Dagur - 28.10.1961, Blaðsíða 5
.. ... ' . n T.r,-,r,--r--rrn---.,^
Vantraustið
á ríkisstjórnina
TILLAGA FRAMSÓKNARMANNA um
vantraust á ríkisstjórnina var til umræðu
á miðvikudag og fimmtudag og var út-
varpað. Samkvæmt viðteknum lýðræðis
venjum ber hverjum þingmanni, hverj-
um stjórnmálaflokki og hverri ríkisstjóm
að vinna samkvæmt yfirlýstri stefnu
siimi og loforðum. Þegar flokkar og ríkis
stjórnin vinna þveröfugt við yfirlýst lof-
orð sín, sem kjósendur kusu þá til að
framkvæma, hafa þeir glatað siðferði-
legu og þingræðislegu umboði sínu til að
stjórna. Þetta hefur nú gerzt með þjóð
okkar og skulu nefnd um það dæmi er
allir þekkja af biturri reynslu.
í haustkosningunum 1959 lofuðu allir
þingmenn allra stjórnmálaflokka að
hvika í engu frá margyfirlýstum vilja
þjóðarinnar og Alþingis í Iandhelgismál-
um, enda mátti hcita að fullur sigur væri
unninn. í þessu máli sviku stjórnarflokk
arnir og sömdu við Breta um réttinda-
afsal og hleyptu þeim einnig í landhelg-
ina. Þeir neituðu þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið, en sviku í trausti þingfylgis.
í sömu haustkosningum lofuðu stjórn-
arfiokkarnir að bæta lífskjörin. „Leiðin
til bættra lífskjara er að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn“ sagði Sjálfstæðisflokkur
inn. I staðinn fyrir þetta loforð fengu
kjósendur meiri Iífskjaraskerðingu en áð
ur hefur þekkzt, síðustu áratugi. Lífs-
kjör almennings hröpuðu úr þeim beztu
á Norðurlöndum 1958, og niður í þau
lökustu, eins og þau eru nú. Árslami
verkamanna eru um 53.000.00 krónur.
Hagstofan telur, að meðalfjölskyldan
þurfi 72.700.00 kr. árstekjur. Bændum
eru ætlaðar svipaðar tekjur og öðrum
vinnandi stéttmn, samkvæmt lögum, en
gerðardómur hefur rýrt þær tekjur veru
lega. Þannig er unnið gersamlega and-
stætt því, sem lofað var í þessu efni.
Háleitasta og mest áberandi loforð Al-
þýðuflokksins fyrir haustkosningarnar
1958 var það, að Alþýðuflokkurinn yrði
ekki einum degi Iengur í stjórn, hvorki
með einum flokki eða öðrum, ef leyfðar
yrðu nokkrar verðhækkanir. Þetta var
hraustlega mælt og þctta var það, scm
fólkið vildi, ekki síður en að fast yrði
staðið á réttinum í landhelgismálinu og
að lífskjörn yrðu bætt. Þetta loforð efndi
Alþýðuflokkurinn fyrir sitt Ieyti á þann
hátt, að hann beinlínis stóð að þeirri
mestu verðbólgu, sem á síðari árum hef-
ur átt sér stað og hlaut nafnið óðaverð-
bólga, sem er réttnefni.
Stjórnarflokkarnir lofuðu að hætta
skuldasöfnun. En hennar fyrsta verk var
að fá heimild til 800 milljón króna lán-
töku erlendis. Lofað var að þurrka út
uppbóta- og niðurgreiðslufarganið. í
fjárlagafrumvarpinu nú, cru 300 milljón
krónur áætlaðar til niðurgreiðslna.
Þessi fáu dæmi af mörgum sýna
eins glöggt og verða má hvemig stjórnar
flokkamir hafa unnið þveröfugt við það
sem þeir lofuðu þjóðinni og þjóðin kaus
þá til að framkvæma. Þeir, sem þannig
fara að, hafa fyrirgert siðferðilegum
rétti sínum til að fara mcð umboð fólks-
ins og eiga að standa upp. Það er rétt-
lætiskrafa að kosningar fari fram' og
þcssum málum verði skotið undir dóm
þjóðariimar í frjálsum kosningum.
V______________________________________>
millllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIMIHIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII 111111111 GISLI GUÐMUNDSSON ALÞINGISMAÐUR • IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIIIItHllllllltllHIIIIIIIIK
NORÐUR-NOREGS ÁÆTLUNIN
Ráðstafanir Norðmanna til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins
ÞESS HEFUR einstaka sinnuin
verið getið hér á landi, að gerð
hafi verið sérstök áætlun um fram
kvaemdir í Norður-Noregi, án þess
að nánar hafi verið um það mál
rætt. Framkvæmd þessarar áætl-
unar er nú lokið, og liggja fyrir
urn hana opinberar skýrslur, scm
telja verður athyglisverðar fyrir
íslendinga með tilliti til þeirra
umræðna, sem hér eiga sér stað
um jalnvægi í byggð landsins. Þar
sem Norður-Noregi svipar til ls-
lands að því er varðar landsstærð,
fólksfjölda og ýmis náttúruskil-
yrði, er sérstök ástæða til að gefa
því gaum, sem þar gerist í þessunt
efnum.
Á sínum tíma varð á ýmsum
stöðuni í Norður-Noregi verulegt
tjón af völdum styrjaldarinnar, t.
d. í Narvik og Kirkenes á Finn-
mörk.
Norður-Noregs-áætunin og sér
stakar ráðstafanir í sambandi við
hana, var samþykkt í Stórþinginti
á öndverðu ári 1952. Áætlunar-
tímabilið var átta ár, 1952—60.
Þær fjárliagsráðstafanir, sem gerð-
ar voru í þessu sambaiuli, voru
aðallega sem hér segir:
Framlciðslu og atvinnu-
aukningarsjóður.
Stofnaður var framleiðslu- og
atvinnuaukningarsjóður (utbyg-
ningsfond) lyrir Norður-Noreg.
Hlutverk hans skyldi vera að
vcila lán, aðallega stofnlán, til
eflingar atvinnulífi, aðilum sem
telja mátti að hefðu notað að
fullu lánsmöguleika sína annars
staðar. Lánstími skyldi vera allt
að 20 árum, og vextir hafa að
jafnaði verið 2i/2—3]/2%- í lögun-
um var heimild til að veita lán af-
borgana- og vaxtalaust tiltekinn
tíma, og 1 einstaka tilfelli mátti
ákveða að lán skyldi því aðeins
afturkræft, að tiltekin skilyrði
væru fyrir hendi. Sjóðnum var og
lieimilt að láta framkvæma rann-
sóknir og áætlanir á sinn kostnað.
Þá skyldi og sjóðnum heimilt að
leggja fram hlutafé í atvinnufyrir
tæki. Sjóðstjórnin skyldi skipuð
sjö mönnum. í henni hafa m. a.
átt sæti tveir menn, sem nokkuð
eru kunnir hér á landi, Frik Bro-
foss og Gunnar Jahn. Formaður,
a. m. k. í seinni tíð, hcfur verið
Ulrik Olsen stórkaupmaður.
Fjármagn það, sem sjóðnum
var í öndverðu ætlað til starfsemi
sinnar, var 100 millj. n. kr. ríkis-
framlag og 100 millj. n. kr. lán
mcð ríkisábyrgð frá opinberum
sjóðum. Svarar þetta til ca. 1200
millj. ísl. kr. með núverandi
gengi.
Aukaframlög af ríkisfé.
Jafnframt þessu var ákveðið að
veita sérstök aukaframlög af ríkis-
íé til framkvæmda í Norður-Nor-
egi, jrar al' nokkurn hluta af mót-
virðisfé Marshall-framlags, sem
Bandaríkin veittu Noregi á sín-
um tíma. Var þetta til viðbótar
við það fé, sem veitt var á venju-
legan hátt til framkvæmda í þenn
an landshluta, t. d. til vega, liafna
og járnbrauta.
Skattafríðindi.
í þriðja lagi voru sett lög þess
efnis, að fé, sem lagt væri í fjár-
ílestingu í Norður-Noregi skyldi,
á sérstakan liátt, frádráttarhæft
við álagningu beinna skatta. Lög
þessi liafa borið mikinn árangur.
Mikið fjármagn hefur vegna
þeirra flutzt frá Suður-Noregi til
Norður-Noregs á áætlunartíma-
bilinu.
Fjármagnsflutningur
til Norður-Noregs.
Alls cr talið, að sá fjármagns-
flutningur til Norður-Noregs, er
beinlínis stafar af áætlunarlöggjöf
inni, hafi verið sem hér segir eða
því sem næst á árunum 1952—60
í millj. n. kr.:
Lán o. 11. úr framleiðslu- og
atvinnuaukningarsjóði ... 241
Sérstök aukaframlög af ríkis-
lé (þar af 58 ntillj. til vega) 213
Fjármagn frá Suður-Noregi
vegna frádráttarákvæða
skattalaga ................. 341
Samtals millj. n. kr. 798
Þessi upphæð í norskum krón-
um svarar til nál. 4800 millj. ís-
lenzkra króna samkvæmt núver-
andi gengisskráningu.
Þess er þá jafnframt að geta,
að áætlunin hefur haft það í för
með sér, enda að þvf stuðlað á
Gísli Guðmundsson alþingism.
ýmsan hátt, að fjármagn það, er
lagt liefur verið í atvinnuupp-
byggingu Norður-Noregs á þess-
um tíma, er í rauninni mun
meira en hér að framan er talið.
Ríkissjóður hefur og á þessum
tíma, eins og að er vikið, lagt
miklu rneira lé af mörkum til
framkvæmda og atvinnuvega í
Norður-Noregi en hin sérstöku
aukaframlög, sem greidd hafa ver
ið samkvæmt áætluniiini.
Fólksfjöldi og landshættir.
Norður-Noregur, sem svo er
nefndur í áætluninui, er rúmlega
þriðjungur alls Noregs og nokkru
stærri en ísland. Hér er um að
ræða Ilálogaland hið forna, scm
nú skiptist í tvö fylki (Nordland
og Troms) og Finnmörk, sem er
nyrzti hluti Noregs. Hálogaland
nær suður að 65. breiddarbaug og
er syðsti hluti þess því á svipuðu
breiddarstigi og Norðurland. Þar
fyrir sunnan eru Þrændalög. Finn
mörk nær norður um 71. breiddar
baug. Strandlengja Norður-Nor-
egs er um 1400 kin, ströndin nijög
vogskorin, víða stutt austur að
landamærum. íbúatala Norður-
Noregs var árið 1950 ekki nerna
12.3% af íbúatölu landsins alls,
og er nú hlutfallslega hin sama.
Norður-Noregur hefur þó ekki
haldið eðlilegri fólksfjölgun sinni
að fullu. Tala fæðinga er þar hlut
fallslega hærri en í landinu í
heild, I ársbyrjun 1959 var íbúa-
tala Norður-Noregs rúmlega 434
þús., þar af rúml. 237 þús. í Nord-
land, nál. 126 þús. í Troms og
rúml. 71 þús. á Finnmörk, sem er
stærst þessara þriggja fylkja.
Árið 1950 voru í Norður-Nor-
egi alls 102 bæir og þorp mcð 200
íbúa og fleiri. Stórbæir eru þar
ekki á erlendan niælikvarða.
Ibúatala var sem hér segir:
íbúafjöldi Fjöldi staða
10000-20000 ............. 3
5000- 9999 ............. 2
2000- 4999 ............. 9
1000- 1999 ............ 13
500- 999 ............ 26
200- 499 ............ 49
Alls 102
Stærstu bæirnir eru Bodö, Nar-
vik, Tromsö, Harstad óg Mo.
íbúatala bæja og þorpa cr talin
hala hækkað allverulega á síðasta
áratug.
Virkjun fallvatna.
Síðan framkvæmd Norður-Nor-
egsáætlunarinnar hófst, hefur
virkjun fallvatna til ratorkufram
leiðslu aukizt hröðum skrefum í
Norður-Noregi. I ársbyrjun 1952
voru í Norður-Noregi orkuver
með samtals 227 þús. kvv orku. í
árslok 1959 var framleiðslugeta
orkuvera komin upp í 657 þús.
kw, eða hafði aukizt um 430 þús.
kw á sjö árum. Fr hér um að ræða
rúmlega 30 nýbyggingar og við-
bætur við eldri orkuver, en
stærsta orkuverið er 244 þús. kw
(Rössága). Þegar lokið er þeiin
orkuverum, sem nú er unnið að,
en það verðnr í lok næsta árs
(1962), verður raforkan kontin
upp 967 þús. kw, og cr aukningin
þá orðin 740 þús. kw eða 5—7
föld sú orka, scnr fást myndi úr
orkuveri við Dettifoss. Þar af eru
um 500 þús. kw í orkuverum, se'm
aðallega munu framleiða orku til
stóriðju. I landinu í heild er raf-
orkuaukningin mun minni á þess
um tírna.
Landliúnaður, skógrækt o. fl.
Talið er, að fólki, sem stundar
landbúnað, hafi lækkað í Norður-
Noregi á áætlunartímabilinu, og
bústofn hefur ekki aukizt. Árið
1959 voru í Norður-Noregi kýr
taldar rúinl. 77 þús., fullorðið fé
rúml. 160 þús., geitur 16 þús. og
svfn um 6 þús. Fn vélanotkun í
landbúnaði hefur aukizt mjög á
þessum tíma. Heimilisdráttarvél-
ar voru t. d. um 450 árið 1949,
en um 3600 árið 1959. Mjaltavél-
um fjölgaði á sama tíma úr 78
upp í rúmlcga 2300. Reist hafa
verið liátt á sjötta hundrað ný-
býla. Afurðir hafa aukizt, einkum
mjólkurmagnið. Víða liefur verið
komið upp sláturhúsum og mjólk-
urbúum. Fjöldi loðdýra sexlald-
aðist 1949—59. Fr þar nú nær ein-
göngu um minkarækt að ræða.
Hrcindýrum liefur fjölgað úr 87
þús. í 134 þús., og komið liefur
verið upp sex híeindýrasláturhús-
iim á Finnmörk svo og hreindýra-
girðingum. Gróðursettar voru 50
millj. trjáplantna á árunum 1955
-59.
Kaupskipaflotinn.
Kaupskipafloti N orður-N oregs
jókst úr 65 þús. br.rúml. upp í
151 þús. br.rúml. á árunum 1952
—60. Fjöldi norður-norskra sjó-
manna á norska kaupskipaflotan-
iiin jókst á þessum tíma um 116%
en ljöldi norskra kaupskipasjó-
manna í Iieild um 47%.
Fiskveiðar og fiskvinnsla.
Fiskveiðar liafa lengi verið tald
ar aðal atvinnuvegur Norður-
Noregs. Þar er m. a. hin víðl'ræga
verstöð, Lofoten. Skráðum fiski-
skipum fjölgaði f Norður-Noregi
um 4730 á árununi 1952—1960
eða nokkru meira en þriðjung.
Rúmlestatalan hefur þó ekki auk
izt að sama skapi. Af þesum 4730
viðbótarskipum voru sem sé 4246
opnir vélbátar. Þilfarsbátum
minni en 30 fet fjölgaði um 673.
60—99 feta skipum fjölgaði um
56, sem er ca. 20% ljölgun og
100 leta skipum og stærri um 40,
sem er ca. 200% fjölgun. En á
sama tíma fækkaði 30—59 feta
skipum um ca. 7% (úr 3911 í
3616). Fkki verður séð, að afla-
magn liafi aukizt á árunum 1952
til 1958, en til þcirra taka skýrsl-
ur þær, er ég hefi séð. Varð
minnstur 409 þús. tonn árið 1955,
mestur 546 þús. tonn árið 1958.
Af þessu aflmagni er 30—40%
síld og ler svo að ségja (411 í
bræðslu. Síldveiðar við ísland eru
lítið stundaðar úr Norður-Noregi.
Fiskimönnum liefur fækkað til
muna og afli því rneiri pr. mann,
sem stafar af því, eins og liér, að
skip og veiðitækni cru fullkomn-
ari en áður. Skýrslur um fjárfest
ingu í frystihúsum og öðrum
fiskvinnslustöðvum hefi ég ekki
séð, en hún er sögð allmikil á
þessum tíma. Byggð hafa verið
bæði stór og lítil frystihús.
í ráði er nú að smíða 3 skut-
togara í tilraunaskyni. I því m-
bandi er rætt um nauðsyn þess,
að sjá fiskvinnslustþðvunum fyrir
hráefni á þeim tíma árs, þegar
minnst er um liskveiðar á grunn
miðum. Allmikið er rætt um nauð
syn þess að fullvinna meira af
fiskaflanum en nú er gert.
Selveiði virðist fara lieldur
minnkandú Hafa í seinni tíð um
40 skip frá Norður-Noregi stund
að þessar veiðar og ársaflinn ver
ið 200—300 þús. selir (4—6 þús.
tonn af spiki).
Hraðvaxandi iðnaður.
. Iðnaður og námugröftur- í sam
bandi við iðnað er sá þáttur fram
Jeiðslu, þar sem mest uppbygging
hefir átt sér stað á áætlunartíma
bilinu, og stendur það að sjálf-
sögðu í beinu sambandi við hinar
stórauknu vatnsvirkjanir til raf-
orkuframleiðslu, sem fyrr var get-
ið. Brutto-íramleiðslan á þessu
sviði óx á árunum 1952—1958 um
219% (á sama tíma óx l'ramleiðsla
alls Noregs á sama sviði um 40%).
Fjárfestingin er á þessum árum
talin liafa numið um 1000 millj.
n. kr. eða 6000 millj. fsl. kr.
Stærstu atvinnufyrirtækin á
þessu sviði eru járn- og stálverk-
ismiðjur í Mo, aluminiumverk-
smiðja í Mosjöen (hvort tveggja
á Hálogalandi) og málmvinnsla
við Varangursfjiirð á Fimimörk.
Til viðbótar má nefna stækkun
á áburðarverksmiðju Norsk
Hydra í Glomfjord (framleiðslu-
aukning úr 65 þús. upp í 86 þús.
tonn at köfnunarefni), ullarverk
smiðju í Mosjöen, verkstæðisiðn-
að margs konar, skipasmíði o. fl.
Aluminiumverksmiðjan í Mosjij-
en tók til starfa 1958, framleiddi
þá 20 þús. tonn, en vinnslugeta
liennar liefir nú verið aukin upp
í 32 þús. tonn og stendur til að
aukan liana á næstunni upp í 48
þús. tonn. Sú aukning er áætluð
á 115 millj. n. kr. eða 690 millj.
ísl. kr .Byggður hefir verið upp
eða áætlað að byggja upp iðnað
á ýmsum sviðum og auka námu-
vinnslu. Fr liér einkum um að
ræða efnaiðnað, málmiðnað og
trjávöruiðnað, og að sjálfsögðu
matvælaiðnað, sem áður liefir ver
ið vikið að.
Á árunum 1952—1959 er talið,
að tekin liafi verið í notkun 516
verksmiðju- og verkstæðishús með
(Framhald á bls. 7)
5
ATTRÆÐISAFMÆLI
Jón Melsfað á Hallgilssföðum
Hvergi verði hvikaS frá „viSreisninni"
segir í stjórnmálaályktun frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISFL. hélt nýlega
Á MORGUN, 29. þ. m. verður
Jón Melstað bóndi á Hallgils-
stöðum í Arnarneshreppi átt-
ræður. Því miður dvelur hann
nú á sjúkrahúsi og getur því
ekki orðið um mikinn afmælis-
fagnað að ræða.
Jón var fæddur í Litluhlíð í
Víðidal í Vestur-Húnavatns-
sýslu, en þar bjuggu þá foreldr
ar hans, Stefán Jónasson, síðar
vegaverkstjóri á Akureyri og
kona hans, Margrét Eggertsdótt
ir. Mjög ungur fluttist Jón til
móðurömmu sinnar, Ragnheið-
ar Jónsdóttur á Fossi. Innan við
fermingu dvaldist hann á
Klömbrum hjá Júlíusi Halldórs
syni lækni. Þar var tekinn kenn
ari á vetrum og fékk Jón að
vera þar nokkuð við nám, en
varð þó að sinna ýmsum verk-
um samtímis. Síðar varð hann
vinnumaður hjá Hermanni Jón
assyni bónda á Þingeyrum.
Tvítugur að aldri, árið 1901,
sigldi Jón til Noregs og dvald-
ist þar í þrjú ár, til 1904, þar af
einn vetur-við nám. Að öðru
leyti vann hann þar við land-
búnaðarstörf og lærði á því ný
vinnubrögð, sem þá voru lítt
eða ekki þekkt í sveitum á ís-
landi. Þegar hann kom frá Nor
egi, settist hann að á Akureyri
hjá foreldrum sínum, sem þá
bjuggu þar. Stundaði hann þá
á sumrum jarðyrkjustörf hjá
bændum héraðsins. Sumarið
1908 vann hann við byggingu
Fnjóskárbrúarinnar og var þar
túlkur, því danskir menn stóðu
fyrir verkinu. Árið sem hann
kom frá Noregi, sá ég hann í
fyrsta skipti, því hann gisti þá
heima hjá foreldrum mínum, og
LANDSAMBANDIÐ GEGN
áfengisbölinu efnir til bindind-
isdags um land allt, sunnudag-
isn 29 okt. n.k. Hér á Akureyri
verður fundurinn í Borgarbíó
og hefst kl. 5 e. h.
Aðalræðu dagsins flytur séra
Sigurður Haukur Guðjónsson,
stutt ávörp flytja Jóna E. Burg-
ess og Kristján Kristjánsson,
bæði nemendur í M. A., og Jón-
as Jónsson kennari. Björg Bald-
vinsdóttir og Jóhann Ogmunds-
son syngja einsöngva og tví-
söngva við undirleik Guð-
mundar Jóhannssonar og að
lokum verður sýnd stutt kvik-
mynd.
leizt mér maðurinn sérstaklega
rösklegur og gerðarlegur. Síðar
urðu kynni okkar mikil og góð.
,Þann 9. apríl 1909 kvæntist Jón
konu sinni, Albínu Pétursdótt-
ir á Svertingsstöðum og reistu
þau hjón bú þar sama vor. En
árið 1912 fluttust þau í Hall-
gilsstaði í Arnarneshreppi og
hafa búið þar síðan. Jón hóf
fljótlega miklar umbætur á jörð
sinni, svo að Hallgilsstaðir, sem
voru kot, fleyta nú stóru búi.
Hann varð þó fyrir miklu eigna
tjóni, því árið 1928 brann bær-
inn, sem hann hafði byggt. Þau
hjón hafa eignazt 7 börn og eru
synir hans, sumir, kunnir hér
um byggðir.
Jón hefur alla tíð verið félags
hyggjumaður, eindreginn sam-
vinnumaður, og mun hafa átt
sæti á flestum eða öllum aðal-
fundum Kaupfélags Eyfirðinga
siðan 1910, oftast sem fulltrúi,
en stundum sem gestur. Þá átti
hann um áraraðir sæti í félags-
ráði Kaupfélags Eyfirðinga, enn
fremur hefur hann oft verið full
trúi kaupfélagsins á aðalfund-
um SÍS.
Jón Melstað hefur jafnan ver
ið eindregin Framsóknarmaður,
allt frá stofnun flokksins og unn
ið honum það gagn, sem hann
hefur mátt. Hann hefur oft sótt
flokksþing Framsóknarflokks-
ins og tekið þátt í umræðum og
öðrum störfum. Fulltrúi fram-
bjóðenda Framsóknarflokksins
í hreppnum hefur hann oft ver
ið og stutt flokkinn í hvívetna.
,Nú getur þessi aldni bændaöld
ungur ekki setið heima á óðali
sínu sökum sjúkleika, en von-
andi gefst honum tækifæri til
að vera þar heima á 50 ára bú-
skaparafmæli sínu á Hallgils-
stöðum næsta vor.
Að lokum þakka ég Jóni Mel
stað langa og góða samfylgd,
bæði á sviði félagsmála og
stjórnmála. Og ég þakka hon-
um einnig mikilsverðan stuðn-
ing á meðan ég var þingmaður
Eyfirðinga. Árna ég honum
allra heilla og blessunar og bið
þess, að ævikvöld hans verði
honum léttbært og ánægjulegt.
Bernharð Stefánsson.
Aðgangur er ókeypis og öll-
um frjáls eldri en 14 ára.
Landssambandið hvetur öll
félög innan samtakanna, til að
veita málefninu stuðning og
sækja samkomur Bindindis-
dagsins 1961.
•HlinHHHIIHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHIIHHIII*
| SÍLDVEIÐIN[
Krossanesvcrksmiðjan hefur
nú tekið á móti rúmum 22 þús.
málum smásíldar í bræðslu.
Ellefu skip stunda veiðarnar
á Akureyrarpolli, en hafa lítinn
sem engan afla fcngið síðustu
þrjá daga.
landsfund og samdi stjórnmála-
ályktun, sem lesin var í útvarp.
Mörg atriði ályktunarinnar
voru almenns eðlis, sem hver
stjórnmálaflokkur samþykkir
gjarnan og fela í sér frómar
óskir sjálfum sér og öðrum til
handa. Onnur atriði mörkuðu
stefnu flokksins í einstökum
atriðum og skal vikið að nokkr-
um þeirra.
1. Landsfundurinn fagnar
kjördæmabreytingunni. Sá fögn
uður á rót sína að rekja til þess,
að kjördæmabreytingin kom
núverandi stjórn til valda, jók
höfuðstaðarvaldið, einnig flokks
valdið í landinu, en dró veru-
lega úr áhrifamætti hinna
dreifðu byggða. Kommúnistar
áttu sinn þátt í kjördæmabreyt-
ingunni og bera ábyrgð á núver
andi ástandi að sínum hluta.
Kjördæmabreytingin var póli-
tískt herbragð en ekki fram-
kvæmt sem réttlætismál.
2. Landsfundurinn hælir sér
af landhelgismálinu. Það er
mjög að vonum að sá stjórn-
málaflokkur sem mest spillti
fyrir landhelgismálinu er land-
helgin var færð í 12 mílur, hæíi
sér af því að hafa síðar selt rétt
íslands til einhliða útfærslu í
hendur Breta. Það voru smán-
arsamningar, sem enginn heið-
arlegur íslendingur getur kinn-
roðalaust hugsað um.
3. Landsfundurinn fagnar
þeim mikla árangri, sem náðst
hefur í því að minnka verðbólg-
una. Hvað ætli landsmönnum
finnist um svona yfirlýsingu.
Sjálfur nefndi Sjálfstæðisflokk-
urinn dýrtíðina, sem hann hefur
aukið meira en nokkur annar
flokkur hefur nokkurn tíma
gert, óðaverðbólgu, og var það
réttnefni. Tvær gengisfellingar,
nýir tollar og skattar hafa hækk
að vöruverð um 50—80%, nema
fáar niðurgreiddar vörur. Ætti
það ekki fremur við í „Speglin-
um“ en í samþykkt frá Sjálf-
stæðisflokknnum, að lands-
fundur flokksins fagni þeim
mikla árangri, sem náðst hafi í
því að halda verðbólgunni
niðri?
4. Landsfundurinn þakkar
ráðherrum sínum fyrir síðustu
gengisfelling'u. Það er skiljan-
legt að ráðherrum flokksins hafi
ekki veitt af handaupprétting-
um landsfundarmanna til að
friða samvizku sína í einhverju
því mesta glapræðis- og
hermdarverki, sem ríkisstjórnin
hefur gert. Síðasta gengisfelling
var með öllu óþörf og hrein
pólitísk og efnahagsleg mistök,
sem stjórnin hefur ekki varið
með rökum. Þau mistök hljóta
að hafa þau áhrif að verkalýðs-
félögin telji sig til knúin að
rétta hluta sinn á ný. Allt
bendir til þess að síðasta geng-
isfellingin, sem gerði 400 króna
hækkun mánaðarlauna í sumar
að engu, verði til þess pð leiða
þjóðina út í harðvítuga verk-
fallsbaráttu í vetur. í sömu
þakkargjörð landsfundarins til
ráðherra sinna segir að stjórn-
arandstaðan hafi misnotað al-
mannasamtökin. Þétta fær alls
ekki staðist. Eða eru menn
búnir að gleyma Vestmanna-
eyjadeilunni? Voru það stjórn-
arandstæðingar, sem þar voru
að verki? Og var stjórnarand-
staðan að verki í þeim verka-
lýðsfélögum, sem lúta stjórn
eindreginna stjórnarsinna? —
Hvað segja menn um flugmenn,
verkfræðinga og lækna, eru
þetta allt skemmdarverka-
menn í stjórnarandstöðu? Og
dettur nokkrum það í hug í al-
vöru, eftir að það liggur ljóst
fyrir um land allt, að enginn
ágreiningur var innan verka-
lýðsfélaga um kaupkröfur, að
það hafi bara verið stjórnar-
andstaðan, sem vildi hækka
kaup verkamanna?
5. Þá segir í landsfundarsam-
þykktinni, að almenn hagsæld
byggist á því, að hvergi verði
hvikað frá „viðreisnarstefn-
unni“. Ef bændur og verka-
menn á landsfundinum hafa rétt
upp hendi með glöðu geði þegar
þetta var samþykkt, er þeim
mönnum ekki fisjað saman. Hin
almenna hagsæld, sem þegar er
fengin af viðreisnarstefnunni,
leynir sér svo sem ekki. En
hvort menn hafa á þeirri
stundu haft í huga, að útgerðin
þurfti sérstaka kreppulánaað-
stoð fljótlega eftir að „viðreisn
arstefnan“ fór að bera árangur,
og að einmitt sömu dagana og
landsfundurinn stóð yfir, var til
umræðu á hinu háa Alþingi að
hliðstæð kreppulánaaðstoð til
bænda væri óhjákvæmileg, eins
og nú er komið. Svona grátt er
„viðreisnin“ strax búin að leika
aðalatvinnuvegi landsmanna, og
þó rétta menn upp hendurnar
og þakka.
6. Enn segir í ályktuninni, að
umbætur í skattamálum séu á
næsta leyti, til þess m. a. „að
skapa heilbrigt andrúmsloft".
Hið góða andrúmsloft er í því
fólgið að velta enn meira en
orðið er, skattabyrðum þeirra
ríku yfir á herðar ahnennings,
t. d. með auknum neyzluskött-
um. Það á líka að færa niður
tollana, segir landsfundurinn.
Það er nú fallegt á pappirnum
að ætla að færa niður tolla og
skatta. En það er einkar óheppi
legt fyrir Sjálfstæðisflokkiim og
næsta broslegt að auki, að láta
saniþykkja þetta á sama tíma og
þessi sami flokkur leggur fyrir
Alþingi að framlengja alla tolla
og skatta, hverju nafni sem
nefnast, sem áður voru álagðir
og áttu að vera til bráðabirgða,
samanber fjárlagafrumvarpið og
þingfréttirnar.
7. Lögð verði sérstök áherzla
á að bæta lífskjör þjóðarinnar,
samþykkir landsfundurinn. Það
hefur, á íhaldsvísu, gengið
nokkuð vel að bæta lífskjörin,
enda gekk Sjálfstæðisflokkur-
inn fram á orrustuvöll siðustu
kosninga undir kjörorðinu:
Leiðin til bættra lífskjara er að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. —
Efndirnar eru í stuttu máli þær,
að í tíð vinstri stjórnarinnar
voru lífskjör á íslandi þau
beztu, miðað við nálæg lönd.
Nú eru þau lökust. „Viðreisnin“
skerti lífskjör allra manna,
nema fárra ríkra, um 15—20%.
Kauphækkanirnar frá í sumar
hefur ríkisstjórnin þurrkað út
með gengisfellingunni síðustu.
Lífskjör verkamanna á íslandi
eru svo léleg nú, að enginn
efnahagssérfræðingur, né held-
ur stjórnmálaritstjóri eða yfir-
leitt nokkur annar ábyrgur
maður hefur fengist til að gera
tilraun til að setja upp það
dæmi, hvernig hægt sé að lifa
af núverandi kaupi. Tekjur
bændanna eru svo miðaðar við
þetta kaupgjald, og þó dregin
frá, samkvæmt gerðardómi,
veruleg upphæð. Hin „sérstaka
áherzla á bættum lífskjörum“
og að „hvergi sltuli hvikað frá
viðreisninni“ er boðskapur um
svívirðilega samdráttar- og
kjaraskerðingarstefnu, sem
verður að hrinda.
8. Stefnt sé að því, að sem
flestar fjölskyldur geti eignast
húsnæði, segir í ályktun lands-
fundarins. Með hliðsjón af því,
að í heilum sýslum er svo
kreppt að mönnum, að engin ný
hús, og í öðrum sýslum aðins
örfá, hafa risið af grunni síðan
núverandi stjórn tók við völd-
um, eru óskir um að sem flestir
geti eignast þak yfir höfuðið,
ekki of snemma á ferðinni. En
þegar byggingareefni hefur
hækkað um 70—80%, erfiðara
að fá lán en áður, engin leið
fyrir venjulegt launafólk eða
bændur að leggja til hliðar af
tekjum sínum til bygginga og
ekki á að breyta um efnahags-
stefnu, er örðugt að líta á þessa
landsfundarsamþykkt öðruvísi
en sem naprasta háð.
9. Stefnt skal að því, að sem
ílestir verði efnalega sjálfstæð-
ir, segir ennnfremur í hinni
frægu stjórnmálaályktun lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins. —
Þessi samþykkt brýtur alger-
lega í bág við staðreyndir um
stefnu allra íhaldsflokka, hvar
sem er í heiminum, og er því
orðaleikur einn. Samkeppnis-
og fjáraflamenn, sem stjórna
Sjálfstæðisflokknum, vinna
sleitulaust að því að auðvelda
hinum riku að verða ríkari á
kostnað hinna, eins og bezt er
hægt að sjá í verkum núverandi
ríkisstjórnar. Ört versnandi lífs
kjör almennings segja þarna
sína sögu og eru ólýgnustu
vitnin í þessu máli. Eða hvernig
geta gifurlegar kjaraskerðingar
og beinar árásir á lífskjör al-
mennings og hins vegar „að
flestir verði efnalega sjálfstæð-
ir“, farið saman?
10. Margt fleira væri ástæða
til að gera að umtalsefni úr hinu
merkilega plaggi frá landsfundi
Sjálfstæðisflokksins. Sjómenn,
bændur og verkamenn, ef ein-
(Framhald á bls. 2)
IIIHIHIIIIHIIHIIIIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIHIIHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIHI
Bindindisdagurinn 1961