Dagur - 10.06.1961, Blaðsíða 8
8
Miklar gjafir til elliheimilisins
■Mlllllllllll
llllIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIllllllIII1111111111111111111111111IIIIII11111111111111111111111111111111111111111111IIIIIIIIMllllll11111111111111111111111111111111111111>
FYRIR nokkrum dögum barst
byggingarnefnd elliheimilis Ak
ureyrar stórgjöf, kr. 100.000.00,
til elliheimilisins frá hjónum
hér í bæ, sem óska ekki að láta
nafns síns getið. Láta gefendur
í ljósi þá ósk, að gjöfin megi
verðá til þess, að elliheimilis-
byggingin verði fullgerð nokkr-
um dögum fyrr en ella.
Þá hefur Guðjón Jóhannsson,
Ljósstöðum, Glerárhverfi, ánafn
að elliheimilinu eftir sinn dag
allt bókasafn sitt, sem er um
600 bindi í góðu bandi, enda
verði bókasafnið varðveitt í elli
heimilinu.
Byggngarnefndin flytur gef-
endum alúðarfyllstu þakkir fyr
ir þessar rausnarlegu gjafir. □
Aðalfundur Framsóknarfélags Ak-
ureyrar er á miðvikudaginn
AÐALFUNDUR Framsóknarfé
lags Akureyrar verður haldinn
að Hótel KEA (Rótary-sal)
miðvikudaginn 14. júní kl. 8.30
e. h.
Dagskrá:
1. Venjulega aðalfundarstörf.
2. Kosning 12 fulltrúa á kjör-
dæmisþing að Laugum 18. júní.
Félagar eru vinsamlega beðn-
ir að mæta vel og stundvíslega.
lllllllllilllllllll
lllllllllllllllllllllllllllillillllillin
AUÐFARIN LEIÐ
TVÖ AKUREYRARBLÖÐ gera
fyrirspurnir um það, hvað Seðla
bankinn hafi, samkv. lagasetn-
ingu núverandi stjórnar, dregið
mikið af sparifé manna úr inn-
lánsdeildum KEA og fleiri kaup
félaga, og hve mikil séu afurða-
lánin.
Til viðbótar við þær upplýs-
ingjp, sem Dagur hefur áður
gefið um þessi atriði, skal þess-
um blöðum bent á hina opin-
beru og útgefnu ársreikninga,
sem kaupfélögin, sem eru opin
félög, gefa árlega út. Það væri
t. d. einkar handhægt fyrir rit-
stjórana að fletta upp á þessum
atriðum í ársskýrslu KEA, sem
þeim var send. Það er auðfarin
leið.
Ef fyrirspurnirnar eiga að
tákna það, að ekki sé mark á
tekið, þótt nefndir fyrirspyrj-
endur birti það úr opinberum
skýrslum, sem forvitnilegt kann
að þykja, og þessvegna þurfi
Dagur að hlaupa undir bagga,
er hér með þakkað fyrir traust-
ið.
í þessu efni er rétt að benda
enn einu sinni á þann regin-
mun, að öll starfsemi samvinnu
félaga er fyrir opnum tjöldum
og reikningar félaganna árlega
lagðir fram, áður endurskoðað-
ir af þar til kjörnum trúnaðar-
mönnum félagsmanna.
Hins vegar þurfa einkafyrir-
| Ekki öfundsverð {
RÍKISSTJÓRNIN er lítt öfunds
verð yfir hlutskipti sínu síðustu
daga og vikur. Hún hafnaði
þeim óí'kum að konia örlítið til
móts við launþega til að afstýra
verkföllum. Því munu menn
ekki gleyma, né heldur hinu,
hvernig hún berst gegn öllum
samningum nú og hcfur í heit-
ingum við þá landshluta, sem
sjálfir leysa deilumál sín með
frjálsu samkomulagi og án sátta
semjara.
Nokkurs uggs gætti í Morgun
blaðinu í gær og fyrradag og
má ætla að mesti móðurinn sé
af því runninn og það sjái villu
sína og fyrirsjáanlegt fylgis-
hrun vegna þessara þrjóskulegu
og vonlausu aðstöðu. □
tækin ekki að standa fólkinu
reikningsskap ráðsmennsku
sinnar. □
II
ÞETTA eru 9 vörubílar frá Stefni. Myndin er tekin í Glerárhverfi á meðan á verkfallinu stóð
og flutningar lágu niðri. — Bílar þessir, ásamt bílum frá Bifröst og Pétri & Valdimar annast
vöruflutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þessir flutningar hafa gefið góðan liagnað á
undanförnuin árum. En nú eru þeir sennilega orðnir of margir, sem vilja skipta á rnilli sín
liagnaðinum af þessum atvinnurekstri, því a. m. k. 5 nýir bílar hafa bætzt við á þessu ári. —
Bílarnir bera 5—9 tonn og eru vegunum langt of þungir. Ilinir stóru bílar eru fljótir í förum,
miðað við skipin, og hafa því orðið hlutskarpari í samkeppninni um flutningana. En það mun
tæpast þjóðhagslegur hagnaður að kaupa bílflulninga á þungavörum og láta skipin fara hálf-
tóm milli hafna. — Bílarnir, sem hér sjást á myndinni, bera 60—70 tonn, samtals. (Ljm.: E.D.)
i 1111111111111111111111111111111111111111111111111
iiiiiiiiiiiiiiiini
iiiiiiiiiiiiiiiiiu
11 ■ i ii ■ iiiin11111111
liawswiipigiiiiíiiw
V.v.y.’.y-:*:.-*-!
Siðleysi í viðskiptum
Ófeigsstöðum 8. júní. Fréttir
man ég fáar, sagði fréttarit-
ari Dags á Ófeigsstöðum í gær,
enda er ég syfjaður og kom
ekki heim fyrr en í morgun eft-
ir fjárrekstur í Náttfaravíkur.
Bændur munu flestir vera
búnir að bera tilbúna áburðinn
á tún og nú er sauðburðarann-
ríki lokið. Sprettuhorfur eru
ekki góðar. í morgun, við sólar-
upprás, voru vegir hélaðir.
Fyrstu laxarnir úr Skjálfanda-
fljóti eru komnir á land. Veiði
er þó ekki mikil ennþá.
Heilsufar er sæmilega gott,
fénaður gekk vel undan, þótt
vorið hafi verið fremur svalt.
Hér átti að byrja byggingu
félagsheimilis í sveitinni. Eg
hafði ráðið utansveitarsmið,
dregið efni að og annazt ýmsan
undirbúning. Þá frétti ég, nú í
byrjun júní, að engu fé yrði
veitt úr Félagsheimilasjóði til
nýrra félagsheimila, og þetta er
ekki einu sinni auglýst. Þetta
er fullkomið siðleysi í viðskipt-
um.
Minks varð vart við Ljósa-
vatn og var maður úr Mývatns-
sveit fenginn til að gera aðför
að þessum vágesti. Minkabæli
fannst svo innan við Beina-
höfða. Þar hafði áður verið
sprengt til að breikka þjóðveg-
inn, og var minkurinn undir
veginum og bæli hans. Vegna
mikillar umferðar um veginn,
þótti ekki framkvæmanlegt að
nota sprengjur til að vinna
minkinn, en með öðru móti
verður hann ekki unninn þarna.
Eitthvað mun hafa náðzt af
hvolpum. Gerð verður önnur
tilraun að næturlagi, þegar um-
ferð er minnst.
Fyrir viku eða svo sáust tvær
tófur í Granastaðafjalli. Margt
manna er á Granastöðum og
fóru nokkrir þegar á vettvang,
slógu hring um tófurnar og
þrengdu hann svo að þeim varð
ekki undankomu auðið og féllu
þær báðar í valinn. □
Nýbygging á Laugum
Laugaskóla 8. júní. Landspróf-
um er lokið hér, eins og annars
staðar, og gengu 18 undir það.
Hæstu einkunn að dómi skólans
hlaut Hreiðar Karlsson á Narfa
stöðum 9.22.
Almennu gagnfræðaprófi
luku 23 nemendur. Þar hlaut
hæsta einkunn Jón H. Jóhanns-
son, Víðiholti, 8.06.
Unnið er af kappi við ný-
byggingu skólans. Síðustu dag-
ana var verið að leggja síðustu
hönd á eldhús og borðstofu og
verður flutt í þetta húsnæði í
nótt. Fermingarhátíð verður
hér á sunnudaginn og verðui' þá
hin nýja og góða aðstaða notuð.
Nemendaherbergi og fleira til
heyrandi nýbyggingunni verður
væntanlega tekið í notkun í
haust, enda þarf svo að vera ef
áætlanir um nemendafjölda og
skólahald eiga að standast. □
Tónskóli Sigluf jarðar
Olafsfirði 3. júní. Snjór sá, sem
kom eftir hvítasunnuna er horf
inn. En þá var jafnfallinn snjór
eitt fet á þykkt.
Nú búa skipin sig til síld-
veiða og eru sum að verða til-
búin. Unnið er einnig af kappi
að viðgerðum á síldarplönum
og að öðrum undirbúningi síld-
arsöltunar, enda mun síldarsölt
un hefjast strax í vertíðarbyrj-
un, ef síldin verður ekki því
magrari.
Smærri bátar hafa róið með
línu eða handfæri og er aflinn
heldur tregur.
Tónskóli Siglufjarðar kom
hingað til tónleikahalds. Stjórn
andi var Sigursveinn D. Krist-
insson skólastjóri, en Ásdís
Ríkarðsdóttir pianóleikari ann-
aðist undirleik. Tónleikarnir
fóru fram í samkomuhúsinu og
þeir voru haldnir í tilefni af 100
ára afmæli séra Bjarna Þor-
steinssonar tónskálds. Húsið
var þéttsetið og áheyrendur
fögnuðu gestunum með miklu
lófataki, enda voru hljómleik-
arnir góðir, bæði leikur og sam
stilling. Á undan og eftir lék
„skálmhornasveit“ undir stjórn
Kristjáns Sigtryggssonar. • Oll
framkoma nemenda Tónskóla
Siglufjarðar var til fyrirmyndar
og skólanum til sóma. □
Mikið kal í túnum
Svarfaðardal 7. júní 1961. Tíöin
hér frá sumárkomu, var mjög
góð, hægfara jafn bati, fram til
þess 23. maí. Kólnaði þá í veðri
og gerði frost. Snjóaði mikið um
nóttina eftir og varð þá blind-
bylur um tíma. Lambfé var víð-
ast tekið í hús og mun ekki hafa
orðið verulegur skaði að þessu
veðri, enda tók þennan snjó
fljótt upp aftur.
Það sem af er þessum mánuði,
hefur verið kalt og úrkomusamt
og stundum snjóað í fjölí. í dag
er sólskin og sæmilega hlýtt.
Vona menn að nú muni skipta
um til þess betra. Sauðburði er
nú fyrir nokkru lokið og hefur
hann gengið vel viðast hvar.
Líklega hefur þó borið út af
því, einkum þegar á leið. Kal í
túnum er nú mjög mikið víðast
hér um slóðir og horfa bændur
með nokkrum ugg fram á rýran
heyskap af þeim sökum.
Nú í þessum mánuði lætur
Torfi Guðlaugsson verzlunar-
maður af starfi hjá útibúi Kaup
félags Eyfirðinga á Dalvík. í til
efni af því, bauð Svarfdæla-
deild K.E.A. honum og fjöl-
skyldu hans til kvöldfagnaðar í
þinghúsinu að Grund sl. mánu-
dagskvöld. Hófinu stjórnaði
formaður deildarinnar, Helgi
Símonarson. Flutti hann og
minni þeirra hjóna.
Margar ræður voru fluttar og
almennum söng stjórnaði Júlíus
Daníelsson. Kvenfélagið „Til-
raun“ framreiddi miklar og
góðar veitingai'. Samkomugest-
ir færðu þeim hjónum að gjöf
stofuklukku með áletruðum
silfurskildi og mynd úr Skíða-
dal. — Hófið þótti takast hið
bezta og skemmtu menn sér
mjög vel.
Torfi Guðlaugsson hefur ver-
ið mjög vinsæll í starfi og
fylgja honum beztu árnaðar-
óskir héðan úr Svarfaðardal. □
Verkfalli afstvrt
J
Sauðárkróki, 9. júní. Tvö verka
lýðsfélög hér á staðnum, Verka
kvennafélagið Aldan og Verka-
mannafélagið Fram, höfðu boð-
að vinnustöðvun frá 10 b. m.
hefðu samningar ekki tekizt við
atvinnurekendur.
í gær tókust samningar og
var verkfallinu þá aflýst. Samn
ingarnir fela í sér 10% kaup-
hækkun fyrir karla og 13%
kauphækkun kvenna.
í dag hefst aðalfundur Kaup-
félags Skagfirðinga á Sauðár-
króki. □