Dagur - 10.08.1961, Blaðsíða 8
8
SKRlLMENNSKA I VAGLASKÖGl
•111111111111111111111111111111111111111111111111111(1111111111111111111111111111111111111111iiiiilllllllllllllllllll•■llll•|||||||||||■« ii*
I VERZLUNÁRMÁNNAHELGIN (
Ölóð börn á skemmtim skógræktarfélaganna
HINAR ÖMURLEGUSTU frétt
ir af samkomum um verzlunar-
mannahelgina berast hvaðan-
æfa að. Hin langa helgi freistar
til mikilla ferðalaga, drykkju-
skapar og lausungar.
Félög og einstaklingar horfa
vökulum augum á þessa helgi,
með fjáröflun í huga.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
og Þingeyinga efndu um þessa
helgi til mikillar skemmtunar
í Vaglaskógi, er stóð í tvo daga.
Samkvæmt umsögn skógar-
gesta hefur skríimennskan náð
yfirhöndinni og hinn sumar-
fagri staður orðið að hreinu
drykkju- og lastabæli.
Konur og karlar hafa hringt
til blaðsins og krafizt þess að
þetta væri vítt, greinar hafa bor
izt til birtingar og óprenthæfar
sögur sagðar. Þótt sögusögnum
sé hollast að trúa með varúð, er
ÞEIR URÐU „VARIR“
I Vestmannaeyingar fengu ný-
lega í nót áfengiskassa með
Gordon-gini. Flöskurnar báru
ekki merki Áfengisverzlun-
arinnar. Fleiri bátar hafa feng-
ið flöskur í dragnætur sínar en
ekki heila kassa.
í Sagt er að margar hendur
séu á lofti þegar þessi veiði
kemur úr sjó. Gordon-banki er
sá staður nefndur, er kassinn
fannst á, og er hann á siglinga-
leið út frá Krísuvíkurbjargi.
ekki hægt að skella við skoll-
eyrum.
Félagsskapur, sem í heild hef
ur fengið milljónatuga styrki af
almannafé, hefur staðið fyrir
hinni villimannlegustu fjölda-
samkomu til fjáröflunar í landi
ríkisins, Vaglaskógi. Þetta er
staðreynd, og hafa skógræktar-
félögin litla virðingu af. Þó
höfðu þau ýmislegt til skemmt
unar. Ávörp fluttu Ármann Dal
mannsson og Tryggvi Sigtryggs
son, ræður fluttu Hákon Bjarna
son og séra Benjamín Kristjáns
son.
En samkomugestir voru ekki
komnir í Vaglaskóg til að hlýða
á ræður manna. Nokkrir tugir
manna voru nálægt ræðustól,
og utan úr skóginum bárust
köll á þessa leið: Hættu þessu
pípi, haltu kjafti o. s. frv. og
ræður hinna æfðu manna hurfu
út í buskann með blænum.
Lúðrasveit lék, kvartett söng.,
Baldur og Konni sögðu brand-
ara og handknattleikur var háð
ur. Dansleikur var á laugardags
og sunnudagskvöld.
Fáir tugir manna hlýddu á
ræðurnar, um 300 horfðu á
handknattleikinn en á annað
þúsund mans kepptu um að-
göngumiða á dansleikinn á laug
ardagskvöldið. Aðgöngumiðar
hækkuðu í verði manna á milli
og komust upp í 500 krónur.
Um 500 manns var hleypt inn í
samkomuhúsið, eða helmingi of
margt. Líklega hefur eldhætta
ekki verið ofarlega í huga
I Héraðsmól Framsóknarmanna I
I EYJAFJARÐARSÝSLA
MÓTIÐ verður haldið að Laug-
arborg í Eyjafirði n. k. sunnu-
dag og hefst kl. 8.30 s. d.
lí Ræður flytja alþingismenn-
irnir Eysteinn Jónsson og Karl
Kristjánsson.
Einsöng syngur Erlingur Vig
fúson.
H.H.-kvintettinn leikur.
f N.-ÞINGEYJARSÝSLA
FRAMSÓKNARMENN í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu, vestan heið-
ar, halda héraðsmót að Skúla-
garði í Kelduhverfi laugardag-
inn 12. ágúst n.k. og hefst það
kl. 8.30 síðdegis.
Eysteinn Jónsson, alþm.
Karl Kristjánsson, alþni.
Ræður flytja alþingismenn-
irnir Eysteinn Jónsson og Karl
Kristjánsson.
Fluttir verða söngvar úr
óperettum. Það gera þau Björg
Baldvinsdóttir og Jóhann Ög-
mundsson.
Að lokum verður dansað. □
SKAGAFJARDARSÝSLA
FRAMSÓKNARMENN í Skaga
firði halda hina árlegu héraðs
hátíð sína að . Sauðárkróki
sunnudaginn 13. ágúst n. k. kl.
8 síðdegis.
Ræður flytja alþingismenn-
irnir Ólafur Jóhannesson og
Skúli Guðmundsson.
Hinn vinsæli Smárakvartett
frá Akureyri syngur og Ævar
R. Kvaran leikari skemmtir.
Síðan verður dansað.
manna. Eða hversu færi, ef eld-
ur yrði laus undir slíkum kring
umstæðum?
Dauðadrukkin ungmenni,
dólgslegir sjómenn og drukknar
konur höfðu í frammi öll stig
kærleikshóta og losta á al-
mannafæri.
En hvar fá unglingarnir vín-
föngin? Hver er hlutur fullorð
inna í því efni? Og hvar eru
reglur fyrir því, hve fólk fær
ungt aðgang á dansleiki? Sam-
ræma þarf reglur um það efni
og fara eftir þeim.
Blaðið sneri sér til nokkurra
góðra borgara, er voru í Vagla
skógi um helgina og leitaði álits
þeirra um samkomur skógrækt
arfélaganna.
Séra Pétur Sigurgeirsson
svaraði eftirfarandi:
Það, sem sló mig mest á
sunnudagskvöldið, var mannhaf
ið í samkomuhúsinu á dans-
leiknum. Það gerði ókleift að
dansa eða hafa nokkurt sam-
(Framhald á bls. 7)
VEÐRIÐ var fremur leiðinlegt
hér norðanlands um verzlunar-
mannahelgina. Þó streymdi
fólkið úr bænum og flestir
lögðu leið sína austur á bóginn.
Bifreiðaeftirlitið var á vegun-
um að vanda. Umferðin var
mjög mikil á laugardag og
sunnudag sagði bifreiðaeftirlit-
ið hér. Engin slys urðu á
mönnum á vegum úti en nokkr
ir smáárekstrar urðu og einum
bíl hvolfdi í .Vaðlaheiði. Tveir
menn voru teknir ölvaðir við
UM NÆSTU HELGI fer fram
NorðurlancLsmót í frjálsum
íþróttum að Laugum í Reykja-
dal. Héraðssamband S.-Þing.
sér um mótið, sem hefst kl. 4
síðdegis á laugardaginn.
Fyrri daginn keppa karlar í
100 og 1500 m hlaupum, spjót-
kasti, stangarstökki, kúluvarpi,
akstur, bilstjóri þess er hvolfdi
í Vaðlaheiði og annar í Vagla-
skógi, báðir nokkuð langt að
komnir. í Vaglaskógi var óskap
legur fjöldi á laugardaginn og
einnig mjög margt fólk í Mý-
vatnssveit. Ökumenn voru yfir-
leitt hinir prúðustu í umferð-
inni, sagði bifreiðaeftirlitið enn
fremur.
Lögreglan sagði að verið
hefði mjög rólegt í bænum,
enda margir að heiman. Sjúkra
(Framhald á bls. 7)
400 m hlaupi og 4x100 m boð-
hlaupi og konur í 100 m hlaupi,
hástökki og kringlukasti.
Á sunnudaginn lýkur íþrótta
keppninni. Bæði kvöldin verður
dansað. Þáttökutilkynningar
þurfa að berast Óskari Ágústs-
syni á Laugum í síðasta lagi í
dag, fimmtudag. □
Norðurlandsmóf í frjálsíþróttum
Börn og fullorðnir hlýða á mál manna á bændadegi Eyfirðinga að Árskógi. (Ljósmynd: E. D.)
Bændadagurinn haldinn a8 Árskógi
EYFIRÐINGAR héldu hátíð-
legan bændadag að Árskógi
sunnudaginn 30. júlí s. 1.
Þetta er í fjórða sinn, sem
þrjú félagssamtök efna til slíks
fagnaðar og eru þau þessi:
Búnaðarsamband Eyjafjarðar,
Bændafélag Eyfirðinga og Ung
mennasamband Eyjafjarðar.
Mjög góð samvinna hefur
verið um bændadaginn og von-
andi verður svo eftirleiðis.
Bændadagurinn hófst með
guðsþjónustu. Séra Fjalar Sig-
urjónsson predikaði en Lúðra-
sveit Akureyrar lék og viðstadd
ir sungu.
Að guðsþjónustunni, sem fór
fram á opnu en skjóllegu svæði,
lokinni setti Eggert Davíðsson
bóndi á Möðruvöllum og form.
Bændafélagsins samkomuna og
kynnti dagskrá og bauð gesti
velkomna.
Þá flutti Þorsteinn Sigurðs-
son form. Búnaðarfélags íslands
ræðu og Smárakvartettinn frá
Akureyri söng. Honum og
lúðrasveitinni stjórnaði Jakob
Tryggvason.
Veður var hið fegursta fram-
Séra Fjalar Sigurjónsson flytur
predikun á bændadegi Eyfirð-
inga 30 júlí s. 1. (Ljósm.: E. D.)
Þorsteinn Sigurðsson, forseti
Búnaðarfélags íslands í ræðu-
stól að Árskógi. (Ljm.: E. D.)
an af degi, hlýtt og sólfar mikið,
en nú tók að rigna og fluttu
menn sig þá í hinn ágæta sal
heimavistarbarnaskóla sveitar-
innar. Þar flutti Eiður Guð-
mundsson bóndi á Þúfnavöllum
ræðu.
Á milli skúra kepptu konur
frá ÍBA og Öngulsstaðahreppi í
handknattleik.
Hátíðagestir voru úr öllum
byggðarlögum sýslunnar og
fjórði bændadagur Eyfh'ðinga
fór í hvívetna vel fram. En því
er ekki að leyna, að enn hafa
eyfirzkir bændur ekki sýnt
eigin hátíðisdegi næga virðingu
og of margir setið heima.
Bændadagurnn ætti að vera
fjölsóttasta hátíð héraðsins á
hverju sumri og sýna bæði
stéttarmetnað og samtakamátt
dugmesta fólksins við hinn
fagra Eyjafjörð. □