Dagur - 28.06.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 28.06.1961, Blaðsíða 1
í ' ' Mái.<;a<;n I-ramsúknarmanna - R r.srjoRi: Eklingur DavíöWn Skrifstoi.a i Hai narstr.th 90 Sími ! 1(56 . Sf.t'ntnc;u og i*rentun ; a.nnast PiiKNn'ERK. Oitds B.jörnssonar h.f, Aki.rf.vri Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 28. júní 1961 — 32. tbl. r-■ —. ú'" .;—■— AuGJ.ÝStNGA 'l.JÖRi: Jó' •Sam- l' KI.SSUN . Ák KR..-100.00 . G CA NC-URINN f ALI>X)A<;t ivOS I AR 1. JÚU Blaotö stMn VT Á \UW ikuxkx;- !>e<;ar -\.i « LnLDAKDvvi ■El>A 1>>KIR TI)L j Handdreifðu áburði á Glerárdai Fjórtán fjáreigendur á Akureyri unnu verkið FJÁREIGENDAFÉLAGIÐ hér í bæ og fleiri aðilar hafa gert árangurslausar tilraunir til að fá bæiarfélagið til þess að bera tilbúinn áburð úr flugvél á of- setin afréttarlönd bæjarins. Fyrir fáum dögum tóku 14 fjáreigendur sig til og keyptu 30—40 sekki af áburði, óku honum á trukk og dráttarvélum fram fyrir Laugarhól og upp með Fálkafelli og dreifðu hon- um síðan með höndunum. Var þarna myndarlega að verið og ætti að vera hvatning fyrir bæjarstjói'n til að daufheyrast ekki léngúr við svo sjálfsögðum hlut o'g að látá'tæknina og til- búinn áburð græða upp hin þrautpíndu afréttarlönd þessa bæjar. Hinir framtakssömu menn tóku með sér 100 kg af saltsteini og settu á nokkra staði. Mun það nýlunda. □ SÍLDÁRAFLINN FREMUR LÍTILL En mest af síldinni er saltað - 21 j)ús. tnnnur veiddust í fyrrinótt - Slæmt veður á miðuniim KLUKKAN 12 á miðnætti sl. laugardag var síldveiðin aðeins 43605 mál og tunnur á móti 114.804 málum og tunnum í fyrra á sama tíma. Af sildarafl- anum nú fór 32972 tunnur í salt (uppsaltaðar), 8705 mál í bræðslu og 1928 uppmældar tunnur í frystingu. í fyrra var söltun ekki hafin um þetta leyti. Frá kl. 17 á mánudag til kl. 10 á þriðjudagsmorgun hafði blaðið fréttir af 45 skipum með tæplega 17000 mál og tunnur samtals. Oll sú síld veiddist á Horn- banka og Strandagrunni. Þau skip, sem grynnst voru, aðeins 15 mílur frá landi, fundu síld á nálægt 40 faðma dýpi og virð- ist hún færast nær landi. Veður var óhagstætt. Skip með kraftblakkir standa betur að vígi, er misjafnlega viðrar. Þessi skip fengu 400 mál eða tunnur og þar yfir: Jökull 750 tn., Ólafur Bekkur 500 tn., Guðþjörg Ó. F. 550 tn., Víðir II. 900 tn., Reykjáröst 750 tn., Bergvík 500 tn., Ófeigur 500 tn., Arnkell 600 tn., Haraldui' 600 tn., Hrafn Sveinbjarnarson 400 tn., Héðinn 600 tn., Guðm. Þórðarson 500 tn., Höfrungur II. 700 tn., Hagbarður 400 tn., Ilelga R. E. 700 mál, Sigurður S. I. 600 tn., Steinunn 500 tn., Sigurfari Ak. 400 tn. □ Gefjunar-teppi - Heklu-peysnr - Valbjarkar- húsgögn og góðgæti frá Lindu flutt til útlanda IÐNVÖRUR frá Akureyri eru þekktar um land allt og þykja vandaðar og góðar vörur yfir- leitt. Gefjun er gamalt og rótgróið fyrirtæki, en fylgist vel með kröfum tímans, svo að vörur hennar hæfa hinum vandlátu. Um þessar mundir framleiðir Gefjun 30 þúsund ullarteppi fyrir Rússa og einnig allmyndai' lega „prufusendingu“ til Banda ríkjanna. Á Gefjun vinna nú 180 manns, en forstjóri er hinn kunni dugnaðarmaður, Arnþór Þorsteinsson. Fataverksmiðjan Ilekla er yngra fyrirtæki, sem hefur vax ið ört undii' stjórn Ásgríms Stef ánssonai'. Nú er ákveðið að byggja stórhýsi, er svari þörf- um þessarar verksmiðju. Hekla er að framleiða stóra sendingu af sínum frægu ullar- peysum, til Rússlands, úr garni frá Gefjuni. Samanlagt mun verðmæti Heklu-peysanna og ullarteppanna nema um þrettán milljónum króna, en líklegt er að innan skamms verði samið um meiri sölu en á þessum vörum, fyrir 5—6 milljónir eða samtals 18—19 milljónir króna. Húsgagnaverksmiðjan Val- björk á Akureyri er ungt fyrir- tæki sem strax náði vinsældum. Valbjarkarhúsgögnin eru fjöl- breytt að gerð, létt og björt. Nýlega tókust samningar um sölu á fyrstu sendingunni til Bandaríkjanna fyrir 2 milljón- ir króna. Jóhann Valdimars- son er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og hefur hann og fleiri eigendur verksmiðjunnar mik- inn hug á meiri viðskiptum í vesturátt. Á sumum Valbjai'karhúsgögn um eru Gefjunaráklæði og sút- aðar íslenzkar gærui'. Þannig vinna iðnfyrirtækin saman að Sigurhæðir eða Matthíasarhús á Akureyri. Myndin er tekin við opnun safnsins. (Ljósm.: E. D.) Mimjasafn opnað á Sigurhæðum Húsið opnað almenningi með hátíðlegri athöfn KLUKKAN TVÖ var kirkju- klukkum á Akureyri hringt, en þá voru boðsgestir Matthíasar- félagsins á leið til Sigurhæða, húss þjóðskáldsins séra Matt- híasar Jochumssonar til að vera við opnun þess. Marteinn Sigurðsson setti samkomuna og rifjaði upp sögu Matthxasarfélagsins, sem stofn- að var 5. maí 1958, kaupum á húsi skáldsins og söfnun muna úr eigu hans. Næstur tók til máls Davíð Stefánsson frá Fagra frá Akureyri heppilegri framleiðslu til út- flutnings. Súkkulaðiverksmiðjan Linda hefur selt nokkurt magn af framleiðslu sinni, undanfarin tvö ár, til Danmerkur og Sví- þjóðar. Núna standa yfir sam- ningar um sölu til Bandaríkj- anna og er þar um mikið magn að í’æða. Vei'ksmiðjan mun flytja í nýtt húsnæði í sumar eða haust og getur þá stóraukið afköst sín. Lindu-súkkulaðivörur og ann- að samættað góðgæti hefur náð undirtökunum á innlendum markaði og sýnishorn líka vel vesti'a. Eigandi og framkvæmdastjóri er Eyþór Tómasson. Útflutningur iðnvara frá Ak- ureyri er mikið gleðiefni. Slíkt er alveg útilokað nema vörurn ar séu vandaðar og þær þui'fa líka að vera eins íslenzkar og við verður komið, því einmitt það eykur gildi þeirra erlend- is. Eflaust þer að efla iðnaðinn hér af fremsta megni. □ skógi, þá séra Sigurður Stefáns son vígslubiskup, Gylfi Þ. Gísla son menntamálaráðherra sem lýsti Matthíasarsafnið opið al- menningi og að lokum Gunnar Matthíasson, sem kominn var langan veg. Þóra systir hans og nokkrir aðrir afkomendur séra Matthíasar voru einnig viðst. og færðu safninu að gjöf tóbaks- dósir, silfurstaup, loftvog, pípu hatt og staf, allt úr eigu skálds- ins og góða gripi. Kii-kjukór- inn söng: f gegn um lífisins æðar allai', Faðir andanna og að síðustu þjóðsönginn. Öll fór at- höfnin vii'ðulega fi'am. Matthí- asarfélagið bauð síðan viðstödd um til kaffidi'ykkju að Hótel KEA. Þar fluttu ræður: Magnús E. Guðjónsson, Baldur Stein- gi'ímsson, Stefán Stefánsson, Svalbarði og Helgi Sæmunds- son, sem tilkynnti, að Mennta- málaráð hefði ákveðið að gefa Matthíasarsafni bi’jóstmynd af séra Matthíasi. Framvegis verður Matthíasar hús opið almenningi alla vii'ka daga vikunnar klukkan 2—4 nema laugai'daga. Safnvörður verður fyrst um sinn Marteinn Sigurðsson. Akureyrarbær hefur lagt fram 140 þxis. krónur til að gera drauminn um Matthíasarhúsið að veruleika og ríkið hefur lagt fram 80 þúsund krónur. Ennþá á Matthíasarfélagið að eins neði'i hæð Sigui'hæða. En þar er mai-gt muna úr eigu skáldsins, sem hér verða ekki upp taldir, bæði húsgögn, mynd ir, bréf blöð og bækur. Marteinn Sigui'ðsson hefur verið forystumaður Matthíasar- félagsins frá fyrstu tíð, mikill áhugamaður um þessi málefni. En fyrsti hvatamaður var Jónas Jónsson frá Hriflu og er hann heiðursfélagi Matthíasarfélags- ins. Hann gat ekki verið við- staddur, en sendi heillaskeyti. Heillaskeyti bárust einnig frá Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, Pétri Sigux'geirssyni og Zontaklúbb Akureyrar. Auk framantalinna peninga- upphæða til Matthíasarhússins, gaf Menningarsjóður KEA 25 þús. krónur, Júníus Júliniusson skipstjóri 5 þús. ki'ónur, en. hann var eitt af fermingarbörn (Framhald á bls. 7) VINNUDEILAN OLEYSTI RVIK DAGSBRÚNARVERKFALLIÐ var enn óleyst, er blaðið fór í pressuna ígær, og hefur það nú staðið á fimmtu viku. Ríkisstjórn- in valdi sjálf vei'kfallsleiðina, en stendur svo ráðþrota gagnvai't vinnudeilunni, en hótar nýrri óðaverðbólgu ef kaupið hækkar um 11% + 4% á næsta ári, en hefur sjálf boðið 6%-)-4%-j-3% á tveimur árum. — í Reykjavík er oi'ðið hið mesta vandræðaástand vegna verkfallsins. Hér norðanlands fagna menn fai’sælli lausn deilunnar, sem samvinnumenn og vei'kalýðsfélögin gei'ðu. Þá þeg- ar var vitað, aðnoi'ðlenzka leiðin yrði ráðandi. Og engum mun hafa hugkvæmzt hagfelldari lausn eðn minni kauphækkun, eftir að vei'kföllin skullu yfii'. — Enn er deilt um sjúkrasjóð Dagsbrún- ar, hvort félagið eigi að hafa meiri hluta í stjórn hans eða ekki. Flest öll verkalýðsfélög' hafa þann rétt óskertan. Deilan um þetta veldur þjóðinni tugmilljóna skaða á viku hverri. Ríkisstjórnin heldur að sér höndum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.