kemur. Æfingar hafa staðið í tvo mánuði. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímr-dóttir. Meðal leiltenda eru flestir beztu söng-menn og -konur bæjarins. Leikendur eru 15 talsins, meðal þeirra: Björg Bald- vinsdóttir, Ragnhildur og Brynhildur Steingrímsdætur, Jóliann Konráðsson, Jóhann Og- mundsson, Júlíus Oddsson og Aðalsteinn Jónsson. — Búninga fékk leikfélagið m. a. bjá Þjóðleikhúsinu. — Leikhúsunncndur hafa beðið Bláu kápunnar með óþreyju. Sýningum verður hraðað og því vissara að tryggja sér aðgöngumiða í túna. Sýningar liefjast kl. 8.30. Fastir frumsýningargcstir eru beðnir að vitja aðgöngumiða sinna í leikhúsið miðvikudag og fimmtudag kl. 3—5 e. li. — Myndin er af leikurum á æfingu. — Ljósm. E. Sigurgeirsson. □ ur vei'kið vel. Strax á eftir verð ur Siglufjarðarskarð opnað, en þar er lítill snjór Fljótamegin og vegakantarnir víða upp úr, en meiri snjór að austan. Vertíðarfólkið er nú sem óð- ast að koma heim. □ Slys hjá Páfastöðum Sauðárkróki 8. maí. Harður árekstur varð á veginum hjá Páfastöðum á sunnudaginn. Þar mættust jeppi og fólksbifreið og rákust svo harkalega saman, að báðar bifreiðimar eru nær ónýtar. í jeppanum meiddust 4 og er einn farþegi á sjúki-ahúsi. Daufleg eru aflabrögðin. Veg ir eru sæmilega góðir í héraðinu og betri, en oft áður. □ Aðalfundur Kaupfél. Austur-Húnvetninga Blönduósi 8. maí. Aðalfundur Kaupfélags Austur-Húnvetn- ing var haldinn á Blönduósi dagana 5. og 6. mai sl. Umsetn- ing félagsins varð á síðastn ári 24,5 milljónir króna. Ákveðið var að byggja útibú itinan (sunnan) Blöndu, énda aðkall- andi. Mættir voru 39 fulltrúar, auk stjórnar og gesta. Tveir stjórnarnefndramenn áttu að ganga úr stjórninni, þeir Hilmar Frímannsson bóndi á Fremstagili og Páll Geirmunds- son ,BIönduósi. í stað Páls, sem baðst unlan endurkosningu, var Halldór Jón'sson, bóndi á Leys- ingjastöðum kosinn og Hilmar endurkosinn. Á morgun og miðvikudaginn verður aðalfundur Sölusam- bands Kaupfélags A.-Húnvetn- inga. Heildarvelta þess er um 29 milljónir króna. Innvegin mjólk var 2,8 millj. lítra og verðið, sem bændur fá fyrir hana, er kr. 3.94.5 pr. 1. Slátur- fé var 34200 og sláturhross 1029. □ Skólaslit í Ólafsfirði Ólafsfirði, 9. maí. Hér var lítið sem ekki róið síðustu viku vegna ógæfta. Barna- og unglingaskólanum var slitið á sunnudaginn. Björn Stefánsson, skólastjóri, minnt- ist við skólauppsögn Sigursceins Magnússonar, skólastjóra, ' em lézt 21. nóvember sl. Unglingaprófi luku 16 börn. Hæsta einkunn hlaut Birgitta Pálsdóttir, 8,29. Barnaprófi luku 22 börn, hæst varð Guð- ríður Brynjólfsdóttir, 8,86. Skólastjórinn ávarpaði nemend ur með hvatningarorðum um að verða góðir menn og nýtir þegnar þjóðfélagsins. □ Grásleppuhrognin verðlítil Húsavík, 9. maí. Grásleppuveiði hefur verið ágæt, en henni er nú lokið vegna verðfalls á hrognunun', Lifrarsamlag Húsavíkur hætti störfum og ákvað að gefa eignir sínar, 250 þúsund króna virði, til viðbyggingar sjúkra- hússins. Það eru sjómenn og sjó mannsekkjur, sem þarna áttu hlut að máli og þykir öllum nnk il rausn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.