Dagur - 10.06.1961, Blaðsíða 2
2
Mikið starf U. M. S. E. í sumar
Ungmennafél. Saurbæjarhrepps
NÝLEGA hlaut Ungmennasam
band Eyjafjarðar mikla viður-
kenningu frá Eyjafjarðarsýslu
og Kaupfélagi Eyfirðinga. Sýslu
sjóður styrkti ungmennafélögin
með 5 þúsund krónum og Menn
ingarsjóður kaupfélagsins lagði
þeim tll 10 þúsund krónur.
Gjafir þessar eru eflaust
mikil hvatning fyrir eyfirzka
ungmennafélaga, enda eru þeir
áhugasamir og hafa sýnt það á
undanförnum árum að þeir eru
verðir stuðnings frá samtökum
almennings í héraðinu.
Blaðið leitaði upplýsinga um
starfsemi Ungmennasambands
Eyjafjarðar hjá formanni þess,
Þóroddi Jóhannssyni, sem greið
lega leysti úr spurningum þess.
Að hverju bcinist starfsemi
UMSE einkum nú?
Á þessum tíma er nœr ein-
göngu unnið að íþróttum.
Hefur sambandið starfandi
íþróttakennara?
Við höfum fastráðinn íþrótta
kennara, Stefán Magnússon, er
starfar að íþx'óttakennslunni
meiri hluta sumars. Iiann fei’ð-
ast á milli sambandsfélaganna,
leiðbeinir í knattspyrnu, hand-
knattleik, frjálsum íþi-óttum o.
fl. Hann stjórnar þeim íþrótta-
mótum, sem sambandið stendur
fyrir og sér um undirbúning
þeirra. Baldur Ái-nason þjálfar
sérstaklega knattspyrnulið
UMSE. Enn fremur hefur sam-
bandið ráðið Guðmund Þor-
steinsson íþróttakennara til
að þjálfa þá menn í frjálsum
íþróttum, sem verða keppendur
á landsmóti Ungmennafélags
íslands í sumar.
Hvað um kennslukostnaðinn?
Kostnaðurinn er mjög mikill.
í sambandi við æfingar knatt-
spyrnuliðs UMSE má geta þess,
að þáttakendur eru dreifðir um
allt héi-aðið og þarf að flytja
þá á einn stað á æfingar. Hið
opinbera gi’eiðir 33% af allri
keyptri kennslu, hitt leggja
ungmennafélögin og sambandið
til, svo og allan ferðakostnað.
Hvaða íþróttamót eru fram-
undan?
Um næstu helgi verða haldin
vormót í frjálsum íþróttum.
Einnig munum við taka þátt í
17. júní-mótinu á Akureyri. Þá
má geta þess að fyrir 20. júní
fer fram úrslitaleikur í knatt-
spyrnu á milli UMSE og HSÞ.
Það lið, sem sigrar í þeim leik
kemst í aðalkeppnina að Laug-
um.
Hvað viltu segja um lands-
mótið að Laugum?
Landsmót Ungmennafélags ís
lands fer fram um næstu mán-
aðamót. Þar verður mjög fjöl-
mennt og fleiri keppendur en
nokkru sinni áður. Gizkað hef-
ur verið á 500 keppendur.. Auk
þess koma þúsundir annarra
gesta er dvelja að Laugum yfir
mótsdagana. Keppt verður í
frjálsum íþróttum, knattspyrnu,
sundi, handknattleik, glímu og
starfsíþróttum. Einnig verður
fjölbreytt skemmtiskrá af öðru
tagi. Einnig verður 22. sam-
bandsþing Ungmennasambands
íslands haldið að Laugum á und
an landsmótinu. UMSE mun
senda keppendur í sem flestar
greinar, bæði konur og karla.
Haldin hafa verið námskeið í
stai’fsíþróttum á vegum UMSE
og leiðbeiningum hefur vei’ið
dreift til allra félaganna á sam-
bandssvæðinu. Um 20. júní
munu tveir leiðbeinendur frá
UMFÍ kpma hingað og halda
undirbúningsmót í starfsíþrótt-
um.
Hverju ungmennasambandi
landsins vei’ður úthlutað svæði
undir tjöld og verður eflaust
hægt að sjá bæði margar og stór
ar tjaldborgir. Á síðasta lands-
móti UMFÍ á Þingvöllum 1957,
voru allir samtaka um, að mót-
ið fæxi hátíðlega fram. Það tókst
með ágætum og eyfirzkir ung-
mennafélagar vöktu þar sér-
staka eftirtekt fyrir myndarlega
framkomu.
Héraðssamband Þingeyinga,
undir stjórn formanns þess, Osk
ars Ágústssonar, sér um undir-
búning og framkvæmd lands-
mótsins að Laugum.
Ækla eyfirzkir íþróttamenn
utan í suniar?
Já, maður vonar að svo geti
orðið. Dönsku ungmennafélögin
hafa boðið íslenzkum ungmenna
félögum til keppni í frjálsum
íþróttum að Vejle 20.—23. júlí.
Á landsmótinu verða keppend-
ur valdir til fei’ðarinnar og er
ekki ólíklegt að einhvei’jir Ey-
fii’ðngar verði í þeim hópi.
Þið hafið fleiri yerkefni með
liöndum en íþróttirnar?
Já, til dæmis fórum við ný-
lega gróðursetningarferð að Mið
hálsstöðum og gróðui’settum 3
þúsund plöntur. Þá ætlar UMS
E að gangast fyrir því að tekin
verði upp bindindisvika í barna
skólum og félagsheimilum hér-
aðsins þegar á næsta vetri.
Væntanlega vei’ður skákstarf-
seminni haldið áfram á vegum
sambandsins, unnið að undir-
búningi bændadags með fleiri
aðilum og margt fleira mætti
nefna, svo sem skemmtana- og
félagslíf á sambandssvæðinu,
sem ungmennafél. hafa lengi
haf.t forgöngu um. Þetta er auð
vitað engin-tæmandi skýrsla um
viðfangsefni UMSE. Og að lok-
um biður Þóroddur Jóhannsson
blaðið að færa þeim þakkir, sem
stutt hafa sambandið, séi-stakar
þakkir sambandsins færir hann
sýslunefnd og Kaupfélagi Ey-
firðinga fyrir rausnarlegan fjár
hagslegan stuðning. □
«IIÉIIIIIIIIIIIIIIII||||||||||||M|||||||||||||M||||||||||||||IIM
| EMGISPRETTUR I
ENGISPRETTUPLÁGAN er
fjarri því að vera úr sögunni.
Sérstök nefnd Matvæla- og
landbúnaðarstofnunarinnar (F
AO) hefur haft forgöngu um að
sameina alla krafta gegn þess-
ari leiöu plágu. Um 300 millj.
manna, eða áttundi liluti jarðar
búa, lifa í löndum, sem stafar
hætta af engisprettum. Þessar
skaoræðisskepnur éta daglega
þyngd sína af „mannamat",
þánnig að meðalstór „engi-
sprettuher" torgar um 3000
tonnum á dag. □
•MMMIMMMMIMMIMMMMIIMIMMIIIMMMMMMMMMMMII*
{ Grásleppulirognin |
| falla mjög í verði j
EINS OG spáð hafði verið, hef-
ur nú orðið all mikið verðfall
á söltuðum grósleppuhrognum.
í fyrra var tunnan afreiknuð á
rúmar 1800 krónur og mökuðu
þá margir krókinn. Og núna
vildu fleiri komast að kjötkötl-
unum og í því augnamiði hafa
margir keypt fleiri net og önn-
ur tæki til að veiða rauðmaga-
frúrnar í. í fyrra, þegar mark-
aður var góður og verð óvenju
hátt, sögðu margir heildsalar
og einstaklingar „nú get ég“, og
fóru vítt og breitt um landið í
hrognakaupaíeiðangra og buðu
gott vei’ð. Fékk þá Sambandið
orð í eyra fyrir það að lofa ekki
eins miklu fyrir tunnuna og hin
ir. En svo undarlega hel’ur nú
brugðið við, þegar illa gengur
að losna við alla framleiðsluna,
sem þegar er orðin miklu mciri
en á sama tíma í fyrra, að ein-
staklingarnir, sem gátu í fyrra,
virðast ekki geta núna og láta
bara alls ekki sjá sig. Nú finnst
öllum sjólfsagt, að Sambandið
fái öll hrognin til sölu. Og allt
vei’ður líka gei’t, sem hægt er
til að fá sem allra bezt verð fyr-
ir hrognin. En eins og við mátti
búast, þá hefur orðið óánægja
hjá sumum bara vegna þess, að
framleiðendum hefur verið
skýrt frá verðfallinu og reynt
að draga eitthvað úr þessum
gegndarlausu veiðum. Það er
svo önnur saga, hvort það yfir-
leitt borgar sig að veiða grá-
sleppuna eins takmarkalaust og
gert er. í ár er reiknað með því,
að fleygt sé um 1.000.000 grá-
sleppum og rauðmögum. Það er
um 6 fiskar á hvert mannsbarn
í landinu og hefði einhvern tíma
þótt matur. Sjávarafurðad. SÍS.
ÍÞRÓTTAVIKA F.R.Í.
fer fram dagana 10.—17. júní
n. k. Keppt vei'ður í þessum
greinum: Fyrir karla: 100 og
800 m hlaup, langstökk og
kringlukast. Fyrir konur: 100
m hlaup, hástökk og kúluvarp.
Keppnin er tvíþætt. Annars
vegar milli kaupstaðanna og
hins vegar milli héraðssam-
bandanna. Urslit fást með því
að deila félagatölu hvers aðila
í heildai-stigatöluna. Nauðsyn-
legt er að þátttökutilkynningar
berist FRÍ fyrir 1. júní (Póst-
hólf 1099). Með þeim skulu
fylgja upplýsingar um meðlima
tölu. — Merki íþróttavikunnar
eru til sölu hjá gjaldkera í'Rf,
Birni Vilmundarsyni, co. Sam-
vinnuti’yggingar, Reykjavík.
Til þess að ná einu stigi þarf
enga íþi'óttafrækni. T. d. cr
stig veitt í 100 m hlaupi ef tírni
er 16.0 sek. eða styttri og í 800
metra hlaupi þarf aðeins 3.00.0
mín. í langstökki þarf að ná
3.80 m og í kringlukasti 17 m.
18.0 sek. nægja konum í 100 m
hlaupi til að fá eitt stig, í lang-
stökki 2.G0 m og í kúluvarpi 4
m. — Af þessurn dæmum er
ljóst, að það er fyrst og fremst
þátttakan, sem gildir, en ekki
teljandi íþróttahæfni. □
í SÍÐASTA blaði Dags var get-
ið hófs þess er félagið hélt í
Sólgarði í tilefni 50 ára afmælis
síns, ásamt mynd af nú-
verandi stjórn og sumum úr
fyrstu stjórn félagsins. En
fyrsti formaður var Pálmi
Kristjánsson og ritari og gjald-
keri Magnús Hólm Árnason og
Pálmi Þórðarson (nú látinn).
Varaformaður var Magnús
Kristjánsson. Núverandi stjórn
skipa: Jóhann Halldórsson, for-
maður, Ingi Jóhannesson, ritari,
og Skjöldur Steinþórsson, gjald
keri.
Úr sögu íélagsins.
Hér verða rakin nokkur atriði
úr erindi því, er Pálmi flutti á
afmælinu úr sögu félagsins.
Ungmennafélag Saurbæjar-
hrepps var stofnað 4. júní 1911
að Saurbæ. Voru stofnendur 14
og eru nú 6 á lífi. Á fyrsta ár-
inu bættust við aðrir 14, svo í
árslok þá var félagatala 28. En
félagatala hefur verið all mis-
jöfn á þessum 50 árum oft um
30—40 upp í 60—70. Nú munu
vera 47 í félaginu.
Félagið gaf út handritað blað
í mörg ár, er lesið var upp á
fundum. Félagið hafði hug á að
koma upp sundlaug, en skilyrði
til þess voru slæm, nema við
Hólsgerðislaug. Byggði Ung-
mennafélagið Vorboðinn í Hóla
sókn þar sundlaug og tók Ung-
mennafélag Saurbæjarhrepps
einhvern þátt í því. Var hún
notuð nokkur ár, eða þar til
sundlaug var gerð við Hrafna-
gil. Sundkennari var Hjálmar
Þorláksson í Villingadal.
í skógræktarmálum vann það
að friðun Leyningshólaskógar,
en Skógræktarfélag Eyfirðinga
tók það að sér seinna. Síðar
varð það föst venja að Ung-
mennafélagið og Bindindisfélag
ið Dalbúinn í Hólasókn gengjust
í SÍÐASTA tölublaði Dags var
birt „Stutt ferðasaga" gáta. Eins
og oft vill verða, er ekki rétt
með farið. Gátan er eftii' Jón
Olafsson bónda að Hólum í
Eyjafirði. Jón Olafsson var son
ur Olafs Jónsonar í Samkomu-
gerði, hann ólst upp í Syðra-
Dalsgerði í Saurbæjarhreppi, og
bjó þar nokkur ár, en fluttist
þaðan að Hólum. Jón Olafsson
var tvíkvæntur, fyrri kona
hans var Geirlaug Þórarins-
dóttir frá Veigastöðum og eru
niðjai' þeirra hjóna orðnir marg
ir, búsettir víða um land og
nokkrir ei'lendis. Dóttir Jóns
Olafssonar af síðara hjónabandi
er Geirláug húsfreyja í Hólum.
Jón Ólafsson var hagorður,
en mun hafa farið dult með.
Eitt sinn er Jón kom úr kaup-
staðarferð varð gáta þessi til,
hann átti þá enn heima í Syðri-
Dalsgerði, nefnir hann í gátunni
nokkra bæi í Eyjafirði, eru þeir
báðum megin Eyjafjarðarár. Á
einum bænum er nú ekki búið
lengur. — Gátuna lærði ég ung
fyrir því, að fólk kæmi saman í
Leyningshólum einhvern sunnu
dag nálægt miðju sumri. Kalla
menn það Leyningshóladag og
er þar oft fjölmennt.
Félagið kom upp heyforða-
þúri 1912, og byggði heyhlöðu
og starfaði það í nokkur ár.
Einnig hafði það kartöflurækt í
nokkur ár. Það safnaði fé til
Heilsuhælis Norðurlands. Það
starfrækti Lestrarfélagið í
hreppnum frá 1923 til 1928.
Veturinn 1926 hélt félagið
tréskurðarnámskeið í 2 vikur.
Leikstarfsemi hefur verið
nokkur, og nokkur leikrit sett
á svið, oft í félagi við kvenfélög
sveitarinnar, og ungmennafélag
ið hefur löngum haldið uppi
skemmtanalífi í sveitinni.
Nokkur íþróttastarfsemi hef-
ur verið í félaginu allt frá stofn
un þess, og íþróttir sýndar á úti
samkomum, sem haldnar voru
milli 1920—1930. En nú á seinni
árum hefur íþróttastarfsemi
færzt í aukana og orðið skipu-
legri. Hefur félagið stundum
haft íþróttakennara og einnig
verið kenndir þjóðdansar.
Nokkrir úr félaginu hafa
keppt í frjálsum íþróttum á
héraðsmótum og hlotið verð-
laun.
Ilúsbyggingar.
En eitt aðalverkefni félagsin3
síðari ár hefur verið húsbygg-
ingarmál. Það byggði samkomu
hús í félagi við hreppinn árin
1935—1936 og síðan var bætt
við það og byggt félagsheimilið
Sólgarður. Var það í félagi við
hreppsfélagið. Kvenfél. Hjálp-
in og Bindindisfélagið Dalbúinn
lögðu einnig eitthvað í það. Er
þar með miklum áfanga náð í
því máli og fengin skilyrði til
ýmissar menningarstarfsemi. —
Þar er og barnaskóli sveitar-
innar. □
ur af föður mínum, en hann var
sonur Jóns Ólafssonar í Hólum.
Gátan er svona:
Gekk ég frá Galtabekki
götu að Búk þó ekki
heldur að Hræfuglsinni
hugði að Endaför minni
að ímisbeinsbúasæti.
Brjósti og Jurtafæti.
Hélt að Hegningarfæri
heim loks að Jarðbandsmæri.
Ráðning:
Galtabekkur = Grísará
Búkur = Kroppur
Hræfug'lsinni s= tlrafnagil
Endaför == Botn
ímisbeinsbúasæti = Dvergs-
staðir
Brjóst og Jurtafótur =
Bringa og Torfur
Hegningarfæri == Iirísar
Jarðbandsmæri ~ Gerði
(Syðra-Dalsgerði)
Hlíðargötu 3, A'kureyri,
4. júní 1961.
Bjíirgvin V. Jónsson.
•IIMMMMMM|MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMIlMIIMII!IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIM»
| Cátan cg höfundur hennar I