Dagur - 28.06.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 28.06.1961, Blaðsíða 8
8 í | Allar leiðir liggja á dal í S.-Þing. um helgina Þar verður landsmót ungmennafélaga og sambandsþing Ungmennafélags íslands Myndin er af þeim Gunnari og Baldvin í hlutverkum sínuni. SAMBANDSÞING Ungmenna- félags íslands hefst að Laugum í Reykjadal á fimmtudag og lýk ur á föstudagskvöld. Þar verða 60—'70 fulltrúar hinna ýmsu ungmennasambanda landsins. Sambandsstjóri er séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður. En 11. landsmót Ungmenna- félags Islands hefst kl. 9, á laug Fegurðarsamkeppni á Ákureyri Keppendur voru tíu á góðum aldri og sáu sjálf- ir um undirbíining - Aðgangseyrir var 1 króna Á LAUGARDAGINN gaf að líta nokkuð skrítnar auglýsing- ar á nokkrum stöðum hér í bœ. Auglýst var fegurðarsamkeppni á Þrúðvangstúni, sú fyrsta á Norðurl. og fyrir henni stóðu konur og höfðu þær fengið leyfi lögreglunnar til að selja aðgang að skemmtan þessari, en verði var þó mjög stillt í hóf og var 1 króna. Undirbúning og fram- kvæmd önnuðust Helga Haralds dóttir og Sigríður Egilsdóttir, kynnir var Ingibjörg Rafnar. Tjald höfðu þær reist og rað- að plönkum í hálfhring framan við það. Skemmtunin hófst á leikþætti — Sigrún Valdimars- dóttir talaði í simann. Þá hófst lekfimisýning þeirra Sigrúnar og Ingbjargar Rafnar. Að þessu loknu hófst svo sjálf fegurðarsamkeppnin. Þátttak- endur, sem voru 10 talsins, voru kynntar ein og ein, og gengu þær samkvæmt kynningunni út á plankann og höfðu blómvönd í annarri hendi en spjald með númeri í hinni. Áhoríendur voru töluvert margir og skemmtu sér konunglega. Þeir virtu hinar glæsilegu konur fyrir sér með mikilli ánægju og athygli, en fengu síðan atkvæða seðla og kusu fegurðardrottn- ingu, er að því loknu bar við- eigandi borða á brjósti. Hlut- skörpust í þessari keppni varð Erna Olafsdóttir, önnur Ásdís Rafnar oð þriðja Barbara Geirs dóttir. Verðlaun voru veitt: kon fektkassi, tveir bíómiðar og einn bíómiði. Þetta er víst fyrsta fegurðar- samkeppni kvenna á Akureyri og fór hún að öllu vel fram. Rétt er að geta þess, að kepp endur, aðrir skemmtikraftar svo og stjórnendur, voru á aldrin- um 6—10 ára. Mun þeirra ef- laust síðar getið sem frumherja fegurðarsamkeppna á Norður- landi, ef sá nýi siður nemur land norðan fjalla í framtíð- inni. □ ardagsmorgun 1. júlí, með skrúðgöngu frá skólanum út á íþróttavöllinn vestan árinnar. Gengið verður undir fánum sambandanna. Þar setur sam- bandsstjóri mótið með ræðu. Síðan hefst íþróttakeppni. Keppt verður samtímis í frjálsum íþróttum, sundi og starfsíþróttum karla og kvenna. Þann dag fara einnig fram tveir knattspyrnuleikir og tveir handknattleikir kvenna. í knatt spyrnunni keppa, UMF Kefla- víkur, Ungmennasamband Borg firðinga og Héraðssamb. Þing- eyinga. í handknattleiknum. keppa Ungmennasamband Kjal arnesþings, Ungmennasamband Borgfirðinga og Héraðssamb. Þingeyinga. Um kvöldið verður útifundur við Tjörnina. Þar talar einn maður frá hverjum landsfjórð- ungi og sýndir fiml. karla frá Seyðisfirði undir stjórn Björns Jónssonar. Karlakór Reykdæla syngur og Sigurður Hallmars- son les upp. Einnig verður dans að á þremur stöðúm og kvik- myndasýningar í íþróttahúsinu. Eftir hádegi á sunnudag hefst hátíðadagskráin í fögrum hvammi norðan við íþróttavöll- inn. Óskar Ágústsson setur há- tíðina með ræðu. Aðrir ræðu- menn verða Ingólfur Jónsson ráðherra, Jóhann Skaftason sýslumaður og Karl Kristjáns- son alþingismaður. Þar verða þjóðdansar, fimleikasýning og kórsöngur: Karlakórinn Þrym- ur, Karlakór Mývatnssveitar og Samkór Kirkjukórasambands S.-Þing. íþróttirnar hefjast kl. 9 árd. og verður keppt í sundi, handknattleik, knattspyrnu og starfsíþróttum. (Framhald á bls. 7) í HreiSarsstáakoti Svarfaðardal, 26. júní. í fyrri- nótt brunnu fjárhús og hlaða á Hreiðarsstaðakoti í Svarfaðar- dal og fjós skemmdist einnig af eldinum. Eldsupptök eru ó- kunn. Fjárhúsin voru nýlega byggð r_steinshús fyrir 120 kindur og einnig gömul hús með timbur- stöfnum. Áföst heyhlaða með nokkrum kýrfóðrum af töðu, fóðurbæti, byggingarefni o. fl. brann líka. Slökkvilið frá Dalvík kom á staðinn. Hús þau er brunnu munu hafa verið tryggð, en tjón ið er þó tilfinnanlegt. Bóndinn í Hreiðarsstaðakoti er Þórhallur Pétursson. Ilér eru keppendurnir á plankanum. Fegurðardrottningin er önnur frá hægri. (Ljósm.: A. Jónsson.) ,Horfðu reiður um öxl' á Akureyri Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ hefur nú lagt upp i langa leikför um land ið og sýnir öndvegisverk nú- tíma bókmennta, leikritið „Horfðu reiður um öxl“, eftir John Osborne, en leikurinn var sýndur á leiksviði Þjóðleikhúss ins fyrir tveimur árum og vakti sú sýning mikla hrifningu. .Leikurinn verður sennilega sýndur á Akureyri dagana 9. og 10 júlí. Leikendur eru: Gunnar Eyj- ólfsson, Kristbjörg Kjeld, Bryn dís Pétursdóttir, Klemenz Jóns- son og Baldvin Halldórsson, en hann er einnig leikstjóri. Þessir leikarar eru meðal hinna yngri frá Þjóðleikhúsinu og karlmenn irnir í leikflokknum aliir leik- stjórar við Þjóðleikhúsið. Ekki er að efa, að Akureyringar kunni vel að meta þetta verk. □ | PRESTKOSNING | NÝLEGA fór prestskosning fram í Laufásprestakalli, en eini umsækjandinn var séra Jón Bjarman, sem um hríð hefur verið prestur meðal Vestur-fs- lendinga. Var hann kosinn lög- mætri kosningu, hlaut 168 at- kvæði, en á kjörskrá voru 336. Séra Jón Bjarman mun flytja í Laufás í haust, en þá lýkur ráðningartíma hans vestra. □ i Búið var á mánudaginn að salta 17—1800 tunnur af síld í Hrísey. Þar er ein síldarsöltunarstöð i Nýja síldarstöðin h.f.. Þann dag kom Tálknfirðingur með 200 tunnur. Nýlega komu tveir bátar 1 til eyjarinnar, Haförninn, nýr bátur frá Slippstöðinni. Eigendur Björn Kristinsson og Jóhann i Sigurbjörnsson og Hafrún (áður Anna frá Ólafsfiröi) 10 tonn. Eigendur Ottó Þorgilsson og Sigui- i björn Ögmundsson. Alls cru yfir 20 bátar gerðir út frá Hrísey, flestir á handfæri, cn enginn á i EÍld. Fiskurinn er saltaður, því frystibúsið starfar ekki síðan síldin kom. (Ljósm.: Björgvún Jónsson.) Hvítt af snjó. Hér var í morgun hvítt af snjó niður í mið fjöll. Sláttur er enn ekki hafinn í Svarfaðar- dal. Kal er mjög mikið í túnum. Tvær tófur sáust nýlega, en ekki er vitað um greni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.