Dagur - 10.06.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.1961, Blaðsíða 1
Mál<;a(;n I'ramsóknarman.na R rsrjoiíi: Eri.ingur DÁvíbsson SKRii smi A í Hai narstr.i;11 90 Srvn l »56 ■ Sktninuu og prkntun ANNAST i’liKN I VERK OlWJS Björníso.nau h.t, Akitrkvri Dagur XLIV. árg. Akureyri, laugardaginn 10. júní 1961 29. tbl. AuGl.VStNGAST' IÓltl: JÓN Sam- úklsson . Árgancurinn KOSTAK KR. 100.00 . GJAI.DDAOÍ KIi 1. ilT.i i)l.ABI» UtMVK ÚT Á M'IftVIKOnÖC- !'\1 ÖC Á l.Aur.ARDCknJM !>(■<:. V! ÁST.KOA MMR 'I II. >-----------—----------------------j Sérfrœðingur: harnasjúkdómum BALDUR JONSSON læknir frá Akureýri og áður héi’aðs- læknir á Þói’shöfn, mun flytja til Akureyrar í haust og starfa hér sem „praktiserandi“ læknir í bai-nasjúkdómum. Hann hefur dvalið í Svíþjóð, unnið á barna spítölum og hlotið þar viður- kenningu í þeirri grein læknis- fræðinnar. Læknirinn og Fjórð'- ungssjúkrahúsið á Akureyri hafa géi’t með sér samkomulag um nauðsynlega aðstöðu á spít- alanum fyrir böi’n þau, sem eru á vegum sérfræðingsins til lækn inga. Því mun mjög fagnað að hingað komi sérfræðingur í læknastétt til viðbótar þeim of fáu, sem fyrir eru. □ I Hættulegir hlutir 1 NOKKUR brögð eru að því víða í héraðinu að girðingaslit- ur og gaddavírsflækjur valdi tjóni. — Kindur hafa fundizt dauðar, soltnar í hel, og illa út- leiknar, fastar í gaddavírnum og hross hafa fælzt, rifið sig illa og stundum kastað mönnum af sér vegna þessarar vanhirðu. — Úr þessu þarf að bæta strax. □ ItllllllMlimllllllllllllllMIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMItlllHIMIIIIIIMIIIIIIIIIIillllllllIlillMlllMMIIIItlllíllHlftMI Kaldasta frystihús landsins MISJAFNLEGA eru í’ekin hin mörgu frystihús landsins. En eitt sker sig þó úr, og það er fi’ystihús ríkisstjórnarinnar, sem er hið eina „viðreisnar“-frysthús landsins og frystir sparifé landsmanna í Seðlabankanum. Með viðreisnarráðstöfunum hefur ríkisstjórninni tekizt að klófesta nær 150 milljónir af sparifé þjóðarinnar til fi-ysting- ar. Möguleikar viðskiptabanka og spai’isjóða landsins til að lána fé til nauðsynlegra fi’amkvæmda, minnka í hlutfalli við þetta. Þessi „viðreisnar“-frysting spai’ifjárins hefur komið í veg fyrir mai’ga nytsama fi-amkvæmd til atvinnu- og fram- leiðsluaukningar. Aukin fi’amleiðsla er í’aunhæfasta leiðin til kjarabóta. Með því að taka stóran hluta af spax-ifé landsins úr umferð, er verið að leggja stein í götu eðlilegra framfara og koma á heimatilbúinni kreppu. □ FYRIR SKÖMMU komu óboðin lijón inn í svefnherbergi Sveins Tómassonar og Helgu Gunn- = laugsdóttur, Laugargötu 3, síðla kvölds og gerðu sig heimakomin. Þótt heimsóknartíminn væri | ekki í samræmi við siðvenjurnar, tókst þegar góður kunningsskapur. Aðkomuhjónin, sem voru | þrestir, skröfuðu mikið, sátu á rúmstokknum hjá Sveini og frú og munu samningar um hús- 1 næði hafa tekizt fljótt og vel, því brátt hófst hreiðurgerð í gluggakistunni. Allt gekk vel, sam- | komulagið var í bezta lagi, fjögur egg komu í hreiörið og síðan ungar með tilheyrandi önnuin = og amstri. I gær voru þrír ungarnir fleygir og farnir og sá síðasti eftir og foreldrarnir að lokka = hann með sér og lelja í hann kjark til fyrstu flugferðarinnar út um gluggann. (Ljósm.: E. D.) | Verður norðl. lausnin ráðandi? VERKFÖLLUNUM á Akureyri er að mestu lokið. Það mun álit þorra manna að þar hafi fai’sæl lausn tekizt í samningum milli Búizl við 10 þúsund manns að Laug- um um næslu mánaðamól Þar verður landsmót Ungmennafélags íslands liáð um næstu mánaðamót - íþróttavöllur góður VÍÐA UM LAND eru vaxtar- merki ungmennafélaga auðsæ. Mikill undirbúningur hefur staðið yfir að Laugum í Reykja dal vegna landsmóts'Ungmenna félags íslands, sem þar verður háð um næstu mánaðamót. — Þangað sækja ungmennafélagar af öllu landinu og fjölmenna. Auk þess er búizt við þúsund- um gesta, jafnvel allt að 10 þús und manns. Framkvæmdastjóri mótsins verður Óskar Ágústs- son, íþróttakennari að Laugum, en Héi’aðsambandj Þingeyinga og sérstök nefnd annast undir- búning. Á Laugum eru nokkrar stór- byggingar, sem allar þjóna þöi’f um mótsins að þessu sinni. Al- þýðuskólinn hefur verið stækk- aður að mun. í hluta nýbygg- ingarinnar er borðsalur fyrir á þriðja hundrað manns, en kaffi- sala verður í hinu ágæta hús- næði smíðadeildarinnar Dverga steini. Þá verður íþróttahúsið tekið til nota landsmótsins og skólaráð Húsmæðraskólans sam þykkti einróma að bjóða ung- mennafélögum skólann til af- nota endurgjaldslaust. Sýnir (Framhald á bls. 7) Hér eru ínargir fagrir verðlaunagripir sem kepp t verður um á Ungmennafélagsmótinu á Laugum. verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda í afstaðinni kaupdeilu. í fyrri nótt tókust samningar milli Dagsbi’únar í Reykjavík og samninganefndar Vinnumála sambandsins og átti atkvæða- greiðsla að fara fram síðdegis í gær og var talið líklegt að samn ingarnir yrðu samþykktir. Þeir samningar voru gerðir á grund- velli þeirra samninga, sem gerð ir voru á Akureyi’i. Sennilegt er, að hin norðlenzka lausn verði grundvöllur að allshei’j- arsamningum er leiði hina miklu verkfallsöldu til sann- gjarnra samninga um land allt. Kaupmenn, sem hér á Akur- eyri ætluðu að græða á lokun KEA, urðu fyrir vonbrigðum. Og þeir ætluðu líka, ásamt öðr- um hreinræktuðum íhaldsmönn um í hópi atvinnurekenda, að lúta hinu öfluga Reykjavíkur- íhaldi og semja ekki á undan „kollegunum“ í höfuðstaðnum. En flestir hafa þeir undirritað samninga um 10% kauphækkun eins og KEA og SÍS og þar með lagt sig undir þann kross að vera kallaðir svikarar á Moi'g- unblaðsmáli og tilræðismenn við íslenzka krónu, eins og „ís- lendingur11 var svo nærgætinn að minna á í gær! Félag járniðnaðarmanna (járn smiðir, bifvélavii’kjar, blikk- smiðir) hóf verkfall á þriðju- daginn og stendur það enn. Nokkur fyrirtæki eru enn ekki starfi’ækt, svo sem Klæðagei'ð Amaro, Súkkulaðiverksmiðjan Linda og Kexverksmiðjan Lórelei. Starfsfólk þessara fyrir tækja, sem er félagsfólk í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akur- eyri, hefur engan samningsaðila hér í bæ, en verður að leita samninga við Félag ísl. iðnrek- enda í Reykjavík. Þá hafa sorp- hreinsunarmenn farið fi'am á kauphækkun en ekki fengið og liggur sú starfsgrein enn niði'i og er það bænum til skammar að leysa ekki svo lítið verkefni. Ágreiningsatriði í þessari grein mun nema 6 krónum á klst. fyr ir alla sorphreinsunarmennina samanlagt. □ FORSETABOÐSKAP- UR FRÁ AKUREYRI FYRR í vikunni voru mörg stórmenni liér á ferð. Meðal þeirra forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson. Hann gaf út bráðabirgðalög héðan um bann \>ið liindrun á millilandaflugferðum hinna ís- lenzku flugfélaga, samkvæmt til mælurn ríldsstjórnarinnar. Þetta eru víst fyrstu lögin, sem gefin eru út í höfuðstað Norðurlands. Náttúrlega eru þau eitt af brotnum loforðum núverandi stjórnar, því hún hafði heitið því og lofað hátíð- lega, að hafa ckki afskipti af verkföllum. Samt sem áður er líklegt að lög frá Akureyri yrðu yfirleitt betur við liæfi en þau, scm út eru geíin á hinni grýttu jörð við Faxaflóann. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.