Dagur - 10.08.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1961, Blaðsíða 1
n M U.OAC.N' Framsók.narmanna R 1 srjÓRc Ekuncur Davíhsson SkKII sTOI-A i HAFNARSTK.KI l 90 Stvjj } 166 . St.tninou og prentun ANNAST PkKNTTERK OdUS Bjö.rnssonar H.l’. Akurevri Dagur XLIV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 10. ágúst 1961 — 38 tbL Aor.I.VslNGASTJÖRC JÓN -Sam- ÚEI.SSON . Arcangúrinn kostar KR. 100.00 . G jai.ddagi er 1. jítJ BíADIÐ KjsM'.'K Ú V Á MtnVIKUDÖC- tm or. a l.Ai:GAK!>(k;i'M t'EGAR ÁST.r.»Á I'VKÍR fiu METÁRI SÍLDARSðLTUN Heildaraflinn um sl. helgi 1.2 millj. mál og tn. SÍLDARAFLI í síðustu viku vai' nær 160 þiís. mál og tunn- ur og er allur af austursvæðinu. Löndunartregða olli miklum töfum frá síldveiðunum. Heildaraflinn kl. 12 á mið- •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiimiiiiiiimiiimiiiiM* a - | ÚTILEGUMAÐUR ( | Á FLATEYJARDAL I JÓHANN SKAPTASON sýslu- maður á Húsavík fór í gær ásamt lögregluþjóni út á Flat- eyjai'dal þeirra erinda að at- huga um ferðir og gerðir þýzks manns, sem þar hefur dvalið síðustu vikurnar. En Flateyjar- dalur er eyðisveit og fáförul mjög. íslenzkur ferðalangur kom að hinum þýzka útlegumanni og sá hjá honum nokkra fálka- unga, að sögn, og sagðist maður inn vera að temja þá til svart- baksveiða. Sögusagnir herma að sá þýzki hafi skotið kindur, en sennilega er það ímyndun ein. (Fijamh. á bls. 7) nætti laugardagskvölds, var sem hér segir: í salt, upps. tn........ 342.860 1 bræðslu, mál ...... 834.955 f frystingu uppm. tn. . . 19.710 í fyrra á sama tíma var heild araflinn 683.602 mál og tunnur og aðeins hafði þá verið saltað í 105.690 tunnur. í gærmorgun kl. 04.11 barst svohljóðandi skeyti frá síldar- leitarflugvélinni: 31 sjóm. 81° frá Langanesi. Margar stórar torfur. Virðast þunnar. Veður mikið. — Tveim tímum síðar: Margar allstórar torfur á 6 sjó- mílna svæði 41 sjóm. 65° frá Langanesi. Marar í sumar torf- urnar. Nokkrir bátar voru komnir á þessar slóðir síðd. í gær, en höfðu ekki fengið afla á sjötta tímanum, þegar blaðið átti tal við síldarleitina á Raufarhöfn. 33 skip hafa fengið 10 þúsund mál og tunnur. — Aflahæsta er Víðir II. með 17.747. GLÆSILEGT félagsheimili var vígt í Ólafsfirði fyrra laugardag og hlaut það nafnið Tjarnar- borg. Það er 3800 rúmm, grunnflöt- ur 506 ferm. í sæti komast 230 manns. 70 ferm leiksvið er þar Mikill mannfjöldi sótti vígsluhátíð félagsheimilis Ólafsfirðinga, Tjamarborgar. (Ljósmynd: G. P. K.) Félagsheimilið Tjamarborg í Úlafsfirði og fundarsalur og félagsher- bergi auk aðalsalar, sem er 136 ferm. Þá er eldhús, forsalur, snyrtingar, skrifstofa húsvarð- ar og við aðalsal eru svalir fyrir nær 100 manns í sæti. Teikningar gerði Halldór Halldórsson. Byggingameistar- ar voru Gisli Magnússon og Gunnlaugur Magnússon. Yfir- smiður innan húss Þórður Frið- bjarnarson. Raflagnir önnuðust Magnús Stefánsson, Sigmundur Jónsson og Litla-Árskógsbræð- ur önnuðust málningu og mið- stöðvarmenn Tómasar Björns- sonar önnuðust hitalögn. Eigendur hússins eru Ólafs- fjarðarkaupstaður og 10 félög í bænum. Bygging hófst fyrir 6 árum. Vígsluhátíðina sátu 500 manns. Björn Stefánsson setti sam- komuna en sr. Kristján Búason flutti vígsluræðuna. Gísli Magn ússon lýsti byggingu og Ásgrím ur Hartmannsson rakti bygg- ingarsögu. Ýmsir fleiri fluttu ræður og meðal þeirra Eysteinn Jónsson. Margt var til skemmtunar og Olafur Magnússon, nýjasta skip Valtýs Þorsteinssonar útgerðarmanns á Akureyri, er þriðja afla- hæsta skipið í síldarflotanum. Hér er skipið á leið til Krossanesverksmiðjunnar með nær fullfermi. Og hér birtum við líka mynd af hinum aflasæla skipstj. Herði Bjarnasyni fra Dalvík. (Ljm.: E. D.) Kristján Búason flytur (Ljm.: G.P.K.) söng Erlingur Vigfússon ein- söng. Félagsheimilið Tjarnarborg er vegleg bygging og sýnir mikið og árangursríkt samstarf meðal manna og félaga í Ólafs- firði. Vonandi verður það öllu félagsstarfi til heilla. Lárus Pálsson og félagar hans höfðu Kiljans-kvöld þrem dög- um eftir vígsluna og rómuðu félagsheimilið mjög. □ Gfengisfelimg, uppbótarkerfið dýrtíðaröldu hleypt af stað Þetta hefur í för með sér stórkostlegar álögur fyrir þjóðina og gerir kjarabæturnar að engu endurvakið og nýrri Á ÖÐRUM DEGI ágústmánað- ar lét ríkisstjórnin gefa út enn ein bráðabirgðalög, þar sem Seðlabankanum var falið að annast gengisskráninguna. Tveim dögum síðar var gengi íslenzku krónunnar lækkað um 13%. Þar með er nýrri dýrtíð- aröldu enn hleypt af stað. Allar útlendar vörur hækka í verði sem gengislækkuninni nemur og samkvæmt innflutningi vara til landrins í fyrra og seldum gjaldeyri nemur hækkunin yfir 400 millj. króna. Auk þess hækka verðtollur, söluskattur, sem talið er nema 125 millj. Þetta allt á þjóðin að borga möglunarl.aust og án bóta. Kauphækkanirnar frá í sumar ?ru þar með að engu orðnar. Ríkisstjórnin lýsir því yfir að þetta sé nauðsynlegur mótleik- ur vegna 11% kauphækkan- anna. Það er hin herfilegasta blekking. Sjálf bauð stjórnin 6%+4% kauphækkun og sagði efnahagskerfið þola hana. Mjög vaxandi sjávarafli og hækkað verð erlendis á sjávarafurðum útilokaði þörf gengislækkunar og vegur upp á móti þeim kaup hækkunum er urðu. Gengisfellingin .nú virðist vera hefndarráðstöfun gegn fólkinu, sem ekki undi til lang- frama 15—20% kjararýmun, er beint átti rót að rekja til efna- hagsaðgerða stjórnarinnar áður. En liér er um meira að ræða en gengisfellinguna eina. Sam- hliða bráðabirgðalögunum um að gera krónuna enn ininni en hún er, er með þetta farið á bak við Alþingi og opinberum út- varpsumræðum neitað. Laum- að er inn ákvæði um endurreisn uppbótarkerfisins, sem stjórnar flokkarnir hafa mest státað af að hafa komið fyrir kattarnef. Hið nýja uppbótarkerfi er út- veginum ætlað. Þar með er þá ríkisstjórnin búin að opinbera vanefndir sínar í öllum grein- um. Hún lofar þó enn bættum lífskjörum og ætlar að gefa út myndabók með framkvæmda- áætlunum útlendra sérfræð- inga! Ríkinsstjórnin hefur freklega brotið lýðræðisreglumar og stjórnar landinu með bráða- birgðalögum. Er það í senn ein- ræðiskennt og jafnframt óvitur legt. Neitun hennar á útvarps- umræðum er sprottin af hræðslu, enda hefur ríkisstjórn in ekki enn þá borið fram nein frambærileg rök fyrir þessu síðasta frumhlaupi sínu. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.