Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 4
4 RÖNG STEFNA ÍSLENDINGAR hafa með réttu verið stoltir af því á síðari árum, að hvergi í nálægum iöndum hafa hlutfallslega eins margir borgarar verið efnalega sjálfstæð- ir og tekið beinan þátt í atvinnurekstri og hér. Óvíða eða hvergi eiga jafnmargir menn hús eða íbúðir og hér á landi, mið- að við heildina. Þetta er ávöxtur langrar, félagslegrar baráttu fyrir athafnafrelsi einstaklingsins og bættum hag þeirra þjóðfélagsþegna, er minnst báru úr být- um. Jafnhliða þessari ánægjulegu þróun, urðu framfarir svo miklar, að til upp- byggingar fór um þriðjungur þjóðar- teknanna um árabil. Atvinnuvegirnir voru cfldir risaskrefum, og lífskjörin urðu fyllilega sambærileg við þau ná- grannalönd, sem miklu í'yrr og lengur höfðu unnið að sama marki. Það allra ánægjulegasta við allt þctta cr þó sú staðreynd, að þjóðin lifði ekki sem lieikl um efni fram og átti auðveldara með að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum en nokkru sinni fyrr. Sama máli gilti um einstaklinga. Menn geta sjálfsagt deilt um það, hverjir áttu mestan þátt í þessari hagfeldu þróun mála hér á landi og þeim ávöxtum, sem hún bar. Um hitt verður ekki deilt, að hér hafi stefna Framsóknarflokksins ráðið mjög miklu um, þótt aðrir flokkar hafi einnig að unnið, með því móti þó, að sveigja stefnu sína til móts við Framsóknarflokkinn, sem lengst af hefur átt sæti í liinum ýmsu ríkisstjórnum síðustu áratugina. Allan þann tíma, sem framvindan varð örust, eða 3 síðustu áratugina, hefur ís- lenzka íhaldið siglt undir fölsku flaggi og látist vera frjálslyndari og umbótasinn- aðri flokkur, en íhaldsflokkar eru yfir- leitt. En það er síður cn svo, að hjarta- lagið hafi í nokkru breytzt, þótt flokkur- inn slakaði á íhaldsklónni, af því að þjóðin hafnaði kyrrstöðu og misskiptingu þjóðarteknanna. fhaldinu var nauðugur sá einn kostur að hylja úlfshárin vegna óttans við kjósendur. Með kjördæmabreytingunni, sem nú- verandi stjórnarflokkar og kommúnistar komu á, raskaðist valdahlutfallið á þann veg, að íhaldið gat rnyndað stjórn með Alþýðuflokknum, með naumum meiri hluta. Þessi samsteypa hcfur nú stjórnað landinu í þrjú ár, við lítinn orðstír. Ár- angurinn blasir við, hvert scm litið cr. Dýrtíðin er orðin svo mögnuð í landinu, að almenningur getur ckki á venjulcgum vinnutíma aflað s ér nægra tekna til að lifa af þeim mannsæmandi lífi. Til þess mun vanta 15—20 þús. krónur á ári. Rétt er að skjóta hér inn þeirri spurningu til íhaldsins, hvernig venjulegt láglaunafólk geti lifað af launum fyrir átta stunda vinnudag? Kostnaður við húsabyggingar er orðinn svo óhóflegur að fáir geta byggt sér þak yfir höfuðið. Vextirnir eru ennþá óhæfilega háir og lánastarfsemin óviðunandi með öllu. Sama ástand gild- ir um atvimiutækin. Kaup á þeim eru lítt viðráðanleg. AHur almenningur er hrein lega hnepptur í fjötra hinnar nýju sam- dráttar- og „viðreisnarstefnu“. Á valdatíma núverandi stjórnar er brotið blað í þróunarsögunni. Og nú er hin framsækna og dugandi þjóð, sem búin er að gera ótrúlega mikið á skömmum tíma og farin að njóta ávaxt- anna af því í góðum lífskjörum, Iátin ganga aftur á bak. En sú Ieið liggur til „hinna gömlu og góðu daga“ þcgar allt var hneppt í fjötra fátæktar. □ V______________________________________> Þcssi mynd er af hinu myndarlega iðnaðarhverfi samvinnumanna við Glerá á Akureyri. Ljósmyndirnar hér í opnunni tók E. Sigurgeirss. Skógerö Iounnar 25 ára Verksmiðjan hefur framleitt 1.246.272 pör af skóm. Framleiðsluverðinæti er 115 millj. króna. Launagreiðslur til bæjarbúa eru orðnar um 40 milljónir króna og fara mjög vaxandi árlega BARNASKÓR allra eldri íslend- inga sem nú lifa, voru úr sauð- skinni eða húðum af hrossum og naupeningi. Og þessir skór voru heimagerðir "og handsaumaðir. Skógerðin var eitt af erfiðari og sennilega leiðinlcgri verkum kvenna. En frá fyrstu tíð hafa konur, dætur og vinnukonur Þorsteinn Davíðsson. saumað skó og gert við skó, og það var rnikið verk, því flestir entust þessir skór illa. Verkun skinna var frumstæð mjög og endingin eftir því. Þó var oft farið högum hönd- iiin um þetta hráefni, þótt aldrei næði sókgerðin slíkri list sem hjá Grænlendingum og frægt er í sögum. Nú gengur enginn maður á heimasaumuðum skinnskóm, þó að margir-gangi á íslenzkum skóm engu að síður. Þróunin hcfur ver- ið sú, að unt leið og síðustu heima gerðu skórnir sungu sitt síðasta vers, tóku skógerðarstofur og verk smiðjur við. Með Skinnaverksmiðjunni Ið- unni á Akureyri, seni allir Norð- lendingar ogsjálfsagt ílestir lands- menn kannast við, opnaðist ný leið til hagnýtingar á skinnavör- um, og er Skógerð Iðunnar hliðar- grein, sem af þeirri nierku starf- semi spratt. Þorsteinn Davíðsson, sem kom skinnaverksmiðjunni á fót á veg- um samvinnumanna og stjórnar cnn, var meðal hvatamanna skó- gerðarinnar, enda framkvæmda- stjóri hennar mörg fyrstu árin. Ég fékk að líta í gamla gerða- bók verksmiðjustjórnar S I S frá 1936. Þar stendur meðal annars: „Samþykkt að fela Þorsteini Dav- íðssyni að láta gera útboðslýsingu að steinbyggingu, einni hæð, ofan á allt Gærurotunarhúsið (á Gler- áreyrum) og bjóða út bygginguna með og án efnis. Akveðið var að Þorsteinn Davíðssön fari utan í næsia mánuði til að athuga um innkaup á skógerðarvéluit}, um starfrækslu slíkrar verksmiðju og til að útvega verkstjóra." Undir þessa fundargerð skrifa Jón Árna- son, Biiðvar Bjarkan og Vil- hjáhnur Þór. A fundinum var mættur Þorsteinn Davíðs’son. Er fundargerðin dagsett 27. júní 1936. Hinn 29. júlí má aftur sjá í sömu bók, að lægsta byggingartil- boðið var frá Þörsteini Þorsteins- syni frá Lóni, Ásgeiri Austfjörð o. 11. sameiginlega og var því tek- ið. Byggingin var, eins og fyrr segir, ein hæð steypt og 45 x17 m að flatarmáli. Tilboðið hljóðaði upp á kr. 33.300.00 og myndi nú þykja ódývt. Síðan liefur vcrk- smiðjan þó bætt miklu húsnæði við. Og Þorsteinn Davíðsson fór utan, bæði til Danmerkur og Sví- þjóðar, kynnti sér skógerðarmálin, keypti inn vélarnar og útvegaði verkstjóra. Mest af vélunum var frá Svíþjóð, og þaðan var fyrsti verkstjóri verksmiðjunnar, Gustaf Nyberg skógerðarmeistari. Það er gaman að geta sagt frá því á aldarfjórðungsafmæli verk- smiðjunnar, að byggingin gekk svo vel, enn fremur niðursetning véla og annar undirbúningur,að framleiðslan hófst 16. desember sama ár eöa fjórum mánuðum eft- ir að byggingartilboði var tekið. Eins og fyrr segir var Þorsteinn Davtösson verksmiðjustjóri fyrstu árin. En verkstjórar og síðan verk snúðjustjórar auk Nybergs voru Kristian Lihn lrá 1938 og Ríkarð Þórólfsson frá 1953 til þessa dags. Skógerðin laut verksmiðjustjórn SÍS til 1949 en síðan Iðnaðardeild SÍS. Skógerð Iðunnar fór hægt af stáð en hefur vaxið fiskur um hrygg. Fyfsta árið framleitldi lnin 11710 pör af 'skóni Ivrir 183 þús. kr. og greiddi 43.500 kr. í vinnu- laun. Arið 1961 var framleiðslan kom in í 91.500 pör að verðmæti 18.4 millj. kr. og greiddi 5 millj. kr. í vinnulaun. Alls hefur verksmiðj- an greitt nær 40 millj. í vinnulaun til bæjarbúa. Urn þá upphæð gildir hið sarna og um framleiðslu Ríkarð Þórólfsson verksmiðjustjóri. verðmæti, að verðgildi pening- anna heíur breytzt mjög. Með nú- gildandi verðlagi væru þessar töl- ur mörgum sinnurn hærri. Eram- leiðsluverðmæti er talið um 115 millj. kr. lrá upphafi. Geta. má þess, að Skógerðin hef ur franúeitt samtals 1.246.272 pör af skóm. Það jafngildir um átta pörum af skóm á hvern íbúa í landinu þessi ár. Þá er þess að geta, að aðeins 15% af efni íramleiðslunnar er erlend vara og að gjaldeyrissparn- aðurinn hlýtur að vcra 50—70 milljónir. Einnig er vert að hug- leiða, að 40 rnillj. kr. vinnulaun verksmiðjufólksins hafa runnið í vasa iðnverkafólks á Akureyri og að hver sá, sem kaupir skó, velur á milli þess að kaupa innlenda skó og greiða um leið hluta verðs- ins til innlendra verkamanna og annars vegar liina erlendu og greiða þá t. d. Itölum, Spánverj- um o. íl. vinnulaun. Að sjá'lfsögðu eru þcir verðir launa sinfta cins og aðrir, en þó ættu iðnverka- menn hér á landi að sitja l'yrir að öðru jöfnu a. m. k. En þá kemur e. t. v. að aðal- kjarna þessa máls: Hvernig reyn- ast skórnir frá Skógcrð Iðunnar? An þess að blaðið geti neitt um það fullyrt, má fara nærri um það, cf ntarka má eftirspurnina, sem fcr mjög vaxandi, svo að verk smiðjau hefur ekki getað sinnt pöntunum, þrátt fyrir full afköst og vaktavinnu langtímum saman. Hið góða orð, scm fer af Iðunn- arskóm, er sjáll'sagt að niestu því tvennu að þakka, hve gott hrá- ef'ni er ætíð notað og að vcrk- smiðjan l'ylgist vcl með tizkubreyt ingum í skóíatnaði, sem er mjög áberandi bæði í karlmannaskóm og öllum öðrum skófatnaði. Þá hefur verksmiðjan tekið ýmis sterk og heppileg ný gerviefni í notkun, svo sem nælon o. fl. Eyrsta slarfsárið var starfsfólk látt. Nú vinna um 100 rnanns í verksmiðjunni miðað við fullgild- an vinnudag. BJaðið hafði tal af starfsfólki og lagði fvrir það nokkrar spurn- ingar. 5 Fyrstur er Pálmi Ólafsson. Hvcnœr byrjaðir þú að vinna hérna, Pálrni? Ég mætti hcrna kl. 7 fyrsta starfsdag verksmiðjunnar og fór Jtá að sníða fyrstu pörin af liinni eiginlegu framleiðslu. Um kl. 9 komu svo tvær eða Jirjár stúlkur til að sauma. Og hejur alltaf uttnið liérna? Nei, ég byrjaði skósmiíði miklu fyrr, var hjá ICvaran, einnig vestur í Skagalirði, en Jjó alltaf við skó- gerð. Ég hcf sem sagt verið að búa til skó síðan ég var fjórtán ára gamall og býst ekki við að skipta um lyrr cn ég hætti Jtá al- veg að vinna. Ég vann hcr fjiigur íyrstu árin og kom svo hingað aft- ur 1959. Við hvað vinnurðuf Alltaf að sníða, og síðan í sum- ar hef ég sniðið flatbotna, ófóðr- aða kvenskó. Einhcef vinna? Já, og sumum lciðist að vinna lengi santa verkið. En án Jtess næst ckki hin nauðsynlega Jtjálfun í starfinu. Þctta sýnist svo sem ckki mikiö vandaverk. En Jjegar. betur er að gáð, l'elst hæfni sníð- arans í }>ví lyrst og fremst, að hag nýta hrácfnið og fá úr Jjví eins gott efni í liverja skó og framast er unnt. Nei, mér leiðist ekkert við sníðaplankann. Hvernig skór voru fyrst fram- leiddir hér? Karlmannaskór nær eingöngu, úr vatnsleðri og með gúmnúbotn- um, ennfremur skíðaskór. Fram- lciðslan var ckki fjölbreytt fram- an al'. Síðar komu kvenskórnir lil sögunnar og fjöldi tcgunda. Samt cr það svo, að elztu sniðin okkar cru cnn í gildi og stundum notuð cnnþá, J)ÓLt efnið sé yfir- lcitt mun betra. Um 100 vinnusnið og gerðir liafa verið til sýnis fyrir Jjetta ár. Pálmi Ólafsson. Blaðið Jtakkar svörin. Pálmi Ólaísson er aðeins 44 ára gamall og á vonandi enn eftir að skila miklu og góðu starfi í Jtágu innlends iðnaðar. Næst hittum við Jón Helgason, vcrkstjóra í vélasal. Hvencer byrjaðir þú að vinna hér i Skógerðinni? Það var 2. mai.1937, og hér hef ég unnið látlaust síðan. Fyrst var látt fólk hérna og lítið húsnæði í samanburði við það sem nú er, Jjví vinnuskilyrði eru bctri hér fyrir hundrað manns en fyrir hinn fámcnna starfshóp fyrstu ár- anna. Þú hcfur hynnzt mörgu fólki hérna? Já, öllu fólki, sem unnið hefur hcr, og Jjað er orðið nokkuð margt. Því niiður er fólk að koma og fara allan ársins hring. Ungar stúlkur, sem hingað koma, giftá sig flestar innan skamm s tíma eins og gengur og aðrar koma í Jjeirra stað, og karlmenn koma hingað án þess að ætla að ílendast hér. En hin miklu skipti á starfs- fólki við eins fjölbreytta fram- leiðslu og hcr cr, er óhagkvæmari en ]>ar sem æft fólk vinnur að stað aldri. En svo eru auðvitað ntargir, sem vinna hcr árum og jafnvel áratugum saman. Og hvernig likar þér við fólkið? Ég mun ckki bera því aðra sögu en góða. Fólk cr misjafnt til starfa en yfirlejtt gott lólk, sem manni er hlýtt til. Hcrna tel ég gott and- rúmsloft og lítið um óánægju. Hvað viltu segja um þessa fram- leiðslu yfirleitt? Yíirleitt eru Iðunnar-skórnir góð vara, og Jjað er okkur, starfs- fólkinu, gleðiefni, hvc eftirspurn- in cr geysilega mikil, eins og til dæmis núna íyrir jólin. Um út- Jón Helgason. litið ræðttr tízkan mestu. EnnJjá mciri árangri mætti eflaust ná ná með Jjjálfuðu skógerðarfólki. Og svo færi ég fyrirtækinu beztu lianúngjuóskir. Blaðið Jjakkar Jóni fyrir við- talið. Samkvæmt starístíma mun hann hljóta 25 ára silfurmerki SIS í vor og mun hafa vel til Jjess unnið. Þá hittum við Jjann manninn, sem lengstan starfstíma á við Sk't- gerð Iðunnar. Sá licitir Stefán Sig- urðsson. Hann hóf starf í verk- smiðjunni 6. apríl 1937 og hefur unnið þar síðan og alltaí sniðið skó. Hve margir vinna í sniðadeilcl- in ni? Við erum oftast sjit og sníðum látlaust til að ltafa undan. Fyrst var efnið og framleiðslan fábreytt, en nú helur jtelta breytzt eins og annað. Brcytingar á karlmanna- skólatnaði eru rniklar og þó enn örari í kvenskónum. Við notum nær eingöngu skinn frá Sútunar- verksmiðjunni. Það efni cr ósvik- ið og það er undirstaðan fyrir Jjví að framleiðslan líki vcl. Og hún mun þykja viðunandi, [jað sýnir reynslan. Og hvernig liltar þér vinnan? Ég byrjaði hér 18 ára gamall og hef unnið hér síðan. Mig vant- ar Jjví samanburðinn til að geta dæntt um }>að, hvort gott er að vinna hérna eða ckki gott. En við höíum ckki Jjurft að kvarta yíir atvinnulcysi, scm hér vinttum að staðaldri, og vinnuskilyrðin eru mun betri en áður. 1 Jjví sam- bandi má nelna ljósaútbúnaðinn. Við sníðum nú á þeini stað, sent áður var samkomusalur. Dagur Jjakkar Stefáni Sigurðs- syni svörin og óskar honum til Stefán Sigurðsson. hamingju ineð 25 ára sillurmcrki SIS Jjegar Jjar að kentur. Og Jjótt fjölbreytni í starli sé góð, munu saimvinnumenn ekki óska eítir að Stefán velji sér annan vinnustað. Gamalkunnug og ný andlit hinna starfandi manna í Skögerð- inni gefa auðvitað tilefni til for- vitnilegra spurninga af ýmstt tagi. En hér látum við staðar numið í karladcildinni. Af hálfu kvenna spjallaði blaða maðurinn við Ijóshærða og ttnga Kaupmannahafnardömu í ltvítum slopp. Hún lieitir Hanna Nielsen og cr lærð skósaumakona frá sínu heimalandi. Hún er ráðin hcr í ltáll't annað ár og liclur ttnnið hér í rtima tvo mánuöi. Hverni'g stendur á ferðum þín- urn hingað? Bara til að reyna eitthvað nýtt. Forvitni mætti kalla það. Og alls ekki til að græða peninga, Jjví ég fæ vinnu mína bctur borgaða heima en hcrná. Þekktirðu nokkra Islendinga áður cn þú kornst ’hingað? Nei, cn ég Jjekkti danska stúlku sem var búin að vera á íslandi, og henni var ég samferða hingað. Heldurðu að þú hafir gert góða ferð? Um það cr of snemnu að dæma ennþá. Eti mér fellur vel við fólkið, sem ég hcf kynnzt, og hér eru svipuð vinnuskilyrði og í öðr- um hliðstæðum verksmiðjum. Hefurðu farið á skiði eða á skauta? Nei, og ekki hcldur á hestbak. En ltver veit ncma maður reyni eitthvað af þessu síðar. Hanna Nielsen. Ég hef heyrt að flestar danskar stúlkur, sem hingað koma á góð- um aldri seljist hér að? Það getur nú verið. En ég hef ekkert ákveðið mig í Jjeim efnum. Og að minnsta kíjsti á cg eftir að kynnast mörgu áður cn ég hef nokkurn verulcgan samanburð til að fara eftir. Þu aillar eflaust að nota surnar- friið til að kynnasl landinu? Já, }tá ætla ég að íerðast mikið og ég er strax farin að hlakka til. Og islenzlti maturinn? Maður verður að venjast hon- um eins og öðru, sem frábrugðið er Jjví, sem maður hcfttr vanizt. Blaðið Jjakkar hinni ljóshærðu, dönsku stúiku fyrir viðtalið og óskar henni góðrar dvalar hér á landi. Eflaust er Islandsferðin stærsta ævintýrið hennar Jjað setn af er, og megi [>að verða henni lieillaríkt. Enn hittum við sem snöggvast Ivristin Bergsson, sem hlotið hefur góða skógerðarmenntun, bæði í Svíþjóð og Danmörku og er nú einn af vcrkstjórununt og vinnur mjög mikið að módelsmíði. Og Líney Gísladóttir, sem liálla ævina vandist hcimagcrðum skóm og saumáði marga í hönd- um, vinnur nú í saumadeildinni og líkar vel, segir hún, eii er ann- ars ófús á að láta liafa nokkuð eftir scr. En hér skal því skotið inn í, að ef Skógerðin hefur margar slíkar, í vélasal Skógerðar Iðunnar. Kristinn Bergsson. Líney Gísladóttir. Jjarf enginn að óttast að Jjar verði setið auðum höndurn. Að síðustu var Karl Agústsson sölustjóri spurður frétta. Það cr verst að hafa ekki undan og Jjttrla að segja að varan sé ckki til. Áður áttum við töluverðan lager. Nú cr ckkert hægt að framleiða lram yfir pantanir, segir hann. Ivlukkan er nú orðin tólf á há- degi. Hundruð manna og kvenna streyma úr verksmiðjum sant- vinnumanna til hádegisverðar og koma Jjangað aftur að klukku- stund liðinni til að hefja vintiu á nýjan leik. Iðnverkafólk á Akureyri hefttr getið sér gott orð í starfi og bera iðnaðarvörurnar því gleggst vitni. Og framtíðarverkcfnin cru næg fyrir vinnufúsar hcndur og fram- tak félaga og einstaklinga. Iðnaður í landinu hefur eflzt mjög á seinni árum bæði að vöxt- um og gæðum. Fólksfæð hamlar Jjó stóriðnaði til innanlandsjjarfa. En nú sýnast vera tímamót í Jjcss- ari þróun. Erlendir aðilar eru nú að opna augun fyrir sérstæðri iðn- framleiðslu íslendinga, og á Ak- ureyrá er unnið dag og nótt í sumuni verksmiðjum samvinnu- manna og fleiri aðila vegna cr- lendra pantana. A dagskrá með þjóðinni eru komnar stórvirkjanir stærstu fall- vatna til útfiutningsiðnaðar. og er líklegt að fyrsta slík virkjun sé ekki la'ngt undan. Elt hvað sent því líður er það okkur tvöfaldur áviuningur að framleiða góðar vörur úr inn- lcndttm hráelnum og gera þær á Jjann hátt marglalt verðmætari en ella. Blaðið árnar Skógerð Iðunnar gæfu og gengis á aldarfjórðungs- afmælinu. — ED. Barnasamkoma að Freyvangi SÍÐASTLIÐINN sunnudag (7. janúar) efndu kvcnfélíigin í Öng- ulsstaðahreppi til jólatrcssam- kotnu fyrir börn að íélagshcimil- inu Ereyvangi. Þarna voru saman komin flest börn úr hreppnum og auk þess margt barna úr ná- grenninu, sem boðin voru af kunningjum, svo að alls voru börnin 230. Eylgdi þeim stór hóp- ttr fullorðinna, svo að ætla má, að samkomu Jjessa hafi sótt nokk- uð á fjórða hundrað manns. Hófst samkoman með því, að sóknarpresturinn fór með guð- spjall og las jólasögu, cn á undan og eftir og þess á milli söng íólk úr kirkjukórum Kaupangs- og Munkaþverársókna jólasálma, en börnin og aðrir viðstaddir tóku vel undir. Þá var leikinn gatnan- leikurinn Vérðlaunasamkeþþnin eftir Baldur Eiríksson, og vakti hann mikla kátínu. Að Jjví búnu komu fram tvcir jólasvcinar, sent skemmtu börnunum mcð söng og gamni góða stund, og jjótti litlu áheyrendunum ckki minnst í það varið. Loks var gengið kringum jólatré. Öll fengu börnin jólapakka, og voru fram bornar rausnarlegar veitingar handa öllutn samkomu- gestum. Fór samkoman hið bczta fram og var félögunum til stór- sóma. Það cr stundum hnýtt að félags heimilunúm og látið í veðri vaka að Jjar fari ekki fram aðrar sam- konntr en þær, sem fánýtar eru og til vanza. Reyndar er }>að ckki félagsheimilunutn að kenna, Jjó að einstakir menn virðist ekki geta skemmt sér nema undir á- hrifunt áfengis. Menn drukku og drekka, þó að }>eir hafi eigi ann- að en vond húsakynni að skcmmta sér í, og ættu fagrir samkomustað- ir fremur að draga úr vínnautn en auka hana. Hitut má þá heldur ckki gleyma, að sveitirnar hafa öðlazt hlýleg og vegleg lnís l'yrir margvíslega starfsemi sína, og að þarna ertt margir fundir og sam- komur haldnar, sem bæði eru til ánægju og menningarauk.a og til kynningar fólks af stærri svæðum en áður. Ælti |>að að geta orðið til að efla samliug og vináttu fólks ins. Hafa félögin lagt á sig mikið erfiði og féirnir til að koma [jcss- um húsum upp, og eiga konurnar Jjar ekki minnstan hlut að. En hver sá, sem sá gleðina ljóma af andlitum barnanna í Freyvangi á sunnudaginn, myndi telja J)á (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.