Dagur - 14.10.1961, Blaðsíða 1
M V1.(.\(,N l'líAMSÓKNAK.MAWA
R'isijóui: Kuiincck Dayíijsnon
Skiui .vi oi í HAKNARS'niarn 90
Simi 1166 . SirrNiNcu oc trí:njun
A.NNAST PRKNTA'XIRK OdDS
Bj(>rns>onar h.t. Akiíkkvri
XLIV. árg. — Akureyri, laugardaginn 14. október 1961 — 48. tbl.
Auc.i.ýninca.>tjóki: Jás Sam-
ÚEX.NSO.N , ÁkGANCTRINN KOSTAR
j KR. 100.00 . C)Ai.r>DA(;r er 1 ji K!
Bi.AÐIB KíAHl; TT Á MlDVIKtlDÖr.-
CM OC A l.ALC.ARUÍÍCU.M
ÞKCAR ÁSI'.T.DA þykír th.
L_________________________________,
LEIRHVERIR í ÖSKJU
NÝIR GUFU- OG
Jarðskorpan er víða sprungin
Ef fil vill er hraungos í aðsigi
Gufumökkurinn hylur hverinn. í kring bráðnar snjórinn vegna hins mikla jarðhita. Myndavél blaða-
konunnar stendur á sér, en liðkast í höndum Eiríks Ingólfssonar, trésmiðs. (Ljósmynd: E. D.)
HREYFINGAR I
J ARÐSKORPUNNI.
Á allstóru svæði umhverfis
hina rrýju hveri og allt suður að
Víti og Oskjuvatni eru nýjar
sprungur í hrauninu, en flestar
hggja þær þvert á fyrrnefnda
350 metra brotlínuna.
Ein sprungan var mjög djúp
og rúml. hálfur meter á breidd.
Á öðrum stað hafði landið sigið
um nokkra þumlunga annars
vegar við sprungu. Það var
skammt frá Víti.
Nokkur umbrot og hreifingar
í jarðskorpunni eru hverjum
manni auðsæjar.
UNDANFARI HRAUNGOSS?
Dr. Sigurður Þórarinsson álít-
ur þetta undanfara meiri tíð-
inda. Hann telur líklegast, eftir
fyrstu athugun, að hraungos
verði á þessum slóðum, en
ekki mjög stórkostlegt. Jarð-
fræðingurinn taldi mjög mikil-
vægt að hafa kynnt sér aðstæð-
ur og' séð vegsummerki á þessu
byrjunax'stigi, en það er fremur
fátítt, þegar um gos er að ræða,
að fyi'stu gosmerki séu athuguð,
enda ekki alltaf, sem slíkir við-
burðir gera boð á undan sér.
Hins vegar mun jarðfræðing-
urinn, sem auk þess er nýbak-
aður heiðursdoktor, ekki hafa
fengið beint samband við þann
sem eldana kyndir! Vei'ður
hann því að treysta á eigin lær
dóm í umsögn um líkur fyrir
gosi.
Föstudeginum var eytt í at-
huganir í hinni víðfrægu Oskju
og síðan haldið í næturstað í
skála Ferðafélagsins.
HVE LENGI A AÐ SJÓÐA
KARTÖFLUR?
Undirritaður hélt nú heim-
leiðis með Laugamönnum, en
hinir leiðangursmennirnir voru
að sjóða kvöldmatinn, ei' leiðir
skildu, og ætluðu að gista aði'a
nótt í óbyggðum.
Um leið og ég var að fara út
úr dyrunum, eftir að hafa kvatt
og þakkað ánægjulega samveru,
heyrði er að rökrætt var um
það í eldhúsi, hvernig örugg-
ast væri að vita með fullri vissu
hvenær kartöflur væru nægi-
lega soðnar!
MIKLA GOSIÐ 1874.
Askja er í Dyngjufjöllum, inn
í miðju Odáðahrauni. Þar hafa
orðið stórfelld eldsumbrot og
landsig, óþrotlegt rannsóknar-
efni jarðfi'æðinga, skelfir norð-
lenzki'a byggða. Árið 1874 gaus
Askja hinu mikla ösku- og vik-
urgosi, er lagði sveitir í auðn
um árabil og sendi bæði Svíum
og Norðmönnum örlitla kveðju
um leið, því þangað barst ask-
an. — Síðar hafa orðið nokkur
gos, en ekkert þeirra mjög stór-
kostlegt. En enn þá búa Dyngju
fjöll yfir tröllamætti og ekki
unnt að segja hvenær hann fær
útrás. (Framh. á 8. síðu.)
HINN 9. okt. sáust úr fjárleit-
arílugvél gufugos í þrem stöð-
um í Öskju.
Tryggvi Helgason, flugmaður
á Akureyri, og Jón Sigurgcirs-
son, leitarstjóri, flugu þann dag
yfir afréttarlönd Mývetninga og
Bárðdælinga. Auk þess að
finna 5 kindur sáu þeir gufu-
gosið og staðsettu það.
R ANN SÓKN ARFERÐIR.
Fimmtudagsmorguninn, hinn
11. þ. m. flaug dr. Sigui'ður Þór-
arinsson yfir Öskju í góðu
skyggni, en síðdegis sama dag
var leiðangur gerður frá Akur-
eyri til rannsóknar á þessu fyr-
ii'bæri, með dr. Sigui'ð Þórar-
insson í broddi fylkingar. Far-
arstjóri var Jón Sigurgeirsson,
og ók hann jeppa sínum, og
Kái’i Sigurjónsson á öðrum. En
báðir eru menn þessir þaulvanir
fjallaferðum og útilegum.
FERÐAFÓLKIÐ.
Aðrir, sem slógust í förina
voru: Elín Pálmadóttir, blaða-
kona, Rvík, Olafur Jónsson,
ráðunautur, Akureyri, Sigur-
geir Þórðarson, Akureyri, og
undirritaður. Guðm. Gunnars-
son, Hróar Björnsson, kennarar
við Laugaskóla, og Eiríkui'
Ingjaldsson, smiður, sama stað,
slógust í förina, og var haldið
austur í Herðubreiðarlindir
um kveldið og gist í hinu ágæta
sæluhúsi Ferðafélagsins þar.
JARÐSKORPAN SPRUNGIN.
Á föstudagsmorguninn var
ekið áleiðis í Öskju, en síðan
fai'ið á tveim jafnfljótum á hið
gamla og nýja umbrotasvæði,
sem frægt er frá fyrri tímum.
Nokkur hundruð metra inn-
an við Öskjuop, neðst í fjalls-
hlíðinni, eru 4 nýir gufu- og
leirhverir í beinni línu. Þar
hefur myndast sprunga í jarð-
skorpunni, um 350 metra löng,
og þar eru hverirnix'. Sprunga
þessi liggur suður og í beina
stefnu á Víti við Öskjuvatn.
GUFUSTRÓKAR. — BRENNI
STEINSFÝLA ÚR HVER-
UNUM.
Leirlækir renna úr hverunum
niður í hraunið og norður.
Megna gufu leggur fyrir vit
manna á þessum slóðum og guf-
an stígur hátt til lofts. Hver-
irnir kvæsa og gjósa leii'num,
en snjórinn bráðnar umhvei'fis
og eykur rennslið er neðai' kem
ur. í Öskjuopi ei'u holir hjaim-
skaflar en 18 stiga hiti í grugg-
ugu rennslinu undir þeim.
Augljóst er, að gufa og leir
hafa rutt sér braut upp á yfir-
boi’ðið fyrir aðeins fáum dög-
um, því snjórinn bráðnaði ört
þennan dag við hina heitu staði.
Dr. Sigurður Þórarinsson finnur marga steina, og hér er hann Hjá vörðunni hjá Öskju. Frá vinstri: Jón Sigurgeirsson, Guðmundur Gunnarsson, Ilróar Björnsson,
að troða nokkrum þeirra í bakpoka Ólafs Jónssonar. (Ljm.: E.D.) Elín Pálmadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Kári Sigurjónsson og Ólafur Jónsson. (Ljósmynd: E. D.)