Dagur - 04.10.1961, Page 8

Dagur - 04.10.1961, Page 8
8 iiiiiiiiiimiiiiii 1111 iii iii i n 1111111 n 1111111111 iiiiimiiiiiiinii iimmmmiimmmmimi immmmmmmi Sókn í alvinnumálum I I Kornrækt yndirbúin í S.-Þing. EINHVERN TÍMA kann að því að koma, að fulltrúafundur sá hinn fjölmenni, sem Jóliann Skaptason, sýslumaður Þingeyinga, boðaði til og haldinn var á Húsavík 24. sept., um virkjun Jökulsár á Fjöllum, verði talinn til mikilla viðburða í sögu Norðurlands á 20. öld. Sveitarstjórnum öllum, í báðum Þingeyjar- sýslum, svo og bæjarstjórn Húsavíkurkaup- staðar, var boðið að senda fulltrúa á fund þennan. Svo mikill áhugi reyndist nú vera fyrir máli því er ræða skyldi, að mættir voru, auk allra bæjarstjórnarmanna á Húsavík, fulltrúar frá sjö hreppum í N.-Þingeyjarsýslu og 9 hrcppum í S.-Þingeyjarsýslu, samtals á sjöunda tug manna, er þannig voru til kvadd- ir. Fulltrúa vantaði aðeins úr tveim fámenn- ustu hrcppunum, Hólsfjalla- og Flateyjar- hreppum, og munu menn þar ckki hafa átt heimangengt eins og á stóð. Var raunar ann- ríki alls staðar mikið um þessar mundir, er heyskap var að ljúka á erfiðu sunu-i, en göng- ur og sláturtíð að hefjast. I öllum þeim ræðum, sem flultar voru á fundinum, kom fram einhugur og einbeittur vilji fyrir því, að Jökulsárvirkjunin verði næsta stórvirkjunin, sem ráðist verður í liér á landi. Sami einhugur og sami vilji kom fram í ályktun þeirri, sem gerð var í fundar- lok. Sú ályktun hefur nú verið birt, einnig í blöðum höfuðstaðarins, a. m. k. í sumum þeirra, og ríkisútvarpið hefur birt útdrátt úr henni. Ráðamenn í Reykjavík eru farnir að hafa orð á því þessa dagana, að svo virðist, sem Norðlendingar séu að hefja sókn í því stór- máli, sem hér er um að ræða. Húsavíkurfundurinn sýndi það líka fullvel, að sókn er hafin. Sókninni þarf að halda áfram. Þess mætti ekki verða mjög langt að imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin*ii**i**iii**i*ii*i**iiii'iii,n**i"ii**'i:**u,**i*'ii"i*'**'** bíða, að bæjarstjórn Akureyrar og sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu eða sveitarstjórnir láti einnig sínar raddir heyrast í þessu máli — eða aðrir aðilar á þessu svæði. Munu þá fleiri á eftir fara. Norðlendingar mega vera þess minnugir, að þeim hefur áður, og ekki fyrir mjög löngu, tekizt að knýja fram réttlætis- og framfara- mál, sem höfuðstaðarvaldinu var þó ekki að skapi, því þar þótti Norðurlandi haldið um of til jafns við höfuðstaðinn. Menntaskólinn hér á Akureyri er vitni þess, að slíkt mál var hægt að vinna fyrir 30 árum með einhug og atorku. Það hefði á sínum tíma verið hægt að láta það mál niður falla, cnda tapa því, ef sú minnimáttartilfinning, sem stundum lamar áræði manna, hefði þá orðið ráðandi á Norðurlandi. Nú finnst flestum sjálfsagt, að menntaskóli sé á Akureyri, og margir hafa gleymt hinni hörðu baráttu, sem eitt sinn var um það mál. Björn Sigfússon háskólabókavörður í Rvík hefur nýlega ritað í tímarit Þjóðræknisfélags- ins, Andvara, langa og athyglisverða grein um „vaxtaráætlun vegna mannfjölda á ís- landi“. Hann heldur því þar fram, að á Norð- urlandi verði að koma „stórvirkjanir og mann sæmandi iðnvæðing“, og að „með því eina inóti gæti Norðurlandi haldizt á fjölgun sinni vægi og verka nyrðra á 21. öld“ segir Björn. Réttsýnir menn og framsýnir eru sem bet- ur fer margir í þessu landi. Og stuðnings- menn Norðurlands í þessu máli munu fleiri verða, er stundir líða, einnig í Reykjavík, ef rétt og einarðlega er á lialdið. Og það mega Norðlendingar vita, að ef þeir vinna ekki sjálfir að sínum málum, gera aðrir það ekki. □ “ „Það, en ekkert smærra veitir mót næga undirbúningsorku til hlut- KORNRÆKTARÁHUGI hefur glæðst síðustu ár um land allt meðal bænda og hefur áður verið sagt frá stærstu korn- •iiiiíllMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiliiiiii "* «. “ | Undirrituðu eitur- | I lyfjasáttmálann f 64 RÍKI, þeirra á meðal Dan- mörk, Finnland, Noregur og Sviþjóð, höfðu undirritað sátt- málann um eiturlyf 1. ágúst sl., samkvæmt tilkynningu frá lög- fræðiskrifstofu Sameinuðu þjóð anna. Sáttmálinn var saminn með það fyrir augum að hann komi í staðinn fyrir hina mörgu sáttmála milli tveggja eða fleiri ríkja um eftirliit með framleiðslu og sölu eiturlyfja. ræktarlöndunum og uppskeru- horfum á þessu hausti. Fyrir nokkru fengu áhuga- menn í S.-Þingeyjarsýslu dr. Björn Sigurbjörnsson til skrafs og ráðagerða um kornrækt. Skoðaði hann væntanleg korn- ræktarlönd og gaf leiðbeiningar. Nokkrir bændur hyggja nú á kornræktarsamvinnu. Er fyrir- hugað að brjóta 30—40 hektara lands nú í haust, ef tími vinnst til, og búa undir sáningu næsta vor. Þeir staðir, sem helzt er ráðgert að byrja á, eru í landi Einarsstaða, Oxarár og Ljósa- vatns. Aðal hvatamaður þessa er Bjarni Pétursson bóndi á Foss- hóli, en hann hefur vestanhafs kynnzt öðrum búnaðarháttum en hér tíðkast. □ Haustverð á landbúnaðarvörum 11111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiin HINN 28. sept. varð loks sam- komulag um haustverð á land- búnaðarafurðum í sexmanna- nefndinni. Þótt úrskurður væri kominn um heildar-verðgrund- völl, stóð á því að ákveða hlut- fall milli kjöts og mjólkur, svo og dreifingarkostnaði. Nú er verðið fastákveðið og er sem hér segir: Heildsöluverð á fyrsta flokks dilkakjöti hækkar úr 17.24 kíló- ið í 21.65. Verð á súpukjöti í smásölu verður 27.50 í stað 22.00 áður. Slátur með sviðnum haus kostaði í fyrra 34.30, en verður nú kr. 36.50. Brúsamjólk hækkar í útsölu úr 3.32 í 3.90, en flöskumjólk úr 3.52 í 4.15. Heilflaska af rjóma hækkar úr 42.27 í 46.25, pkyr úr 10.60 í 11.60, smjörkíló úr 57.40 í 69.00 og 45% ostur úr 56.85 í 63.30. Verð til bænda hækkar sam- kvæmt úrskurði yfirnefndar um verðlagsgrundvöllinn. Þeir fá kr. 4.71 fyrir mjólkurlítrann í stað kr. 4.18 áður, hækkun 12.6% og 23.05 fyrir dilkakjötið í stað 19.69 áður, hækkun 17.06%. Verð, sem bændur fá fyrir aðrar afurðir, hækkar yfirleitt Fimm kindur sultu í hel i Tungufellsgili Stórutungu í Bárðardal 30. sept. í fyrrinótt gránaði aðeins í byggð í Bárðardal framanverð- um, og er það í fyrsta sinn á þessu hausti. Heyskap er nýlega lokið og sláturtíð stendur yfir. Bárðdælingar flytja sláturfé sitt til kaupfélaganna þriggja, KÞ, KEA og Kaupfélags Svalbarðs- eyrar. Fé mun vera í rýrara lagi. Þó er það misjafnt. Tvennum göngum er lokið í Vesturafrétt, þ. e. afréttarlönd- um vestan Skjálfandafljóts, fram af Bárðardal. í öðrum göngum íundust í Tungufellsgili 5 kindur soltnar til dauðs. Tungufellsgii er fremst í Mjóadal. Kindur þess- ar, sem voru tveir veturgamlir hrútar frá Bólstað og tvílembd ær frá Litlu-Völlum, höfðu lent í sjálfheldu, og er ekki vitað, að þetta. hafi áður við-borið á þess- um slóðum. Ærin frá Bólstað, sem gekk í tvo vetur og náðist í fyrrahaust og birt var mynd af þá í Degi, var nú tvílembd í vor sem leið og átti fallega hrúta. Henni var sleppt á fjall með öðru fé í vor. Hún kom nú fyrir í öðrum göngum með annan hrútinn og vóg hann 106 pund. Hinn heimtist einnig, en hafði ekki gengið undir í allt sumar, og var líka mjög vænn. I Austurafrétt er búið að ganga einu sinni. Mikið er unnið að vegabótum í haust, allt fyrir lánsfé, því að ekki var neitt fé veitt til nýrra þjóðvega á þessu ári í Bárðar- dal. Vegurinn var kominn fram að Sandhaugum, vestan Fljóts- ins. Byrjað var þar nú og haldið suður. Að austan verður einnig unnið í haust og væntanlega hjá Sandvík og Hrappsstöðum. Einnig er töluvert unnið að endurbótum á sýsluvegum. En sýsluvegir eru fremst í Bárðar- dal, beggja megin Fljótsins. Við þær vegabætur er notuð stærsta j arðýta j arðræktarsambandsins Þorgeirsgarðs. Með þeirri jarð- ýtu hefur einnig verið brotið mikið land til ræktunar í daln- um. Ekkert er byggt af íbúðar- húsum í hreppnum, en byggð er hlaða á Hvarfi, önnur á Arnarstöðum ásamt fjárhúsi, hlaða á Sandhaugum og önnur á Lækjavöllum og á Halldórs- stöðum 2 er byggt fjós. Verið er að byggja rafstöð í Stóru- Tungu og dieselrafstöð var komið upp á Bólstað. Endur- byggð er rafstöð í Svartárkoti og að nokkru leyti á Bjarna- stöðum. Unnið hefur verið við skólahúsið nýja í sumar við einangrun og miðstöð, og búið er að setja þar niður dieselraf- stöð. Vonir standa til að kennsla hefjist þarna næsta vetur. □ Vilja ódýrara kjöt Hrísey 2. október. Undanfarið hafa verið ógæftir og sjórinn lítið sóttur, þar til í dag, að allir eru á sjó. Undanfarið hafa menn verið að slátra og taka upp kartöflur. Kartöflugras er eklci fallið ennþá og hafa því kartöflur verið að vaxa. Féð er fremur rýrt, og nú á að fækka því til muna. Menn vilja ógjarna boi'ða mun dýrara kjöt af eigin fé, en hægt er að kaupa það fyrir niðurgreitt í verzlun- um. □ Réttum er lokið Blönduósi 2. október. Féð er með rýrai'a móti. Ekki er ljóst hvað veldur, og eru menn ekki á eitt sáttir hvað það snertir. Ollum réttum er nú lokið á þessu hausti. í gær voru hrossa réttir í Auðkúlurétt og Undir- fellsrétt í Vatnsdal. Yfirleitt fengu menn mjög sæmilegt gangnaveður í haust og urðu ekki fyrir hrakningum eða verulegri vosbúð að þessu sinni. Kartöflugrasið er loks að falla nú síðustu daga. Uppskera garðávaxta er fremur góð. Að- eins einu sinni hefur gránað í fjöll og er það sjaldgæft að ekki hafi oftar gránað í október- byrjun. Hey mun víðast hvar komið í hlöður, en heyskapur var mjög tafsamur, þótt veður hafi að öðru leyti verið sæmilegt. □ Fé drepst úr bráðapest Sauðárkróki 2. október. Slátr- un stendur yfir og var áætluð sláturfjártala hjá kaupfélaginu 38 þús. fjár, en 8 þús. hjá verzl- unarfélaginu. Féð er að hrynja niður úr bráðapest. Vænleiki mun ekki vera meiri en í með- allagi, að því er bændur álíta. Heyskap mun víðast lokið, en þó er ekki alls staðar hirt til fulls. Skólarnir byrja nú í vikunni. En margir unglingar eru í vinnu, t. d. á sláturhúsunum, og er skólasetnir.gu því ekki hrað- að. □ Verð á síldarmjöli VERÐ á síldarmjöli á innlend- um markaði hefur verið ákveð- ið kr. 485.00 pi'. 100 kg fob. verk smiðjuhöfn, miðað við, að mjöl- ið sé greitt fyrir 1. nóvember næstkomandi. □ um 13.5%, að undanskildum gærum og ull, sem hækkar nokkuð meira. Framangreint verð á kjöti og mjólk er við það miðað, að rík- issjóður greiði niður verðið til neytenda, sem svarar kr. 7.80 á hvert kg. dilkakjöts og geldfjár- kjöts og mjólkurlítrann um kr. 2.72. Samkvæmt yfirlitinu hækk- aði verðlagsgrundvöllurinn um 14.5%, en það jafngildir 13.5% hækkun til bænda. □ •IIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIil* | Skrýtin uppskera | Sigfús Arelíusson á Geldingsá fékk þesca dularfullu, nær 700 gr. kartöílu úr garði sínum í haust.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.