Dagur - 23.08.1961, Síða 5

Dagur - 23.08.1961, Síða 5
.....................-.—... Daguk SÁLIN VARÐ EFTIR HVER er ekki stoltur af bráðþroska og gjörvilegum sonum sínum og dætrum, hvort sem miðað er við einstaklinga eða heildina? Og víst ber að fagna því að lífskjörin hafa breytzt á þann veg síð- ustu áratugina, sem hið myndarlega æskufólk og sýnilegur þroski þess vitn- ar svo ljóslega um. Samfélagið hefur einnig séð þessu fólki fyrir meiri mennt- un og almennari en áður þekktist og var- ið til þess miklum fjármuum. Hlý og björt hús, hreinlæti, gnægð matar, stutt- ur vinnudagur og nokkur peningaráð voru eftirsóttustu veraldargæði þess fólks, sem bjó í rökum og hálfdimmum moldarkofum við þröngan kost, svo sem flestir íslendingar gerðu fyrir hálfri öld. Þessi veraldargæði hafa þeir öðlazt vegna frábærrar atorku þeirra, sem nú eru í röðum hinna eldri manna. En börn um þeirra, æsku landsins nú í dag, hinu snemmvaxna og fríða fólki liefur farið líkt og Indíánunum, sem fóru of hratt yfir og urðu viðskila við sál sína. Kennarar, prestar, æskulýðsleiðtogar og foreldrar urðu vitni að því um verzl- unarmannahelgina í sumar í Vaglaskógi, Atlavík, Laugarvatni og víðar að sið- ferðisþroski hundráð drengja og telpna, sem unnu fermingarheit sitt síðastliðin vor var skör Iægra en dýranna. í Vagla- skógi var hátíð skógræktarmanna úr tveim sýslum. Þar gerðu tvö ungmenni tilraun til að fyrifara sér í ölæði. Drukkn ir sjómenn svívirtu 15 ára telpu í skóg- inum, og skildu hana eftir dauðadrukkna og klæðlausa. Unglingar á fermingaraldri og litlu eldri lágu í faðmlögum við ak- vegina og inni á þeim, ófermdir strákar buðu sterka drykki af stút og telpur, sem báru fermingarkyrtilinn í vor, buðu sig þeim sem hafa vildu. I dansskála, þar sem helmingi fleira fólki var seldur að- gangur en flest mátti þar vera, fóru „hin grófustu ástaratlot fram“, samkvæmt frásögn kennimanns. Samkomunni stjórn uðu m. a. menn, sem á vetrum predika bindindi í skólum, í íþróttafélögum og víðar og hafa fengið tugmilljónir króna af opinberu fé til „skógræktar- og menn ingarmála“. Ofdrykkja og saurlifnaður unglinga víða um land á hátíðisdegi verzlunar- manna á sér djúpar rætur. Hversu langt sem þær verða raktar virðist liggja Ijóst fyrir, að hin nýja fóstra allra barna á ís- landi, skólarnir, verða að breyta veru- Iega um starfsaðferðir og leggja meiri áherzlu á siðmenningu en verið hefur nú um sinn. Og það er óhafandi með öllu að fyrirtæki ríkisins fái leyfi til svo herfilegrar misnotkunar á aðstöðu sinni, scm raun varð á í Vaglaskógi og frægt er að endemum. Skógræktarfélög tveggja sýslna, með skógræktarstjóra í broddi fylkingar, hafa sett smánarblett á störf sín, og óhreinkað Vaglaskóg. Blaðið hefur birt ummæli þekktra borgara um svallið í Vaglaskógi. Skóg- ræktarmenn þegja, en mxmu telja sinn hag betri en áður til að vinna að menn-' ingarmálum. Lögreglan er einnig fáorð um þessa hluti og er rétt að beina til hennar þeirri spurningu, hverjir gefi eða selji þeim hundruðum unglinga sterka drykki, sem gerði þá frávita í Vagla- skógi? Og hver verða viðbrögð foreldra, kennara og prcsta til að koma í veg fyrir það að sálin verði eftir? □ V.___________________________V 111111111111111111 miiiiiimiiiiiimii m iii Miiiimiiiiiin n JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: immmmm immmmmmim iimimmm ,JiR EKKI DAVÍÐ DAUÐUR?” Þegar síðasta Ijóðabók Davíðs Stefánssonar kom út sagði fjör- ugur, fimmtugur, ungmenna- félagi við einn af kunnustu blaðamönnum við eitt af stór- blöðum Reykjavíkur: „Ætlar þú ekki að skrifa um bók Davíðs?“ Blaðamaðurinn svar- aði: „Er ekki Davíð dauður?“ Málinu var svo háttað að gamli ungmennafélaginn var hrifinn af Davíð og vildi að hróður hans yrði gerður sem mestur. Blaðamaðurinn var rúmlega þrítugur með öll lærdómspróf í góðu lagi. Hann stundaði atomkveðskap. Ljóð hans voru af hinni almennu óumbreytan- legu gerð. Annars var maður- inn vel liðtækur á þeim vett- vangi. Telja má fullvíst að blaðamað urinn hafi vitað að Davíð Stefánsson er heill og hraustur og að hann hefur í 40 ár verið viðurkennt þjóðskáld og bezta ljóðskáld í fylkingu samtíðar- manna. í því efni hafa fallið al- þjóðardómur og samkeppnis- sigrar um Ijóðagerð 1930 og 1961. Atommaðurinn þykist vita sínu viti. Hann telur þá ljóða- stefnu, sem drottnað hefur hér á landi frá að Bjarni Thoraren- sen orti Eldgamla ísafold í byrjun 19. aldar og þar til Davíð kvað háskólaljóð sín fyr- ir nokkrum dögum steindauðan fallegan forngrip líkt og Val- þjófsstaðahurðina. Það er tákn- rænt að við keppnina um há- skóladrápuna nýgerðu koma aðeins þrjú skáld til álita, allt aldamótamenn. Enginn atom- maður reyndi að bera fram sína vöru við þetta hátíðlega tæki- færi af þeirri einföldu ástæðu að enginn þeirra er skáld. Hver einasti íslendingur getur raðað orðum til birtingar eins og fær ustu atompiltar og allur þorri greindari manna mundi gera það betur en þeir. Það er rétt að ný tízka hefur rutt sér til rúms hér á landi í þessum efn- um eftir að síðara stríðinu lauk. Áður komu ung skáld með ný form í ljóðagerð en hreyfðu ekki við hinum þjóðlega og list ræna grundvelli. Hannes Haf- stein, Gestur Pálsson og Einar Hjörleifsson hófu nýja skálda- stefnu. Fingraför þeirra í bók- menntum vorum voru að nokkru önnur en þjóðin hafði vanizt í verkum Gröndals, Steingríms og Matthíasar. Eng- in brotalöm var finnanleg á bókmenntahöll íslendinga eftir tilkomu hinna nýju skálda. í verkum þeirra gætti meðfæddr ar snilldar, þekkingar og hug- sjónaelds, eins og hjá fyrirrenn urum þeirra. í hálfa aðra öld hafa ný skáld og rithöfundar auðgað bókmenntir þjóðarinnar með frumverkum en jafnframt borið einlæga virðingu fyrir snilldarverkum bókmenntanna frá öld Egils Skallagrímssonar til snjallra samtíðarmanna. Á árunum 1941—1961 hefur orðið alger bylting í listþróun íslendinga. Menn hafa nokkur mismunandi heiti á hinu nýja fyrirbæri. Það er kallað atom- list, klessulist og afkáralist. Þeir, sem iðka hin nýju vinnu- brögð þurfa ekki að vera gædd- ir góðum skapandi gáfum. Þeir mega ekki beita þekkingu, góð- um smekk eða hugsjónaorku. Duglegur atvinnurekandi gaf íslenzkum verkamönnum rúm- lega 100 málverk eftir íslenzka höfunda. Fjórði hluti þeirra voru listaverk, þriðjungurinn rusl og það sem á milli var ann- ars eða þriðja flokks vara. Fyrir áróður í Degi var í fyrrasumar gerð tilraun á Ak- ureyri um að hafa þar sumar- langt málverkasýningu, eins konar útibú frá safni landsins Jónas Jónsson frá Hriflu. í Reykjavík, en fyrir yfirdrottn un afkáraliða í stjórn þessara mála í Reykjavík var meira en helmingur þessara mynda rusl, sem enginn gestur vildi kynn- ast. Féll þessi tilraun niður um sinn. Djarfyrði atomskáldsins reyk víska um að Davíð væri dauð- ur, mætti verða táknrænt í ís- lenzkri listsögu. Það er að myndast dautt tímabil í list- málum íslendinga. Menn með litlar gáfur, litla þekkingu og afvegaleiddan smekk, taka sér fyrir hendur að gera afkáraljóð, mála afkáramyndir og afkára höggmyndir. Þvílíkt furðu- ástand getur varað um nokkra stund þar til þjóðarandinn vakn ar eftir draumlausan svefn. Sams konar millibilsástand er alþekkt úr listsögu Hollend- inga. Eftir aldalangan blóma- tíma, sem lauk með kraftaverk- um Rembrandts lagðist hol- lenzk list í vesældardróma. Þeir sem sinntu málaralist á þessum tíma skorti andlegan þrótt og sköpunargáfu. Hol- lenzk list svaf um áratugaskeið sannarlegum Þyrnirósarsvefni, en að lokum rann upp hollenzk ur listdagur öðru sinni. íslendingar geta vel þolað andlegan harðindatíma í bók- menntum og listrænum efnum. Við höfum allar fornbókmennt- irnar, Hallgrím Pétursson, Stefán Olafsson, Jón á Bægisá og hin mörgu, glæsilegu skáld frá Bjarna amtmanni til Davíðs Stefánssonar, Tómasar Guð- mundssonar og Halldórs Lax- ness og þeirra mörgu samherja. í málaralist er til auður frá dögum Sigurðar Guðmundsson- ar, sem varð að vísu hungur- morða 1874, en hafði þá rutt myndlistarbrautina með mikilli snilld. Með aldamótunum kom til sögunnar ný hetjukynslóð, Þórarinn, Einar Jónsson, Ás- grímur, Ríkharður, Kjarval, Jón Stefánsson og Blöndal. Þar lýkur fyrstu kynslóð. Þá hefst önnur kynslóð með eyfirzkri konu, Kristínu Jónsdóttur og lýkur með öðrum Eyfirðingi, Orlygi, syni Sigurðar skóla- meistara. Eftir það hófst atom- tíminn, en svo vel er að þjóð- inni búið af þeim 30 mönnum, sem hafa málað og mótað ágæt ar myndir á æviskeiði tveggja kynslóða, að íslendingar geta í þeim efnum þolað bæði þorr- ann og góuna. í húsagerðarmenntinni hafa íslendingar eignazt tvo mikla brautryðjendur, Rögnvald Ólafs son og Guðjón Samúelsson. Ak- ureyri er giftubarn að eiga fjöl margar byggingar í almanna- þágu með listamerki annars þessara meistara. Síðan hafa komið til starfs hér á landi yngri byggingamenn með tækni menntun úr mörgum erlend- um skólum. Þar er hver hönd- in móti annarri, ekki gerðar tilraunir að skapa samræmi á milli íslenzkrar náttúru og nýrr ar húsatækni. Hins vegar hafa með húsagei-ð síðustu ára bor- izt til landsins mörg nýmæli í innri gerð íbúða einstakra manna. Kynni íslendinga við Ameríku og fjárflutningur til húsagerðar vestan um haf valda miklu um það, að ný- byggð Gyðinga í ísrael og húsa smíðar íslendinga frá síðari ár- um hafa flutt þessar tvær smá- þjóðir í fremstu röð nútíma- manna um híbýlaþægindi. En mitt í öllum þægindunum skort ir hið þjóðlega svipmót á heim- ilin, jafnt í innri og ytri gerð. Síðan 1941 hefur íslenzka þjóðin orðið fyrir svipaðri höf- uðbreytingu og þeirri, sem Móse kynntist þegar hann sá þjóð sína í veizlufagnaði, yfir- skreytta og dansandi, þegar hann kom með mikilsverða gjöf ofan af fjallinu. Dansinn er nokkurn veginn hinn sami en þó öllu fjörugri með okkar þjóð. Fjármál ríkis, banka og atvinnu fyrirtækja eru beinlínis furðu- leg á íslandi, ekki sízt hrun krónunnar undir handleiðslu allra stjórnmálaflokka. Þetta hrun er einkum fordæmanlegt í sambandi við innflutning fiár magns frá stórþjóð til smáþjóð- ar. Aðsteðjandi skortur fjár- magns í landinu gerir óhjá- kvæmilegt að athuga hvernig svo mikil auðæfi geta skapað svo milda fátækt. Á undangengnum öldum hef- ur oft syrt í álinn í fjármálum íslendinga. Venjulega hafa beir þá farið líkt að og Bjartur í Sumarhúsum í stórhríðinni. Þeir hafa gripið til ljóða og (Framhald á bls. 7) 5 I Hallarímur Júllusson Munkabverá Ingibjörg Benedikfsdóflir frá Hvassafelli —— MINNING ——— HANN ANDAÐIST að heimili sínu 11. júní s.l. eftir langa van heilsu. Hallgrímur Júlíusson var fæddur að Munkaþverá 7. september 1894, og voru foreldr ar hans vinsæl og vel metin hjón: Júlíus Hallgrímsson, bóndi þar, og kona hans Kristín Jónsdóttir. En þau voru bæði komin af ágætum og gáfuðum kynstofnum hér við Eyjafjörð og áttu skammt til lærðra og listrænna manna að telja. Jónas Hallgrímsson var ömmubróðir Júlíusar, en móðir hans var Margrét, dóttir séra Einars Thorlaciusar, prests í Saurbæ. Foreldrar Kristínar voru Jón Jónsson bóndi og söðlasmiður á Munkaþverá, sonur Jóns hrepp stjóra og alþingismanns þar Jónssonar, og seinni kona hans: Þórey Guðlaugsdóttir frá Svín- árnesi Sveinssonar. Ekki var þó Hallgrímur til bókar settur nema hvað hann mun hafa verið í unglingaskóla, sem Steingrímur Arason hafði um tíma á Jódísarstöðum, enda missti hann ungur föður sinn og var fremur heilsuveill á ung- lingsárum. En snemma hneigð- ist hugur hans til tónlistarnáms, og nam hann fyrst orgelleik hjá Magnúsi Einarssyni organista á Akureyri, en síðar hjá Sigur- geiri Jónssyni söngkennara. Tók hann við organleikarastarfi við Munkaþverárkirkju kring- um 1920 og rækti það starf af mikilli alúð um 28 ára skeið, unz hann varð að segja því af sér vegna heilsubrests 1948. Hinn 2. nóvember 1926 kvænt ist hann eftirlifandi konu sinni Sesselju Jóhannesdóttur, ágætri konu, og reistu þau sér árið 1931 nýbýli í túninu á Munka- þverá, sem nefnt hefur verið Einarsstaðir, en aldrei hefur það nafn fengið staðfestingu stjórnarvalda. Var hjónaband HÉR norður á Sauðárkróki búa aldraðir foreldrar, sem eiga tvær dætur, Elínborgu og Önnu, — báðar lamaðar. Hin eldri þeirra, sem nú er 34 ára, fékk lömunarveiki 4 ára gömul og lamaðist á höfði, hægra handlegg og fæti. Hún hefur því aldrei getað numið neinn lærdóm, hægri höndin er henni óvirk og hún á erfitt um gang. Hin yngri, sem nú er 26 ára, fékk lömunarveiki á 1. ári og hefur því aldrei getað í fæturna stigið. Hins vegar hefur hún ver ið mjög dugleg við nám og handavinnu, þó ekki geti hún skrifað eða saumað nema með vinstri hendi. Nú er starfsþrek aldraðra for eldra mjög tekið að þverra. Síðastliðið ár hafa þau bæði ver ið tímum saman frá verki og undir læknishendi. Sú spurn- ing hlýtur því að leita æði fast á þá, sem til þekkja, hvað sé framundan hjá þessu fólki og sérstaklega systrunum tveimur, sem öllum, er þeim hafa kynnzt, þykir vænt um. Samfélagið hef- ur mikla ábyrgð gagnvart þeim, og þær njóta vissulega þess stuðnings, sem lög mæla fyrir um í formi trygginga o. þ. h., en það hlýtur að hrökkva skammt, þegar starfsfúsar hendur for- eldranna geta ekki lengur lagt sitt lið. Það er því hugmynd okkar, sem undir þetta ritum að leita til landsmanna allra með beiðni um fjárhagslegan stuðning handa stúlkunum báðum. Það þeirra hið ástúðlegasta og eign- uðust þau tvö börn: Einar Júl- íus og Önnu Kristínu, sem lengst hafa dvalið með foreldr- um sínum. En all-löngu áður en Hallgrímur kvæntist, eignað ist hann eina dóttur, Láru, sem gift er Valdimar Thórarensen á Akureyri. Um það leyti sem Hallgrímur réðst til nýbýlastofnunar skali yfir atvinnukreppa um allan heim með miklu verðfalli á land búnaðarvörum, og má nærri geta hversu geysilega örðugt þá hefur verið að halda í horfinu og standa straum af slíkum framkvæmdum. Því að ekki var nóg að byggja íbúðarhúsið. Einn ig þurfti að byggja útihús og peningshús og ráðast í miklar nýræktir. En með feykilegri at- orku klauf Hallgrímur þetta allt án þess að kikna og áttu þó margir fullt í fangi á þessum ár um með að flosna ekki upp af jörðum sínum. Það hjálpaði hon um, að hann var bæði verklag- inn og hagur til hvers, sem vinna þurfti. Til dæmis reisti hann byggingar sínar að mestu leyti sjálfur, og smíðaði allt, sem til þurfti, enda léku honum slíkir hlutir í höndum. Hann var líka vel skurðhagur og þannig listfengur með mörgum hætti.. Svo mikill ákafamaður var hann til vinnu, að oft unni hann sér naumast svefns eða matar, enda var hann lengst af einyrki framan af ævi. Og þar sem hann var aldrei sterkbyggð ur líkamlega má vera, að vinnu kapp hans hafi átt þátt í því, hversu snemma heilsan bilaði. Á yngri árum var Hallgrímur glaðlyndur maður ög vann mik- ið með ungmennafélaginu í sókninni, og ævinlega var hann boðinn og búinn að hjálpa til með samkomur, sem haldnar voru á Munkaþverá, hvort held er ekki nauðsynlegt að lýsa þeirri þörf, sem knýr á. Hún er öllum hugsandi mönnum svo augljós. Við minnumst konu einnar, sem gaf dálitla fjárhæð til mál- efnis, sem þessu er mjög skylt og mælti þá þessi orð: „Þessir peningar eru frá mér og manninum mínum. Þetta er að vísu ekki há fjárhæð, en okkur langar til að gefa þetta sem örlítinn þakklætisvott fyrir það, að við eigum hraust og á allan hátt heilbrigð börn.“ Við þykjumst þess fullvissir, að allir á íslandi, sem eins er ástatt fyrir, vilji taka undir með þessari konu og láta eitt- hvað af hendi rakna til lömuðu systranna á Sauðárkróki, — og ekki aðeins foreldrarnir, held- ur við öll, sem eigum svo margt að þakka þeim, sem gaf okkur lífið og allar gjafir þess. Blöðin munu veita gjöfum móttöku. Sömuleiðis treystum við sóknarprestum landsins til þess að gera það og koma þeim til einhvers okkar, en við mun- um að sjálfsögðu einnig taka við slíku milliliðalaust. Þörfin er margvísleg, og minnumst þess, að kornið fyllir mælinn. Ingvar Gýgjar Jónsson, Gýgjarhóli, Skagafirði. Kristmundur Bjarnason, Sjávarborg, Skagafirði. Þórir Stephensen, Sauðárkróki. ur þurfti að æfa söng eða leik. Naut þar og iðulega ágætrar að- stoðar konu hans, sem samrýmd var honum í þessu sem öðru. Organleikarastarf sitt rækti hann með frábærri samvizku- semi, alúð og smekkvísi og vildi aldrei vamm sitt vita í því embætti fremur en öðru, sem honum var á hendur falið. V.ar þó geysilega örðugt að fást við kirkjusönginn áður en kirkju- kórar voru stofnaðir, og aldrei að vita, hvaða fólk fást kynni til söngsins hverju sinni. Lagði hann sig fram um að fá fólk til að æfa með sér sálmalögin, en á ýmsu lék með söngkraftana áð- ur en fast skipulag komst á þetta mál. Að eðlisfari var Hallgrímur fremur hlédrægur og ógefinn fyrir að skipta sér af annarra högum, en eins og margir menn, sem hafa listrænt upplag var hann mjög tilfinninganæmur og stundaði það lítt að troða sér fram. Án efa hafði hann frábært. söngeyra og unun mikla af tón- list, enda notaði hann hverja stund, er hann hafði aflögu frá hversdagsstörfum, við hljóðfær ið meðan heilsa entist. Fenginn var hann stundum til að leika undir fyrir söngflokka. Með þakklæti minnist ég margra ára samstarfs okkar Hallgríms við guðsþjónustur að Munkaþverá. Hann var mjög öruggur organisti, og ljúf- mennska hans, alúð og sam- vinnuþýðleiki brást aldrei. Eft- ir að hann lét af starfi sínu við kirkjuna, undi hann sér enn við hljóðfærið, meðan hann hafði snefil af heilsu, en þegar hann treysti sér ekki til þess framar, var tónlistin í útvarpinu hans huggun. Svo kom tími, þegar hann orkaði naumast að gefa henni svo sem nokkurn gaum. Þá lá hann og starði annars hug ar út í bláinn, eins og hann væri að hlusta á sönglist úr annarri veröld. Mér kom í hug vísubrot frá löngu liðinni tíð, lítið breytt: Löng var leiðin og gatan var þröng, einatt heyrði hann klukkna- hljóð og fagran söng. Ég er sannfærður um, að eng um verður heimkoman ljúfari og unaðslegri en þeim, sem á krossgöngu sinni hafa stöðug- lega heyrt „klukknahljóð og fagran söng“ eilífðarinnar. Þessi heillandi seiður vex og verður að voldugri hljómkviðu, þegar efnismúrarnir hrynja, himnarn- ir opnast, og friður Guðs, scm er æðri öllum skilningi, streym- ir inn í hjörtun. Benjamín Kristjánsson. •11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111* | Skyttur þurfa próf i SAMEIGNARBÆNDUR hrein dýrahjarðar í Voss-héraði vinna nú að því, að herða á kröfum sínum um skotfimi þeirra, sem taka þátt í hrein- dýraveiðum á haustin. Reynsl- an hefur sýnt, að allmörg dýr komast undan illa særð og slös- uð, sökum vankunnáttu skot- manna í meðferð skotvopna. Er nú krafizt raunverulegra skot- prófa, og ekki aðeins á föst skotmörk (skífu). Er talið, að það sé eina ráðið til að útiloka skot-glópa á hreindýraslóðum! Þessu hefur einnig verið hreyft hér heima, og þyrfti að herða enn betur á þeim hnútum á okkar vettvangi! □ Frá Prestafundinum Helztu ályktanir fundarins voru þessar: 1. „Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis lýsir ánægju sinni yfir endurbótum þeim, sem nú fara fram á Hóladómkirkju und ir umsjón og að fyrirlagi þjóð- minjavarðar. Jafnframt býður félagið starf andi Hólanefnd samvinnu um væntanleg hátíðahöld í tilefni 200 ára afmælis kirkjunnar 1963.“ 2. „Aðalfundur Prestafélag Hólastiftis leyfir sér að beina þeirri áskorun til biskups, að Prestastefna íslands verði hald- in að Hólum sumarið 1963.“ 3. „Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis skorar á kirkjustjórn ina að hraða sem mest endur- skoðun allrar hinnar kirkjulegu löggjafar." 4. „Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis lýsir ánægju sinni yfir útkomu „Tíðinda“, tímarits félagsins, og þakkar vígslu- biskupi starf hans og fram- kvæmd í því máli. Jafnframt felur fundurinn stjórn félagsins að athuga mögu leika þess, að næsta hefti tíma- ritsins komi út á 200 ára af- mæli Hóladómkirkju 1963.“ 5. „Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis ítrekar kröftuglega fyrri samþykktir sínar um full- komna endurreisn Hólastóls." Fundurinn minntist tveggja manna, nýlátinna, sem báðir hafa komið mjög við sögu kirkj unnar mörg undanfarin ár, Gústavs A. Jónassonar, ráðu- neytisstjóra, og Valdimars V. Snævarr, fyrrum skólastjóra, sálmaskáldsins. Kveðjur bárust frá öllum biskupunum syðra, herra Sig- urbirni Einarssyni, dr. Ásmundi Guðmundssyni og dr. Bjarna Jónssyni. Stjórn Prestafélagsins skipa eins og áður hinir fimm prófast ar stiftisins, og er vígslubiskup formaður. fund félags síns á Hólum um næstliðna helgi. Fjölmenni var á fundi þessum og þótti hann hafa tekizt mjög vel. Einkum var rómuð athöfnin í Hóladóm- kirkju á sunnudag, en þar pré- dikaði heiðursgestur fundarins, síra Sigurður Einarsson, skáld í Holti, og minntist sérstaklega hlutverks Hóla í langri þjóðar- sögu og hinnar miklu helgi staðarins. Inngangserindi síra Stefáns V. Snævarr á Völlum, um skyld ur presta varðandi framkvæmd ýmissa helgiathafna, var mjög fróðlegt og skemmtilegt og birt- ist að líkindum almenningi inn- an skamms. Erindi síra Finn- boga L. Kristjássonar um frum kristnina var fræðilegs efnis og aðallega ætlað prestunum ein- um, en margt gestanna hlýddi á það einnig, og var lokið á miklu lofsorði. Um aðrar helgistundir en SÓLBJARTAN vordag árið 1891, stóð brúðkaup í Hvassa- felli í Eyjafirði. Brúðhjónin voru Ingibjörg Benediktsdóttir heimasæti í Hvassafelli og Daniel Sigfússon frá Núpufelli. Voru þau gefin saman á Möðru völlum en eftir vígsluna riðu brúðhjónin og veizlugestir, sem voru margir, að Hvassafelli og var þar haldin veizla á heimili brúðarinnar að fornum íslenzk- um sið. Skemmti fólkið sér alla hina björtu vornótt við mat og drykk, söng, ræðuhöld og dans. Vinur brúðhjónanna, Bene- dikt Einarsson á Hálsi, sem þá var bezti hagyrðingur sveitar- innar, orti brúðkaupskvæði, sem hann flutti. — Tæpum átta árum síðar orti sami maður dán arljón eftir þenna vin sinn lát- inn. Ingibjöi'g Benediktsdóttir var fædd að Hvassafelli 6. júlí 1869. Foreldrar hennar voru heiðurs- hjónin Sigriður Tómasdóttir og Benedikt Jóhannesson. Bene- dikt hafði alizt upp í fátækt í stórum systkinahóp, en með dugnaði og framsýni komizt í Lárus Arnórsson á Miklabæ og síra Orn Friðriksson á Skútu- stöðum, en orgelleik annaðist Friðbjörn Traustason, kennari á Hólum og organisti dómkirkj- unnar. Síra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri sýndi skuggamynd- ir frá lútherska heimsþinginu síðasta í Bandaríkjunum, en síra Friðrik A. Friðriksson, pró fastur á Húsavík rakti ferða- minningar, hvorttveggja við góðar undirtektir. Fundarmenn sátu á laugar- dagskvöld boð prófastshjón- anna, síra Björns Björnssonar og frú Emmu Hansen, á hinu vistlega heimili þeirra, en ann- ars voru þeir báða dagana með gestum sínum í boði nýja skóla stjórans á Hólum, Gunnars Bjarnasonar, og konu hans, frú Svövu Halldórsdóttur, og höfðu dvöl í skólahúsinu. Var frábær gestrisni og alúð þeirra hjóna mjög til þess, að gera þessa daga ánægjulega. □ röð fremstu bænda. Hann var hjálpfús og ráðhollur sveitung- um sínum. Daniel Sigfússon var fæddur 1859, sonur Rósu Danielsdóttur og Sigfúsar Einarssoar Thorla- cius prests í Saurbæ. Þau hjón höfðu búið við sæmd í Núpu- felli 40 ár. Létu þau nú jörð og bú í hendur syni sínum, Daniel, sem var talinn með efnilegustu ungum mönnum sveitarinnar. Það stóðu því bjartar vonir til ungu hjónanna, enda brugðust þær ekki, þau fáu ár sem Daniel lifði. Bú þeirra blómgaðist vel og þau reyndust á allan hátt fær um að halda uppi þeim heiðri, sem heimilið hafði um langa tíð notið. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Sumarið 1898 kenndi Daniel vanheilsu, sem ágerðist og andaðist hann snemma á ár- inu 1S99. Þau hjón höfðu eignazt fjög- ur börn, tvö dóu kprnung en tvö eru enn á lífi. Sigríður, sem var elzt, fór til Ameríku og gift ist þar Einari Haraldssyni frá Einarsstöðum í Reykjadal, sem dáinn er fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust tvo syni, sem nú eru uppkomnir. Benedikt var yngstur systkin anna og hefur hann alla tíð ver- ið með móður sinni. Eftir dauða manns síns, flutti Ingibjörg aftur að Hvassafelli með börn sín, til móður sinnar og stjúpa Jóns Davíðssonar. Árið 1902 giftist hún í annað sinn Jóhannesi Olafssyni frá Ánastöðum. Jóhannes var greindur maður og góður bú- höldur. Þau bjuggu lengst í Melgerði ágætu búi, en árið 1930 brugðu þau búi og fluttu til Akureyrar. Þar keyptu þau húsið nr. 52 við Aðalstræti og bjuggu þar til dauðadags. Jó- hannes er dáinn fyrir nokkrum árum. Dóttir þeirra er Rósa Kristín gift Halldóri Jakobs- syni og búa þau í Aðalstræti 52. Einnig ólu þau hjón upp Elísabetu Jóhannsdóttur frá Möðruvöllum, sem þá hafði misst föður sinn og reyndust henni sem beztu foreldrar. Ingibjörg Benediktsdóttir var greind kona, yfirlætislaus og skapstillt. Hún kunni vel að gera greinarmun á fánýtu glysi og verðmætum lífsins, enda al- in upp á þeim tíma er fornar dyggðir voru í heiðri hafðar. Á sinni löngu ævi hafði hún mætt sorgum, sem hún tók með styrk trúarinnar og stillingu hugarfarsins. Ævi hennar virt- ist líða, sem straumlygn elfa að strönd dauðans. — Mörg síð- ustu árin lifði hún áhyggju- lausu lífi hjá börnum sínura, sem sýndu henni ást og um- hyggju til hinztu stundar. Hún andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 1. júlí 1961 og vantaði þá fimm daga upp á 92 ár. R. E. Preslafundurinn aS Hólum ll w.g'j ~ ■—r7 1 EINS og sagt var frá í fréttum, messuna sáu prestarnir, síra héldu norðlenzkir prestar aðal-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.