Dagur - 13.09.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 13.09.1961, Blaðsíða 8
8 r Olafur Magnússon aflahæsfur Hörður Björnsson aflakóngur á vertíðinni annar fiskur. Smábátaútgerðin er ekki heimtufrek á erlendan gjaldeyri og væri fróðlegt að fá á því glöggan samanburð við aðra útgerð. □ Geislagata 5 og gamla Linda seld ÁFENGISVERZLUN RÍKIS- INS hefur keypt gömlu Lindu, verksmiðjuhús Súkkulaðiverk- smiðjunnar Lindu, sem nú er að flytja í nýja verksmiðjubygg ingu við Hvannavallagötu. Þar mun staðsett útibú fyrir Áfengis- og tóbakssölu ríkisins. Búnaðarbanki íslands hefur keypt stórhýsi Kristjáns Krist- jánssonar, Geislagötu 5, og mun útibú bankans á Akureyri flytja þangað með vorinu og hafa þar aðalafgreiðslu og skrifstofur, sem nú er Markaðurinn. Þar verður rúmt um starfsemina. □ Laxaseyðum sleppt í Eyjafjarðará NÝLEGA var 12 þúsund laxa- seyðum sleppt í Eyjafjarðará, framan við Grund og allt fram 'fyrir Torfufellsá. Mun þessi á þá hafa fengið um 60 þús. laxa- •llllimiinMIMIIIIIMIIIIIMIIIIIIIItlllllllHIIIIIIIIIIIIIHM I : ] Hnuplað úr görðum | BORGARI á Oddeyri áttl tal við þlaðið í gær og kvartaði undan því, að bæði nú í sumar og undanfarin sumur væri eng inn friður með grænmeti í görð um, hvorki gulrætur eða kál. En nú eru það ekki rollurnar, heldur hnuplsnmir menn, sem þar eru að verki. □ seyði á tímabilinu 1953—1961. Stangveiðifélagið Straumar á Akureyri hefur Eyjafjarðará á leigu og er laxaræktin eitt samningsatriðið. Rannsókn þykir hafa leitt í ljós, að laxinn er að meðaltali 4 ár í fersku vatni, áður en hann gengur til sjávar úr ánni. Laxar, sem veiddust í þessari á 1958 og 1959 höfðu verið 1—2 ár í sjó. Allmargir laxar veidd- ust í Eyjafjarðará í sumar, og fleiri á Pollinum en áður. Laxaseyðin, sem r.ú var sleppt í ána, voru frá klakstöð- inni við Elliðaár og kostuðu 600 krónur þúsundið þar syðra. □ Elzti trjágarðurinn á íslandi Á sunnudaginn voru sjómenn í landi, en trillur þeirra bundnar við hafnargarðinn. (Ljósm.: E. D.) MOKAFLIVAR A HÚSAVlK ISUMAR ÞEIR HAFA drjúgar tekjur trillueigendurnir á Húsavík. — Þótt hér verði ekki talið fram til skatts fyrir þá, er það deg- inum ljósara, hve mikil verð- mæti þeir draga úr djúpi, sem bæði þjóðarbúinu og þeim sjálf um er hagfellt. Um 50 innleggjendur veita mikla atvinnu í landi, og svo mikla, að vex-zlunar- og skrif- stofufólk staðarins verður oft að hlaupa undir bagga við fiskaðgerð til að forða algex-ri stöðvun og hrekkur þó tæpast til. í allt sumar hefur verið góð- ur afli, stundum mokafii. Flestir róa einir og hafa annað hvort línu eða færi, nota sild til beitu á línuxxa, en kúfisk á færi. Skelpiógana er farið að nota á ný til beituöflunar, eins og áður tíðkaðist. Fréttamaður var staddur á Húsavík um helgina og hafði þá tal af nokkium sjómönnum. Meðal þeirra var Helgi Krist- jánsson, sem staddur var í bát sínum niður við hafnargarð. Hann hefur róið einn með línu á fjöguri'a tonna trillu (Krist- jáni). Hann aflaði fyrir 60 þús. kr. í ágúst, 56 þús. í júlí, 49 þús. í júní og vonaði að september yi'ði bezti mánuðui'inn. Frysti- hxisið tekur við fiskinum á bryggjunni. Þeir, sem handfæri nota, afla minna, en spara sér beitukostnað og mikla vinnu í landi. Við hafnargarðinn lá 17 tonna dekkbátui'. Hásetahluturinn á honum í einn mánuð í sumar var 40 þús. ki'ónui'. Þessi dæmi, sem hér eru nefnd, eru að sjálfsögðu ekki tekin af verri endanum, en þau geta þó gefið nokkra skýringu á því, hve margir vilja um þessar mundir hefja smábáta- útgerð víða á Noi'ður- og Norðaustui'landi. Og vert er að minnast þess hve smábátafisk- urinn er yfii'leitt góð vara og kemur fei'skari að landi en SÍÐDEGIS í gær lagðist Ólafur Magnússon EA 250 að Toi'funes bryggju á Akureyri og er hætt ur síldveiðum. Hann veiddi fyi-stu Noi'ðui'landssíldina 13. júní, 528 mál og tunnur, 25 sjómílur austur af Horni og síð ustu síldina 470 tunnur 10. sept. 100 sjómílur austur af Dala- tanga. Sú síld var fallegasta síld in á sumrinu og var hún öll sölt uð. Ólafur Magnússon er riý.jasta skip Valtýs Þorsteinssonar út- gerðai'manns á Akureyri. Blaðið hitti Hörð Björnsson skipstjói'a á hinu aflasæla skipi í gær. Hvað ertu búinn af afla mik- ið? 22.364 mál og tunnur. Aflaverðmæti? Það mun vei-a nálægt 3,4 milljónum króna, en hásetahlut er ekki búið að reikna út. Ellefu þúsund tunnur fóru í salt og frystingu. Af hverju einkenndust veið- arnar mest í sumar? Góðri tíð, meira síldarmagni Gömlu trén að Skriðu Á ÁRUNUM 1820—1830 gróð- ursettu Þorlákur Hallgrímsson og Bjöi'n og Jón, synir hans, allmörg ti'é í Ski'iðu og Foi'n- haga í Hörgái'dal. Lifa sum þeirra ennþá. 10. júlí 1839 kom Jónas Hallgrímsson skáld að Skriðu og segir svo frá: „Á þessum fagra bæ býr Þorlákur Hallgrímsson dannebrogsmað- ur, alkunnur fyrir vel heppn- aðar tilraunir í garðyrkjunni. Hann er nú gamall maður, 85 ára, en mjög fjörugur og kvik- ur. Hann sýndi mér garða sína fullur áhuga. Einkum var hann ánægður með reyniviðartrén sín, enda eru þau mjög grósku- mikil. Þau eru öll sprotar af hinni frægu Möðrufellshríslu, sem er ævagömul og stór, villt hrísla. Um hana eru þjóðsögur. Þorlákur hafði líka gróðursett dálítil bjarka-trjágöng. Virtust bjarkirnar í góðum vexti, en eru allar mjög kræklóttar. All- ar bjarkirnar eru teknar úr niðurnníddum, deyjandi kjarr- skógi.“ (Miðhólsstaðaskógi?) „Það er gott að mæta slíkum manni, sem vinnur hress í huga og trúir á betri tíma“ — segir Jónas að lokum. (Þýtt úr dag- bókum hans.) Stefán Stefánsson grasafræð- og Fornhaga í Hörgárd. ingur mældi trén í Skriðu og Fornhaga 29. júlí 1888. Voru þá trén í Fornhaga 6 að tölu, allt reynir, hæð 10—16 fet. í Skriðu var hæsta birkitréð 20 feta hátt og tveir stærstu reyniviðirnir líka 20 feta háir. — Haustið Magnús Friðfinnsson stendur liér við stofn eins af göinlu trjánum. (Ljósinynd: E. D.) 1949 mældi Ingólfur Guð- mundsson kennari og bóndi í, Fornhaga trén þar og í Skriðú. Lifðu þá aðeins 3 gömul reyni- tré í Fornhaga, tvö höfðu fallið síðan 1939 og eitt nokkru áður. Hæsta reynitréð mældist 7,60 m. á hæð. (16 ung reynitré voru gróðursett í Fornhaga 1943.) í Skriðu lifðu 11 gömul reynitré og 3 birki. Mældust hæstu reynitrén 10,65, 10,50 og 10,46 m. há, en hæsta björkin 7 m. — Undirritaður kom snöggvast að Skriðu 29. júlí 1961. Lifa nú 7 gamlir reyniviðir, gildir og laufmiklir — um 11 m. á hæð. Einn féll í krapahríð fyrir tveim árum. Aðeins 1 gamalt birkitré hjarir ennþá, annað er nýlega dautt. Upp með stofnum gömlu reyniviðanna vex fjöldi rótar- sprota — og einnig upp af rót- um löngu fallinna trjáa. Þau viðhalda lífinu enn á þennan hátt. Margir rótarsprotar hinna öldnu reyniviða hafa verið gróðursettir í Skriðu og víðar. Allmikið reyniviðarfræ hefur og verið flutt frá Skriðu, m.a. að Vöglum í Fnjóskadal. Vaxa nýir afkomendur Möðru- fellshríslanna frægu nú ef- laust hér og hvar um landið. — Trjágarðurinn í Skriðu hefur nýlega verið stækkaður og girtur vandlega. Sæmir vel að hlúa að elzta trjágarði á ís- láncH, Hann er nú 130—140 ára (Framhald á bls. 7) Hin elzíu ræktuðu tré á íslandi í trjágarðinum við kæinn Skriðu í Hörgárdal. (Ljósmynd: E. D.) en áður og stórum torfum. Leit artæki verða sífellt fullkomnari og veiðitæknin eykst og er kraftblökkin gott dæmi um það. Hörður Björnsson, skipstjóri. Hvað er til marks um stóru köstin? Skipstjórinn flettir skipsbók- (Framhald á bls. 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.