Dagur - 14.10.1961, Blaðsíða 6

Dagur - 14.10.1961, Blaðsíða 6
6 •■lllilllllllllltlllt|llllllllllll)lllllll«lllltllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll>llllllllllllllllllllllllll|l|lllljllj I Við ramman reip að drsga | HÆGT OG BÍTANDI lagast skipulag og eftirlit með meðferS og gæðum fiskafurða okkar. Eftirlitsmenn sölusamtakanna, verkstjórar og aðrir, sem að þessum málum starfa, geta vissulega ekki búizt viðrað sjá mikinn árangur af störfum sín- um eftir. skamma stund, en þeg- ar til lengdar lætur mun árang- urinn koma í ljós. Oft fallast þessum mönnum hendur vegna þess kæruleysis sem sumt fisk- vinnslufólk sýnir í meðferð fisksins. Skal hér tekið lítið dæmi, sem sýnir sorglega, hve hugsunarleysið og kæruleysið getur verið algert, og hve sinnu laust fólkið er fyrir því, hvernig það meðhöndlar verðmætin. Sagan er úr einu frystihúsi landsins, og því miður er hún sönn: í sumar kom eftirlitsmað- ur í frystihús og tók til skoð- unar af framleiðslu hússins á sl. vertíð. í Ijós kom, að undir- vigtar gætti, svo að stærra sýn- ishorn var tekið og gerð athug- un á því, hve mikil brögð væru að undirvigtinni, en eins og kunnugt er, þá er það mjög al- varlegt mál, ef pakkar með til- skilinni, áprentaðri vigt, stand- ast hana ekki. Málið reyndist svo alvarlegt, að flokka varð og vigta mikið af birgðum húss- ins. Undirvigtarfiskinn verður síðast að selja á niðursettuverði og verður tap frystihússins þannig mikið. Framkvæmda- stjórinn vildi ekki una því að taka tapi sínu án þess að fá skýringu á því, hvers vegna undirvigt þessi ætti sér stað, en slíkt hefur aldrei áður komið fyrir í umræddu húsi. Það gerði málið illskiljanlegt, að sama konan hefur séð um vigtun í frystihúsinu í meira en 10 ár og reynst mjög nákvæm og örugg í starfi sínu. Framkvæmdastjór- inn.setti því af stað eins konar rannsókn á málinu og komst hann loks að hinu sanna. Sök- um veikinda aðalverkstjórans, starfaði nýr og ungur verkstjóri á vertíðinni, en hann reyndist eiga erfitt með að hafa hemil á fólkinu, sérstaklega ungu stúlk- unum, sem voru honum mjög erfiðar. Konan, sem sá um vigt- unina, Sigga gamla, varð mjög fyrir barðinu á stúlkunum, en áður hafði aðalverkstjórinn haldið þeim í skefjum. Það kom í ljós, að ein aðalskemmtun stúlknanna var fólgin í því að erta Siggu gömlu með því að stela litlu lóðunum af voginni! Þegar þetta var komið fram í málinu, voru stúlkurnar spurð- ar að því, hvort þær hefðu ekki gert sér grein fyrir því, að þetta athæfi gæti haft alvarleg- ar afleiðingar? Ekki höfðu þær gert sér neina grein fyrir því, vegna þess, að „við vorum bara að stríða henni Siggu gömlu“. Við gætum sagt fleiri sögur þessu svipaðar, en látum nægja í bili, því að við vitum, að hún getur ýtt undir grun margra um það, að íslendingar eigi marga áratugi í land með að geta kall- að sig „háþróaða iðnaðarþjóð.“ (Sjáv. S. í. S.). ALLIR EITT KLÚBBURINN hefur vetrarstarfsemi sína með dansleik í Alþýðu- húsinu 1. vetrardag (laug- ardaginn 21. þ. m.) kl. 9 e. h. — Félagsskírteini verða afhent á sama stað miðvikudaginn 18. þ. m. kl. 6—8 e. h. og borðum ráðstafað. — Eldri félagar sitja fyrir miðum þann dag. — Fimmtudaginn 19. þ. m. verða nýjum félög- um seldir miðar kl. 6-8 e. h. Stjórnin. HERBERGI í miðbænum til leigu. Georg Jónsson, Gránufélagsgötu 6. • Sími 1233. ÍBÚÐ Hjón með 2 börn vantar 2—3ja herbergja íbúð strax, húshjálp, ef óskað er. — Upplýs. í Gránufé- lagsgötu 18, niðri að sunnan, eftir kl. 7 e. h. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. Til sölu: TVÍBREIÐUR DÍVAN (vel með farinn) Verð kr. 700,00. Uppl. í síma 2388 milli kl. 7 og 8 e. h. Til sölu: ÚTVARPSTÆKI fyrir þurrlilöðu. Ný uppgert. Þór Þorvaldsson Gránufélagsgötu 7, uppi TIL SÖLU ÓDÝRT: Þvottavél Þvottapottur Rafofnar Ryksuga Borðstofuborð og stólar Saumavél handsnúin Mótorhjól. Sínri 1363. TIL SÖLU sem nýr 10 skota Remington-riffiil með sjónauka. Hentugur í rjúpur. Valdimar Gunnarsson, Böðvarsgarði, Fnjóskadal. & ^lýkS^: BIFREIÐAKENN SLA Kenni bifreiðaakstur. Georg Jónsson (BSO), heimasími 1233. CHEVROLET-BlLL, 6 manna, árgerð 1957, til sölu. Skipti á minni bíl koma til greina. — Einnig vatnskas&i í Ford- Junior. Indriði Sigmundsson, sími 2725. TIL SÖLU Opel Caravan 1955. Uppl. í síma 1781 eftir kl. 6 e. h. BÍLAR TIL SÖLU Nokkrir 4—6 manna bílar, af ýmsum gerðum, til sölu. Höskuldur Helgason, sími 1191. TIL SÖLU Rússa-jeppi í ágætu lagi, með nýju stálhúsi. Skipti koma til greina. Uppl. gefur Rögnvaldur Rögnvaldss., sími 2158. TIL SÖLU Kaiser sex manna, árgerð 1954, með útvarpi, mið- stöð og toppgrind. Selzt ódýrt, ef samið er strax. Uppl, í síma 2469. AUGLÝSÍÐ í DEGI Við höfum að sjálfsögðu afla NÝLENDU- og HREINLÆTIS- VÖRU, KJÖT, FISK, BRAUÐ; MJÓLK; SÆLGÆTIS-og TOBAKSVORUR, OL og GOSDRYKKI. Þar að auki höfum við: FRÁ JÁRN- OG GLERVÖRUÐEILD: FRA SK0BUÐ: FRA SJOFN: Skrifhlokkir Stílabækur Reiknibækur og ýmis önnur ritföng. Gúmmískófatnað Polytex-málningu o. fl. og kuldaskó. FRÁ VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD: FRÁ VEFNAÐARVÖRUDEILD Vinnufatnað, sokka o. fl. r Ymis plast-búsáhöld Skálasett, pollapör og rnargt fleira

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.