Dagur - 28.06.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 28.06.1961, Blaðsíða 4
4 Krafa Framsóknarfl. Á FUNÐI miðstjórriar Framsóknar- flokksins, sem haldinn var 22. júní var samþykkt einróma: Ríkisstjórnin beitti sér fyrir því í fyrravetur, að tekin var upp löngu úr- elt stefna í efnahagsmálum. Allt var gert í senn: Gengið lækkað, stórfelld- ar nýjar álögur lagðar á almenning, vextir hækkaðir, lánasamdráttur framkvæmdur, auk fjöhnargra ann- arra ráðstafana til að draga úr fram- kvæmdum og uppbyggingu. Lýst var yfir því, að með þessu ætti að koma á öðru efnahagskerfi en verið hafði og alveg nýjum þjóðfélagsháttum. Framsóknarmenn sýndu strax fram á, að áhrif þessara ráðstafana til hækk unar á verðlagi og framleiðslukostn- aði yrðu ekki minni en 1.100 til 1.200 milljónir króna miðað við óbreytta viðskiptaveltu. Óyggjandi rök voru færð fyrir því, að slíkar ráðstafanir hlytu að verða með öllu óviðráðan- legar í framkvæmd vegna óbotnandi dýrtíðar og taumlausra erfiðleika fyr- ir atvinnulíf og framleiðslu, sem af svo stórfelldri byltingu hlyti að leiða í þjóðfélagi, þar sem allar þjóðartekj- ur námu 5.000 til 6.000 millj. króna. Þrátt fyrir þrotlausar tilraunir Framsóknarmanna til þess að koma valdhöfunum í skilning um nauðsyn hófsamlegra vinnubragða í efnahags- máltun, hefur verið haldið áfram þess ari öfgafullu stefnu og tilraunum til að framkvæma þær áæílanir, scm Iög festar voru í fyrravetur, enda þótt komið hafi æ skýrar í Ijós, livert stefndi. Það var þegar í öndverðu ljóst, að það var óhugsandi með öllu, að kaup- gjald gæti haldizt óbreytt eftir þá dýr tíðaröldu, sem þarna var efnt til. Langvarandi tilraunir hafa verið gerð ar til að fá ríkisstjórnina til að breyta um stefnu, og Iaunþegar og framleið- endur hafa veitt henni meiri starfs- frið og lengra tóm til að sýna jákvæð an árangur en öðrum stjómum í seinni tíð, en hún hélt krcppustefnu sinni, neitaði öllum tilslökunum og lokaði þannig öllum leiðum til úrbóta fyrir almenning öðrum en kauphækk- unarleiðinni. Víðtæk verkföll hafa nú um hríð Iamað atvinnuvegi þjóðarinnar, en rík isstjórnin hefur beinlínis torveldað lausn þeirra. Samvinnusamtökin og verkalýðsfé- lögin hafa fyrir sitt leyti leyst deiluna á þann hátt, sem tryggt getur kjara- bætur og vinnufrið til frambúðar, ef rétt er á haldið. Nú, þegar þannig hef ur verið bent á þá leið, sem forðað getur þjóðinni undan ómældu tjóni af langvarandi deilum, hóta málgögn rík isstjórnarinnar, að hert verði á sam- dráttarstefnunni, dýrtíð aukin og krónan jafnvel lækkuð á nýjan leik. Þjóðin á nú heimtingu á að fá tæki- færi til að skera úr því, hvort hún vill Iáta halda áfram samdráttarstefn- unni, sem hlýtur óhjákvæmilega að gera atvinnuvegunmn ókleift að standa undir mannsæmandi lífskjör- um og leiða til vaxandi dýrtíðar, auk inna erfiðleika atvinnulífsins og sí- minnkandi framleiðslu og atvinnu, eða hvort taka á upp framleiðslustefn una á ný, létta af samdráttarstefnu ríkisstjórnariimar, gera atvinnuveg- unum kleift að standa undir hinu nýja kaupgjaldi. □ ViStal viS Eystein Jónsson alþingism. Vinnudeilurnar - Eina prósentið - Gengislækk- unarskrafið - Krafa um þingrof og kosningar ÞEGAR Eysteinn Jónsson, al- þingismaður, kom hingað frá Siglufirði í síðustu viku, þar sem hann var á fundum í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og frá hefur verið sagt í fréttum í sambandi við lausn vinnudeil- unnar þar, lagði blaðið fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði góðfúslega. Hvernig varð lausnin í vinnu- deilunni á Siglufirði? Lausnin á Siglufirði var mjög í samræmi við þá samninga, sem Samband ísl. samvinnufélaga og verkalýðsfélögin voru búin að koma sér saman um og hefði að mínu áliti átt að vera búið að gera samninga fyrr hjá Síld arverksmiðjum ríkisins. Ég lagði til, að samið yrði hlið- stætt og gert var hér á Akur- eyri, strax þegar hér var sam- ið. Hvað finnst þér um samning- ana milli samvinnufélaganna og verkalýðsfélagamia? Ég álít samninga samvinnu- félaganna og verkamannafélag- anna á Húsavík, Akureyri og í Rvík. og víðar vera hóflega og sanngjarna og hafa þeir forðað miklu tjóni. Ég er alveg stein- hissa á því, að ríkisstjórnin skyldi ekki beita sér fyrir slíkri lausn á verkföllunum þegar í byrjun. Og útyfir tekur með öllu, að ríkisstjórnin skuli beita áhrifum sínum til þess að fram lengja verkföllin syðra, eftir að búið er að vísa þannig veginn. Ég botna ekki í því, fremur en aðrir, hvað ríkisstjómin er að fara með slíkri framkomu. Hvað segir þú um eina pró- sentið? Ég vil nota þetta tækifæri til þess að láta í ljósi sérstaka á- nægju mína út af því að sam- vinnufélögin skuli hafa orðið til þess að greiða fyrh' því að efla styrktar- og sjúkrasjóði hjá verkalýðshreyfingunni. Það er einmitt lífsnauðsyn að hægt sé að hjálpa þeim meira en verið hefur, sem verða fyrir óhöpp- um. Ekki tel ég hættu á því, að verkalýðshreyfingin misnoti sjúkrasjóði fremur en annar fé lagsskapur ýmis konar, sem hliðstætt fé hefur undir hönd- um. Mér sýnist ákvæði Siglu- fjarðarsamningsins um endur- skoðanda frá atvinnurekendum ætti að duga til að eyða tor- tryggni. Hvað um gengislækkunar- skrafið í þessu sambandi? Það er tæpast hægt að finna nógu sterk orð til að lýsa því ábyrgðarleysi, að tala um nýja gengislækkun núna, eftir að þessir samningar hafa verið gerðir. Það er fásinna, því að einmitt þessir hóflegu sam- ningar eiga að geta verið grund völlur að óbreyttum framfærslu kostnaði ef rétt er að farið. Hver mundi hafa borið sér gengislækkun í munn þótt út- flutningsverðlag afurða hefði breytzt um 1% t. d., en 5V2 kauphækkun hjá hraðfrystihúsi er mér tjáð að svari til 1% hækkunar á útflutningsverði fiskjar. Hvað viltu segja um þær full- yrðingar stjórnarblaðanna að þetta setji allt „úr skorðum“? Það er nú útaf fyrir sig, að ég sé ekki að hér hafi neitt verið komið í skorður. En þessir nýju samningar eiga að geta hjálpað til að koma á því jafnvægi í þjóðarbúskapnum, sem óhugs- andi var að koma á með þeirri gífurlegu kjaraskerðingu, sem orðin var. Verðlag á ýmsum útflutnings afurðum hefur hækkað og á sumum verulega. Þar af leið- andi hækkar t. d. bræðslusíld- arverð og saltsíldarverð þrátt fyrir kauphækkunina. Ef hér til viðbótar væru lækkaðir vextir niðui' í það, sem þeir voru og dregið úr lánsfjárhöft- um og frá samdráttarstefnunni horfið að öðru leyti, mundi framleiðsla og umsetning fyrir- tækja aukast og möguleiki skap ast til að standa undir hinu nýja kaupgjaldi. Með aukinni kaup- getu, meiri viðskiptum og um- setningu, aukast tekjur ríkis- sjóðs mjög mikið og opnast þá enn betur sá möguleiki að bæta kjör opinberra starfsmanna, BANDARÍSKA tímaritið „Paci fic Fisherman" skýrir frá því, að árið 1960 hafi Rússar veitt samtals 69.500 tonn af laxi. Jap- anir slógu þá alveg út með 139.157 tonnum og er því sam- anlögð veiði þessara tveggja mestu laxveiðiþjóða heims nærri því eins mikil og helm- ingurinn af öllum fiskafla ís- lækka tolla eða söluskatta og vinna þannig gegn því að fram- færslukostnaður hækki og kjarabæturnar skerðist. Eysteinn segir ennfremur: Ég tel að með þessum nýju kjara- samningum hafi verið opnaður möguleiki til að koma á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum í stað þess öngþveitis, sem orðið var og raunar verður aftur, ef þetta tækifæri er ekki notað — en til þess þarf að hverfa frá sam- dráttarstefnunni. Hvað viltu segja um þá kröfu miðstjórnar Framsóknarflokks- ins að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga? Já þetta var samþykkt á mið- stjórnarfundi í gær, segir Ey- steinn Jónsson. Ég vísa til rök- stuðnings, sem þessari kröfu fylgir og fram kemur í blöðum okkar. Bæti því einu við nú, að við teljum skylt að þjóðin fengi tækifæri til að grípa í taumana áður en til greina kæmi að nýju verðbólguflóði yrði hellt yfir, ófyrirsynju. Nú eru tímamót og veltur mikið á því hvort snúið verður inn á rétta braut og tækifærið rétt notað, sem nýju kjarasamningarnir veita, segir Eysteinn Jónsson að lokum. Blaðið þakkar ljós og afdrátt arlaus svör hins kunna stjórn- málamanns. 23. júní 1961, E. D. lendinga 1960. Afli Japana skipt ist þannig eftir veiðaðferðum: 53.976 tonn voru veidd af bát- um, sem lönduðu í móðurskip á hafi úti; 53.485 tonn voru veidd í net og landað af bátum; 9.213 tonn veidd á línu; 22.483 tonn voru veidd í lagnet, sem lögð voru úr landi. Gaman væri að veiða þetta á stöng! □ Eysteinn Jónsson, alþingismaður og fyrrverandi fjármálaráðherra. Laxveiðar Rússa og Japana 5 Lið Randers, talið frá vinstri. Fremri röð: Ole Rethpenn, Gunnar Christcnsen, Torben Madsen, Bcnt Schmidt, Ole Nielsen. — Aftari röð: Leo Jensen, Poul Erik Nilsen, Hans Johansen, Knud Ilöjlund, Alfred Mogensen, Kaj Olsen, Carl Tommerby, Ib Trankjær, Herluf Sörensen, fararstjóri. (Ljósm.: E. D.) Randers sigraði Akureyringa DÖNSKU knattspyrnumennirn ir frá vinabænum Randers, sem hingað komu í síðustu viku og getið var í síðasta blaði, léku tvo knattspyrnukappleiki við úr valslið hér á staðnum. Hinn fyrri fór fram á laugar- daginn. Á undan lék Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sigurð- ar Jóhannessonar (í forföllum Jakobs Tryggvasonar), Ármann Dalmannsson form. í. B. A. flutti ávarp á dönsku og Jóhann Þorkelsson vararæðismaður flutti ræðu, þjóðsöngvar Dana og íslendinga voru leiknir og lít il telpa færði danska fararstjór- anum blómvönd. Að því loknu hófst leikurinn, dómari var Jör undur Þorsteinsson, Rvík. Síðari leikurinn fór fram á mánudaginn og var hann skemmtilegui' og mjög spenn- andi á köflum. Akureyringam- ir voru sýnu betri en áður, en úrslitin urðu 6:2 Dönum í vil. Danska liðið er öflugt og hvergi veilu að finna í því, og er engin skömm að bíða ósigur fyr ir svo sterku liði. Herluf Sörensen hefur beðið blaðið að færa Akureyringum innilegustu þakkir fyrir móttök urnar. Umsögn um fyrri leikinn fer hér á eftir: Leikurinn á mánudaginn: DANIRNIR léku sinn fyrri leik sl. laugardag. Knattspyrnuveð- ur var sæmilegt n. kaldi og sól. Danir eiga markval og kjósa að leika undan vindi. Akureyring- ar hefja strax sókn og eru á- kveðnir, en Danir þreifa fyrir sér og virðast ekki finna sjálfa sig. Er aðeins 5 mín. eru af leik, gefur Skúli framúr til Kára er spyrnir samstundis undir slá og í mark. En Kári er dæmdur rangstæður. Við þetta virðast Danir vakna og gera nú hvert upphlaupið af öðru og á 11. mín gefur miðherji Dananna fram í auða glufu til v. innh., sem er afar fljótur, hleypur fram og skorar. Hér sleppti Magnús sín- um manni lausum. 15. mín. fá Danir aukaspyrnu út á hægri kanti við miðlínu, hún er vel framkvæmd, löng og yfir til vinstri. Einar hleypur of langt út og missir knöttinn yfir sig. Jón kemur á fullri ferð, en nær ekki knettinum og hann rúllar í mark. Akureyringar gera nokkur upphlaup, en ekki hættuleg, og Danir eru sífellt ágengir. Er 20 mín. eru af leik, verður Einar að yfirgefa mark- ið vegna meiðsla og við tekur Atli Dagbjartsson úr Mývatns- sveit. Enginn varamarkmaður er til á Akureyri. Það verður að sækja hann í annað hérað. Nokkru síðar gerir Ak.vörnin sig seka um herfileg mistök, allt galopið, en Atli ver höi'kuskot af vítateig. 35. min. Danir i upp hlaupi sem ekki vii'ðist vera hættulegt. Atli missir frá sér knöttinn og hægri útherji Dana hleypur Siguróla af sér, eins og vant er, og skorar. 3:0. Seinni hálfleikur. Sti'ax á 1. mín. bruna Danir upp og miðherjinn, sem hefur mjög gott aúga fyrir staðsetn- ingarveilum varnai'leikmanna Akuréyi'inga, lyftir knettinum innúr, þar sem h. innhei'ji þýtur áfram og skorar. 11. mín. missir Árni knöttinn yfir sig og v. inn- herji er ekki seinn til að nota tækifærið og hlaupa upp og mark. 17. mín.: V. innh. enn að vei'ki, veður upp, langt framan af velli, skilur Siguróla eftir og beint í mark. Hér hikaði Jón of lengi, en hann átti heldur ekki hægt um vik, því ef hann hefði hlaupið að v. innh. var hans maður frír og hefði vafalaust fengið að skora markið. 34. mín. mistekst Árna hrapallega, þann ig, að hann leggur knöttinn beinlínis fyrir fætur h. úth. rétt um vítateig. Sá danski var fljót ur að þakka fyi'ir sig og þruma í mark. Akureyringar hefja leikinn og vaða beint að mai-ki, Skúli lyftir innfyrir vöi'n Dana og Guðni, sem er vel staðsettur, hleypur innúr og skorar, 7:1. Oft skall hui'ð nærri hælum við mark Akureyi'inga það sem eft- ir var leiksins, þótt ekki yrðu mörkin fleiri. Liðin. Danska liðið er mjög heil- steypt og lcikandi. Skiptingin í framlínunni er svo ör, að mjög ei'fitt er fyrir vai’nai'leik- rnenn að átta sig á henni, enda kom það okkar mönnum í koll. Innherjarnir voru báðir afar skemmtilegir leikmenn, mjög fljótir og fylgja fast eftir upp við mai’kið, miðherjinn skiptir vel spilinu og það gætu þeir íslenzku lært af gestunum að nota alla breidd vallarins í stað þess að potast alltaf á 20 metra ræmu um miðjuna. Miðvörður- inn er traustur og lét a. m. k. ekki Skúla plata sig. Á mark- manninn reyndi ekki mikið ut- an tvisvar að hann varði hörku skot frá Kára. Akureyi-arliðið sýndi ekki sinn beti'i helming í þessum leik. Það fyrsta var að Stein- grím vantaði og sást það fljótt að Skúli skilaði ekki hlutvei'ki miðhei-ja sem skyldi, enda óvenju daufur og tilþi'ifalítill í þessum leik. Innherjarnir Kári og Guðni sýndu góða viðleitni oft, en voru oft misskildar af samherjum sínum. Það kom ekki á óvart hvað Kári gat, því vitað var að hann er knatt- spyrnumaður af Guðs náð, ef svo má að orði kveða. En rneira varð ég hissa að sjá hvað Guðna hefur farið fram frá í fyrra- haust. Það verður að taka það með í reikninginn að þetta eru aðeins 16 ára pollar, en hafa þó meiri og betri skilning að því er virðist, á knattspyrnu en margir samhei'jar þeirra, þótt lengur séu búnir að leika. Páll er sterkur í návígi og vann þau öll er hann lenti í, en hann fékk nægan tíma til hvíldar í leiknum. Haukur hékk of aftar lega í fyrri hálfleik og þessi sí- felldu hróp til samherjanna, hingað, hingað, eru aðeins til að trufla þá reynsluminni. Ég held að beti'a sé að þegja og láta þá sjálfa hafa tíma til að líta í kring um sig og spyi-na síðan knettinum til þess, sem reynir að leika sig fi-ían hverju sinni. Magnús er um of kærulaus í sínum leik, sótti tíðum of langt fram og missti svo af innhei'janum í gagnsókn. Árni var frekar slappur, enda nýkominn frá prófi og æfinga- lítill. Sigui'óli er mjög mistæk- ur leikmaður, enda réði hann ekkert við sinn mann, hafði ekki roð við honum á hlaupum og gei’ði sig sekan um að sækja of langt fram. Birgir er okkar ti'austasti og bezti bakvörður og skilaði sínu hlutverki vel með- an hans naut við (fyrri hálf- leik). Rangt álít ég að hafi verið að setja Siðurð inn í stað Bii'gis betra að setja Bjarna inn sem framvörð og Ái-na bakvörð. Einar var góðui', en varð því miður að yfirgefa markið of snemma og ekki verða mörkin, sem á eftir komu, færð á reikn ing Atla, utan kannske eitt. Og svo er það Jón okkar Stef- ánsson. Hvað ætli möi'kin hefðu oi'ðið mörg, ef hann hefði ekki vei'ið með? Þau hefðu senni- lega ekki verið talin á tám og fingrum. Jón var klettur varnar (Framhald á bls. 7) Frá aðalfundi S. Í.S. að Bifröst Umsetningin meiri en milljarður kr. síðasta ár AÐALFNDUR Sambands íslenzkra samvinnufélaga hófst að Bif- röst í Borgarfirði 13. júní, og voru þá komnir til fundar 94 full- trúar frá Sambandsfélögunum. Formaður sambandsstjórnar, Jakob Frímaimsson kaupfélagsstjóri, setti fundinn og minntist hann Egils Thorarensens, kaupfélagsstjóra og sambandsstjórnannanns, er lézt hinn 15. janúar í vetur. Fundax'stjói'ar voru kjörnir þeir Jörundur Brynjólfsson, fyrrum alþingismaður, og Þórir Stein- þórsson, skólastjóri í Reykholti. Ritarar fundarins voru kjörnir Ármann Dalmannsson og Ingi- mundur Ásgeirsson. Formaður sambandsins flutti skýi'slu sambandsstjói-nar, en Erlendur Einarsson, foi'stjói'i SÍS, flutti yfii'litsskýi'slu um heildarrekstur Sambandsins á árinu. Velta Sambandsins var meiri á síðasta ári en nokkru sinni áður að krónutölu, og komst hún yfir 1000 milljónir króna í fyrsta skipti. Er velta helztu deilda Sambandsins, þar með talin umboðssala, sem hér segir: Búvörudeild 280 millj. Sjávarafurðad. 234 — Innflutningsd. 204,1 — Véladeild 71,2 — Skipadeild 71,3 — Iðnaðardeild 118,6 — Að meðtöldum ýmsum smæi'i'i starfsgreinum varð heildai'velt- arr 1.040 rnillj. króna. Meira en helmingur af þessai'i veltu er umboðssala, og er það algengt að sala milli deilda eigi sér stað, og er veltan þannig tví-, þx'í- og jafnvel fjórtalin. Fræðsliunál og skólinn að Bifröst. Séra Gúðmundur Sveinsson, skólastjói'i Samvinnuskólans, flutti mjög snjallt og fróðlegt erindi urn fræðslumálin jafn- framt skýi-slu skólans. Spunn- ust út af erindi þessu miklar umi'æður um Samvinnuskólann, sem allii' luku miklu lofsorði á. Séi'staklega varð mönnum tíð- rætt um inntökupróf það, sem nú gildir í skólanum og komu fram raddir um að nauðsynlegt væri að breyta því, sérstaklega með tilliti til þess, að gera létt- ara fyrii' námsfólk úr sveitum og kauptúnum að komast í skólann. Uppástungur komu fram um að láta landspi'óf gilda til inngöngu í skólann og enn- fremur að forgang til skólavist- ar hefðu þeii', sem kæmu með eindræg meðmæli frá sambands félögum eða kaupfélagsstjórum. Málinu var vísað til Sam- bandsstjórnar og skólastjóra til nánari athugunar. Freðfisksala. Á síðasta ári jókst sala freð- fisks á vegum Sambandsins úr 11 þúsund smálestum í 12,178 smálestii'. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur fi'amleiðsla fi'eð fisks á vegum fi'ystihúsa Sam- bandsins enn aukizt nokkuð, samanborið við sama tímabil á fyrra ári, enda þótt heildarfram leiðslan í landinu yrði miklu minni á vetrarvertíðinni en ver ið hefur í mörg ár. Kjötsölumiðstöðin. Á aðalfundinum voru gerðar eftirfarandi samþykktir: Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn að Bif röst í Borgai'fii'ði dagana 13. til 14. júní 1961, skorar á bæjaryfir völd Reykjavíkur að hraða svo ákvörðun um endanlegt skipu- lag fyrirhugaðrar kjötsölumið- stöðvar borgarinnar, að ekki þurfi að dragast lengur en orðið er, að hefjast handa um bygg- ingu kjötiðnaðarstöðvai', er Sambandið hefur um mörg ár leitað eftir að fá að byggja, og hvoi-ki neytendur Reykjavíkur né bændur landsins mega leng- ur án vera. Lán til greiðslu á lausaskuldum. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn að Bif röst í Borgarfirði dagana 13 til 14. júní 1961, beinir þeirri áskor un til ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist til um, að bændur fái föst lán til greiðslu á lausaskuld um með sörnu kjörum og út- vegsmenn njóta samkvæmt lög- um frá síðasta þingi, og ennfrem ur, að fyrirtæki, sem eiga vinnslustöðvar fyrir landbún- aðarafurðii', fái slík lán á sama hátt og eigendur vin'nslustöðva fyrir sjávarafurðir. Vinnudeilan og kjarasanming- arnir. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn að Bif röst í Borgarfirði dagana 13. til 14. júní 1961, vill að gefnu til- efni vara við því stórfellda tjóni sem ætíð er samfara ahncnnum verkföllum eins og þeim, sem hófust á sl. vori og víða eru enn yfirstandandi. Fundurinn telur mjög mikils verða þá samninga, sem sam- vinnufélögin hafa gert við verkalýðsfélögin til lausnar á vinnudeilunum.. Telur fundur inn, að nxeð þessum samningum hafi verið afstýrt miklu tjóni og komið á sanngjarnan hátt til móts við kröfur verkamanna um kjarabætur, enda eðlilegt og skylt að gagnkvæmur skiln- ingur og samstarf sé milli sam- vinnulireyfingarinnar og verka lýðssamtakanna. Er það álit fundarins, að með samningun- um hafi vcrið fundin leið til að viðhalda vinnufriði í landinu til frambúðar, ef rétt verður á hald ið. Fundurinn lýsir yfir vilja sam vimiuhreyfingarinnar til sam- starfs urn aukna framleiðslu og bæta lífskjör þjóðarinnar og minnir á, að reynslan sýnir, að með því að efla samvinnurckst- ur í landinu vex og þróast eðli- leg og heilbrigð uppbygging og framfarir. Stjórnarkjör. Úr stjórn áttu að ganga þeir Þoi'steinn Jónsson og Finnur Kristjánsson, og voru þeir báðir endurkjörnir. í stað Egils heit- ins Thorarensen var Gúðmund- ur Guðmundsson, Efri-Brú, kos inn til eins árs. Varamenn í stjórn voru end- ui’kjörnir þeir Gúðröður Jóns- son, Bjarni Bjarnason og Kjart an Sæmundsson. Endurskoðandi var endurkjör inn Páll Hallgrímsson, sýslumað ur, og varaendurskoðandi var endurkjörinn Sveinbjörn Högna son, prófastur. Aðalfundi lauk með sameigin legum kvöldverði að Bifi-öst. □ Ufdréffur úr nýju siglingareglugerSinni Inngangur. 1. Upplýsingar fengnar með ratsjá leysa ekkert skip frá skyldum, til að fylgja siglinga- reglunum stranglega og þá sér- staklega þeim reglum, sem 15. og 16. grein setja. 2. Viðaukinn við siglingaregl ui-nar hefur inni að halda til- mæli, sem ætlúð eru til leiðbein ingar við notkun ratsjár og til aðstoðar við að koma í veg fyr- ir árekstur í slæmu skyggni. í 15. grein verða engin ný ákvæði, sem séi’staklega snei-ta notkun ratsjár. í 16. grein munu núverandi stafliðir a. og b. hald ast óbi-eyttir, en til viðbótar kemur stafliður c., sem hér fer á eftir: „c. Vélknúið skip, sem vart verður við nærveru annars skips fi-aman við þvert, áður en það heyrir þokumei'ki þess eða sér það með berum augum, má grípa til skjótra og róttækra aðgerða, til þess að kornast lxjá að nálgast hitt skipið um of, en sé ekki hægt að forðast þetta, skal það, ef kringumstæður leyfa, stöðva vélarnar nógu tím anlega til þess að forða árekstri og sigla síðan með vai'kámi, þar til hættan á árekstri er liðin hjá.“ Viðauki við siglingareglurnar. Leiðbeiningar um notkun rat sjár til þess að forðast árekstx-a. 1. Ályktanir dregnar af ónóg- um upplýsingum geta verið hættulegar og ætti að forðast þær. 2. Skip, sem siglir með ratsjá í gangi í takmörkúðu skyggni, skal samkv. reglu 16 a. sigla með minnkaðri ferð. Upplýsing ar þæi', sem ratsjáin hefur gef- ið,' eru eitt af þeim ati'iðum, sem taka verður tillit til, þegar ákveða skal, hvað sé minnkuð ferð (moderat). Verða rnenn að (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.